Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 3
S KI LA BOÐ
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
PRESSAN 3
©kkrir þeirra sem sóttu
ráðstefnu um geimverur í Há-
skólabíói, og lögðu í kjölfar
þess í ferð vestur á Snæfellsnes
til að freista þess að komast í
snertingu við geimverurnar,
eru ekki af baki dottnir þrátt
fyrir engar geimverur. Ætlun-
in er að stofna félag áhuga-
manna um geimverur og
fljúgandi furðuhluti á næstu
dögum. Stofnendur félagsins
segjast hafa í fórum sínum
ijölda merkilegra upplýsinga
um fljúgandi furðuhluti á Is-
landi sem þeir hafi komist á
snoðir um á ráðstefnunni, þar
á meðal staðfest á myndbönd-
um. Um leið og það fór að
berast manna á milli að stofn-
un félagsskaparins væri í bí-
gerð ku hafa hringt fjöldi
manns, sem áhuga hefur á að
skrá sig í félagsskapinn...
Baltasar, Hárlð
og Þjóðleikhúsið
Vegna skrifa í síðasta tölu-
blaði PRESSUNNAR um
hugsanlegar sýningar á söng-
leiknum Hárinu hér á landi
og hlut Þjóðleikhússins í því
máli óskum við að koma eff-
irfarandi staðreyndum á
ffamfæri:
I fýrravetur ráðgerði Baltas-
ar Kormákur leikari ásamt
nokkrum aðilum öðrum að
koma upp sýningu á söng-
leiknum Hárinu í sumarleyfi
sínu og stofnaði af því tilefhi
leikhópinn Vesturbæjarleik-
húsið. Handhafi höfúndar- og
sýningarréttar á Norðurlönd-
um, Nordiska Teaterförlaget,
krafðist hinsvegar það hárrar
greiðslu fyrir sýningarréttinn,
þar eð um óþekktan „jaðar-
leikhóp“ væri að ræða, að það
varð leikhópnum um megn.
Leikhópurinn leitaði þá til
Þjóðleikhússins varðandi
hugsanlegt samstarf um um-
rætt verkefhi, enda hafði Hár-
ið komið til athugunar í verk-
efnavalsnefnd Þjóðleikhúss-
ins. Ljóst var að möguleiki
gæti verið á samvinnu í ýms-
um myndum, en áður en til
þess kom ákvað hópurinn að
skjóta málinu á frest.
Þjóðleikhúsið hafði eftir
sem áður áhuga á að sýna
verkið og hefur keypt sýning-
arrétt á því til tveggja ára. Er
samningur sá við leikritafor-
lagið í engu frábrugðinn öðr-
um samningum, sem leikhús-
ið gerir við forlagið um önnur
verk, og því enginn fótur fyrir
fullyrðingum PRESSUNNAR
um að sýningarréttur sé skil-
yrtur þvi, að verkið sé sýnt af
„jaðarleikhópi“. Þvert á móti,
eins og ofangreindar stað-
reyndir sanna.
Að Þjóðleikhúsið eða Vest-
urbæjarleikhúsið hafi staðið í
samkeppni við Sigurð Rúnar
Jónsson og Brynju Benedikts-
dóttur um sýningarrétt á Hár-
inu er okkur allsendis ókunn-
ugt um. Það var ekki fyrr en á
sl. sumri að við fréttum um
áhuga þeirra á verkinu — eftir
að Þjóðleikhúsið hafði keypt
umræddan sýningarrétt.
Virðingarfyllst,
Baltasar Kormákur leikari,
Stefán Baldursson
Þjóðleikhússtjóri.
mm
Sagfa íslendmgfs
New York!
STEFÁN jÓN HAFSTEIN
Ævintýrib vitjabi hans þegar hann var tuttugu og fjögurra ára gamall og
búinn ab fá nóg af því ab bera út póst í Reykjavík. Hann hélt af stab til
sjálfrar höfubborgar heimsins, New York, ekki til ab verba ríkur eba frœgur
eba eitthvab annab en hann sjálfur - heldur til ab lenda í œvintýrum.
Á leib sinni kemst hann íkynni vib þjófa, dópista, betlara, snillinga,
spámenn, krakkmellur, gubsbörn og gebsjúklinga. Hann lifir og hrœrist í
skuggahverfum stórborgarinnar án þess ab glata nokkru sinni góbmennsku
sinni, grandvarleik og greibvikni vib alla þá sem bágt eiga. Og allan tímann
er þab ástin sem rekur hann áfram. Vib kynnumst konunum í lífi hans:
Elskunni hans, Maríu Pagan, norninni miss Curry, nœturdrottningunni í
Harlem, Dionne - ab ógleymdri eiginkonunni skelfilegu sem dregur heilan
trúflokk meb sér inn í líf hans.
Kristinn jón Cubmundsson sendi Stefáni jóni Hafstein Ameríku-
annál sinn - þegar Stefán Jón hafbi lesib hann gat hann
ekki setib heima, heldur varb ab fara og sjá allt þetta
skrautlega lib eigin augum. Afraksturinn er þessi ótrú-
lega saga sem er þó umfram allt sönn.
Bókin er 200 bls. og í henni eru margar litmyndir.
Mál IMI og menning
LAUCAVECI 18, SÍMI (91)24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577
r//'/7fs //'
FORLAGIÐ
1AUGAVEGI 18
<;ími 9^1
Karólína Lárusdóttir er einn
þeirra listamanna sem fer
algjörlega sínar eigin leiðir.
Við göngum inn í sal með mörg
hundruð myndum á veggjum og
sjáum undir eins — þama er
Karólína!
í heillandi frásögn rekur hún bemsku sína og
œskuár í Reykjavík, nám í Bretlandi, einkalíf, vináttu
og viðurkenningar, áföll og sigra.
Hér er komið víða við sögu og meðal annars dregur
hún upp litríka og óvœnta mynd af ömmu sinni og
afa, þeim Karólínu ogfóhannesi
Jósefssyni á Hótel Borg. í bókinni em 50
litmyndir af verkum Karólínu auk fjölda
graJTkmynda og skemmtilegra Ijós-
mynda sem tengjast tífi hennar,
œttmennum og samferðafólki.