Pressan


Pressan - 10.03.1994, Qupperneq 2

Pressan - 10.03.1994, Qupperneq 2
Tólftu Músíktilraunir Tóna- bæjar verða haldnar nú í mars og er fyrsta undanúr- slitakvöldið af þremur nú í kvöld. Næstu kvöld verða þann 17. og 24. og úrslitakvöldið þann 25. Alls taka þrjátíu sveitir þátt í Til- raununum að þessu sinni og að vanda koma þær hvaðanæva af landinu. í kvöld spila Pýþagóras (fönkað rokk), Bláir skuggar (djasspopp), Diesel-Sæmi (bara rokk), Cyclon (skíðarokk), Rassmuss (létt sýrupopp), Thunder Love (LA-rokk), Gröm Músík- tilraunir enn og aftur (harðlínurokk), Wool (alls konar rokk) og Weghevyll og Kenýa sem báðar spila gruggrokk ætt- að í beinan rokklegg frá Seattle. Jet Black Joe sér um upphitun. PRESSAN verður að sjálf- sögðu á staðnum, enda alltaf spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari helstu gróðrarstíu bíl- skúrsbandanna. Falleg, ung finnst ekki Eins og fram hefur komið er vinnsla víkingamyndarinn- ar „Kjartanssögu" nú í full- um gangi. Til stóð að fá íslenska leikkonu í eitt hlutverkið en nú er komið babb í bátinn: Engin finnst. Skilyrðin eru að þau að þetta sé ung, falleg kona og að hún geti leikið. Að mati Chap- mans leikstjóra er hér enga að finna sem er fullnægjandi. Fjöldi stúlkna hefur farið í prufutökur en niðurstaðan er sú að hér sé fullt af fallegum stúlkum sem geta ekki leikið og raunar einnig fullt af stúlkum sem geta leikið. Þetta hlýtur að vera umhugsun- arefni fyrir þá sem velja leikara- efni í Leiklistaskóla íslands, hvort það verði ekki að fara að miða við eitthvað af þeim þátt- um sem Hrafn Gunnlaugsson leggur upp með þegar hann vel- ur þulur í Sjónvarpið. Núna er verið að leita í Noregi, Svíþjóð og Danmörku að sætri leikandi SSSól eru sannir rokkarar, það verður ekki frá þeim tekið. Þeir léku á dúndursveitaballi á Hótel Selfossi aðfaranótt laugardags og að morgni, þegar allar græjur og meðlimir voru komnir í rútuna á leið í bæinn, var hringt í farsímann. Þar fengust þau skilaboð að íþróttakenn- araskólinn á Laugarvatni væri með árshátíð á Hótel Örk og þar væri gleð- skapur í fullum gangi. Þeir piltar létu ekki segja sér það tvisvar, gerðu hljóm- sveit á ferð stans við hótelið og drifu sig í sundlaugarpartí. Það var að sögn sjónar- votta tilkomumikil sjón að sjá Helga Bjömsson kviknakinn á sundlaugar- barminum með klakabrynju á kassanum. Það gafst lítill tími fyrir svefh, því frá Hótel Örk keyrði SSSól beint norður á Hofsós þar sem þeir léku fyrir dansi um kvöldið. Þetta heitir rokkendról... og getur leikið á íslandi! ungri konu. Chapman þessi, sem leikstýrir „Kjartanssögu", er til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku í „Flóttamannin- um" (The Fugitive), en afhend- ingin fer fram 21. mars. Hann þykir líklegur, ekki síst í Ijósi fyrri afreka, en hann skaut m.a. „Taxi Driver" og „Raging Bull". Chapman hefur leikstýrt einni mynd áður sem heitir „All the Right Moves", en þar lék Tom Cruise meðal annarra. Höfundur „Kjartanssögu" er einnig stadd- ur hérlendis vegna gerðar myndarinnar. Hann heitir Paul R. Gurian og framleiddi myndina „Arizona Dreams", sem er þessa stundina til sýningar í Regnboganum. Hann brá sér í bíó síðastliðið sunnudagskvöld og í hléi vatt hann sér upp á svið og hélt fyrirlestur um kvik- myndagerð... Grallarinn GRIMUR GRALLARI (+ FRAMHALD í SJÖ BINDUM) HÖF.: RICHMAL CROMPTON ÞÝÐ.: GUÐRÚN GUÐ- MUNDSDÓTTIR SETBERG, Á ÁRUNUM KRINGUM 1960 að var fyrir 5-6 árum að ég kom í einhverjum félags- málaerindum til fundar við þann kunna og gamalreynda bóka- útgefanda Arnbjörn í Setbergi. Að afloknum ánægjulegum samræð- um við forleggjarann á skrifstofu hans í húsakynnum útgáfunnar var ég á leiðinni út, en rak þá augun í nokkrar rykfallnar bækur á hillu, og mér hlýnaði samstundis um hjartaræturnar einsog gerist þegar maður hittir vini og kunningja barnæskunnar: þarna var semsé Grímur grallari í öllu sínu veldi. Ég tók bókina upp, blaðaði hrifinn og spurði Arnbjörn hvort hann hefði gefið þetta út. Jú, ekki var því að leyna, þetta vildu flestir krakkar lesa hér í eina tíð, sagði hann, þótt ekki hafi allir þeir fullorðnu verið jafn hrifhir; forlagið hefði meira að segja fengið pillur og skammir fyrir að gefa út svona ómóralskar bækur sem æstu unga menn til strákapara. — En þetta er stórkostlegt, sagði ég, — er ekki kominn tími til að endurprenta? — Það er nú ekki víst að það séu nema svona fuglar einsog þú sem hefðu áhuga á þessu núna, svaraði útgefandinn. En að fornum sið leysti hann mig út með gjöfum, fjórum fyrstu bókunum í flokkn- um um Grím grallara. Og alveg er þetta konungleg lesning. Breskur húmor einsog hann gerist bestur, með ábyrgðar- lausu háði um flest sem til heilla horfir í samfélaginu. Þarna er gert grín að öllu sem er staðnað og stirt, gervilegt og yfirborðslegt, en uppá- tektarsemi æskunnar er hyllt, hug- myndaflugið og virðingarleysið. Mórallinn í sögunum um Grím, sem er níu ára millistéttarstrákur í enskum smábæ, er ffekar ljúfur: samúðin er ósvikin með öllum sem eru utangarðs, einstæðingar eða minni máttar. Samt er ekki verið að boða neitt ffamfarasinnað, það er hæðst að öllu. Sálffæðingar og uppeldisffæðingar fá sínar pillur, einn þeirra hefur boðað þá kenn- ingu og skrifað um hana lærðar bækur að ætíð beri að sýna börn- um þolinmæði og umburðarlyndi, leysa greiðlega úr öllum þeirra spurningum, hversu fáránlega þær kunna að hljóma. Hann gistir einn sólarhring heimili Gríms sem hefur fengið veður af speki gestsins, og endirinn verður sá að uppeldis- ffæðingurinn snýr baki við öllum sínum lærdómi og yfirgefur húsið á barmi taugaáfalls. í einni af bók- unum er líka kafli um það þegar nokkrir menntaskólastrákar, þar á meðal bróðir Gríms grallara, stofna bolsévikkafélag, vegna þess að þeim rennur til rifja hversu sumir baða sig í auði á meðan aðrir, þar á með- al þeir sjálfir, stríða við endalaus blankheit. Grímur hrífst af þessum kenningum og stofnar ungherja- deild flokksins, ásamt fleirum af yngri bræðrum hinna róttæku menntaskólanema. Og það sem ungherjunum svíður er að stóru bræðurnir eiga alltaf nóg af vasa- peningum, hjólum, græjum, fötum og bíómiðum, og byltingin í þorp- inu hefst á því að pottormarnir láta greipar sópa í herbergjum mennta- skólapiltanna. „Ekki er lista- mannsins get- ið, en mig grunar að hann sé ís- lenskur; stíll- inn á teikning- unum var á fleiri íslenskum barnabókum frá þessum tíma, og ekki lofa verkin meistarann. “ Ég hef lengi boðað það fagnaðar- erindi að bækurnar átta um Grím grallara ættu heima á meðal önd- vegisbókmenntanna, en oft fyrir daufum eyrum. Þessvegna gladdi það mig mjög á dögunum að rek- ast á norrænt bóksalatímarit sem ég blaðaði í á meðan ég beið eftir einhverjum, og þar voru birtar nið- urstöður könnunar um það hvað væru bestu barnabækurnar fyrr og síðar. Spurningin var lögð fyrir þúsund manns eða svo, úr röðum rithöfunda og bókmenntafólks víða um Evrópu, og niðurstaðan var einsog vænta mátti að á topp tiu fóru ffægar bækur eftir Robert Louis Ste- venson, Lewis Carroll, H.C. Andersen og Astr- id Lindgren og fleiri góða, en mikið var ég ánægður að sjá þar á meðal bækurnar „Just William" eftir Richmal Crompton; gömlu Grímsbækurnar. Guðrún Guðmunds- dóttir snaraði bókun- um á lifandi og fjöruga íslenku, og þýðing hennar ber þess órækt vitni hvað hún hefur haff gaman af bókun- um sjálf. Hinsvegar eru myndskreytingarnar í íslensku útgáfunni al- veg afleitar: krakkarnir stirðlegir og óeðlilegir og jafnframt svo stíf- pressaðir að það er úr takt við við anda bók- anna. Ekki er lista- mannsins getið, en mig grunar að hann sé ís- lenskur; stíllinn á teikn- ingunum var á fleiri íslenskum barnabókum frá þessum tíma, og ekki lofa verkin meistarann. En ég veit að Arnbjöm í Setbergi kippir þessu í liðinn í viðhafúarútgáfúnni á Grími sem hlýtur að vera í burð- arliðnum. 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.