Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 28

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 28
MED HILSEN 28 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. september 1993 NÁIN KYNNI Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa: „Já, haustið er komið í allri sinni litadýrö_“ Enda hef ég aldrei skrifað neitt þvílíkt og mun ekki gera það ef ég fæ að ráða. Nær væri aö skrifa: „Þá er djöfuls haustið komið aftur meö ’ann aö suð- vestan og rigningu og djöfulgangi..." En ég held ég sleppi því að skrifa það og hugsa, held- ur hugsi með hlýju til undanfarinna mánaða, hvar ég hef fengiö að njóta funhita á svölunum, afókató og gó- gómils kunt, stórvinar míns, er horfinn er í vesturveg. Eg græt krókódílatárum. Fótboltaseasonið er búið með stórkostlegum árangri Stoke City í fyrstu umferðum. Ég kýs að ræða það ekkert nánar. Vei þeim Kristjáni sem kaus sér gæiunafnið KR. KK hafði þó rænu á því að kalla sig KK en ekki KR KR. Hann yrði í dag að at- hlægi hvar sem hann dræpi niður fæti eða gítar. Eða þá tjaldútilegan? Þar sem Qölskyldan dreif sig í pokann til þess eins að geta sagt að maöur hefði farið í útilegu um sumarið. Bara til þess að vakna hálftíma seinna til að pakka niður. Hefði þetta ekki verið kald- asta nótt sumarsins sem við völdum til aö sanna vísi- tölustig okkar. Enda sagði mér mætur maður daginn eftir að hann skildi ekki hvað edrú fólk væri meö það að gera að tjalda, þetta væri svo ömurlegt að það þyrfti í það minnsta einn pela af brjóstbirtu til að halda hita í pokanum, nema ef maður væri fæddur hænuhaus, þá myndi maður bara deyja birtudauða. Ég hef haldið mínu striki í sumar, alveg harðákveðinn í að heilsubót mín skyldi vera hjólreiöar og að fara á völlinn. Til þess hef ég haft forláta fák, reiðhjól, húfu og hanska. Það tók mig að vísu nokkurn tíma að ná ball- ans eftir að hjálpardekkin voru tekin af, — ég hef ekki hjólað síðan ég átti Eska-gæðahjóliö. Hvar ætli það sé nú? Svör óskast ekki á póstkorti frá umhverfismálaráö- herra. Vonandi í endurvinnslu. Völlurinn datt uppfyrir fljótlega. En hjóliö! Þvílíkt yndi. Eftir að hafa lært á umferöina aftur er ekkert sem jafnast á viö að hjóla. Finna gustinn um heilabörkinn og ískriö í beygjunum og skransið þegar ég tek af stað. Óviðjafnanlegt! Þegar heiladauði blasir við er ekkert betra en að fara út á fákinn, já ég kalla þetta fák eins og stangveiöi- maður kallar uppáhaldsfluguna sína elskuna sína, eigin- maður konuna sína í blíðu og stríðu kellinguna, bar- gesturinn uppáhaldsdrykkinn sinn sjúss og KR-ingar fótbolta fótbolta. Þess vegna sagði ég við konuna: „Ég held ég drífi mig út á fákinn og bleyti aðeins í ’onum,“ — átti við berkjurnar —, „ég hef ekki farið út úr húsi í dag. Ég hefði gott af að láta andvarann Ijúfa leika um mig allan. Ég verð eins og nýr maður, tilbúinn undir góðan nætursvefn. Maður veröur að halda sér í formi.“ Stuttu síöar var ég orðinn blautur og hrakinn. Ég sat í ræsinu. Á heiladauða hafði ég átt von, en ekki þessu! Engin miskunn hjá honum Kára. Jú, berkjumar voru vel blautar. Ég hugsaði skýrar en áður. Því í andskotanum hafði ég hlaupið út á fákinn liggur viö í nærunum ein- um? Þúsundir hugsana leiddi út í gegnum berkjurnar. Og þaö eina sem mér datt í hug var: „Blessað haustið er komið með allri þeirri gleði sem því fylgir.“ Þetta var rafmögnuð upplifun, eða eins og skáldi virt- ur sagði, nýkominn frá Skandinavíu og þreyttur: „Jeg har ondt i hovedet." Einar Ben. Deilur homma og 22 taka nýja stefnu Danshurinn sver af sér hommapginn Sendiherra neitar að vera við málið riðinn í PRESSUNNI sem kom út 16. september var sagt frá máli undir fyrirsögninni Hommar í stríöi viö 22. Oll mál hafa á sér ýmsar hliöar og þetta ekki síö- ur en önnur, eins og komið hefur á daginn. Viö greinina var mynd af viðmælanda PRESS- UNNAR, Guðmundi Karli Friö- jónssyni, sem stendur óvart á tröppum danska sendiráðsins. PRESSUNNI hefur nú borist bréf frá danska sendiherran- um, sem vill aö það komi skýrt fram aö tengsl sín við þetta tiltekna mál séu engin. Okkur er Ijúft og skylt aö koma þessu á framfæri. Bréfið frá danska sendiherranum Hr. redaktor. De har fundet for godt at illustrere en artikel i PRESSAN’s udga- ve torsdag 16. september 1993 under overskriften: „Hommar stríði við 22“ með et billede af en ung mand stáende pá den danske ambassades indgangstrappe. Derved indgives læserne et falsk indtryk af, at ambassaden er indblandet i den omhandlede sag. Det ville vi gerne have undgáet. Med venlig hilsen V. Villadsen . Ambassador. TVIFARAR RONG SVIÐSMYND! Alexander Gan- schin, sem hafói yfirum- sjón með aróðurs- kvikmynd- um Stalíns gamla, v a r ö standandi hissa þeg- ar hann missti allt í einu vinn- una. Þó varð til þessi sam- anherpti jnunn- svipur sem Olafur I Olafsson setur líka I alltaf upp þegar I handvömm lækna- | stéttarinnar ber ó | góma. I I I I_________________________________________________I Fimmtan sottuum stöðu Bogomils Font Metsöludrengirnir úr Millj- ónamæringunum eru að hefja sig til flugs á ný, nánar tiltekið þann 1. október á Ömmu Lú, þar sem þeir ætla að eyða föstudagskvöldunum næstu tvo mánuðina. Og með nýtt andlit í framvarðarsveitinni; Pál Óskar Hjálmtýs- son. „Páll Óskar var sá eini sem kom til greina, en það sóttu fimmtán manns um stöðu Bogomils Font,“ segir Stein- grímur Guðmunds- son milljónatrymbill. Margir þekktir? „Já, bæði þekktir og óþekktir. Eg vil þó ekki nefna nein nöfn. Einn mætti t.d. með kassettu sem hann hafði sjálfur sungið inn á Marsbúa-tjatja- tja. Þetta var mjög fag- mannlegt hjá honum en því miður passaði hann engan veginn inn í hlutverkið. Á tímabili reyndum við að ná í söngvara frá Mexíkó og annar frá Danmörku var í sigt- inu. En þegar upp var staðið fannst okkur Páll henta best; hann er góður söngvari og getur leikið.“ Er hœgt aðfeta ífótspor Bog- omilsFont? „Nei, enda engin ástæða til. Það er bara einn Bogomil Font.“ KemurBogomil aftur? „Já, hann gæti komið aftur en þá eingöngu sem gesta- söngvari, því hann hyggst vera með konu sinni úti í Banda- ríkjunum næstu fimm árin.“ Eruð þið að öðru leyti sömu Milljónamœringamir og áður? þeir Sigurður Jónsson sax- ófónleikari, Ástvaldur Traustason píanóleikari og ég,“ segir trymbillinn Stein- grímur. Verður eitthvað nýtt um að vera hjá ykkur „Við birtumst á sviðinu Mambó-tjatjatja. Það verður eflaust áffam farið ffam á að þau verði spiluð.“ Hverju sœta vinsœldir sveifl- unnar? „Við urðum jafnhissa og aðrir. Við höfum reyndar þá einföldu kenningu að fólk hafi MILUÓNAMÆRINGARNIR OG PÁLL ÓSKAR. Fimmtán dreymdi um stööuna sem Páll Óskar gegnir nú „Nei, ekki alveg, því við höfum bætt við nýjum bassa- leikara, Birgi Bragasyni, og svo er Jón Björgvinsson slagverks- leikari genginn til liðs við okk- ur þar sem Páll Óskar syngur eingöngu. Aðrir meðlimir eru með splunkunýtt prógramm en takturinn verður svipaður og áður, þ.e.a.s. mambó, latin, swing og djass, eða suðræn sveifla. Við leggjum þó ekki alveg gömlu lögunum á borð við Fly me to the moon og viljað heyra eitthvað nýtt og svo erum við kannski bara svona heit í eðli okkar. Þetta felst einnig í því að við spilum alhliða danstónlist sem getur virkað sem tónleikapró- gramm í leiðinni, þótt við sé- um fyrst og fremst dans- grúppa.“ Er nýr geisladiskur vcentan- legur? Nei, ekki í bráð. Sá síðasti er enn að seljast. Ég sé það fýrir mér svona méð vorinu.“ Emð þið jafnmikið fyrir „ba- bes“ og áður? „Við erum ekkert orðnir náttúrulaus- Blondínumar? „Nja, persónulega hef ég alltaf verið meira fyrir dökk- hærðar stúlkur með brún augu. Þetta blondínukjaftæði er ýkt. Þetta eru babin hans BogomiIs.“ Fötin sem Millj- ónamæringarnir æda að íklæðast í vetur verða skrautleg; röndótt jakkaföt og engin tvenn eins. Til að lesendur geti glöggvað sig betur má geta þess að hug- myndin að þeim er sótt í kvikmyndina um Malcom X. Félagarnir ætla ekki eingöngu að halda sig við Ömmu Lú því þeir ku einnig vera eft- irsóttir í einkateiti sem fyrr. Þá munu þeir einnig koma við á Akureyri og víðar, t.d. í mið- bæ Reykjavíkur, og bræða sál landans á ísköldum vetri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.