Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 13.01.1994, Blaðsíða 17
HEITT ÆSKUMYND Guðbergur Bergsson hefur greinilega tekið stakka- skiptum frá því hann var Ijósmyndaður 25 ára gamall, ný- kominn með kennarapróf. Rokkbylgjan hefur lyft lurgnum á honum fyrir tæpum fjörutíu árum meðan tíska síðasta árs hefur, ásamt náttúrulegri hnignun, skilað fram- < greiðslu með hvern lokk á sínum stað. Ungdómsheiðríkj- an í svipnum er þó á dularfullan hátt meiri í dag en þá, < eins og sólbrúnka suðrænni landa og sukksex síðustu bóka hafi gert hann sætari og óræðari á svip. Karlmenn með stutt hár. íslend- ingar erlendis, sem brugðu sér til landsins í jólaleyfi, hafa ekki fyrir- hitt eins marga drengjakolla á ís- landi um árabil. Svo dæmi sé tek- ið hefur kyntröllið og myndlistar- neminn Sigurður Ólafsson - sem í mörg ár hefur státað af Ijós- um makka — látið lubbann fjúka. Fjármá laráðherrahjónin. Því það er engin lognmolla í kringum þau. Nýjasta fregnin um að þau eigi von á barni kemur þeim aftur í sviðsljósið. Eftir því sem PRESSAN kemst næst verður það sjötta barn hans en hjá henni barn númertvö. Mokkajakkar. Gamlir sem nýir, en þó sérstaklega þessir gömlu sem foreldrar okkur gengu í með kröfuspjöldin á sínum tíma. Loks- ins varð eitthvað íslenskt heitt! Blondínur. Ótrúlegt en satt, en með pönkinu gerast blondínur aft- ur heitar. Nú eru þær að vísu með stutt, aflitað hár og ekki mjög vel greiddar. ÞREYTT • Barbiedúkkan. Þessi óaðfinn- anlega kvenímynd er þreytt segja pistlahöfundar breska tímaritsins Vogue. Þó að hún hafi verið áber- andi undanfarin ár fellur aðeins 1% mannkyns undir Barbie-skil- greininguna. Venjulegt fólk er það sem er heitt. • Kjöt. Enda er maður búinn að fá nóg af meltingartruflun- um um jólin. Við spáum því að afkomendur okkar — eftir um það bil tvær kynslóðir eða þrjár — muni hneykslast á því að „afar" þeirra og „ömmur" borð- uðu ket. • Breiðar varir. Þær eru kannski ekki þreyttar, en breiðar varir eru ekki lengur endilega aðalsmerki hinnar fullkomnu konu. Jafnvel örþunnar varir eru jafnheitar og breiðar. • Andstæðingar femínismans. Það segir meira en mörg orð um nauðsyn hans að giftar konur lifa skemur en ógiftar en kvæntir karlmenn hins vegar lengur en ókvæntir! r Sem krakka fannst manni allir svertingjar og mongólar eins en hins vegar skýr greinarmunur á öllum hvítum. Leikarinn Skúli Gautason og Garðar Garðarsson, fyrirliði landsliðsins í glæpum,- afsanna þessa kenningu rækilega. Þeir eru nánast eins. Einhverra hluta vegna er bjartara yfir Skúla, sem er einkennilegt í ljósi þess að hann hef- ur ekki náð eins langt á sínu sviði og Garðar á sínu. En svo Garðar njóti sannmælis verður að ítreka það sem kom fram í síðustu PRESSU: Garðar er mun myndarlegri en þessi mynd gefur til kynna. Fábreytt popp úr norðlenskum bílskúr T Ó N L I S T DR. GUINIIMI „Lögin sextán haltra áfram ífá- breytileika van- kunnáttunnar — drengirnir eru ekki snillingar á hljóðfœrin sín — og lagasmíðarnar eru oftast ofein- faldar og lang- dregnar til að halda athyglinni. “ Pönkaður virðingarvottur Helgi og hljóðfæraleikararnir HELGIOG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR EINKAÚTGÁFA ★ Hér „fyrir sunnan" eru fáir sem gefa rokkinu á Akur- eyri mikinn gaum. Þaðan hafa þó komið mörg frambærileg g bönd eins og t.d. Svörtu kaggarnir, ” sem spila poppað rokkabillí, og Hún andar, sem minnir á pönkað- an Þursaflokk. Skrefi undan á út- gáfubrautinni er þó næsta óþekkt hljómsveit, jafnvel á norðlenskan f mælikvarða; Helgi og hljóðfæra- leikararnir, sem gáfú út geisladisk núfýrirjólin. Aðalmaðurinn í sveitinni hlýtur að vera Helgi Þórsson, sem syngur, en annars er bandið kvartett; bassi, gítar, trommur. Lögin sextán haltra áffam í fábreytileika vankunnátt- unnar — drengimir em ekki snill- ingar á hljóðfærin sín — og laga- smíðamar em offast of einfaldar og langdregnar til að halda athyglinni, sérstaklega þar sem lögin eru svona mörg og lík innbyrðis. Þótt oft sé kryddað smekklega með aukahljóð- færum er heildin alltof hrá. Ég á erfitt með að staðsetja þessa tónlist. g Sumt minnir á það einfalda popp sem fyrrverandi Fræbbblar hafa verið að spila síðustu árin sem Glott og Mamma var Rússi. Þó vantar að mestu hinn poppaða kraft sem gefur þeirri tónlist gildi. € Tónlistin er bflskúrsleg og líkist því rokki og poppi sem árlega má heyra á Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin er stefnulaus og það skín í gegn að hér em fjórir strákar sem hafa hangið í skúrnum og ekki ver- ið að leita að sínum eigin tón held- ur bara haft gaman af að djamma. Á þessari plötu em þeir ekki komn- ir langt á þróunarbrautinni, em eiginlega ennþá í trjánum, en þeir hafa bein í neftnu og á næstu plötu verða þeir vonandi búnir að finna upp eldinn. Það er eitthvað norðlenskt við raddbeitingu Helga. Hann minnir stundum á Kristján Pétur í Hún andar, hefur ágæta breidd og túlkar innihald textanna þokkalega. Band- ið sér um bakraddir, tístir og rymur á víxl, og er oftast í lagi þótt stund- um verði tilraunir til fyndni þreyt- andi. Það sama má segja um text- ana, sem eiga flestir að vera fyndnir en renna oftast á rassinn á svelli aulahúmorsins. Auðvitað er mest sungið um stelpur; „Leggimir hennar finu, þeir vom eins og nag- aðir tannstönglar, og pilsið hennar úr leðri, það var svo stutt að maður sá næstum því allt sem maður vildi.“ Jújú, þetta er svo sem ekkert verra en Greifamir. Svo eru sumir textar ekkert grín; „í upphafi", „Vetur“ og „Svanurinn11 em „dýpri“ kveðskapur; svo sem ekki afleitt hnoð og sýna nokkrar snið- ugar pælingar. Plötu Helga og hljóðfæraleikaranna vantar margt upp á til að mega teljast góð, en það er óhætt að gefa þeim prik fyrir dugnaðinn að koma henni út. Þeg- ar þeir gefa út næstu plötu munu þeir eflaust hia á þetta þjófstart. GUNS 'N ROSES THE SPAGHETTIINCIDENT? ★ Hólkar og rósir verða að telj- ast með vinsælustu rokk- hljómsveitunum í dag, ef ekki sú aílra vinsælasta. Þegar þeir gáfu út síðastu plötu, „Use your ill- usion I & II“, spurðist það út að rokkjöfrarnir ætluðu að sýna göml- um pönkslögurum virðingu sína og gefa út á lítilli plötu. Þessum áform- um var slegið á ffest og það var ekki fyrr en nýlega sem slagaraplatan leit dagsins ljós, hugmyndin nú orðin að stórri plötu svona rétt fyrir jólin, svo litlu Hólkabömin fengju nú eitthvað í skóinn. Hólkamir taka tólf lög og fylgja að mestu upprunalegum útgáfúm þótt þeirra eigin graðhestarokk- keimur smjúgi drjúgt í rokkið, enda í eðli sínu ekki svo ýkja fjarlægur þvi gamla gaddavírspönki sem þeir taka fyrir. Lögin koma þó víðar að en úr pönkhillunni. Hér em að vísu lög sem verða aldrei annað en ræflarokk; enskt pönk eftir Sex Pi- stols, The Damned og UK Subs, amerískt ffumpönk eftir Misfits, New York Dofls og Iggy Pop, en Hólkamir grafa líka upp gamalt Nazareth-lag, eldgamla rokkslagar- ann „Since I don’t have you“, sem mestum vinsældum hefur náð, enda eina útvarpsvæna lagið á plöt- unni. Hér er meira að segja lag eftir flagarann Charles Manson, sem veitir eflaust ekki af STEF-gjöldun- um í steininum. Sveitin bendir kaupendum á í umslaginu að leita að lögunum í flutningi höfúndanna sjálffa. Ég tek undir, því þótt það sé virðingarvert af sveitinni að kynna þessi lög fyrir ungum aðdáendum bætir platan litlu við; öU lögin em einfaldlega mfldu betri í uppruna- legum flutningi. Það eina sem Hólkarnir bæta við em lengri og leiðinlegri gítarsóló og veinið í Axl Rose, sem hljómar oftast eins og álappaleg hæna í þessu klassíska pönkumhverfi. Bassaleikarinn Duff fær að syngja eitt lag og er vita lag- laus en gaular þó. Þar hitta Hólk- arnir í eina skiptið á plötunni á sanna pönktaug. Dolli að er að fara með mig þetta röfl um síviliseraða drykkju. Hvaða væl er þetta eiginlega? Fátt veit ég skemmti- legra en að djúsa og þá að djúsa vei*1'' og lengi. Segir ekki einhvers staðar að æfingin skapi meistarann? Ég veit ekki betur en þetta sé eitt helsta slagorð streitara þessa heims. Nú, þeir sem em leiðinlegir með víni, fara að slást (jæja, það má slást), lemja konur, brjóta hús- gögn eða þá að grenja í einhverju sjálfsvorkunnaræði; þeir em ein- faldlega engir djúsarar. Né heldur þeir sem drepast (skýran greinar- mun verður að gera á að fá sér feg- urðarblund til að geta djúsað meira og að drepast), svo maður'““fc/ tali nú ekki um að æla; þeir em heldur engir djúsarar. Hér verður þó að undanskilja Egil: „Síðan þeysti Egill upp ór sér spýju mikla, ok gaus í andlit Armóði, í augun ok nasarnar ok í munninn.“ En allar þessar tegundir áfengisneyt- enda em þó hátíð í bæ hjá þessum svokölluðu sívilisemðu drykkju- mönnum. Öööaa. Sötrandi rauð- vín og líkjöra á einhverjum af þessum hommalegu stöðum sem heita café hitt og café þetta. Til hvers að djúsa ef ekki til að verða fullur? Kaffi List er í lagi, þar má rekast á góða djúsara eins og Ara_Jj Matt, Hödda feita og fleiri. Ó nei, það vom ekki slíkir bóbóar sem byggðu þetta land hvað þá að á þá væri treystandi í harðindum. Því vil ég vekja athygli ykkar, djúsarar góðir, á stað sem heitir Sldpper- inn. Fínt nafn, fínn bar, fínir djús- arar. Og ég ffábið mér síviliseraða, rauðvínsmaríneraða bóbóa í ein- hverri pflagrímsferð þangað. Þeim hendir ívar umsvifalaust út. FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 17B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.