Pressan - 10.03.1994, Side 17
Sjáið
• Harry fær skellinn ★★★
The Plot Against Harr)’ á RÚV á
finuntudagskvöld. Bandarísk mynd frá árinu 1969.
Harry, sem er gyðingur og bófi, kemur úr fangelsi
og uppgötvar að aðrir hafa lagt undir sig yfirráða-
svæði hans. Myndin er ein af fon'erum þess sem
hefur verið kallað New York-skólinn í kvikmynda-
gerð.
• Hörkutól stíga ekki
dans ★★★ Tough Guys Don’t Dance á RÚV á
föstudagskvöld. Byggt á bók eftir Nomian Mailer
og tekst ágætlega með Ryan O’Neal og Isabellu
Rosselliní (úuhhh) í aðalhlutverkum.
9 Hrafn Friðbjömsson ★★★★★ á Stöð 2 á
laugardag. Hér eru mistök sem þarf að leiðrétta.
Hralh, þessi spengilegi og geðþekki náungi, fékk
kúpu í þessum pistli fyrir nokkru. Það var að
sjálfsögðu byggt á frústrasjónum ritara, scm nú er
kominn úr skápnum. Hrafh! Takk!
• Lísa í Undralandi ★★★ Aliæ in Wonderland á Stöð 2 á laugardag.
Fín útfærsla á sögu sem allir verða að þekkja, hún er svo sterk í öllum vís-
unum.
• Leðurbiökumaðurinn snýr affur ★★ Battnan Retums á Stöð 2 á
laugardagskvöld. Þessi mynd olli vonbrigðum en Danny DeVito gerir
hana þess virði að sjá.
• Allt í misgripum ★★★★ Comedy of Errors á RÚV á sunnudag.
Shakespeare í uppfærslu BBC.
• Rokkarnir gátu ekki þagnað ★★★★★ á RÚV á sunnudag. Úrval úr
tónlistarþáttum sem sýndir voru árið 1986. Óborganleg skemmtun.
9 Ferðin til Ítalíu ★★★ WhereAngek Pear to Tread á Stöð 2 á sunnu-
dagskvöld. Frábærlega filmuð mynd byggð á sögu eftir E.M. Forster. He-
len Mirren í formi.
Vanst:
• Viðburðaríkið © á RÚV á
fimmtudagskvöld. Sorrý, þetta
er einfaldlega ákaflega óspennandi sjónvarpseftii og
hreinlega niðurdrepandi að sjá möguleika miðilsins
vannýtta með öllu.
• Stefán Jón Hafstein © © Gettu beturá RÚV á
föstudagskvöld. Hér eru hin mistökin en það var
sagt að Stefán félli vel að menntaskólahúmornum:
Gallinn er að hann fcllur of vel að þessu andrúmi.
Maðurinn er gersamlega að fiíka út í
menntaskólakvennafansi og grái fiðring-
urinn er allsráðandi. Það að spyrja spum-
inga þarf ekki endilega að þýða það að
keppnin eigi að snúast um spyrilinn,
einkum þegar brandarar virðast ekki
hans sterka hlið. Stefán! Ekki nissa yfir
sig!
• Grammy-tóniistarverðlaunin 1994
© 'Ihc Grammy Awards á Stöð 2 á föstu-
dagskvöld. Það að gera dagskrá um eitt-
hvert partý fólks sem er að hrósa hvað
öðru er algjör úrkynjum og hér er eitt
dæmi þess. Þetta er enn leiðinlegra en
risatónleikar þar sem poppstjörnum er hrúgað á sviðið, tíu gitarleikarar
o.s.frv., og yfir sviðinu stendur Aparthæt eða Bandeid.
9 Eldfuglinn ★ Firefox á RÚV á laugar-
dagskvöld. Það er þyngra en tárurn taki en
verður víst að viðurkennast að meistari East-
wood er ekki óskeikull. Ein af sárafáum
myndum með Clint sem em ekki fjögurra
stjörnu virði.
• Síðdegisumræðan © á RÚV á sunnu-
dag. Það verður að segjast að þessir umræðu-
þættir hafa verið bragðdaufir og nú á alvcg
að keyra um þverbak með spumingunni:
Hvernig er að eldast á íslandi? Það var og.
HEITT
• Sólgleraugu ekki bara til að
vernda mann fyrir birtunni heldur
til þess að vernda aðra fyrir því
að sjá manns eigin líkamslýti. í
sumar skulu þau vera dökk, í
pönkstíl.
• Valdafemínismi þ.e. að kon-
ur hætti að telja sig til fórnar-
lamba heidur temji sér hugsunar-
hátt sigurvegarans. Þetta frábæra
slagorð segir allt sem segja þarf:
Góðar konur komast til himna —
hinar komast þangað sem þær
vilja.
• Vídeó-
höllin ekki
nóg með að
þar sé að
finna annað
en amer-
ískar stór-
myndir í
miklu úr-
vali heldur er opið þar fram eftir
nóttu.
• íþróttafatnaður þykkur og
þægilegur. Dökkur, helst svartur.
Jafnvel þó að hann sé ekki beint
ÞREYTT
• Seðlabankastjórastólarnir
þegar svo margir telja sig eiga
séns í stöðurnar liggur það í
augum uppi að staða banka-
stjóra við Seðlabankann er ekki
lengur áhugaverð. Eftir alla
þessa umfjöllun er mystíkin í
kringum þetta háa embætti farin.
Maður getur ekki einu sinni
ímyndað sér lengur að þarna séiT
eingöngu menn sem hafa ekkert
annað fyrir stafni en að naga
blýanta.
• Barir sem byggja á tónlist,
brennivíni og augngotum ein-
göngu. Það vantar tilfinnanlega
eitthvað annað og meira í bar-
menninguna en spilaskassa.
Hvernig væri að reyna almenni-
legt „stripshow", þar sem
Leoncie fengi t.d. að spreyta sig?
• Háar bíkinínærbuxur sem
halda maganum inni. Ekki nóg
með að lappirnar þurfi að vera
tipp topp vegna stuttpilsatísk-
unnar heldur þarf maginn að
vera stæltur því bíkiní-buxurnar
verða svo litlar í sumar að þær
sjást varla.
Bíó
9 Kryddlegin hjörtu ★★★★
Stórskemmtileg mexíkósk kvik-
mynd og vel heppnaður óður til
konunnar.
Regnboganum
9 Frú Doubtfire ★★★ Robin
Williams er drepfyndinn í þessari
mynd, bæði sem kona og karl.
Sambíóunum
9 Njósnaramir © Undercover
Blues Það er eitthvað að efhaffæð-
inni í henni sem gerir hana bjána-
lega en ekki skemmtilega.
Bíóhöllinni
9 Króginn ★★★ The Snapper
Satt best að segja var ég að hugsa
um að fara út eftir fýrstu tíu mín-
úturnar. En svo kemur í ljós stór-
skemmtileg mynd.
Háskólabíói
9 Leið Carlitos ★★★ Al Pac-
ino hefur á tjaldinu návist sem er
mögnuð birting frumkrafta karl-
dýrsins.
Háskólabíói
9 Hús andanna ★★★★ Til-
finningaþrungnustu atriðin
sleppa við að vera væmin, þótt
þau kalli á vasaklút.
Sambíóunum
9 Sagan af Qiu Jiu ★★★★
Hún er fýndin og einlæg og ættu
kvikmyndasælkerar, ferðaáhuga-
fólk og aðrir sem láta sig fagur-
kvikmyndir einhverju skipta ekki
að láta þessa framhjá sér fara.
Háskólabíói
9 Banvæn móðir ★ Hún er
uppfull af gömlum þriller-töktum
og ffekar slaklega leikin af annars
ágætum leikurum.
Laugarásbíói
9 í nafhi föðurins ★★★★
Þessi skrípaleikur er sönn saga.
Hann er eitthvert mesta hneyksli
sem riðið hefur breskum réttar-
farshúsum ffá því pyntingar og
limlestingar voru stundaðar í
Tower of London.
Háskólabíói
Laugarásbíói
Emilio á villigötum
DOMSDAGUR
LAUGARÁSBÍÓI
©
Þeir sem hafa verið duglegir
við að lesa „Fólk í fféttum" í
gegnum árin hafa oft rekið sig
á klausur um að leikarar séu að
rembast við að velja úr bunka af
handritum. Þetta hljómar stund-
um eins og þeir séu að velja af mat-
seðli, ekkert mál. En þetta getur
verið töluvert vandasamt og marg-
ar gildrur að falla í. Með Dómsdegi
(Judgement Night) hefur Emilio
Estevez og umboðsmönnum hans
brugðist dómgreindin.
Dómsdagur er ein risastór klisja.
Ég hef að vísu látið hafa eftir mér í
þessum dálki áður að það sé svo
KVIKMYNDIR
HALLUR
HELGASOIM
sem í lagi að fara með klisjur ef vel
er staðið að því. Fínt að fara og sjá
eltingaleiki og bang bang og smá
„love“ og þyrlur og vélbyssur, þó
maður hafi séð það allt áður.
Þessi byrjgpá heimiliskrísu sem
stafar af því að ungur fjölskyldu-
faðir ætlar að skilja.nýbakáða móð-
ur, konuna sína, eina eftir heima
og fara með vinum sfnhm á box-
í þessari viku er ekki um að ræða tvífara vikunnar heldur
afhjúpun. Þetta makalausa kameljón, sem íslendingar þekkja
undir nöfnunum Joe Grimson eða Jósafat Arngrímsson, dúkkar
upp hvar sem er í veröldinni. Þegar hann er ekki að stunda
kaupsýslu úti i heimi hvílir hann sig á íslandi undir nafninu
Pétur Jónasson Eiríksson og titlar sig framkvæmdastjóra hjá
Flugleiðum. Og svo rækilega hefur honum tekist að hreiðra um
sig rneðal þjóðarinnar að það má slá honum upp í bókinni Sam-
tíðarmönnum.
keppni. Vinimir fara að tínast sam-
an fýrir firaman húsið... ekkert að
athuga við þessa byrjun.
Fljótlega eftir að þeir em komnir
af stað í risastórum húsbíl, sem
„höstlerinn“ í hópnum hefúr logið
út úr einhverjum bílasala, fer að
koma í ljós að sá hinn sami er frek-
ar óviðkunnanlegur karakter. Ein-
hvern veginn veit maður strax að
eitthvað slæmt á eftir að koma fýrir
hann. Og þegar hann er drepinn
kemur það ekkert á óvart, því að
fram að þvi hefur blikkandi ör
nánast bent á manninn með text-
anum „þéssi verður drepinn“.
Það sem gerist er að félagarnir
lenda í umferðarteppu á leiðinni
og ákveða að stytta sér leið í gegn-
um frekar skuggalegt hverfi. Þar
keyra þeir ffam á særðan mann,
halda reyndar að þeir hafi keyrt á
hann, bera hann helsærðan inn í
bíl og ætla með hann á spítala.
Skömmu síðar kemur í ljós að
maðurinn er með illa fengið fé inn-
an á sér sem tilheyrir glæpaforingja
hverfisins og sá er allt annað en
ánægður. Eftir að illþýðið nær hin-
um særða af drengjunum og drep-
ur hann fýrir framan augun á þeim
snýst restin af myndinni um eftir-
för óþokkanna við Emilio og fé-
laga, það er jú ótækt að láta vitni að
aftökunni komast undan.
Fyrir utan óffumlegan söguþráð
eru samtöl í myndinni illa skrifúð
og ná hámarki hallærisgangsins
þegar vinirnir, innilokaðir i risa-
stórum holræsabrunni, ákveða að
taka á sig rögg, snúa bökum saman
og snúa vöm í sókn. Ákvörðunin
og samstaðan er sett ffam eins og
Lára Ingalls og co. eigi í hlut,
væmið og halló.
Myndin gefur reyndar nokkuð
Dómsdagur er ein
risastór klisja. “
raunsanna mynd af andstæðunum góðu“ hverfi yfir á svæði þar sem
í bandarískum stórborgum. Það ástandið er nánast eins og í borg-
tekur ekki nema tíu til tuttugu arastyrjöld. Slæm saga í raunveru-
mínútur að keyra úr „venjulegu legu umhverfi. ■"
INDVERSKA
PRINSESSAN
LEONCIE
HEITASTI SKEMMTIKRAFTUR
Á ÍSLANDIVILL SKEMMTA
ÁÁRSHÁTÍÐUM OG
í EINKASAMKVÆMUM
Á OPINBERUM
STÖÐUM
UM LAND ALLT.
HINN FRÁBÆRICD
„STORY FROM BROOKLYN“
SEMINNIHELDUR
HEIT LÖG EINS OG
„SAVING MY BODY FOR YOU“,
ERNÚFÁANLEGUR
AÐEINS HJÁ LEONCIE.
SÍMI: 91-42878
MEIRIHÁTTAR SHOW
FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994 PRESSAN 17B