Pressan - 02.12.1993, Qupperneq 2

Pressan - 02.12.1993, Qupperneq 2
BÓKA- OG PLÖTUBLAÐ B2 PRESSAN Fimmtudagurinn 2. desember 1993 ★ ★ ★ Stjörnugjöf gagnrýnenda ★★★ s Í.S. v.íl-, Hrafn Jökulsson Gunnar Hjálmarsson Olafur Haraldsson Kolbrún Bergþórsdóttir íslensk skáldverk Birgir Sigurðsson: Hengiflugið Forlagið ★★★★ Brakandi snilld. Birgir hefur náð að pakka nútímanum inn í þessa bók og það liggur við að maður segi einfaldlega takk. (ÓH) Guðbergur Bergsson: Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma Forlagið ★★★★ Alveg vita siðlaus saga, en sett saman af mikilii list. Full- þroskuð skáldsaga og aðgengileg í bestu merkingu orðsins. (ÓH) Gyrðir Elíasson: Tregahornið Mál og menning ★★★★ Gyrðir hefiir einstakt lag á að smíða samsetningar sem sitja í minni manns. Hver setning gegnir því hlutverki að skapa stemmningu. Engu er ofaukið. Listasmíð. (KB) Steinunn Sigurðardóttir: Ástin fiskanna Iðunn ★★★ Kvennabók. Ljúft millispil á rithöfiindarferli Steinunnar, dálítið angurvær ástarsaga sem ég hef grun um að margar konur telji sig hafa lifað. (KB) Guðlaugur Arason: Hjartasalt Mál og menning ★★ Framhald af Pelastikki. Það gengur bókstaflega allt upp hjá söguhetjunni og fyrir bragðið skapast lítil spenna um heppni og óheppni, sigur eða ósigur. (ÓH) Kristján Jóhann Jónsson: Patt Lesmál ★ ★ Snilldarvel gerð sem formleg tilraun um skáldsögu, en ffamvinda sögunnar er vélræn og frásögnin eintóna. (ÓH) Alfrún Gunnlaugsdóttir: Hvatt að rúnum Mál og menning ★ Textinn er gerilsneyddur allri tilfinningu, einhæfur, þurr og steríll, enda skrifaður í Norðurlandaverðlaunastílnum. Virðist allt mjög vitsmunalegt, en ekki var það gaman. (KB) Hannes Sigfússon: Ljósin blakta Mál og menning ★ Frásagnarhátturinn, óskoruð samúð söguhöfundar með tólf öldungum, ásamt svolítið klisjukenndri kaldhæðni, bera verðugt söguefni ofurliði. (ÓH) Njörður P. Njarðvík: Hafborg Iðunn ★ Lítt eftirminnileg saga. Persónusköpun er ábótavant, bygg- ing ekki nógu markviss og stíllinn tilþrifalítill. (KB) Rúnar Helgi Vignisson: Strandhögg Forlagið ★ Verðug yrkisefni og ágætar hugmyndir sem höfundi tekst þó ekki að blása nægilegu lífi í. (KB) Björgúlfur Ólafsson: Kvennagaldur Almenna bókafélagið ® Það er sjálfsagt að gefa ungum höfundum tækifæri, en hér er ekki vott af hæfileikum að finna. Vandræðaleg mistök frá upphafi til enda. (KB) Ljóð í andófinu — pólsk nútímaljóð Geirlaugur Magnússon þýddi. Hörpuútgáfan. ★★★★ Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins fyrir ljóðavini. Það leynir sér ekki að Geirlaugur Magnússon hefur vandað til verksins. (HJ) Hannes Pétursson: Eldhylur Iðunn ★★★ Afar vönduð bók, agað og vel stillt verk þroskaðs ljóðskálds, haganlega gert að öllu leyti. Hún á eftir að ffeistá úr bóka- hillunni í firamtíðinni. (ÓH) Þýðingar Ljudmila Petrushevskaja: Ódauðleg ást Mál og menning. ★★★★ Bók sem ætti að vekja aðdáun bókmenntaunnenda. örugg- ur, einfaldur og hnitmiðaður stíll. Framúrskarandi þýðing. (KB) Mats Wahl: Húsbóndinn Mál og menning ★★★★ Wahl kann sannarlega að segja unglingasögu; ffásögnin er full af Qöri og spennu og lesandinn lifir sig inn í söguna. Sérlega góð þýðing. (KB) Mario Vargas Llosa: Hver myrti Móle- ró? Almenna bókafélagið. ★★★★ Ef ykkur finnst þið of oft lesa innihaldslítil skáldverk sem hreyfa ekki við ykkur, þá lesið þessa sögu. (KB) lan McEwan: Vinarþel ókunnugra Almenna bókafélagið ★★★ Mjög sennilega það besta sem McEwan hefur skrifað. Ekki handa viðkvæmum sálum, en ætti að verða effirlætislesning töffaranna í intelligensíunni. Prýðilega þýdd. (KB) A.J. Ouinnell: Blóðfjötrar Almenna bókafélagið. ★★★ Sérlega ánægjuleg lesning, ein fárra spennubóka sem segja má að séu geðfelldar og notalegar. (KB) Torgny Lindgren: Fimm fingra mandlan Mál og menning ★★★ Lindgren er örugglega í hópi bestu sögumanna á Norður- löndum, hugmyndaríkur og óhræddur við að staðfæra, endurskapa og gefa gömlum goðsögum nýja og ferska merkingu. (KB) Leif Esper Andersen: Brennd á báli Mál og menning ★ Sérlega drungaleg og þunglyndisleg unglingabók, samtöl stirð, persónur daufgerðar og engin ffásagnargleði. Allt ffemur niðurdrepandi. (KB) Aörar bækur Handbók Epíktets Almenna bókafélagið ★★★★ Gullkorn hins grísk-rómverska heimspekings óaðfinnan- lega þýdd af dr. Brodda Jóhannessyni, einum fárra sem hafa fullkomið vald á íslenskri tungu. (KB) Jólaljóð: Gylfi Gröndal valdi Forlagið ★★★ Ljóðin eru skemmtilega ólík, bókin fjölbreytt og Gylfa hef- ur tekist vel upp við valið á ljóðunum. (HJ) Gylfi Gröndal: Eldhress í heila öld Forlagið ★★★ Endurminningar Eiríks Kristóferssonar veita heillandi inn- sýn í veröld sem var. Sá sem ekki hrífst af ffásögninni hlýtur að vera vel og rækilega dauður úr öllum æðum. (HJ) Gylfi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin Almenna bókafélagið ★★ Gylfi er „grand old man“ íslenskra stjómmála og menn leggja við hlustir þegar hann tekur til máls. Bókin er afar ffóðleg, en ffáleitt eins safarík og efhi stóðu til. (HJ) Þorsteinn E. Jónsson: Viðburðarík flug- mannsævi Setberg ★★ Þorsteinn er ævintýramaður að upplagi og virðist margoft hafa beinlínis lagt lykkju á leið sína til að sneiða hjá vegi dygðarinnar. (HJ) Vetrarvirki Björns Th. Björnssonar: Af- mæliskveðja frá nemendum Mál og menning ★★ Ekki mikil tíðindi ffá listffæðilegu sjónarmiði, enda nokkur tilfinningasemi sem réð hugmyndinni að útgáfunni, ffekar en ffæðileg eða listræn markmið. (GJÁ) Stefán Jón Hafstein: New York, New York Mál og menning ★★ Nokkuð trúverðug mynd af lífi utangarðsfólks í New York, en aðalsögupersónan, Kristinn, verður svolítið útundan. Auk þess hefði þurft mun meiri stillingu í stílinn. (KB) Ferskeytlan — vísur og stef frá ýmsum tímum Almenna bókafélagið ★★ Fullffjálslega valið efni, en hreinar perlur innan um annað sem hefur minna skáldskapargildi. Um leið vísast lýsandi fyrir hina einkennilega samsettu þjóðarsál. (KB) Lausavísur frá 1400-1900 Sveinbjörn Beinteinsson safnaði Hörpuútgáfan Því miður bregst Sveinbirni illa bogalistin. Bókin er einn allsheijar öskuhaugur þarsem öllu ægir saman: leirburði, hnoði, lágkúru — og snilld. (HJ) Plötur Rabbi: Ef ég hefði vængi R músík / Japis ★★★★ Rabbi er í ffemstu línu sem persónulegur og ffábær laga- smiður. Vandað popp og heildartónninn sterkur. (GH) Nýdönsk: Hunang Skífan ★★★ Hér er sáð í sama beð og áður, en ekkert óvænt til. Gott popp, en platan ber þó hættuleg merki um yfirvofandi stöðnun. (GH) Todmobile: Spillt Spor ★★★ Hér er allt pottþétt, bæði spilamennska og ffágangur. Það skiptast á góð lög og lög sem sogast í hið risavaxna miðj- umoðssvarthol dægurtónlistarinnar. (GH) Bubbi Morthens: Lífið er Ijúft Skífan ★★★ Einföld, værukær og þægileg plata, gamaldags og lág- stemmd. Fjandi hentug við arininn á vetrarkvöldum, en ekkert tímamótaverk. Bubbleflies: The World is Still Alive Hljómalind ★★★ Kærkomin skurðaðgerð á skvapkenndu íslensku tónlistar- lífi. Bjartasta vonin, engin spuming. (GH) Ýmsir flytjendur: Núll og nix Smekkleysa ★★★ Mælir blóðþrýstinginn í músíklífinu með 33 hljómsveitum, mikið af því undirgangatónlist sem aldrei fær að heyrast í útvarpi. Þörf útgáfa. Ámi Johnsen Milljónaútgáfan Eindrangur/Japis ★★1/2 Ámi getur raulað sig fýrirhafnarlaust í gegnum hálft lag og hljómað eins og hver önnur varðeldabytta í hinni árlegu útilegu. Textamir sumir geggjað mgl og stuðrembingurinn á suðupunkti. (GH) Orri Harðarson: Drög að heimkomu Jepsen/Japis ★★1/2 Tvítugur trúbadúr, en það heyrist ekki á plötunni. Frekar eins og hér sé á ferð lífsreyndur og sigldur maður. Ekki byltingarkennt, en ágætt innlegg og nauðsynlegt. (GH) Móa syngur: Lögin við vinnuna Smekkleysa ★★ Lögin þekkja allir og platan líður hjá eins og hvert annað umhverfishljóð. Þetta er stemmningarplata og ekki verri er hver önnur kertaljósaplata. (GH) Halli: Undir hömrunum háu ★★ Nýr Bjartmar, á köflum sérhannað jogginggallapopp, en ekki ýkja eftirminnilegt. (GH) Herbert Guðmundsson: Being human HG Records / Japis Ótrúlega máttlaus og óspennandi plata, svo dautt, marg- notað og tilfinningalaust efni að það líður næstum yfir mann af leiðindum. (GH) Endurútgáfur Purrkur Pilnikk: Ekki enn Gramm/Smekkleysa ★★★★ Fullt af ffábæmm lögum og heildarandinn skemmtilega ftillur af nýjungum. Textar Einars Amar úr reykvísku um- hverfi annó 1981 veita leitandi unglingum vonandi jafn- mikinn innblástur nú og þá. (GH) Ýmsir flytjendur: Rokk í Reykjavík Hugrenningur/SmekkleysA ★★★ Misjafnar upptökur en nauðsynleg plata í skápnum til upp- rifjunar fyrir þá sem náttúmlaust nútímapopp hrellir sem mest. (GH) Sígild snilld og ágætt léttmetl MEGAS PARADÍSARFUGLINN SKlFAN ★★★★ STUÐMENN STUÐMENN SKlFAN ★★ Það hlaut að gerast að endurútgáfuárátt- an næði til meistara Megasar. Fáir eiga það jafnskilið að vera til í næstu plötubúð. Helst hefði maður auðvitað viljað sjá allar gömlu plöturnar útgefnar í heilu lagi, þeir sem keyptu upp upplagið af kassanum „Megas allur“ ættu ekki síður að vilja eiga lagerinn á geisla- plötu. Smellasafnið „Paradís- arfuglinn" er þó auðvitað ffá- bær byrjun og á vonandi eftir að seljast nógu vel til að Skífu- menn íhugi alvarlega mögu- leikann á heildarendurútgáfu. Það eru tuttugu lög á safn- inu, af öllum plötum Megasar nema þeirri síðustu. Það má alltaf deila um lagavalið, og persónulega hefði ég skipt á nokkrum lögum, en hér eru velflestar perlur Megasar í gamla góða hljómnum og margir verða örugglega glaðir að heyra snilldina rispulausa. Hér eru frábær lög af fyrstu plötunum („Þóttú gleymir guði“, „Ragnheiður biskups- dóttir", „Spáðu í mig“ o.s.ffv.), drafandi flutningur á mergjuðum textum með góðu síðhippaundirspili. Hér er pönkaða groddarokkið sem Megas gerði með Spilverkinu og Tolla („Paradísarfuglinn“, ,,Krókódílamaðurinn“), hér eru smellir frá síðasta áratug („Reykjavíkurnætur“, „Fatla- fól“), hér er meira að segja sýnishorn af barnaplötunni og Passíusálmaprógramminu sem kom út sem viðbót í kass- anum góða 1986. Semsagt: Hér er drepið niður á öllum skeiðum meistarans og þetta er allt sígild snilld sem enginn ætti að missa af. I kaupbæti fá kaupendur tvö lög sem tekin voru upp á þessu ári. Þar eru hjálparhell- urnar Stefán Hjörleifsson og Björn Jr. úr Nýdanskri. „Ef þú smælar ffaman í heiminn" er hér í nýrri órafmagnaðri út- gáfú og textinn er endurbætt- ur. Hitt er „Þóra“, sem lengi hefur verið á tónleikapró- grammi Megasar þótt ekki hafi það komið út fyrr. Bæði eru lögin góð og fín skreyting á þær guðaveigar sem þessi þverskurður á ferli Megasar er. Ómissandi plata. Stuðbandið Stuðmenn var að sönnu hljómsveit allra landsmanna. Úr þeim ullu smellirnir eins og þeir fengju borgað fyrir þá, sem þeir reyndar gerðu og gera enn. Ferli Stuðmanna má skipta í tvo helminga. Fyrri helming- urinn spannar tvær plötur og lýkur 1976. Bæði „Sumar á Sýrlandi“ og „Tívolí" eru klassísk verk og bestu þema- plötur sem hafa verið gerðar á Islandi. Lögin sem þessar plöt- „Semsagt: Hér er drep- ið niður á öllum skeið- um meistarans og þetta er allt sígild snilld sem enginn œtti að missa af Ómiss- andi plata. “ ur hafa að geyma hafa elst vel og valda enn gleði þótt maður hafi heyrt þau ótrúlega oft. 1 þessu saffii eru aðeins tvö lög frá þessu skeiði, „Tætum og tryllum" og „í bláum skugga“, en aðaláherslan er á seinna skeið Stuðmanna, sem hófst með metsölumyndinni „Með allt á hreinu“ 1982. Til ársins 1990 gerðu Stuðmenn sex plötur, misgóðar, og það fór verulega að slá í hugmyndina um að framleiða skemmti- popp með léttum húmor eftir því sem á leið. Plöturnar sýna ákveðið hnignunarmunstur og hljómsveitin hætti alltof seint. Misheppnaðar tilraunir til heimsffægðar og flopp eins og Stuðmannabókin og „Hvítir mávar“ bættu svo á bölið. í lokin var hljómsveitin sjúskaður skuggi af sjálffi sér og þeirri góðu hugmynd sem varð til á fyrstu plötunni. Flestir yfir tvítugu hafa ein- hvern tímann upplifað Stuð- menn á balli eða útihátíð og þeir sem eiga útvarp hafa heyrt flest þau lög sem hér eru. Maður fær útbrot og uppsölu ef „Popplag í G-dúr“ verður á vegi manns, svo margspilað er lagið á „öldum ljósvakans." Mörg önnur Stuðmannalög af seinna skeiðinu eru ekki langt ffá því að valda sömu líkamlegu óþægindunum, en hér eru líka nokkur sem lítið hafa heyrst, eins og „Staldraðu við“ og „Baktala", hvortveggja ágæt lög. Þessi útgáfa er ekki góð og ekki nauðsynleg. Flestar plöt- ur Stuðmanna eru enn fáan- legar í næstu búð og fyrstu plöturnar tvær hafa verið end- urútgefnar, sem skýrir kannski af hverju svo fá lög af þeim eru hér. Textar fylgja með en hvorki upplýsingar um höfúnda né af hvaða plöt- um lögin koma, sem er ótví- ræður löstur. Svo hefði alveg mátt skella nokkrum mynd- um af sveitinni með í pakkann og einnig ágripi af sögu henn- ar. Ef gera á almennilegan smellapakka með Stuðmönn- um þurfa þessi atriði að vera í lagi og fyrstu plötunum tveimur, meistaraverkunum, þarf að gera hærra undir höfði. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.