Pressan - 02.12.1993, Page 10

Pressan - 02.12.1993, Page 10
BOKA- O G PLÖTUBLAÐ BIO PRESSAN Fimmtudagurinn 2. desember 1993 Skemmtilestur ársins Læknirinn sem barðist við (hvíta) dauðann DAVID LODGE: LÍTILL HEIMUR MÁLOG MENNING ★★★★ Bretinn David Lodge, fæddur 1935, var um þriggja áratuga skeið kennari í bókmenntum við háskólann í Birmingham. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um gagnrýni og nýtur talsverðrar virðingar sem ffæðimaður. Síðustu árin hef- ur hann að mestu helgað sig skáldsagnaritun. Hann hefur skrifað níu skáldsögur. Þær hafa verið þýddar á sautján tungumál og unnið til nokk- urra verðlauna. Lítill heimur er ein þekkt- asta bók hans. Þar segir frá margvíslegum raunum og ævintýrum háskólamanna sem þeytast um heiminn ráð- steíha á milli og eiga í sífelld- um erjum sín á milli. Þetta er hégómagjarnt fólk sem tekur sig ógn hátíðlega og fræði- mennska þess er oft með all- sérstæðum hætti. Þarna er ffæðimaðurinn sem lesið hef- ur hundruð af rómönsum og er í örvæntingarfullri leit að kenningu til að smíða utan um þær. Ef hún ekki finnst þá hefur lesturinn ekki verið til neins. Svo er annar sem vinn- ur að algebrujöfnu sem á að útskýra söguþráðinn í Stríði og friði. Þarna er líka fem- íníski bókmenntafræðingur- inn, sem í stíl þeirra ffæða sér tippi út um allar trissur og hefur nýlega uppgötvað stíg- „Eitt þeirra lög- mála sem Lodge segir að gildi í ensku háskólalífi virðist allt eins geta átt við hið ís- lenska. Það hljóðar svo: „Það er ekki hœgt að ganga of langt í smjaðri fyr- ir jafningjum sín- um.“„ vél Stígvélaða kattarins sem eitt slíkt. Og það má ekki sleppa gagnrýnandanum sem er búinn að skrifa þrjá já- kvæða dóma í röð og er orð- inn leiður á að vera svona já- kvæður og leggur því til grimmilegrar atlögu við ffæðibók eftir kollega sinn. Þetta er gáskafull saga sem talsverður broddur er í. Eitt þeirra lögmála sem Lodge segir að gildi í ensku háskóla- lífi virðist allt eins geta átt við hið íslenska. Það hljóðar svo: „Það er ekki hægt að ganga of langt í smjaðri fýrir jafningj- um sínum.“ Þeir fjölmörgu bókelsku einstaklingar sem leggja sig ffam við að fýlgjast með bók- menntaumræðu (eru áskrif- endur að TMM og gera það að venju að mæta á málþing og upplestrarkvöld) eiga ör- ugga skemmtun í þessari bók. Um jólaleytið, þegar þeir af eintómri þrjósku eru að beij- ast gegnum annað bindi Ulysses og þarfnast hvíldar ffá því verki (og það er öruggt að þeir munu þarfnast hvíld- ar), þá er þetta bókin sem endurnærir. Líklega er þessi bók mesti skemmtilestur árs- ins. Og af því þetta er bók sem mælir með sér sjálf þá er hérna svar ungu stúlkunnar við prófspumingu kennarans um kenningar Matthews Amolds um menningu. Hún fékk A fýrir þessa úrlausn: „Matthew Arnold taldi að menning væri það að kynn- ast, á þeim sviðum sem mað- ur hefur mestan áhuga á, besta fólkinu. Matthew Arn- old var ffægur skólastjóri sem skrifaði „Skóladaga Toms Brown“ og fann upp Rugby- fótbolta og líka menningar- kenninguna. Ef ég fæ ekki góða einkunn fyrir þetta námskeið segi ég konunni þinni að við gerðum það þrisvar sinnum á þessari önn og þú vildir ekki hleypa mér út þegar það var brunaæfing ef einhver sæi okkur kannski koma út saman." Að lokum verður þýðand- inn að fá sitt hrós, því þeir sem hafa lesið bókina á ffum- málinu vita að það er ekki hlaupið að því að þýða hana. Sverrir Hólmarsson skilar því verki með sóma. Kolbrún Bergþórsdóttir GILS GUÐMUNDSSON ÞEGAR HUGSJÓNIR R/ETAST — ÆVI ODDS Á REYKJALUNDI ÍSAFOLD ★ Oddur A)lgfsson læknir var mestur baráttumaður aldar- innar í stríðinu við hvíta dauðann, berklana, sem lagt hafa þúsundir Islendinga í gröfina. Á árunum í kringum 1930 komst dánartalan upp í 23 af 10.000 íbúum. Það sam- svarar um 600 manns miðað við fólksfjölda á fslandi núna. Oddur Ólafsson fæddist ár- ið 1909 að Kalmanstjörn í Höfnum og útskrifaðist lækn- ir 1936. Á námsárunum veik- ist hann af berklum og var um skeið sjúklingur á Vífils- stöðum. Þar var endastöð óteljandi ungra íslendinga. Oddur náði hinsvegar bata, og þekkti nú hvíta dauðann frá báðum hliðum. Hann varð einn af eldhugum SÍBS, maðurinn á bakvið uppbygg- ingu Reykjalundar, beitti sér fýrir stofhun Múlalundar og Öryrkjabandalagsins svo það helsta sé nefnt. Oddur Ólafs- son var baráttuþjarkur og „grjótharður hugsjónamað- ur“. „Gils hefði að ósekju mátt vinna nánar og betur úr heimildum; að mörgu leyti er þetta veglega rit einsog hálfunnið handrit að mjög forvitnilegri bók.“ Á sjötugsaldri fór hann út í pólitík og sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- neskjördæmi 1971-79. Odd- ur lést í janúar 1990. Gils Guðmundsson hefur tekið saman ffóðlega bók um Odd lækni. Þar segir skil- merkilega ffá ættum hans og uppvexti; baráttunni við berklana og því stórkostlega starfi sem unnið var af ötul- um hugsjónamönnum. Það er athyglisvert að lesa ffásagn- ir af uppbyggingarstarfinu á Reykjalundi, það átti rætur í því að sjúklingar tóku hönd- um saman og settu SÍBS á laggirnar. Ríkisvaldið kom sáralítið við sögu. Gils er þrautreyndur höf- undur og dregur heimildir víða að- Hann hefði að ósekju mátt vinna nánar og betur úr þeim; heilu síðumar og jafn- vel kaflamir em orðréttar til- vitnanir í heimildir. Þá er mjög vitnað til viðtala sem Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður tók vegna bókar- innar. Þau em misffóðleg, að ekki sé meira sagt, og mikið er um endurtekningar. Lopinn er víða teygður og togaður, og Gils virðist kalla heimilda- menn fýrst og ffemst til vitnis um óteljandi mannkosti söguhetju sinnar. Það er hreinasti óþarfi. Verkin tala. Að mörgu leyti er þetta veglega rit einsog hálfunnið handrit að mjög forvitnilegri bók. Gils Guðmundsson hef- ur ritað mörg athyglisverð fræðirit og því er óhætt að gera kröfur til hans. Þrátt fýrir þessa annmarka er ýmislegt gott að segja um ævisögu Odds Ólafssonar. Lesendur fá skýra mynd af óbugandi hugsjónamanni og útsjónarsömum lækni sem átti mikinn þátt í að lyfta Grettistaki í heilbrigðismál- um. Saga Odds er lærdómsrík og full ástæða til að halda minningu hans á loft. Hrafn Jökulsson Dauði o i endurfæðing SR. KARL SIGUR- BJÖRNSSON HVAÐTEKUR VIÐ ÞEGAR ÉG DEY? SKÁLHOLTSÚT GÁFAN Skálholtsútgáfan hef- ir gefið út rit eftir séra Karl Sigur- bjömsson, rit sem ég er svo kurteis að kalla bók. Hún heitir „Hvað tekur við þegar ég dey?“ Texti höfund- arins sjálfs er á 47 síðum. Síð- an eru annarra orð á 7 síðum. Auður pappír er fýrirferðar- mikill í bókinni, stórar eyður. Einn kaflinn heitir Fortílvera sálarinnar? Hann er 5 línur, seinasta línan eitt orð. Á síð- um 30, 31 og 34 eru 7 línur, en á blaðsíðu 36 eru þær orðnar 8. Línubilið er óvenju- legt eða 4 mm. Á Tímariti Há- skólans um guðffæði er það 2 mm. í stuttu máli sagt, bæk- lingur upp á 10-15 blaðsíður hefði betur hæft og verið meiri kurteisi við kaupandann en bók upp á 4 arkir, mest auður pappír, sem seld er á 1.190 kr. Svar séra Karls Spurningin sem er nafn bókarinnar er eiginléga tilvist- arleg, segir séra Karl: Hver tekur við mér er ég dey? Hið kristna svar hans er: Kristur! Þetta er hið jákvæða svar bók- arinnar. Afgangur textans er mest gagnrýni af einhverju tagi. En margir munu spyrja: Og hvað svo? Svar séra Karis, svo langt sem það nær, er ágætt, en reyndist við nánari skoðun aðeins brot af langt- um umfangsmeira svari. Bibl- ían er hvergi nærri svo fáorð um hið mikla mál, dauðann, og hvað taki við, eins og séra Karl vill vera láta. Maður fær það á tilfinninguna að hann vilji ekki að menn séu að rýna í það svar. Þetta er mikill galli á bókinni. En nú aðeins að efninu: Dauðinn. Já, hvaö tekur við? Mannkynið hefir áreiðan- lega velkt þessari spurningu fýrir sér frá fyrstu tíð. Pásk- arnir voru lengi mesta hátíð kirkjunnar. Kristin trú hófst með upprisu Jesú. Hann reis upp hér á jörð, át og drakk. Þessi atburður er bjarg sem kristin trú byggir á. Upprisan er því upprisa holdsins, svo sem Þjóðkirkjan hefir kennt allt fram undir vora daga. Trúarjátning sú sem kennd er við Aþanasíus orðar þetta svo, að menn rísi upp með líköm- um sínum. Séra Karl er að jarða, hlust- um á hann: „Af jörðu ertu kominn. Að „Eftil vill vœri réttara að segja að dauðinn sé hlið sem vérför- um út um en út- gönguhliðið er í senn inngöngu- hliðy séðfrá hinni hliðinni. Það sem erfœð- ing hér er „dauði“ hinu- megin. “ jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu skaltu aftur upp rísa!“ Þessi orð, sem séra Karl er að fara með, tel ég víst að hann hafi effir Handbók kirkjunn- ar. Hvaðan hefir hún svo þessar fullyrðingar trúarinnar? Úr Biblíunni! Fyrsta fullyrð- ingin er úr sköpunarsögunni. Annað atriði er í samræmi við daglega reynslu mannsins. En þriðja fullyrðingin er stórmál: Af jörðu, að jörðu, af jörðu! Það furðulega er að þessi mik- ilvægu orð séra Karls er ekki að finna í bók hans! En við lestur bókarinnar verður ljóst hversvegna þarf að fela þau. 171. sálmi Davíðs stendur: „Þú munt láta oss lifha við að nýju og láta oss aftur stíga upp úr undirdjúpum jarðar.“ I 26. kapítula spádómsbók- ar Jesaja stendur: „Menn þín- ir sem dánir eru skulu lifna, lík þeirra rísa upp — jörðin skal fæða þá sem dauðir eru.“ 112. kapítula Daníelsbókar stendur: Ög margir þeir sem sofa í dufti jarðarinnar munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar.“ I skáldamál sitt blandar Páll postuli orðum eins og fæð- ingarhríðir og endurlausn likamans. Svo nú vitum vér hvaðan orð trúarjátningarinnar og Handbókar kirkjunnar eru komin: úr Biblíunni. En þekk- ingu á boðskap hennar öðlast menn með því að lesa hana. Það sem tilvitnuð orð Biblí- unnar segja, svo og orð trúar- játningarinnar og orð Hand- bókarinnar, er þetta: Maður- inn rís upp ffá dauðum, svo sem Jesús boðaði með upp- risu sinni. Maðurinn kemur þá aftur gerður úr jarðefhum (af jörðu). Ég hlýt því að álykta að þetta gerist hér á jörð, því að jarðefhin em hér. Gyðingarnir eiga að búa í Landinu helga eilíflega, Davíð að vera höfðingi þeirra eilíf- lega. Es 37;25. Jesús á að ríkja yfir ætt Jakobs eilíflega. Þetta sagði engillinn Maríu. Matt 1;33. Þetta er því aðeins hægt að segja, að maðurinn endur- fæðist til nýrrar jarðvistar. I hinum tilvitnuðu orðum er sífellt verið að fjalla um þessa jörð og jarðefnin: Af jörðu sagði séra Karl tvisvar. Bókin bendir hinsvegar til þess að séra Karl heyri ekki til sjálfs sín. En Jesús sagði við Nikódemus: Yður ber að endurfæðast! Hann sagði einnig að menn yrðu að verða eins og böm til þess að kom- ast inn í Guðs ríki, það er að segja endurfæðast sem lítil börn. Endurfæðingin — það er upprisan og þar með eilífa lífið, en eilífa lífið er verð- skuldan. Lúk 20;34-35. Við lærisveina sagði Jesús: Sannlega segi ég yður: „Þegar allt er orðið endurfætt (eldri þýðing: í endurfæðingunni) og Mannsonurinn situr í dýrðarhásæti sínu, munuð þér, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum og dæma tólf ættkvíslir ísraels“ Matt 19;28. Ég held að það hljóti að vera fleiri en ég, sem álykti að þetta eigi að gerast hér á jörð („í endurfæðingunni“). Páskamáltíöin Um páskamáltíðina sagði Jesús: „Ég mun eigi ffamar neyta hennar, fyrr en hún full- komnast í Guðs ríki. — Héð- an í ffá mun ég ekki drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur.“ Lúk 22; 16 og 18. „Ég segi yður: Héðan í ffá mun ég eigi drekka af þess- um vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns.“ Matt 26;26. Það ríki Guðs sem Jesús er að tala um getur ekki verið það Guðs ríki sem lærisvein- arnir áttu að varðveita hið innra með sér. Vínviðurinn vex ekki þar, hann vex ekki í brjósti lærisveinanna, heldur hér á jörð. Hverju trúa gyö- ingar? Séra Karl segir að gyðing- dómur, kristni og íslam boði það, að líf mannsins sé aðeins eitt (jarðneska lífið). Maður- inn lifi aðeins einu sinni. Um íslam ætla ég ekki að segja neitt. En fullyrðing séra Karls um gyðingdóminn er alröng, einnig fullyrðing hans um kristindóminn. Árið 1980 gáfu tveir gyð- ingar út bók í Bandaríkjun- um, bók sem heitir „The Jew- ish Almanac“. Hún er 620 síð- ur í stóm broti og með nokk- uð smáu letri. Báðir eru mennimir sérffóðir í gyðing- legum fræðum. Með þeim unnu að bókinni um 50 aðrir ffæðimenn á ýmsum sviðum gyðinglegrar trúar og menn- ingar um allan heim. I bók- inni er listi yfir þessa nafn- greindu menn. Bókinni lýkur með kafla sem heitir „Life in the hereafter: A tour of what is to come“. Kaflinn er sam- inn af frægum manni: Zal- man M. Schachter, sem er rabbíi og prófessor í trúffæð- um (religion) við Temple University. Hann segir að gyðingar trúi á endurfæðingu, endurfæðingar. Um þetta fjallar kaflinn. Ein undirfýrirsögnin heitir Reincamation, endurholdg- un, þetta sem ég hefi kallað endurfæðingu: Sálirnar biðji um að fá að fara affur — og aftur — til jarðarinnar, til þess að fullkomna sig og til þess að bæta fyrir fyrri misgjörðir. Hann segir: „Reincamation is an option at any point — aft- er Gehenna." Þetta þýðir að endurfæðing hér á jörð sé frjálst val. Þessi er skoðun gyðinga. I bókinni er vikið að mörgu sem ég er ósammála. Ég æda aðeins að minnast smttlega á þrjú atriði, til viðbótar ofan- sögðu. Fyrir séra Karli er eilífð að- eins „mettað, þmngið andar- tak“. Flestir munu líta svo á að eilífðin sé samfella tímans. Þá telur hann dauðann — jarðneska dauðann — röskun á lögum Guðs. Ég tel að hinn jarðneski dauði tilheyri Guðs skipan á heiminum, á sama hátt og fæðingin. Fæðing og dauði heyra saman eins og hægri og vinstri. Ef til vill væri réttara að segja að dauðinn sé hlið sem vér fömm út um en útgönguhliðið er í senn inn- gönguhlið, séð ffá hinni hlið- inni. Það sem er fæðing hér er „dauði“ hinumegin. Eitt af því lakasta í bókinni eru þessi orð um dómsdag: „Hugsunin um dóminn er í hugsun og máli Biblíunnar gleðiþrungin (gleði þrungin) og fagnaðar." Þessi orð eiga aðeins við um hina endur- fæddu fýlgjendur Jesú Krists. Dóminum og degi Drottins er lýst í Biblíunni og þær lýsing- ar em allt annað en huggun- arríkar: „Vei þeim sem óska þess að dagur Drottins komi. Hvað skal yðar dagur Drott- ins? Hann er dimmur, en ekki bjartur — „ Amos 5; 18. Ég nefni einnig lýsinguna í 3. kapítula 2. Pétursbréfs. Það sem gengur yfir heiminn á vorum dögum er fæstum fagnaðarefni: Tvær heims- styrjaldir, helför gyðinga, hungursneyðir, ólæknandi sóttir, kjamorkuvopn, meng- un jarðarinnar. Menn eiga að hafa áhyggjur af dómi Guðs. Ég ætla ekki að fara nánar út í efni bókarinnar þótt af nógu væri að taka í ekki stærra riti. En ég hefi rætt flest þessi mál í bókum mínum ÉG- ERogHÉROGNÚ. Benjamin H.J. Eiríksson. Grein þessi var send Morgun- blaöinu til birtingar, en fékk ekki inni á síöum blaösins.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.