Pressan - 03.03.1994, Síða 6

Pressan - 03.03.1994, Síða 6
Alda Lóa Leifsdóttir kvikmyndagerðarmaður skoðar portrettið af sjálfri sér: „Bylgjurnar í hárinu benda til að þetta sé ritstjóri, þetta er fjölmiðlalegt hár og eitthver fjölmiðlaharka í augnsvipnum. Hún var í fjölmiðlaskóla úti í Frakklandi og hefur stofnsett framúrstefnutímarit hér á landi. Munnsvipurinn er hins vegar Ijúfur og í gegnum hann fær maður á tilfinninguna að hún hafi flotið í gegnum lífið. Hún stendur við dyrnar og það bendir til einhvers uppgjörs, hún er að fara upp í flugvél til — ísafjarðar. Þaðan er hún og gæti dottið inn í hvað sem er á þeim stað, jafnvel bæjarmálapólitík. Litli puttinn visar upp í loft og það bendir til þess að hún ætli að taka bæinn með trompi. En svipurinn gefur ekkert upp um hvernig það gerist — hún sjálf þykist sjá svoldið í gegnum hlutina. Ég kannast við þessa konu, ég held að við séum í sömu líkamsræktarstöð. En það er líkasttil eitthvað í mér fremur en að hún sé svona fjarræn að við höfum aldrei kynnst. Það er eitthvað sem tekst á hjá henni. Hún er í slæmum peningamálum og líklega í ástarsorg en eins og áður sagði bendir litli puttinn til þess að hún sé á uppleið og að takast á við hlutina. Hún hefur gaman af því að fará á skauta og er í söngtímum. Hún hefur reyndar litla rödd en las það einhvers staðar að í gegnum sönginn væri hægt að losa um höft. Hún er ekki mjög trúuð en það má greina einhvern radar í fæðingarblettinum undir nefinu — að hún sé í einhverju sambandi við almættið." Guðmundur og slímið í Tj örninni „Hún sagði honurn að hún tilheyrði „Háspekilega klám- bræðralaginu“, en þarværu allir haldnir „Hómó-djöful- legri ásthneigð“. “ Fyrir tveimur vikum minntist ég á undarlegt, grænt slím sem birtist skyndilega í Tjöm- innni í Reykjavík nótt eina árið 1977. Þessi einkennilegi gróður var mjög áberandi og muna margir eftir honum. Tveimur nóttum áð- ur höfðu þrír drukknir einstakling- ar brugðið á leik og framið seið í anda rithöfundarins H.P. Love- craft, en hann skrifaði margar þekktar hrollvekjur. Tilgangurinn með þessum svartagaldri var sá að ákalla Nyarlaþótep, en hann er ein- mitt nokkurs konar grænn slím- guð. Nyarlaþótep leikur lausum hala í mörgum sögum Lovecrafts og telja flestir að hann sé hreinn hugarburður. Svo er þó ekki. I fyrstu gerðu þremenningamir sér ekki fulla grein fyrir alvöm málsins. Þau urðu að visu skelkuð, en þegar ffarn í sótti og ekkert ann- að bar til tíðinda fór þeim að finn- ast græna slímið dálítið spaugilegt. Allir vita að dómgreind er ekki sterkasta hlið alkóhólistans og í næsta ölæði ákváðu þau að halda fjörinu áfram. Þau gengu niður að Tjörn enn sem fyrr og í þetta skipti höfðu þau hjólbömr meðferðis. Vænum skammti af Nyarlaþótep- slíminu var skóflað í hjólbörumar og síðan héldu þremenningarnir heim til eins þeirra, sem ég mun nefha Guðmund. Hann bjó í gömlu húsi skammt frá og var slímið geymt þar í nokkra daga. Eftir að það var orðið þurrt var það tilbúið til notkunar, en hugmyndin var sú að búa til úr því eins konar reykelsi. Þegar allir vom svo tilbún- ir heima hjá Guðmundi var plómu- líkjör hellt yfir þurrkaða slímið og síðan kveikt í, en um leið vom bænir sagðar og töfraþulur sungn- ar. Við það gaus upp hryllilegur fhykur. f þokkabót hrukku nokkr- ar bækur í nálægum bókaskáp sjálfkrafa niður á gólf, en þá rann snarlega af þremenningunum og hlupu þau æpandi út úr húsinu. Nú var illt í efhi. Guðmundur safhaði þó í sig kjarki, fór aftur inn og slökkti logana. Svo fór hann með allt „reykelsið“ út í rusla- tunnu, en opnaði því næst glugga og dyr upp á gátt til að losna við óþefinn. Þetta virtist duga og engar fleiri bækur hoppuðu út úr bóka- hillunum. En sagan var þó ekki bú- in, því upp úr þessu fóru illir draumar að sækja Guðmund heim. Nótt eftir nótt dreymdi hann hversdagslega atburði sem gerst höfðu daginn áður, en í draumun- um endumpplifði hann þá með alls kyns dónalegu, og um leið óhugnanlegu ívafi. Dag einn hafði hann t.d. farið í banka til að borga einhverja reikninga. f raunveru- leikanum var gjaldkerinn venjuleg kona í látlausum fötum, en í draumnum nóttina eftir var hún komin í fleginn samkvæmiskjól. Þegar hann hafði lokið við að borga skuldir sínar sagði hún: „Ég er bráðum búin í vinnunni; viltu koma heim í te og ristað brauð?“ Svo brosti hún flírulega og þá sá Guðmundur að hún var með víg- tennur, en á miili tannanna vom grænar slímtægjur. Martraðirnar ágerðust og urðu stöðugt dónalegri. Guðmundur var farinn að skynja erótíkina og óhugnaðinn í daglegu lífi í draum- um sínum, en það var kannski hið besta mái. Honum fannst það þó ekkert þægilegt, enda fann hann fyrir nálægð iilra afla þegar hann svaf og vaknaði yfirleitt í svitabaði mörgum sinnum á nóttu. Draum- farirnar vom klámfengin skmm- skæling á veruleikanum, ekki ólíkt því þegar ffamleiðendur blárra rnynda gera sínar eigin útgáfur af þekktum kvikmyndum og skáld- sögum. Nægir þar að neftia „On the Back To the Future“, „Moby’s Dick“, „Lust Horizons“, „Pom Free“, „E.T. - The Extra Testicle“ og „Desperately Sucking Susan“. Eina nóttina dreymdi Guðmund að til hans kæmi kona í svörtum kjól. Hún kleip hann í rassinn og sagði „Hello, partner...“ Svo sagði hún honum frá því að hún tii- heyrði „Háspekilega klámbræðra- laginu“, en þar væru allir haldnir „Hómó-djöfuliegri ásthneigð“. Konan útskýrði ekki hvað hún átti við með því, en Guðmund grunaði þó að það væri eitthvað afbrigði- legt. Því næst sagði hún honum að nú væri hann sjálfur orðinn með- limur í félaginu og ætti að koma með sér á fúnd næstu nótt. Svo potaði hún í hann að skilnaði og hvarf út í myrkrið. Þá var nóg komið. Guðmundur var orðinn þreyttur á að sofa stöð- ugt „svefni hinna ranglátu“ og í þokkabót átti hann það til að finna viðbjóðslega lykt í íbúðinni þegar minnst varði. Ekki bætti það líðan- ina að hafa lesið í Lovecraft að ein- mitt svona óþefur fylgdi gjaman Nyarlaþótep. Þar fyrir utan heyrð- ist oft undarlegur niður neðan úr kjaliara, en á honum fannst engin skýring. Einn kunningja Guð- mundar, sem var mikill geimveru- spekingur og taldi sig hafa séð geimvemr og fljúgandi diska í návígi, kom eitt sinn í heimsókn. Hann heyrði niðinn úr kjall- aranum, æstist mjög og upplýsti Guðmund um að slík hljóð væru dæmigerð- ur fylgifiskur geimveranna. Hann hafði heyrt um seið- inn við Tjörnina og sagðist nú sannfærður um að Nyarlaþótep væri vera utan úr geimnum sem greinilega hefði eitthvað illt í hyggju. Bregðast yrði skjótt við og sagðist kunning- inn þekkja skyggna konu í Vestur- bænum sem sæi árur og færi jafn auðveldlega út úr líkamanum eins og aðrir úr buxunum. Guðmundur hringdi í konuna og átti hún eftir að reynast honum vel. Hún kenndi honum ráð til að kveða niður djöfla og forynjur, en meira um það síðar. 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.