Pressan - 10.03.1994, Side 6

Pressan - 10.03.1994, Side 6
le ðir Cil kerlin Aþessum lausgirtu tímum þar sem skilnabir eru eins og faraldur og oftast tjaldab til einnar nætur (eru ekki allir búnir ab gleyma þessu aids?) þá er ekki verra ab hafa yfir góbri tækni ab rába þegar grípa á bólfélaga. PRESSAN hafbi sam- band vib nokkra annálaba kvennamenn sem létu té ráb sem hafa gefist þeim vel. 1. Gefa sig út fyrir að vera nettskrítinn. Það sakar ekki að blanda smábæklun inn í dæmið og þykjast vera að gera kvikmynd! Það getur ekki klikkað — áður en þú veist af ertu kominn með fjórar blondínur við borðið og þú bara velur. 2. Komast að því hvað hún er að fást viö. Allra best er ef hún er í skóla að skrifa ritgerð. Síðan þvaðr- ar þú um það eins og þú vitir allt um málið. Þetta er eitt skotheldasta ráðið. Bæði heldur hún að þú sért svona alhliða gæi og að auki að þú berir hag hennar fyrir brjósti og elur þannig á falskri öryggiskennd. 10. Segja gamansögur af sjálfum sér frá því maöur var unglingur. Þá fær hún þá rang- hugmynd að þú hafir eitthvað þroskast síðan. Og ef hún skilur ekki má bæta við: „Mikið var maður nú vitlaus og grænn í þann tíð.“ 12. „Playitcool-dæmiö“. Vera ekki ákafari en svo að henni finnist það vera sigur fyrir sig aö sænga hjá þér en ekki öfugt. Þetta er eitt af grundvallaratriðun- um og þarf að fara með öllum hinum. . íí:|f ):*■*!* 11. Þykjast vera trúaður. Að minnsta kosti tala um trúmál eins og þú hafir áhuga á þeim. Þá fær hún það á tilfinninguna að ef eitthvað meira verður úr en þessi eina nótt, sem þú stefnir á, muni aldrei skorta umræðuefni á heimilinu. Eilífð- armálin eru náttúrulega eilífðar- mál. Þetta þarf að spilast svolít- ið eftir eyranu, oft gefst vel að aðhyllast sértrú- arsöfnuði, búdda eða islam. 3. Ljúga upp á sig ríðingasögum. Góð hugmynd er a hafa verið með Lindu Pé á föstu en sagt henni upp. Henr svo mikið um að hún leitaði að mannsefni út fyrir landstc fann Skota sem heitir Les. 4. Þykjast eiga sand af seðlum. í gamla daga dugði það trix að skrifa himinháa ávísun og brenna hana til að ganga í augun á kven- fólki. Nú á dögum er kvenkynið miklu útfarnara í bankamálum en karl- menn, þannig að það er ekki væniegt til árangurs. Hitt hefur ekki breyst að þær eru enn jafnginnkeyptar fyrir aurunum. Það má t.d. missa það upp úr sér að faðir þinn bankastjórinn liggi fyrir dauðanum og arfurinn sé á næsta leiti. 5. Ljúga sig 2-3 árum eldri en hún er. Þetta krefst þess að þú komist að því hvað hún er gömul. Það er nokkuð sem ekki má spyrja beint að heldur verður að bera sig iymskulega að við það. Til dæmis: „Bíddu, hvaða ár var það sem þú varðst stúdent?" Svo bætirðu u.þ.b. þremur árum við það þegar þú segir til aldurs. Þær vilja nefnilega hafa karlmenn ívið eldri vegna þess að þær telja sig þroskaðri. 13. Ekki láta hana halda að þú sért róni. Þetta gerirðu til dæmis með því að stinga ekki úr síðasta bjórglasi kvöldsins heldur skilja eftir sem nemur tveimur tii þremur sop- um. Þig munar ekkert um það hvort sem er. 14. Láttu hana halda að þú sért róni. Þarna reynir á sálfræðina, því flestar konur vilja síður vera með róna núna á þess- um síðustu og verstu. Þó er það svo að sumar ala í brjósti þann draum að bjarga rónanum og gera hann að betri manni. Láttu það því eftir þér að klára úr glasinu. 15. Segjast vera hommi. Það er jú ergileg staðreynd að allar konur dreymir um að snúa hommum. Sjá- iði bara Pál Óskar! Þarna kemur margt til, eins og að það fer í taug- arnar á konum að karlmenn skuii ekki girnast þær heldur kynbræður sína. Annað er að þær mundu líta á það sem eins- konar últrasig- ur hins kven- lega aðdrátt- arafls. 16. Vera-útlendingur-trixið. Eitt það allra öruggasta f bókinni. Tala bara ensku (varast ber norsku) og til að vera alveg „on the safe side“ er rétt að maka á sig brúnum skóáburði. Ef þú ert hávaxinn má bæta því við að mað- ur sé í „basketball". 6. Ljúga því að þú sért nýkominn heim úr námi. Ekki verra að það sé eitthvert praktískt nám en það er þó ekki algilt. Grasið er grænna hinum megin og það að vera að koma að utan fær þær til að halda að þú sért heimsborgari. 17. „Vertu þú sjálfur.“ Einhver kann að segja að þau ráð sem þegar eru komin byggist á lygi. Og hvernig er annað hægt þegar konur eru búnar að skilgreina karla sem harða, þá mjúka, síðan semí- harðmjúka og loks kenna þær hinum gagnkynhneigða karlmanni um allt sem aflaga hefurfarið í gegn- um tíðina? Þú verður því að játa á þig vissar efasemdir um réttmæti kvenfrelsis þó að það hljóti auðvit- að að vera sjálfsögð jafnréttiskrafa. Þá hugsar hún sem svo: „Ja, þarna er þó heiðarlegur náungi. Best að bjóða honum heim og sannfæra hann endanlega." 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.