Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 15
horfir. skoðar finnur Þórunn J. Hafstein, deildarstjóri í lista- og saínadeild mennta- málaráðuneytisins, hef- ur auk þess að starfa að lista- og menningar- málum hér heima tekið þátt í því að undirbúa EES- samninginn á sviði fjöðmiðla og höfundarréttar. Ég spyr hana um þýðingu samn- ingsins fyrir lista- og menningarlíf landsins. „Þýðing þessa EES-samnings gagnvart lista- og menningarlífi er enn sem komið er aðallega á sviði kvikmynda og sjónvarps en þar á ég aðallega við Media-áætlun sem er til þess ætluð af hálfu Evrópu- sambandsins að styrkja og efla kvikmynda- og sjónvarpsmarkað í Evrópu. Mediaáætlunin, sem sam- anstendur af um það bil tuttugu sjóðum og verkefnum á sviði kvik- mynda og sjónvarps, hefur og mun hafa geysimikla þýðingu fyrir okk- ur, en þessi áætlun opnar okkur leið að fjármagni og samstarfs- möguleikum. Raunar gerðumst við aðilar að Mediaáætluninni áður en EES-samningurinn gekk í gildi og árangurinn á þeim tíma hefur orð- ið betri en maður þorði að gera sér vonir um. Fjölmörg íslensk kvik- myndaverkefni hafa fengið lán úr ýmsum sjóðum áætlunarinnar auk þess sem íslenskir kvikmyndagerð- armenn hafa sótt niðurgreidd námskeið á ýmsum sviðum og myndað tengsl við kvikmynda- gerðarmenn í Evrópu og fjár- mögnunaraðila þar. Þannig að þetta samstarf er mjög hvetjandi fýrir kvikmynda- og sjónvarpsefn- isgerð hér heima. Árangur okkar hefur meðal annars orðið til þess að erlendis er ísland tekið sem dæmi um öfluga smáþjóð sem kemur og tekur til sín allt of stóran hluta þess fjár- magns sem stendur til boða innan Media- áætlunarinnar. Þá er litið ffam- hjá þvi að við er- um einfaldlega með bestu umsóknirnar og leggj- um þannig okkar skerf til viðreisn- ar kvikmynda- og sjónvarpsmörk- uðum Evrópu. Þetta hefur líka gagn fyrir okkur á þann veg að samvinna við evrópska kvik- myndagerðarmenn eykst og það held ég að sé af hinu góða. Við kynnumst þeirra reynslu og getum miðlað af okkar, þannig að þarna getur tekist dynamískt samstarf. Á öðrum sviðum lista og menn- ingarmála er enn sem komið er ekki jafnaugljós ávinningur af þess- um samningi. Það eru nokkur við- fangsefni innan Evrópusambands- ins sem okkur standa hugsanlega til boða að gerast aðilar að, eins og Kaleidoscope-áætluninn, sem stuðlar að evrópskum menningar- hátíðum og auknum samskiptum milli listamanna, og fleiri verkeftii, en við vitum bara ekki alveg með hvaða hætti það gæti orðið. Lista- og menningarmál eru ekki hluti af EES-samningnum núna en í samn- ingnum er einnig að finna sameig- inlega viljayfirlýsingu um samstarf á þessu sviði. Þetta gæti þó breyst eftir að Maastricht-samkomulagið hefur gengið í gildi innan EES, en það getur leitt til þess að menning- armálum verði gert hærra undir höfði innan EES en nú er. Við fylgjumst vel með því sem er að gerast á þessu sviði, en Þorgeir Ól- afsson deildarsérfræðingur tekur þátt í þeim viðræðum fyrir okkar hönd.“ Nú fylgja þessum samningavið- ræðum alls kynsfundir og það er nú alltaf nöldrað svolítið yfir ferða- kostnaði sem fylgi opinberum starfs- mönnum. Viltu tjá þig eitthvað um það? „Mér finnst það mikið umhugs- unarefni hvaða viðhorf virðast vera til þátttöku opinberra embættis- manna á fundum erlendis, en mér finnst þau einkennast af skilnings- leysi og þröngsýni. Ef einhver held- ur að erlent samstarf kosti ekkert þá er það misskilningur. Það má sjálfsagt alltaf deila um það hvaða fúndi er nauðsynlegt að sækja og hverja ekki, en við verðum að sjálf- sögðu að rækta skyldur okkar eins og aðrar þjóðir í alþjóðlegu sam- starfi. Þetta eru ekki skemmtiferðir, maður getur að vísu hitt skemmti- legt fólk, og ég vona að enginn misvirði það við mann. En við er- um að sinna vinnunni okkar, taka þátt í ráðstefhum af því okkur hef- ur verið falið að gera það. Varðandi þessa erlendu fundi verðum við að gera upp við okkur hvort við ætl- um að vera í erlendu samstarfi eða ekki. Við hefðum til dæmis aldrei getað orðið aðilar að Mediaáætlun Evrópubandalagsins fyrir gildis- töku EES-samningsins ef við hefð- um ekki sótt það mál á fundum. Ef við ætlum að vera þátttakendur í þessu alþjóðlega samstarfi verðum við að vera það eins og almennilegt Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Þórunni Hafstein, konuna sem þolir ekki þungarokk, en heldur utan um menningu og listir í mennta- málaráðuneyt- inu. „Þá ertu einfaldlega ekki að velta því fyrir þér hvort þetta er lítill umkomu- laus Jiskur. “ fólk. Við getum ekki og eigum ekki að láta aðra vinna vinnuna fyrir okkur. Við verðum að axla ábyrgð.“ Við virðumst óttast samstarf við aðrar þjóðir og sá ótti virðist að hluta til byggjast á tilfinningunni um að við munutn spillast eins og sveitamaðurinn sem sest að í stór- borginni. Heldurðu að það sé eitt- hvað í þjóðarsálinni sem gerir að verkum að við viljum einangra okk- ur? „Ég veit ekki hvort þetta er bein- línis vilji til að einangra okkur. Þetta getur líka verið þörf til að staldra við og velta því fyrir sér hvert við erum að fara. Það getur verið mjög skynsamlegt. Auðvitað eigum við ekki að ana áffam. Ég held að við óttumst ekki aðrar þjóðir, — séum miklu fremur for- vitin um þeirra hagi. Ég held því að þessi einangrunarsjónarmið sem hafa komið ffam í kringum ESS- samninginn eigi ffekar rætur að rekja tfl þarfar okkar til að staldra við og hugsa okkur um. Þær raddir hafa heyrst að það geti orðið menningarlegu sjálfstæði okkar hættulegt að ganga inn í samstarf af þessu tagi. Ég held að sá ótti sé ástæðulaus og byggður á mis- skilningi. Það er undir okkur kom- ið hvernig við höldum á málum. Þarna opnast möguleikar og við verðum að standa okkur í stykkinu og mæta kröfum sem gerðar eru til okkar án minnimáttarkenndar. Það kemur enginn sáttmáli eða samningur í staðinn fýrir þá ábyrgð sem við berum á okkur sjálfum, menningararfi okkar og því hver við erum. Það er enginn kominn til með að segja að þó að við séum fámenn þjóð þá sé okkar hugvit síðra eða ómerkflegra en annarra þjóða, að það sé þarna hlutfall mOli andlegr- ar getu og íbúafjölda. Það er ekkert svoleiðis hlutfall tO. Það hefur sag- an sýnt og sérstaklega saga þessarar þjóðar. Við höfum heOmikið ffam að færa á erlendum vettvangi, sér- staklega á sviði hugvits, hvort sem það er í vísindum eða listum.“ Hvert er hlutverk listamannanna? „Það er mjög mildlvægt að við gerum okkur grein fýrir þýðingu listamanna. Þeir eru eins og farveg- ur fýrir andlegt líf þjóðarinnar. Listamennirnir túlka, reyna að hreyfa við okkur, fá okkur tO að hugsa, skapa nýja sýn, gefa gaum að, taka eftir, vera forvitin og áhugasöm um umhverfi okkar og skynja hvers við erum megnug. Það skiptir máli að viðurkenna að starf listamanna hafi þýðingu. Það er ekki bara verið að búa til tónlist sem enginn nennir að hlusta á eða skrifa bækur sem enginn nennir að lesa eða gera kvikmyndir sem enginn vOl sjá í Ameríku. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um að við gerum okkur grein fýrir að okkar veruleOd, arfúr og sýn á lífið sé í hávegum haft af samtíð okkar. Að okkur standi tO boða að lesa ís- lenskar bækur og horfa á íslenskt dagskrárefni í sjónvarpi og hlusta á það í útvarpi. Að okkur standi tíl boða að hlusta á íslenska tónhst. Og okkur standi tíl boða að horfa á íslenska myndlist sem á sér rætur í okkar landi, okk- ar þjóðlífi. Þetta er mOdlvægt ef við ætlum að halda áfram að telja okkur sjálf- stæða þjóð. En þá verðum við líka að rækta þetta, gefa gaum að því hvaða þýðingu það hefur. Ef við lítum á listsköpun sem at- vinnuveg þá er verið að skapa verð- mæti úr hráefni sem þrýtur ekki. Hráefnið er sköpunarkrafturinn, ímyndunin og draumarnir. Það er svo skrýtið með þetta hráefni, þessa auðlind, að í staðinn fýrir að minnka eftir því sem tekið er af henni eykst hún og verður aUtaf frjórri. Það er aOtaf hægt að taka úr „Við hneigjumst til þess að líta á öllJrá- vik í mannlegu fari sem vandamál, sem þarfnist meðferðar hjá sérfrœðingum. “ þessum brunni. Þetta er sjálfsagt eina náttúruauðlindin sem við höf- um sem er ekki kvóti á.“ Enfinnst þér þá að listamenn eigi að vera á styrkjumfrá því opinbera? „Já, það er óhjákvæmilegt að það sé fýrir hendi opinber stuðningur á sviði lista og menningar eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Líf lista- manna er eins og líf visindamanna. Þeir eru að gera tilraunir og það verður að gefa þeim tóm tO þess. Ef við byggjum í vel stæðu miUjóna- samfélagi þá væri ef til vOl hægt að líta öðruvísi á málið. En staðreynd- in er hins vegar sú að jafnvel í Bandaríkjunum er opinber stuðn- ingur tO lista- og menningarstarf- semi. Og hér er þetta óhjákvæmi- legt. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að styrkja höf- undarréttarlega stöðu listamanna. Höfundarrétturinn grundvaUast á því að höfundurinn fái fjárhagsleg- an ábata af því hvernig hugverk hans eru nýtt. Ef hann fær það þá getur hann haldið áffarn að sinna listsköpun sinni tíl hagsbóta fýrir þjóðfélagið. Notandinn og höf- undurinn haldast þarna í hendur og styðja hvor annan. En ég held að það sé sama hve við myndum styrkja höfúndarréttarlega stöðu listamanna, sá stuðningur gæti ekki staðið undir lífsafkomu þeirra. Þannig að ég held að við eigum að vera stolt af því að veita listamönn- um fé og stuðla þannig að nýsköp- un á þessu sviði. Þeir taka sig alvar- lega, hafa metnað og leggja sig ffarn. Þeir listamenn sem ég hef haff kynni af eru mjög kröfúharðir við sjálfa sig. En það er ekki vanda- laust að vera Ustamaður í þessu Utla þjóðfélagi. Það þarf kjark tO að fara í þetta starf.“ Mig langar til að leita eftir skoð- un þinni áfjölmiðlum. „Við eigum margt fólk sem geti gert ýmsa góða hluti á sviði hljóð- varps og sjónvarps. En þar er margt sem má betur fara, sérstak- lega í sambandi við meðferð ís- lensks máls. Þetta hljómar eins og ldisja en það er ekki hægt að bjóða upp á hvað sem er. Ef menn fá laun fýrir að tala í útvarp og starfa „ Tilfinningar þínar og eitthvert hugar- ástand sem vekur ósjálfráða spennu er ekki ómerkilegt.“ við það þá eiga þeir að geta talað almennOegt, skýrt og faUegt mál. Mér finnst ekki tíl mikUs mælst. Ég skO ekki af hverju þetta er ekki meira metnaðarmál. Það virðist ríkja kæruleysi gagnvart tungumál- inu og jafnvel eins og fólki þyki haUærislegt að vanda mál sitt.“ En erfólk ekki bara almennt búið að missa tilfinninguna fyrir tungu- málinu? „Ekki kannski missa hana en það er orðið skeytingarlausara. En við erum líka orðin skeytingarlaus um þann þjóð- lega sið að spjalla saman og segja sögur. Þetta var drjúgur þáttur í menningarlífi okkar, öll þjóðin var í því að segja sögur. Veiðisögur eru reyndar enn í góðu gildi. Þar er þetta svið rækt- að. í veiðisögum þrífst sagnaUstin ennþá.“ Hvaða áhrif hefur það ef við er- urn hœtt þessu að mestu leyti? Hvað tapast? „Það tapast málkennd og skemmtun og tengsl milli sagna- mannsins og hlustenda. Um leið er ræktun á sköpunargleði og -gáfu ekki haldið við. En það eru margir góðir sagnamenn hér á Islandi og ef þeir tækju sig til og héldu sagna- skemmtun þá myndi fólk sækja hana. Ég held að það væri hægt að ffamkvæma þetta. Sagnaskemmt- unin er skemmtun andartaksins eins og kvikmyndalistin og út- varp.“ Það vœri katmski hægt að gera þetta að keppni á þjóðhátíðarári? „Það þyrfti ekki nauðsynlega að vera keppni. Við erum aUtaf að keppa. Það er nóg komið af þess- um keppnisanda á öUum möguleg- um sviðum þjóðlífsins. Meira að segja fféttir af Alþingi eru stundum eins og íþróttafféttir og það sama má segja um fféttir af framgangi listamanna. Það er eins og ekkert sé gott nema það nái fýrsta sæti í ein- hverri keppni. Það er voðalega mikil einföldun á þýðingu þess sem unnið er á sviðum menningar og lista.“ Mig langar til að víkja talinu að- eins að þér sjálfri. Hvaða áhugamál áttu? „Ég hef áhuga á öUu... nema þungarokki, því að prjóna og mér leiðist hræðilega þegar fólk talar um launamál sín í samkvæmum. Ég er reyndar búin að einsetja mér það núna að verða betri við sO- ungsveiðarnar. Ég einset mér það vegna þess að mig langar tíl þess og mig langar tíl þess vegna þess að það er hrífandi. Ég fer norður í Laxá í Mývatnssveit og uni mér við að vera úti í náttúrunni og veiða með uppáhaldsfólkinu mínu.“ Ég skil ekki alveg ánægjuna við að veiða lítinnfisk ogskera hann svo. „Þetta kemur því ekkert við. Þú kemst í eitthvert ástand. Það er ekkert meðvitað heldur eitthvað frumstætt. Þú byrj- ar á því að íesa vatnið. Þú ert farin að þekkja veiði- staðinn og spáir í veðrið og skýjafarið. Þú ert í gaUan- um þínum og þér eru aUir vegir færir. Og þú stendur við vatnið, horfir, skoðar, finnur. Og svo kem- ur að því að fara út í ána. Og þú byrjar að kasta, skiptir um flugu, kastar aftur, skiptir um línu, kastar og reynir að finna út hvað fiskur- inn viU og svo allt í einu tekur hann! Þá ertu einfaldlega ekki að velta því fýrir hvort þetta er lítfll umkomulaus fiskur. Málið er hvort þér takist að landa honum. En ég er tUtölulega nýbyrjuð á þessu og á heilmikið ólært — ég er alltaf að bæta mig, get ekki annað. Þetta er einhvers konar ffum- stæð upplifun sem hefúr ekkert með það meðvitaða eða vitsmuna- lega að gera. Enda er aUt það rök- ræna og meðvitaða einungis ákveðin þjálfún til að gera þér kleift að fást við þann veruleika sem þú ert í. Þetta órökvísa, — það er í rauninni þú. Þú ert ekki alltaf rök- vís. Þú hefur þjálfað þig í ákveðn- um samskiptum, hugsar röklega til að komast betur af. Það er ekki þar með sagt að tilfinningar þínar og eitthvert hugarástand sem vekur ósjálffáða spennu sé ómerkilegt. Það er það ekki. Það er partur af því að vera manneskja. Ég hef mjög mikinn áhuga á fólki, sérstaklega fólki sem er óhrætt við að vera það sjálft, er kannski dálítið sérviturt og óvenju- legt. Við hneigjumst til þess að líta á öU ffávik í mannlegu fari sem vandamál, sem þarfiiist meðferðar hjá sérffæðingum. Meðhöndlun hefur það yfirleitt að markmiði að gera fóUd kleift að þrífast betur og það er bara gott. En um leið er kannski slegið á sérkenni. Svo eiga fjölmiðlar og kvikmyndir einnig sinn þátt í að skapa steríótýpur og ekki bara steríótýpur heldur einnig steríóviðbrögð. Þú sérð í kvik- myndum hvernig fólk upphfir sorg eða ást. Raunverulega lífið er ekki kvikmyndahandrit en ósjálfrátt fer fólk að hugsa: „Ég á að gera svona, mér á að líða svona.“„ Þú hefur verið að kentia lögfræði nokkra tíma í hagnýtri jjöltniðlun í Háskólanum. „Já, ég kenndi fjölmiðlarétt í nokkra tíma í vetur og ég hafði geysUega gaman af því. Þetta er góður hópur nemenda, sem ég hlakka til að fýlgjast með. Ég ræði til dæmis það að fjölmiðlar eiga að vera aðhaldsaðflar gagnvart hand- höfúm ríkisvaldsins, hvort sem það eru dómarar, ffamkvæmdavaldið eða Alþingi. Það er svo mikUvægt að fjölmiðlafólk vandi sig og finni til ábyrgðar og viti hvers vegna það er að þessu. Það er ekki til þess að þjóna sínum eigin persónulegu hagsmunum heldur hefúr starf þeirra þýðingu, það skiptir máli meðal annars með því að veita handhöfum rfldsvaldsins aðhald.“ Ef þú œttir að velja aftur mundir þú þá taka sömu stefiiu í lífinu? „Fara út í lögffæðina? Já. Ég væri ekki heiðarleg ef ég svaraði þér ein- hverju öðru. Ég gæti ekki ímyndað mér hvernig ég væri ef ég hefði til dæmis verið duglegri í ballettinum, sem mér finnst vera meðal göfúg- ustu Hstgreina. Þá hefði ég líklega aUt aðra sýn. Ég var svo lánsöm að geta farið í ffamhaldsnám í Banda- ríkjunum, en þar lærði ég mjög skemmtileg svið lögffæðinnar eins og höfundarrétt, fjölmiðlarétt, rétt- arheimspeki og samanburðarlög- ffæði og jafnvel sérstætt svið sem hét lög og listir. Svo hagaði lífið því þannig að mér bauðst starf í menntamálaráðuneytinu þegar ég kæmi heim þar sem ég starfa við höfúndarrétt, fjölmiðla og Ustir. Þannig að þetta passaði allt ein- hvern veginn saman.“ FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 15B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.