Pressan - 09.12.1993, Síða 7

Pressan - 09.12.1993, Síða 7
Fimmtudagurinn 9. desember 1993 BÓKA- OG PLÖTUBLAÐ PRESSAN B7 ■\ Ljónið öskrar I- Stórvirki í ævisagnaritun Jónas frá Hriflu var einn aðsópsmesti stjórnmálamaður íslendinga á þessari öld og áreiðanlega sá umdeildasti. Hann fór sjaldan troðnar slóðir og markmið hans voru ekki alltaf þau sömu og þeirra sem áttu að heita samherjar hans. Það gustaði af Jónasi hvar sem hann fór og stundum skall á gjörningaveður. Er árin færðust yfir einangraðist hann æ meir. Völd hans minnkuðu og gamlir fylgismenn sneru við honum baki. En röddin sem kveikt hafði eldmóð og baráttugleði með sumum, óslökkvandi hatursbál með öðrum, þagnaði þó ekki: Ljónið hélt áfram að öskra í nóttinni. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur hér lokaþátt þessarar stormasömu átakasögu. Fyrri bækur hans um Jónas hafa vakið mikla athygli og hefur höfundurinn hlotið einróma lof fyrir fjörlega og lifandi frásögn samfara vandaðri úrvinnslu heimilda. ÍÐUNN Hafborg - Snjöll og trúverðug lýsing á veruleika sjómannsins Hafborg eftir Njörð P. Njarðvík er snjöll lýsing á Iífi og veruleika íslenskra sjómanna á öld síðutogaranna; skáldsaga sem leiðir hvern landkrabba inn í hrollkaldan heim sjómannsins sem á hið kaldranalega haf að ævilöngum veruleika og lýsir á lifandi hátt gráglettnum samskiptum skipverjanna og baráttu mannskepnunnar við náttúruöflin. „Samfélagið um borð verður einkar trúverðugt og sama —. gegnir um lýsingar á athöfnum skipsfélaganna í landi. . athyglisverð Iýsing á sérstökum þætti íslensks mannlífs þætti sem hingað til hefur verið vanræktur í íslenskri sagnagerð.“ (Jón Þ. Þór, Tíminn) Fjórða hæðin - Margslungin og áhrifarfk skáldsaga Fjórða hæðin eftir Kristján Kristjánsson er margslungin saga um mannleg samskipti og blekkingar minninganna, saga sem knýr lesandann áfram í leit að því sem undir býr. „Skáldsaga Kristjáns Kristjánssonar er ákaflega vel heppnuð. Mikil natni er lögð í persónusköpun bræðranna, málnotkunin ríkulega raunveruleg. Bréf bræðranna eru til að mynda frábærlega gerð. Frásagnartæknin er þaul- hugsuð og vel útfærð í alla staði þannig að útkoman verður átakamikil saga og listilega trúverðug lýsing þess tíma og staðar sem hún fjallar um.“ (Ólafur Haraldsson, Pressunni) „... lýsingin er hrífandi dramatísk, myndræn og nákvæm, með |Fðl JÍMÍSÍ áherslu á breytileikann." (Örn Ólafsson, DV) I

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.