Pressan - 09.12.1993, Page 26

Pressan - 09.12.1993, Page 26
DERRICK & RAMBO 26 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. desember 1993 Keðjusög, blóð — mikið blóð, Land Rover, skrúfstykki, hendur og hausar án ibúks. Hvað er í gangi? Jú, splatter heitir fyrirbærið. Þrír ungir menn standa að Splatt film: Grímur Há- konarson, Eiríkur Steinn Kristjánsson og Stefán Ól- afsson. Að sögn kviknaði hugmyndin þegar þeir voru allir samankomnir á páskadag. „Við vorum að hella í okkur kaffi og sáum að Eiríkur var skapaður í hlutverk slátrarans þar sem hann hélt á bollanum. Við fórum niður í kjallara og filmuðum fyrri myndina. Okkur fannst hún það vel heppnuð að hún ætti er- indi á markaðinn.“ Þeir í Splatt filnt hafa gert tvær myndir sem bera viðeigandi titla: Limir á lausu I og Limir á lausu II. Myndirnar, sent eru á sömu vídeóleigunni, eru teknar í sunnlenskum sveitum, „það svífur kántrí-andi yfir vötnum“. Limir á lausu njóta hvað mestra vinsælda á Suður- landi. En hvað í ósköpun- um erþetta splatter? „Ég er nú kannski eng- inn splatter-sérfræðingur en fyrir mér er það kvik- mynd þar sem allt er sýnt og sjáanlegt; það eru engin Derrick-morð. Splatter er eitthvað sem gengur alla leið, hryllingsmynd sem fer yfir strikið." Það er leik- stjórinn Grímur sem hefur orðið og það er óhætt að taka undir með honum eftir að hafa séð myndina. Ofbeldið er í öðru veldi, hafa þessir ungu menn eng- ar áhyggjur af því að vera að leggja lóð á vogarskálar aukins ofbeldis meðal ung- linga? „Við getum náttúrulega ekki logið okkur út úr því — við erum vondir strák- ar. Nú reynir bara á það hvort íslendingar hafa nógu háa greindarvísitölu og taka fram vélsagirnar. En þessi mynd hefúr tæp- lega eins sterk áhrif og Rambó og félagar.“ Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Limi á lausu í Hljómalind, Þrumunni og hjá Vídeósafnaranum. „Við höfum ekki ennþá fengið tilboð frá Steinum og Skífunni.“ En eiga þeir von á að þetta verði jólagjöf- in í ár? „Við erum að þessu okkur til gamans og í leið- inni að efla neðanjarðar- kvikmyndargerð. En við eigum ekki von á því að þetta verði í hrúgum undir greinunum.“ Splatterþrennan er ekki af baki dottin og þeir eru þegar famir að leggja drög að Limum á lausu III. Það er ljóst að þetta er ekki eit- thvað sem afar og ömmur þessa lands hafa velþóknun á en hva... Jakob Bjarnar Grétarsson Leiklistin hörfar iyrir jólasveininum Rífandi gangur Nú er yfirstandandi fimmta leikár Borgarleikhússins, en það gerir hlé á sýningum frá fyrstu eða annarri viku í desember til jóla að venju. Aðsókn var fremur slök í fyrra en þetta leikár hefur verið fádæma gott, um 30 þúsund manns hafa þegar komið til að sjá sýningar í Borgarleikhúsinu. Útsölustaðir á Reykjavíkursvæðinu: Leikhússtjóri Borgarleikhússins er Sigurður Hróarsson. Kúvend- ing ífá í fyrra? „Þetta er í raun ekkert óvenju- legt. Það skiptast gjarnan á tvö góð ár og eitt slæmt og meðan það er á þann veginn en ekki hinn, þá get- um við vel við unað. Annars er af- stætt hvað eru góð ár og hvað slæm, viðmiðið aðsóknartölur er hæpið. Eftir tvö góð ár hvað að- sókn varðar þá leyfir leikhúsið sér verkefnaskrá sem er klassískari og í einhverjum skilningi metnaðar- fyllri en annars.“ Má þá segja að metnaður og að- sókn séu andstœðir pólar? „Þessu er erfitt að svara, en verk hinna klassísku meístara fá ekki mikla aðsókn og hafa aldrei fengið. Hins vegar lítur leikhúsið á það sem sjálfsagða skyldu sína, bæði gagnvart leiklistinni og áhorfend- um, að sýna þau reglulega. En Borgarleikhúsið, sem er verulega háð eigin tekjum, verður að fara sparlega í það.“ Með öðrum orðum, það er hœgt að ganga útfrá einhverju vísu í þess- um heimi? „Það er nú fátt eitt. Auðvitað sjáum við það í gegnum árin að SIGURÐUR HRÓARSSON. „Gama- nefnib hib vinsælasta en blessun- arlega eru undantekningar þar á." þau verkefni sem notið hafa mestr- ar hylli eru ný íslensk verk og þá gjarnan í gamansamari kantinum. Aðrir toppar hafa gjaman verið er- lendir gamanleikir eða farsar. Af þessu má sjá að gamanefnið er hið vinsælasta en síðan em blessunar- lega undantekningar þar á — í báðar áttir.“ Hvað veldur þessum góða vetri — ef við miðum við aðsóknartölur? „Ég treysti mér ekki til að vitna í neitt annað en sýningamar sjálfar. Ég hef aldrei getað séð að neitt til- tekið ástand í þjóðfélaginu hafi nein veruleg áhrif til eða ffá í að- sókn. Kreppa og annað virðast léttvægir þættir varðandi aðsókn í leikhúsi. Þetta ræðst af því hvemig til tekst í leikhúsinu sjálfú. Góð að- sókn í haust er einfaldlega vegna þess að sýningarnar hafa fallið fólki ígeð.“ Nú gœti tnanni í fljótu bragði sýnst desember ákjósanlegur til að halda úti menningarstarfsemi. Hvað ræður því að þið takið ykkur frí ápessum tíma? „Astæðan fyrir því að við tökum okkur hlé er einfaldlega sú að það verður sífellt erfiðara að fá fólk í leikhús á þessum tíma. Það eru áhorfendur en ekki leikhúsið sem búa þetta frí til. Við erum hins vegar á fúllri ferð í desembermán- uði að undirbúa viðamestu sýn- ingar leikársins, sem eru gjarnan ffumsýndar í upphafi árs. En í des- ember er fólk farið að huga að öðr- um þáttum og gefur leikhúsinu ekki mikinn gaum.“ Hvað verður á dagskrá eftir ára- mót? „Þrjár sýninganna halda áfram sökum einstakrar velgengni: Spanskflugan og Ronja ræningja- dóttir — Ronja hefur gengið í heilt ár og enn er lítið lát á aðsókn, áhorfendur eru komnir í um 25 þúsund — og Elín Helena verður áffam á litla sviðinu, en á þá sýn- ingu hefur verið nánast uppselt ffá því hún var ffumsýnd.“ Kemst þá nokkuð annað að? „Jú, jú, það er náttúrulega sjálf Eva Lúna. Það er viðamesta verk- efni hússins til þessa með miklum íjölda leikara, dansara, söngvara og hljóðfæraleikara. Síðan var mein- ingin að leikritið Gleðigjafarnir kæmist upp í byrjun febrúar, en sökum velgengni annarra verka verður sú frumsýning færð aftur um hálfan mánuð. Leikritið er effir NeU Simon, í leikstjórn, þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jóns- sonar. Hann hefur snúið þessu gríðarlega vinsæla verki upp á ís- lenskar aðstæður. Bessi Bjamason og Árni Tryggvason leika tvö stjömuhlutverk fýrir roskna gam- anleikara og má segja að hlutverk- in standi þeim ansi nærri. Auk þessa er fleira í bígerð sem verður kynnt síðar.“ Jakob Bjarnar Grétarsson Austurbæjarapótek Árbæjarapótek Breiðholtsapótek (í Mjódd) Hraunbergsapótek (Breiðholti) Borgarapótek Kópavogsapótek Garðabæjarapótek Háaleitisapótek Holtsapótek Lyfjabúðin Iðunn Laugarnesapótek Laugavegsapótek Ingólfsapótek (Kringlunni) Mosfellsapótek Reykjavíkurapótek Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtivöruverslunin Spes Snyrtivöruversl. 17, Laugavegi Seltjarnarnesapótek Vesturbæjarapótek Toppsól, Faxafeni Sól og sæla, Hafnarfirði Útsölustaöir á landsbyggöinni Austurlandsapótek Akureyrarapótek Akranesapótek Blönduósapótek Borgarnesapótek Dalvíkurapótek Egilsstaðaapótek Keflavíkurapótek Lyfsala Eskifjarðar Lyfsala Hólmavíkur Lyfsala Vopnafjarðar Verslunin Mirra, Hvammstanga Nesapótek Ólafsvíkurapótek Stjörnuapótek Sauðárkróksapótek Siglufjarðarapótek Vestmannaeyjaapótek Rangárapótek Stykkishólmsapótek Patreksapótek Ölfusapótek t. GÍSL A.SOl>I km EINSTÖK BÓK EFTIR GYLFA Þ. GÍSLASON Viðreisnarstjórnin í réttu ljósii Bókin Viðreisnarárin eftir Gylfa Þ. Gíslason er ítarleg og hlutlæg greinargerð um þá ríkisstjórn sem lengst hefur setið á íslandi. Höfundurinn var ráðherra í Viðreisnarstjórninni allan tímann og er því manna kunnugastur því sem gerðist innan veggja stjórnar- ráðsins og utan þeirra. Frásögnin er bæði hreinskilin og óhlutdræg og fram koma mikilvægar upplýsingar um menn og málefni Viðreisnarstjórnarinnar á þessum miklu umrótstímum í íslensku þjóðfélagi. „Bók Gylfa er sneisafull af fróðleik og reyndar fjallar hann talsvert ítarlega um alla stjórn- málasögu aldarinnar." Hrafn Jökulsson, Pressan 25. nóv. 1993 3.593 kr. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF HEILLANDI FERÐASAGA MICHAEL PALIN Spéfuglinn Michael Palin lýsir í bókinni, Póla á milli, leiðangri sem hann hélt í frá norðurpólnum til suður- pólsins. Leiðangurinn fylgdi þeim baug er liggur á 30 gráðum austlægrar lengdar í gegnum 17 þjóð- lönd, ýmist í brunakulda eða funhita. Hann dansar kossadans í Novgorod, fer í drullubað í Ódessu, vinnur gull í Lapplandi, þreifar fyrir sér um kaup á úlfalda og leitar ráða töfralæknis. Michael Palin, sem margir þekkja sem einn af spéfuglunum úr Monty Python hópnum og úr hinni óborganlegu gamanmynd A fish called Wanda, segir hér á léttan og skemmtilegan hátt frá ferð sinni í myndum og máli. .993 kr. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.