Pressan - 13.01.1994, Side 15
Auk blaðamennskunnar og „aukagreinarinnar“,
teikninganna, hefur Gísli skrifað sjö bœkur (sög-
ur stórar og smáar og þœtti ýmiss konar) og
þrjú sjónvarpsleikrit. Það fyrsta hét Einleikur á
ritvél og hefði því svosem getað verið réttnefni á
meðfylgjandi rabbi.
ftir tveggja
áratuga sam-
fellt starf sem
blaðamaður
Morgunblaðs-
ins hefur Gísli
J. Ástþórsson
fært sig yfir til Dagblaðsins-Vísis.
Þankastrik hans, sem áður prýddu
síður Morgunblaðsins, birtast nú í
DV tvisvar í viku.
Það er regla á Morgunblaðinu, og
á henni eru ekki gerðar undantekn-
ingar, að þegar menn hafa náð sjö-
tugsaldri fá þeir að vinna út árið og
síðan ekki söguna meir, segir Gísli.
Hann bætir því við að Morgun-
blaðið hafi reynst sér einkar vel en
segist ekki vera tilbúinn að setjast í
helgan stein. „Nú er ég pólitískur
kartúnisti,” segir hann og brosir.
Á áttunda áratugnum teiknaði
Gísli myndasöguna um Siggu
Viggu sem mikilla vinsælda naut og
birtist á síðum Morgunblaðsins.
Skopmyndirnar segir hann alla tíð
hafa verið hliðargrein við blaða-
mannsstarfið, áhugamál sem síð-
ustu árin hafi orðið að stíffi vinnu.
„Ég fór í hjartaaðgerð tO Bret-
lands fyrir fimm árum,“ segir hann,
„og þá var tekinn frá mér einhver
neisti. Eftir það fékk ég óbeit á
mörgu því sem ég hafði áður haft
unun af. Svo milda óbeit að það
sem áður tók mig hálftíma að koma
ffá mér tók nú sólarhring. Reyndar
finnst mér ákaflega jákvætt að
menn geti ekki skrifað eftir sjötugt.
Það eru alltof margir sem halda að
þeir geti skrifað jafnvel þótt þeir séu
fyrir löngu búnir að missa alla gáfú
til þess.“
Gísli hóf blaðamannsferil sinn á
Morgunblaðinu árið 1946. Hann
var þá lærður blaðamaður, útskrif-
aður ffá University of Carolina.
„Ég var á Morgunblaðinu í fimm
ár og fór í fússi. Mér hafði gengið
bærilega og oftar en einu sinni
hlaupið í skarðið fyrir þann ágæta
fféttastjóra ívar Guðmundsson.
Síðan sagði ívar upp og fór til Sam-
einuðu þjóðanna sem blaðafúlltrúi.
Þá áleit ég að komið væri að mér að
gegna starfi fféttastjóra og Valtýr
Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðs-
ins, virtist álíta það líka. Svo kom
Morgunblaðið út einn daginn og
þar var ég tidaður fféttastjóri. Þegar
ég kom til vinnu daginn eftir var
mér sagt að maður nokkur hefði
mætt í prentsmiðju Morgunblaðsins
og krafist þess í umboði einhverra
eigenda blaðsins að nafú mitt yrði
strikað út. Þá hófst afar dramatísk
hringingahrina sem stóð ffam á
kvöld. Ég tilkynnti að ef ég yrði ekki
titlaður fréttastjóri á síðum blaðsins
daginn eftir þá hætti ég. Valtýr var
þá á Akureyri og bað mig að bíða
þangað til hann kæmi í bæinn.
Góðir sendiboðar komu til mín og
báðu mig sömuleiðis að bíða en ég
vildi það ekki. Það getur vel verið
að ég hafi verið of dramatískur að
setja dæmið upp svona. En mér
fannst ekki sanngjarnt að ég gæti
verið fréttastjóri í íhlaupum en ekki
skrifaður fréttastjóri. Og kornungur
maður sem er að byrja sinn starfs-
feril verður að gera upp við sig
hvort hann sættir sig við það. Ég
gerði það ekki. Ég var ekki tidaður
fréttastjóri daginn effir og var því
ekki skrifaður fréttastjóri Morgun-
blaðsins nema í einn dag. En þetta
var í rauninni lán mitt. Ef ég hefði
fengið starfið hefði ég líklega verið
þama samfellt í fimmtíu ár og ég
hef þá trú að í starfi eins og þessu
eigi maður að vera ófeiminn við að
skipta um vinnustað.“
Ánægjulegasti tíminn á Al-
þýðublaðinu
„Jú, ædi maður hafi ekki verið
dálítið beiskur í sálinni á sínum
dma að það skyldi fara svona. En
síðan fór ég á Vikuna og var þar í
fimm ár sem ritstjóri. Þá var mér
boðin ritstjórastaða á Alþýðublað-
inu. Ég var mjög spenntur að fara á
Alþýðublaðið og geta brett upp
ermarnar og beitt mér í ffétta-
mennsku. Þar lifði ég ánægjulegasta
tíma minn í starfi.
Ritstjórar stóðu þá og féllu með
blaðstjórninni, mönnunum á bak
við tjöldin. Ég hafði blaðstjórn á
bak við mig sem sagði: „Nú á það
að gerast sem hefur ekki fyrr gerst í
íslenskri blaðamennsku. Völdin
verða hjá ritstjóranum. Við styðj-
um þig og munum ekki taka ffam
fyrir hendurnar á þér.“ Og þeir
stóðu við það langt í fimm ár, sem
er líklega heimsmet. Þetta var mjög
skemmtilegur tími. Hæfir menn
flykktust til Alþýðublaðsins. Þarna
voru Árni Gunnarsson, Björn Jó-
hannsson, síðar fféttastjóri Morg-
unblaðsins, Eiður Guðnason,
Sveinn Sæmundsson, Haraldur Ól-
afsson, Hólmffíður Gunnarsdóttir
og Indriði G. Þorsteinsson svo fá-
einir séu tíndir til. Þetta var valinn
hópur sem kom með nýjan tón í ís-
lenska blaðamennsku og það var
ævintýralegt að fylgjast með upp-
gangi blaðsins.
Ég tók við í byrjun þorskastríðs
þegar íslendingar færðu landhelg-
ina út í tólf mílur. Og þegar allir
vissu, nánast ófædd böm einnig, að
þetta stóð tO þá var fýrirsögn blað-
anna: „íslendingar færa landhelgina
út í tólf mílur.“ En við sögðum: „12
mílur klukkan 12.“ Það var strax
nýr tónn.
Vitaskuld fann maður fýrir pólit-
ískum þrýstíngi frá flokksforyst-
unni en reyndi að láta hann ekki
hafa áhrif á sig. Það var hægt að
standast pólitískan þrýsting á með-
an blaðstjórnin stóð að baki manni.
Maður birti viðkvæma ffétt og hélt
sér svo fast. Síðan hringdi flokks-
forystan í bítið um morguninn og
galaði: „Ertu orðrnn vidaus, mann-
fjandi?“
Þetta gekk í fimm ár. Þá var
komin ný blaðstjórn og ég ber-
skjaldaður. Ég ákvað að nú væri
nóg komið, ég myndi segja upp. Þá
var ég kvaddur niður í Stjórnarráð
og inn á skrifstofu forsætisráðherra,
EmOs Jónssonar. Þar var einnig
staddur utanríkisráðherra, Guð-
mundur I. Guðmundsson. Ég þótt-
ist vita hvert tdefúið væri og ætlaði
að verða á undan þeim og segja
upp. Svo hófst svona hugguleg-
heitatal eins og off vOl verða þegar
menn eru feimnir og í vandræðum.
En þegar þeir voru búnir að smá-
snakka eins og á glóðum sagði ég:
„Eigurn við ekki bara að koma okk-
ur að efninu. Þið viljið að ég fari.“
Þá hóf upp rödd sína annar ráð-
herrann og sagði: „Aður en lengra
verður haldið vil ég að þú vitir að
við viljum aOs ekki að þú yfirgefir
blaðið." Og tíu mínútum seinna
voru þeir að sjálfsögðu búnir að
segja mér upp.“
Þetta var árið 1963 og effir það
fór Gísli tO útvarpsins þar sem hann
var dagskrárfuOtrúi en segist hafa
hætt vegna þess að sér hafi leiðst.
Síðan sinnti hann kennslu og
stundaði jafnffamt ritstörf. Árið
1973 sneri hann aftur til Morgun-
blaðsins.
Ólafur Thors og Bjarni
„Ég hafði kynnt mér offset í Nor-
egi og það er fýrst og ffemst í gegn-
um það sem ég kom aftur til Morg-
unblaðsins. Það var Indriði G. Þor-
steinsson sem lét það berast til
Morgunblaðsins að ég væri á lausu
ef þeir hefðu áhuga. Ég tók þá tals-
verðan þátt í að ákveða formið á
blaðinu. Ég hljóp líka í fréttastjóra-
stöðuna í afleysingum og ef fuOtrúi
blaðstjórnar fór í ffí tók ég stöðu
hans. Ég var „aOt-múligt-maður“
eins og sagt er á danskri íslensku.“
Þegar hann líturyfir blaðatnanns-
ferilsinn, hvaða frétt sem hann hefur
skrifað er honum minnisstœðust?
„Fréttin sem ég man best effir er
ffá fýrstu árum mínum á Moggan-
um. Það gerði aftakaveður í Vest-
mannaeyjum. Um kvöld fór bátur
upp í Faxasker og það var engin leið
að komast til hans. Ekkert var vitað
um örlög mannanna sem á bátnum
voru. Stuttu síðar kvOcnaði í ffysti-
húsinu á staðnum og það logaði
eins og kyndill í aftakaveðrinu. Það
lenti á mér sem hálfum Vestmann-
eyingi að skrifa um þetta. Þetta er
minnisstæðasta fféttin. Mér er hún
einnig minnisstæð vegna þess að
þegar blaðið var að fara í prentun
hringir fféttamaður okkar á staðn-
um, örvæntingarfullur, enda ná-
kunnugur skipverjum sem síðar
reyndust aOir. Hann gat ekki hugs-
að sér að þetta kæmi í blaðinu strax
daginn eftir og bað okkur að birta
ekki fféttina. Afstaða hans var skOj-
anleg en vitaskuld hlutum við að
neita.”
Hvaða persónur eru honum eftir-
minnilegastar?
„Svosem eins og Ólafúr Thors.
Hann var skemmtilegur persónu-
leiki. Það var reisn yfir honum en
það var einnig mikiO strákur í hon-
um. Þegar Ben Gurion, forsætisráð-
herra Israels, kom hingað var hon-
um haldin veisla í Þjóðleikhúskjall-
aranum. Þar hélt Ólafur ræðu og
talaði á ensku. Aldrei þessu vant var
hann alltaf að mismæla sig og þetta
kom aOt bölvanlega út úr honum.
AOt í einu stoppar hann í miðri
ræðu, horfir út yfir salinn og segir:
„Þetta er helvíti góð ræða en hún er
alveg djöfuOega Ola flutt.“ Þetta
vakti mikla kátínu. Þannig var Ólaf-
ur, hann gat snúið öllum hlutum
upp í hlátur. Mér fannst hann af-
skaplega skemmtilegur maður.
Bjarni Benediktsson er mér einn-
ig minnisstæður. Harðduglegur
maður og strangheiðarlegur. Það
fór nú reyndar aldrei sérstaklega vel
á með okkur og þegar svo loks það
sýndist ætla að verða tókst mér að
spiOa öOu saman. Við höfðum verið
á samkomu og vorum að fara. Ég
var í góðu skapi og fór að segja
þeim sem var við hlið mér við fata-
geymsluna þvílíkur sómamaður
Bjarni væri og hversu vel hefði farið
á með okkur. Það var auðvelt að
herma eftir Bjarna og því notaði ég
rödd hans tO að segja frá þessu. Svo
verður mér litið við og þá stóð
hann þar og nánast með hökuna á
öxlinni á mér og var ekki ekki
skemmt. Svo fór um sjóferð þá.
Ég hef sjaldan orðið jafn hrifinn
og á blaðamannafundi með Kenne-
dy í Washington. Maðurinn hafði
persónutöffa. Maður þurfti ekki
annað en að horfa á hann úr fjarska
til að skynja þá. Þarna voru eitt til
tvö hundruð blaðamenn og hann
gaf þeim aOtaf orðið með naíni.
Hann er mér ógleymanlegur.“
Guði sé lof fyrir PRESSUNA
Ég spyr hvernig honum finnist
þróunin í íslenskri blaðamennsku.
„Mér finnst þróunin afskaplega
jákvæð. En þetta þjóðfélag er svo
fámennt að það er ekki hægt að
gefa hér út afbragðsblað, ef svo
mætti orða það. Erlend góð blöð
eins og Guardian hafa efni á því að
hafa dálkahöfúnda. Sá sem ætlar að
skrifa fastan dáOc í blað, áhugaverð-
an og læsilegan, er í svo strangri
vinnu að hann getur ekki gert ann-
að. Hann getur ekki verið dálkahöf-
undur og jafnframt blaðamaður í
fullu starfi, það er vonlaust. Blöðin
hér hafa ekki efni á að segja við ein-
hvern mann: „Þú þarff ekkert ann-
að að gera en að skila einum dálki á
dag.“ Svo þú færð aldrei góðan
dálkahöfund.
Það er svo fjöldamargt sem mér
finnst jafnvel mætustu blaðamenn
ekki átta sig á. Tökum fýrirsagnir.
Fyrirsagnir skipta afskaplega miklu
máli. Blaðamaður verður að geta
skrifað almennOega fýrirsögn á frétt
sína. Blað á að hafa sinn „tón“ og
sitt yfirbragð og þar skiptir vel sam-
in fýrirsögn heOmOdu máli. En
þetta kostar vinnu og krefst hæfi-
leika. Og enn eru samt menn að
„semja“ fýrirsagnir á borð við: „Bíl-
slys í gær“. Og komast upp með
það.
Líttu ennfremur á texta undir
myndunum í blöðunum hérna.
Stundum er reyndar enginn texti.
Eða það stendur kannski: „Jóla-
gleði.“ Ég vil fá að vita hvað var að
gerast. Hvaða fólk er þetta? Og af
hvaða tOefni er myndin tekin?
Hér er enginn sem les yfir hand-
rit og segir: „Jú, jú, þetta er fjandi
gott EN... þetta er of langt, þú ert
farinn að stagla hér. Farðu heim og
skrifaðu upp aftur og komdu svo. ”
Blaðamaður þarf að geta neitað
sér um að skrifa langhund. Ég hef
ekkert á móti langhundi sem er vel
skrifaður. En ég er á móti lang-
hundi sem er langhundur af því
manneskjugreyið getur ekki sagt
það sem segja þarf í fáum orðum.
Blaðamaður verður að geta skrif-
að vel. Það getur enginn maður
orðið góður blaðamaður nema
hann sé að minnsta kosti lipur
penni. Líttu á íþróttafféttirnar í ís-
lenskum blöðum. Oft og tíðum eru
þær einungis skýrslur. Ég hef áhuga
á knattspyrnu en engan sérstakan
áhuga á frjálsum íþróttum. I er-
lendum blöðum les ég samt iðulega
um ffjálsar íþróttir vegna þess^i,
fréttin er skrifuð svo skemmtOega
að það er gaman að lesa hana. Höf-
undurinn hefur mikið vald á mál-
inu, veit hvað hann er að tala um
og er ófeiminn við að vera glettinn.
Hann skapar stemmningu.
Ég held að það sé mikil gæfa fýrir
blaðamann að hafa góðan og dug-
mOdnn ritstjóra. Og það á að taka
hausinn af mönnum fýrir að gera
sömu vitleysuna hundrað sinnum.
Við gefrim út furðugóð blöð
miðað við mannfjölda en við get-
um ekki gefið út „stórblöð“. Við ís-
lendingar erum hvorki nógu fjöl-
mennir né rOdr.“ ~mm
En hvað finnst honum um blað
eins og PRESSUNA?
„Ég segi: Guði sé lof fýrir PRESS-
UNA. Ég hef ákveðna skoðun í
sambandi við blöð og þá stefnu sem
þeim ber að taka. Ég segi að blöð
eigi að vera opinská. Þau eiga að
segja fféttir. Þau eiga ekki að fela
fréttir af því það var séra Jón sem
var að láta eins og apaköttur. En
það á að vera dýrt að segja hreina
og klára mannskemmandi vitleysu.
Viðurlögin eiga að vera þung. Ég
hefði haft yndi af því að ljúka mín-
um blaðamannsferli með því að
skrifa um blaðamennsku, en það er
ekki hægt. Hér þekkjast allir. Ég
skrifa vel um einhvern mann og ég
skrifa Ola um einhvern mann.
fer út og maðurinn sem ég var að
skrifa um er fyrsti maður sem ég
hitti. Ég verð feiminn ef ég hef talað
vel um hann og ég verð að skjótast
bak við hús ef ég hef talað Ola um
hann. Þetta eru þau óþægindi og
vandamál sem fýlgja jafn litlu sam-
félagi og okkar. Og það er vegna
þessa, þrátt fýrir alla þá ánægju sem
ég hef haft af starfi mínu, að ég
mundi ekki gerast blaðamaður ef ég
ætti að lifa lífi mínu upp á nýtt.“
þetta þjóðfélag er svo fámennt
að það er ekki hœgt að gefa hér út
afbragðsblað. “
FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 15B