Pressan - 13.01.1994, Qupperneq 6
Björgvin Ólafsson
fur sem kom
fyrst fram fyrir
augu almenn-
ings í viðtali við
V haust. Þar talaði
liann opinskátt um
hverl hlutskipti það er að vera
klæðskiptingur; karlmaður sem
alltaf hefur dreymt um að vera
kona. Björgvin lýsir áliti sínu á
þeim tíu karlmönnum sem
honum finnst vera kynþokka-
fyllstu karlmenn ísiands.
OSigmundur Ernir Rúnarsson
fréttamaður
Hann hefur góða kímnigáfu.
Getur komið fólki á óvart. Hann hefur
að auki þann sérstaka hæfileika að
geta auðveldlega séð í gegnum fólk.
Egill Ólafsson,
söngvari og leikari
Hann syngur mjög vel. Lifir sig inn í
allt sem hann tekur sér fyrir hendur og er
mjög innilegur.
OBergþór Pálsson
söngvari
Hann er smekklegur.
Alltaf hress. Og með mjög fal-
leg augu. Hann á það þó til að
vera nokkuð rogginn.
Magnús Scheving þolfimikennari
Mérfinnsthann kyntröll... mjög sexí! Hann ersvo
lítið montinn, en það er gaman að horfa á hánn.
Friðrik Weisshappel, barþjónn og
búðareigandi
0\íuíÆB&}/^',• Prýðilega af
guði gerður,
líkamlega jafnt
sem andlega.
Yfirleitt brosandi með
B^výMý/virkilega Ijúfa framkomu.
■M Það er alltaf gaman að eiga
BSmX1 viðskipti við hann.
Bubbi Morthens
[j^tónlistarmaður
Hann hefur alltaf farið sínar
eigin leiðir án þess að traðka á
öðrum. Það er góður eiginleiki hjá
karlmanni.
Jón Kr. Gíslason, körfu-
Jl boltahetja og kennari
^Einstakt Ijúfmenni og mjög
skilningsríkur. Hefur allt það
sem prýða má góðan kennara.
BLr® Ossur
Skarphéðinsson
umhverfisráðherra
Kannski ekki mjög sexí,
en virkilega skemmtilegur.
Hann kemurvelfyrirsig
orði og hefur sérstakt
lag á að lofa ekki upp
í ermina á sér.
J|| Eiður Arnarsson,
^Ffyrrverandi „Herra ísland
Mér finnst hann bara sætur
og vel vaxinn.
Þröstur Leó Gunnarsson leikari
Spes týpa. Draumaprinsinn væri
hann ekki svona „streit".
F agmennskan í fyrirrúmi
FRIÐRIKA
BEIMÓIMÝS
„Edda Heiðrún Backman
er stjarna kvöldsins í hlutverki
Mimiar/Melechios.
Hún bókstaflega geislar...
Og svo syngur hún alveg hreint
einsog engill. “
EVA LUNA
KJARTAN RAGNARSSON
OG ÓSKAR JÓNASSON
BYGGT Á SAMNEFNDRI
SKÁLDSÖGU
ISABEL ALLENDE
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
★ ★★★
að er ekkert áhlaupaverk að
gera leikgerð eftir sögu Isabel
Allende um Evu Lunu. Sagan
samanstendur af mörgum sögum
sem vefjast hver inn í aðra, samein-
ast og greinast eftir eigin lögmálum
sem eru óralangt frá lögmálum
veruleikans. Og tengjast aðeins
vegna návistar sögukonunnar Evu
Lunu, sem umskapar veruleikann í
sögu til að koma reglu á óreiðuna.
En þeim Kjartani Ragnarssyni og
Óskari Jónassyni hefur tekist ótrú-
lega vel að byggja upp leikverk úr
þessum ósamstæðu sögum. Endinn
fá þeir að visu að láni úr annarri
sögu Ailende, Ást og skuggum, en
sá endir á alveg eins vel við sögu
Evu Lunu og hnýtir á hana þann
endahnút sem nauðsynlegur er.
Sýningin ber vitni fagmannleg-
um og úthugsuðum vinnubrögð-
um hvar sem borið er niður. Tón-
list Egils Ólafssonar er falleg og
skemmtileg og fellur einsog flís við
rass að anda verksins. Flumingur
hennar er fagmannlegur og örugg-
ur undir stjórn Árna Scheving svo
og dansar og hreyfingar leikara sem
Micaela von Gegerfelt hefur unnið.
Búningar þeirra Guðrúnar Sigríðar
Haraldsdóttur og Þórunnar Elísa-
betar Sveinsdóttur eru í senn raun-
sæir og ævintýralegir og eiga ekki
minnstan þátt í að skapa þá ævin-
týrastemmningu sem á sviðinu rík-
ir. Og leikmynd Óskars Jónassonar
er meistaraverk. Þessi grængrái
hraukur, sem með lit sínum og lög-
un vekur tilfinningu fyrir því ægi-
valdi harðstjómar sem persónurnar
búa við, er með stigum sínum,
stöllum og skúmaskotum endalaus
uppspretta nýrra sjónarhorna,
nýrra staða og nýs tíma. Því sam-
kvæmt Evu Lunu er tíminn ekki til,
allt gerist í einu og allir staðir eru í
rauninni einn og hinn sami. Lýsing
Lárusar Björnssonar undirstrikar
og styrkir þennan skilning og fyrir
tilstilli hennar verða margar mynd-
anna á sviðinu að lifandi myndlist
sem smýgur inn í hug og hjarta
áhorfandans og sest þar um kyrrt.
Og þannig breytist dimmt og kalt
vetrarkvöld uppi á Islandi í hlýjan
og litskrúðugan sólardag í Suður-
Ameríku, þar sem litagleðin og lífs-
nautnin ráða ríkjum og bera sigur-
orð af gráma og kulda hervaldsins
þrátt fýrir allt.
Kjartan Ragnarsson leikstjóri
sannar hér svo ekki verður um villst
hæfhi sína sem leikhúsmanns.
Hvert smáatriði í sýningunni er út-
hugsað og fágað, hún rennur hratt
og áreynslulaust í rúma þrjá tíma,
lifandi og gjöful og aldrei dauður
punktur. Myndirnar raðast upp ein
af annarri, og skapa áhorfendum
hroll og hlátur, hamingju og ótta,
fögnuð og dapurleika. Ög vekja þrá
effir því að ganga inn í þennan
heim ljóss og lita til frambúðar.
Leikarar í Evu Lunu eru fjöl-
margir og bregða sér flestir í ýmissa
kvikinda líki, þannig að það væri að
æra óstöðugan að tíunda frammi-
stöðu hvers og eins. Nægir að segja
að undantekningarlaust allir skila
sínu með prýði og fúllum sóma.
Mest mæðir á nýgræðingnum í
sýningunni, Sólveigu Amars-
dóttur í hlutverki Evu Lunu.
Sólveig skilar þessu krefjandi
hlutverki mjög vel og á í fullu
tré við hina margslungnu
persónu, skilar gáska hennar
og lífsgleði jafh sannfærandi
og ótta hennar og kvölum. Á
köflum verður þess þó vart að
rödd Sólveigar er óskóluð,
hún nær ekki þeim blæbrigð-
um í raddbeitingu sem eldri
og reyndari samleikarar
hennar hafa svo auðveldlega á
valdi sínu. Sérstaklega verður
þetta áberandi í samleik
þeirra Eddu Heiðrúnar Back-
man, sem er stjarna kvöldsins
í hlutverki Mimiar/Melechi-
os, konunnar sem fæðist í karl-
mannslíkama og vinnur sig í gegn-
um niðurlægingu og fyrirlitningu
til ffægðar og aðdáunar. Túlkun
Eddu Heiðrúnar á þessari klofnu
persónu er ffábær. Hún bókstaflega
geislar, hvort heldur sem er í niður-
lægingu kennarans í klæðskiptinga-
búllunni eða upphefð hinnar dáðu
sjónvarpsleikkonu. Og svo syngur
hún alveg hreint einsog engill.
Ellert A. Ingimundarson leiki
Huberto og skilar þróun hans fi
hálfvilltu götubarni til skærulið;
foringja mjög vel. Þór Tulinius t
fulllitlaus sem Rolf, sérstaklega
fyrrihlutanum, enda er þáttur Rol:
í verkinu dálítið óskilgreindur o
sögu hans, sem tekur svo miki
rúm í skáldsögunni, algjörleg
sleppt. Karl Guðmundsson dregi
upp skoplega og skemmtileg
mynd af Maddömunni og Steir
unn Ólafsdóttir er hrífandi ser
Zulema. Egill Ólafsson og Pétr
Einarsson leika þá Ríad Halabi o
Rodriguez hershöfðingja og ger
það vel, þótt Pétur sé óþarfleg
dauflegur og stífur og ansi langt ft
hinum kynþokkafulla hershöfc
ingja sem veldur Evu Lunu skálc
sögunnar ljúfsárri togstreitu.
Það er full ástæða til að mæl
með þessari sýningu við alla ser
vilja gleyma kuldanum og myrkr
inu eina kvöldstund og taka heir
með sér mynd af lífsgleði og litc
dýrð mannlegs hlutskiptis til a
hlýja sér við öll hin köldu kvöldin.
6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994