Pressan - 13.01.1994, Side 19

Pressan - 13.01.1994, Side 19
(I <3 « i Í i i i I I 1 B I I Hlín Mogensdóttir fyrirsæta gerir það gott Með feita bók og barn í farteskinu HLÍN MOGENSDÓTTIR. Úr bókinni hennar, sem ku vera svo þykk að hver stórfyrirsæta yrði stolt af. Þarna má m.a. sjá mynd af henni sem prýddi forsíðu grísks tímarits. Fyrir fáeinum árum þótti tíð- indum sæta ef ungar íyrirsæt- ur, sem voru að reyna fyrir sér á erlendri grund, höfðu barn á framfæri. Nú er það ekki lengur til- tökumál, eða það segir í það minnsta hin 21 árs gamla Hlín Mogensdóttir, sem hvað mestar vonir eru bundnar við um þessar mundir í módelbransanum hér. „Maður sér oft fyrirsætur með ung böm í kerrum þarna úti. Börn eru engin fyrirstaða lengur. Þetta snýst eingöngu um hversu bundið fólk er. Komist maður ekkert frá barn- inu fær maður auðvitað lítið að gera. Sé maður hins vegar með góða barnapössun er þetta ekkert mál.“ Hlín, sem á bæði fjögurra ára dóttur og kærasta, brá sér þó ein síns liðs í fyrsta sinn utan til fyrir- sætustarfa á síðasta ári. Dvaldist hún til skiptis í Aþenu og í Mílanó með vægast sagt ágætum árangri. Herma fregnir að hún hafi safnað þvílíkt í sarpinn — eða hina svo- kölluðu bók — að sérhver stórfyrir- sæta mætti vera stolt af. Að auki prýddi hún nokkrar forsíður grískra tímarita. Þetta hefur hún af- rekað þrátt fyrir að hafa hafið fyrir- sætustörf fyrir aðeins rúmu ári. í millitíðinni hafnaði hún f öðm sæti í Elite-keppninni á íslandi. En hversu mikilvæg er mappan í fyrir- sætustarfinu? „Það skiptir öllu að hafa góða bók. Ef þú ferð í „casting“ og ert ekki með góða bók eru ekki miklar líkur á að þú fáir eitthvað að gera. Þá skiptir jafnvel engu þótt fyrir- sætan sé stórglæsileg.“ Hlín kom hingað til lands í agúst en hyggst aftur leggja land undir fót með vorinu ásamt fjölskyldunni, að minnsta kosti dótturinni og au pa- ir-stúlku, eftir að náminu sleppir. En hvert liggur leiðin? „Draumurinn er að fara til París- ar í vor, enda á ég kannski hægara um vik með að komast þar að með þessa bók í farteskinu. Svo hef ég líka mestan áhuga á sýningum. Ég er að minnsta kosti komin á skrá hjá skrifstofu í París og, að mér skilst, einnig í New York. Grikkland er enginn draumastaður út frá pen- ingalegu sjónarhorni. En það var gott að byrja þar.“ Þegar PRESSAN ræddi við Hlín var hún nýkomin úr myndatökum hér heima, þar sem myndað var sleitulaust í níu klukkutíma. En þótt hún hafi nóg að gera hér eru það gömul sannindi og ný að fyrir- sætur lifa ekki af fyrirsætustörfun- um hérlendis einum saman.“ Hverjir voru hvar? Streymi var gott milli allra helstu skemmtistaða bæjarins á föstudags- kvöldið. Á Sólon íslandus voru Guðrún Bjarnadóttir, eigandi barnafata- verslunarinnar Endur og hendur, Andri Már Ingólfsson ferðamálafrömuður, Jóna Lárusdóttir og aldrei þessu vant íris Hreinsdóttir og fleiri af Módel '79-kynslóðinni, Júlíus Kemp kvik- myndagerðarmaður og kollega hans, Hilmar Oddsson, Jón Tryggvason og Ásdís Thoroddsen leikstjórar, Jón Sæmundur Björnsson leikaraefni, systkinin Glúmur, Snæfríður og Aldís Bryndísarbörn, Maríus og Steinunn Óiína litu inn svo og Hildur Hafstein og hennar vinkonur. Þarna var bókstaflega allt löðrandi í kven legri fegurð en minna fór að minnsta kosti fyrir ytri urð karlmannanna þetta kvöld. Á Frikka og dýrinu\iar Andrea Róberts nema h\ nýgifta Anna Margrét Jónsdóttir með vinkonum sínu Sólveigu og Guðrúnu. Þarna sátu einnig Dóra Wo og Margrét Ragnarsdóttir, Raggi Bubbleflie, Richard Scobie og Denni Kragh og Daníel Ágúst Haraldsson, hinn kynþokka- fulli söngvari úr Nýjum dönskum blöðum. Á Kaffi List var Friðrik Erlings- son, sem af öllum sólarmerkjum að dæma er að verða einn eftirsóttasti pip- arsveinninn, Sissa Ijósmyndari í stuði Mörður Árnason og Linda Vilhjálms- dóttir, Kata dansari, Jökull Tóm- asson útlitshönnuður og svo Dóra Einars með einhvern útlendan karlmann upp á arminn. í afmæli á föstudagskvöldið hjá plastblondín- unni Halldóru Jónasdóttur og vinkonu hennar Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem varð rúmlega tví- tug, var margt um manninn, til að mynda hljóm- sveitin Texas Jesus eins og hún leggur sig. Þar voru m.a. Þórhallur Magnússon heimshornaflakk- ari, Gunnar Guðmundsson út hljómsveitinni INRI, Ingólfur Níelsson einkavinur Kolrössu, Sveinn Kragh barþjónn og Þóra glasabarn á Bíóbarnum, auk Kalla, Tóta og Sigga. OPIÐ BRÉF Til kvenfólks Ágœta kvenfólh Ég skrifa ykkur þetta bréf því síð- astliðinn sunnudag var mjög at- hyglisverður umræðuþáttur í Sjón- varpinu, held ég. Hann bar yfir- skriftina „Rauðsokkur og blúndín- ur“. Fyrst hélt ég að hann héti „Rauðsokkur og blondínur" (rétt eins og rauðsokkur geti ekki verið blondínur) og þannig væri rauð- sokkunni stillt upp sem andstæðu blondínunnar sem undanfarið hef- ur verið gerð ódauðleg bæði á list- sýningum og í alþýðubröndurum. En orðið „blúndína“ er náttúrulega dregið af orðinu „blúnda“ eins og í „Blúndur og blásýra". I þessum þætti hélt m.a. kvenskörungurinn Rósa Ingólfsdóttir, góðvinur minn, á loft skoðunum sínum eins og henni einni er lagið, nema þá að hún sé ein um þessar skoðanir. Þótt við Rósa séum ósammála um margt fer vel á með okkur og ég hef notið góðs af kunningsskap okkar. T.d. er hún eini maðurinn sem ég þekki sem á í einkafórum sínum stillansa, sambærilegan við það besta sem pallaleigur borgar- innar bjóða. Rósa er aukinheldur bæði liðtæk við smíðar og múrverk. Þessa hlið á henni þekkja ekki margir. Nú er ég sjálfur alinn upp af rauðsokku (sem ég veit reyndar ekki enn hinn rétta háralit á) og hef vegna uppeldis míns lagt mig í líma við að vera mjúkur karlmaður hingað til. Þessi mýkt mín gerði það að verkum að á menntaskólaárun- um eignaðist ég fjölda vinkvenna sem þótti svo mikið til mín og mýktar minnar koma að það hvarflaði ekki að þeim að spilla vin- áttu okkar með því að sofa hjá mér. Margar þeirra urðu síðar kærustur vina minna sem voru harðari týpur en ég. Oft lenti ég í því að þurfa að hugga þær vegna skilningsleysis kærastans. Upp frá þessu fór ég að velta því fyrir mér hvort þið vitið yfirhöfuð hvers þið leitið hjá karl- manni. Mjúka manninn viljið þið ekki sjá og harðnaglann getið þið ekki viðurkennt að þið girnist. Svo beinið þið þeim tilmælum til karla að þeir fari að taka til í sínum mál- um. Það er kannski fullbyltingar- kennd skoðun nú á dögum, en þó er ég ekki frá því að við séum ólík að eðlisfari. Þegar ég var á sjónum og tók út fyrir að vera fjarvistum við fjöl- skyldu mína var það ákveðinn hetjuljómi sem hélt mér gangandi. „Gull að sækja í greipar hins geig- DAVÍÐ ÞÓR JÓINISSOIM „Þessi mýkt mín gerði það að um að á menntaskólaárunum eignaðist égjjölda vinkvenna sem þótti svo mikið til mín og mýktar minnar koma að það hvarflaði ekki að þeim að spilla vináttu okkar með því að sofa hjá mér. væna mar ekki nema ofurmennum ædandi var.“ Samt er það einhvern veginn þannig að mjúkur maður stendur ekki brosandi í stórsjó og hríð við sinn stjórnvöl og hugsar til þín. Hver á þá að gera það? Mjúki maðurinn er í raun þjóðfélagslega óhagkvæmur fyrst hann getur ekki tekið þennan þátt í að afla þjóðinni þeirra 70 prósenta af gjaldeyristekj- um sínum sem sjávarútvegurinn gerir. Eitthvað djúpt í innsta eðli mínu olli mér hins vegar vellíðan þegar ég kom í land færandi björg í bú, sæbarinn og loðinn um kjamm- ann. Enginn annar sá hins vegar hetjuljómann við það að mylja klak- ann úr yfirvaraskegginu eftir vakt á dekki, en hvernig sem ég reyndi að afrieita þessari tilfinningu tókst það ekki. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr ykkar göfugu kvennabar- áttu, en mér dettur í hug að hún hafi alið af sér karlímynd sem er jafúröng og sú kvenímynd sem hin- ar ágætu formæður ykkar risu gegn á sínum tíma. Ég hef nefnilega rekið mig á það að ég er undir niðri alls ekki eins mjúkur maður og ég hef verið að telja sjálfúm mér og ykkur trú um. Til dæmis hef ég gaman af HM í fótbolta, tvíræðum bröndurum, konum, söng og víni. Fyrst þegar ég uppgötvaði þessar kenndir í hjarta mér fyrirvarð ég mig fyrir sjálfan mig, en nú hef ég ákveðið að koma út úr skápnum: Eg er karlkyns! Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessi yfir- lýsing getur valdið mér óvinsæld- um, útskúfun og félagslegri ein- angrun en ég get bara ekki þóst lengur, ég verð að fá að vera ég sjálfur. Umræðuþátturinn sem kom þessum vangaveltum af stað var mjög athyglisverður, held ég að hljótí að vera. Ég er bara orðinn svo mikið karl- embusvín upp á síðkast- ið að ég nennti ekki þessu kerlingakjaftæði heldur slökkti á sjónvarpinu og fór að leika mér í brúðuleik við dóttur mína. Við létum mjúku dýrin hennar leika „Dýrin í Hálsaskógi" eftir minnt*** Sjálfur fór ég á kostum með sel í hlutverki Ömmu músar á meðan dóttir mín stjórnaði playmokalli af miklum tilþrifum í hlutverki Patta broddgaltar. Hún hefur svosem ekki langt að sækja leikhæfileikana, barnið. Nema leikhæfileikar séu ykkur kvenfólkinu eðlislægir. Með vinsemd og virðingu, Davíö Þór Jónsson FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.