Pressan


Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 4

Pressan - 30.12.1993, Qupperneq 4
V I ÐTA L Fimmtudagurinn 30. desember 1993 4 PRESSAN Björk—kona órsins yiNSÆLASTI ISLENDINGUR HEIMS Björk Guðmundsdóttir sannaði það endanlega á árinu að hún er einhver öflugasta landkynning sem íslendingar hafa eignast fyrr og síðar. Eftir að „Debut“, fyrsta sólóplata hennar, kom út snemm- sumars hefúr enginn fslendingur fyrr eða síðar fengið jafnmikla umfjöllun í heimspressunm. Árið 1993 var ár Bjarkar, platan seldist í um 1.200 þúsund eintök- um á heimsvísu og viðtöl við hana urðu á annað þúsund talsins áður en árið var úti. „Debut“ var m.a. valin plata ársins í tímaritunum The Face og New Musical Express og móttökurnar voru ef eitthvað er enn betri en þegar Sykurmolarnir geystust fyrst fram á sjónarsviðið fyrir sex árum. Björk lauk vel heppnuðu hljómleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin rétt fyíir jól og heldur áffam til Japans og Ástr- alíu á næstunni. Síðastliðin sex ár hefur Björk ver- ið meira og minna stöðugt í sviðs- ljósinu en að eigin sögn varð síðast- liðið ár annasamara en hana óraði fyrir í fyrstu. „Ég var svo heppin í Sykurmolunum að Einar Örn var mikið fyrir að gefa viðtöl og sá al- veg um þá deild. Á þessu ári sá ég um að koma upp og stjóma eigin hljómsveit, skipuleggja hljómleika- ferðalagið og taka ákvörðun um öll viðtöl og myndatökur. Áður fyrr þurfti maður bara að passa sig á að verða ekki hás á tónleikum, en núna var ég á hljómleikaferðalagi með tuttugu og eins manns hóp, þurfti að ákveða allt sem snerti hljómleikahaldið og veita viðtöl of- an á það. Maður svaf aldrei meir en fimm tíma á nóttu.“ Afhverju að leggja svo mikið á sig? Hefði ekki verið einfaldara að láta einhvem annan um að bera ábyrgð- ina og taka ákvarðanir? „Ég hef mjög gaman af þessum hlutum og er algjör vinnusjúkling- ur eins og flestir íslendingar. Það eina sem var leiðinlegt við þetta var öll fjölmiðlavitleysan. Stundum gæti ég hugsað mér að taka upp Uzi-byssu og hreinsa aðeins til í þeim bransa. Ég er alveg í skapi til þess núna.“ Þegar þú lítur til baka yfir liðið ár, varþað eins ogþú bjóst við? „Ég bjóst við því að kannski tíu [unnannl \unnoun( \unnona( Virðisaukaskattur af matvælum Frá og með 1. janúar 1994 lækkar virðisaukaskattur af ýmsum matvælum úr 24,5% í 14%. Lækkun nær ekki til drykkjarvöru, sælgætis og annarrar vöru sem fellur undir gjaldflokk D í lögum um vörugjald nr. 97/1987, né heldur til áfengra drykkja og ógerilsneyddrar mjólkur. Matvæli sem bera áfram 24,5% virðisaukaskatt eru m.a. ávaxtasafar, gosdrykkir, ölkelduvatn, kakóduft, kakómalt, kaffirjómi í duftformi, sætakex, smákökur, edik, marsípan, núggatmassi, skrautsykur og íssósur. Vítamín og fleiri vörur í töfluformi (s.s. lýsistöflur, hvítlauks- töflur o.fl.) bera einnig áfram 24,5% virðisaukaskatt. Um veitingahús, mötuneyti og aðra hliðstæða aðila gildir að á sölu þeirra á tilreiddum mat skal reikna 24,5% virðisaukaskatt sem endurgreiddur verður að hluta samkvæmt sérstökum reglum. Gefin hefur verið út reglugerð um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl. og kveður hún nánar á um framangreint efni. Virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra og skattstjórar veita nánari upplýsingar um virðisaukaskatt af matvælum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI BJÖRK. „Debut" seldist í 1.200 þúsund eintökum á árínu og viðtölin urðu á annað þúsund áður en yfir lauk. prósent af aðdáendum Sykurmol- anna myndu kaupa þessa plötu. Ég trúði því að þetta væri einhver sér- viskuplata þar sem ég væri úti í mínu horni að gera það sem mér sýndist. Ég bjóst alls ekki við þess- um móttökum.“ 1 Bandaríkjunum fékkstu nokkuð misjafna dóma. Rolling Stone birti aftökudóm og virtist svekktast yfir því að þú vœrir farin að gera ein- hverja tölvutónlist. „Ég bjóst alveg eins við því. Ef maður ætti að nefna eitt blað sem telur sig vera framsækið, en er í raun það íhaldssamasta, hlýtur það að vera Rolling Stone. Mér var sagt að það eina sem þeim líkaði við á plötunni væri endirinn á Human Behaviour, sem er í eina skiptið sem rafmagnsgítar heyrist á plöt- unni.“ Hvað með áhuga tískupressunnar? Þú varst m.a. í tískuþœtti hjá hinu ítalska Vogue og í Rolling Stone. „Ég er bara stolt af því að þetta fólk hafði áhuga á mér. Þegar mað- ur fær svona tækifæri segir maður ekki nei við því að geta bætt einni línu í lífsreynslubókina. En þetta var líka tækifæri til að komast að því að fýrirsætustarf er ekkert fýrir mig. Tónlistin er mitt sérsvið.“ En maður hefur heyrt að þér hafi borist ótal tilboð úr tískuheiminum um að taka þátt í myndatökum og tískusýningum sem þú hafnaðir oft- ast. „Ég á svolítið erfitt með að áttá mig á því, en ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki orðið vör við að það væri verið að reyna að setja mig í einhverja kategóríu með fýr- irsætum eins og Kate Moss, þó ég sé nú alls engin mjóna.“ Þú œtlaðir að halda tónleika hér- lendis í desember. Hvað gerðist? „Það var bara svo rosalega dýrt. Það gekk ekki upp að sinni. Flug- farið til Islands er skandall, það er svo dýrt, og sérstaklega fýrir svona stóran hóp. Það hefði gjörsamlega kollvarpað túmum og sett hann al- gjörlega í mínus. Ég stefhi að því að koma fljótlega á næsta ári en ég myndi þurfa einhvem stuðning, því miðasalan borgar bara brot af kostnaðinum við að setja upp svona tónleika. Það væri toppurinn að geta spilað hér heima. Maður er alltaf með mestan taugatitring yfir tónleikum hér og ef þeir ganga vel er maður virkilega glaður.“ Það skiptirþig ennþá máli að spila á íslandi? „Það skiptir öllu. Hér era hörð- ustu dómaramir.“ Einhverjar stefnubreytingar í tón- listinni á nœstuplötu? „Mig langar að gera einfaldari tónlist en samt djarfari. Takmarkið er náttúrulega að gera eitthvað sem er byltingarkennt og gjörsamlega út í hött en um Ieið þannig að fimm ára krakki geti sungið með. Það er kannski hægara sagt en gert og ég eyði líklegast allri ævinni í að reyna að semja þetta eina lag!“ Þorsteinn Högni Gunnarsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.