Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 4
 Portrettið beinlínis „sæll og blessaður" á svipinn orvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður um myndina af sjálfum sér: „Þessi maður þarf að fara í klippingu, sérðu hvað hann er orðinn síður í vöngunum? Klukkan er að verða fjögur og hann ætlar sér að ná í bankann. Þú lest það í aug- unum: „Drífa sig." Svipurinn er fullhörkulegur miðað við það hvernig hann verður við bankann. Þá stendur konan með lyklana í gættinni og hann setur upp hundsfésið: Auga- brúnirnar falla niður og það kemur hundslegt bros og þá hleypir hún honum kannski inn. Þessi náungi er ekki eins sólbrúnn og myndin gefur til kynna, hann er miklu fölari. Hárið og eyrnalokkurinn gefa til kynna að hann sé ekki í skrifstofuvinnu. Það er syfja í augun- um, hann vaknar ekki snemma á daginn sem bendirtil þess að hann sé í showbiz. Samt get ég ekki neglt það, ég mundi ekki giska á að það væri popp í gangi. Frekar eitthvað í sambandi við fjölmiðla. Hann gæti verið í sambandi við kvikmyndir eða myndbönd. Það er einhver smáuppreisn í kringum hann en samt á ekki að ögra alla leið. Þessi eyrnalokk- ur er píkulegur, hann ætti að rífa lokkinn úr sér og gera eitthvað almennilegt. Þetta hálf- glott bendir til óþolinmæði og hroka. Hann vill að hlutirnir gerist hratt og vill skipa fyrir, vinnur í skorpum og þarf að standa við „deadline". Það er þreyta, sérstaklega við hægra augað, jafnvel þynnka — honum finnst allt í lagi að drekka. Þegar hann er í þeim hamn- um er hann ekki mikið að spá í útlitið. Mig grunar að eyrnalokkurinn sé úr silfri og orðinn brúnn. Hann hefur gleymt honum þarna í og er búinn að fara í ansi mörg hitaveituvatns- böð og það er farið að falla á hann. Hann er sáttur við sig og einhver kraftur í honum sem gæti beinst að hinu kyninu, en ég á erfitt með að sjá þennan mann í föstu sambandi. Hann er hræddur við að binda sig og á erfitt með að sjá það ganga upp miðað við sína rútínu — það er ekki kominn tími á að festa ráð sitt. Hann er varkár og vill ekki vaða út í hvað sem er út í bláinn. Þetta er ekki maður sem ég mundi setjast við hliðina á og búast við „næs" viðbrögðum. Hann er ekki beinlínis „sæll og blessaður" á svipinn. Það er púki í honum. Ég held að þetta sé ekki körfuboltamaður, þó að það sé erfitt að sjá það á myndinni, þannig að hann beitir fremur orðum fyrir sig en hnefum til að verja sig. En stundum gleymir hann því og kemur sér í vandræði. í það heila gæti ég trúað að hann væri ekki eins mikill töffari og hann virðist á myndinni. „Efþú telur þig eiga í höggi við Jjand- samleg öfl að handan, eða vilt losna við forynjur sem drekka í gegnum þig, get- urðu alveg eins gert galdraseremóníu eins og eitthvað annað. “ endur kalla hann, var besti karl. Ég nokkurs konar Einstein galdra- mun gera hann að umtalsefni ein- fræðanna og mótaði alveg nýja hvem tímann síðar, enda var hann stefhu í geiranum. JOIMAS SEIM Ef marka má útlenda miðla sem hafa komið hingað í við- skiptaerindum, þá eru all- skyns ill öfl á sveimi í Reykjavík. Einn af þessum miðlum, sem ég man ómögulega hvað heitir, hélt því fram í sjónvarpinu að ástæðan væri meðal annars einhvers konar unglingaveiki. Hér væri nefnilega ungt fólk á glapstigum sem hefði ekkert þarfara að gera en að fikta við andaglas og allskyns særingar. Við það kæmu illir andar sem gerðu ýmsar skráveifur á heimili kuklaranna og hafa heilu fjölskyld- urnar flæmst úr híbýlum sínum af þessum ástæðum. Ekki er þó nóg með það, því annar miðill hefur sagt að á ákveðnum bar í miðborg- inni leki ósýnilegt „astral-tertu- gubb“ niður eftir veggjunum. Sumir telja nefhilega að djöflar lað- ist að vínveitingastöðum, vaði þar uppi og fremji illvirki sín með því að drekka í gegnum fólk. Sam- kvæmt þvl er alkóhólismi ekki lík- amlegur og félagslegur sjúkdómur eins og meðferðarpostular halda fram, heldur púkaveiki. E.t.v. er þetta bara ofsóknarbrjál- æði. En ef þú telur þig eiga í höggi við fjandsamleg öfl að handan, eða vilt losna við forynjur sem drekka í gegnum þig, geturðu alveg eins gert galdraseremóníu eins og eitt- hvað annað. Galdrarnir byrja á því að þú vígir vatn, en það er einfald- ara en margan grunar. Vígt vatn er bráðnauðsynlegt í hvers kyns djöflaútrekstri og er kenningin sú að slíkt vatn eyði neikvæðri orku. Ekki þarf prest til að vígja vatnið, enda á bara að fara með bænir yfir smáræði af salti, síðan yfir glasi af vatni og hella svo saltinu út í vatn- ið. Þetta getur hver sem er gert án þess að depla auga. Til að byrja með verður að hafa altari. Það má vera venjulegt borð, og á hvítur dúkur að vera þar á. Þú getur staðið eða setið við altarið þitt, en í öllu falli áttu að horfa í austur, með borðið fyrir ffaman þig. Við þann enda altarisins sem snýr ffá þér á reykelsi að brenna, en í vestri, þ.e.a.s. þeirri hlið borðsins sem vísar að þér, er vatnsglas. Á norðurenda altarisins — til vinstri — er diskur með u.þ.b. einni mat- skeið af sjávarsalti, en í suðri hvítt kerti. Best er að gera þessa athöfn í svefnherberginu áður en þú tekur á þig náðir enda er maður vamar- lausastur sofandi. Fyrst kveikirðu á kertinu og reykelsinu, en síðan signirðu þrisvar sinnum yfir saltið og biður Guð — eða hvað það er sem þú trúir á — að blessa það. Um leið geturðu ímyndað þér að saltið fýllist af ljósi og verði sjálflýs- andi. Næst gerirðu það sama við vatnið, en svo hellirðu saltinu í glasið og signir þrisvar sinnum yfir saltvatnsupplausnina. Um leið ferðu með bæn um að Almættið vígi vatnið og hjálpi þér í barátt- unni við óffeskjur og skrímsli. Þegar þessu er lokið skaltu nota teskeið til að skvetta vígða vatninu í kringum þig og gleymdu heldur ekki að láta nokkra dropa á rúmið þitt. Svo tekurðu kertið og gerir stórt krossmark með því í austri. Um leið skaltu segja: „Eg ákalla ffið og lækningu; ég ákalla mátt erki- engilsins Rafaels. Megi Rafael vemda þá sem sofa hér, nú og um alla tíð.“ Næst horfirðu í suður (til hægri), signir með kertinu og segir: „Ég ákalla kærleika og hugrekki; ég ákalla mátt erkiengilsins Míkaels. Megi Míkael vernda þá sem sofa hér, nú og um alla tíð.“ Nú snýrðu þér í vestur, gerir kross með logan- um sem fýrr og segir: „Ég ákalla skilning og hugarró; ég ákalla mátt erkiengilsins Gabríels. Megi Gabrí- el vernda þá sem sofa hér, nú og um alla tíð.“ Norðuráttin er síðust, en effir að hafa signt méð kertinu segirðu: „Ég ákalla góðan svefh og læknandi drauma; ég ákalla mátt erkiengilsins Úríels. Megi Úríel vernda þá sem sofa hér, nú og um alla tíð.“ Að endingu geturðu sett lok yfir glasið með vatninu og haff það í gluggakistunni í svefnher- berginu. Þá er gott að klippa smá- lokk úr hári þínu, setja hann út í vatnið og geyma hann þar. Fyrir þá sem eru að flýta sér er líka hægt að gera annað, ef óvættir sækja að. ímyndaðu þér að þú sért inni í dimmbláu eggi og að í blá- manum séu gylltar stjörnur. Eggið er sterkt og myndar verndarhjúp í kringum þig. Úm leið skaltu setja vísifingur hægri handar upp að munninum, eins og þú sért að sussa á einhvern. Þetta er örugg leið til að „loka árunni“ og er kom- in frá galdrameistaranum Aleister Crowley. Crowley gamli, eða Krolli boy eins og íslenskir Krollaaðdá- Hvemig losna skal við illa anda 4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.