Pressan - 14.04.1994, Qupperneq 2
Næsti
vetur í
Borgarleik-
húsinu
Síðastliðinn mánudag var
haldinn fundur með starfs-
mönnum Borgarleikhússins
þar sem lögð voru fram drög að
dagskrá næsta vetrar. Hún kemur
til með að litast nokk af 50 ára af-
mæli lýðveldisins og fyrirhugað er
að á litla sviðinu verði einungis
um íslensk verk að ræða. Páll
Baldvinsson, dramatískur ráðgjafi
Borgarleikhússins, mun leikstýra
einu merkasta verki leikbók-
mennta Islendinga. Það er
„Galdra-Loftur" eftir Jóhann Sig-
urjónsson og heyrst hefur að hinn
nýútskrifaði Benedikt Erlingsson
fái einstætt tækifæri, þ.e. að túlka
hið eftirsóknarverða titilhlutverk.
Margrét Vilhjálmsdóttir, líka úr
útskriftarhópi Ll, fer sömuleiðis
með hlutverk í sýningunni. Þá
verður nýtt frumsamið leikrit eftir
Þór Tulinius á dagskrá. Það er svo
flunku-nýtt að það hefur ekki einu
sinni fengið nafn ennþá. Einnig er
fyrirhugað að á litla sviðinu verði
íslenskt barnaleikrit og að öllum
líkindum mun Ása Hhn Svavars-
dóttir leikstýra því. Verkefhi á
stóra sviðinu taka einnig mið af 50
ára afmælinu. Fyrsta verkefnið þar
verður leikrit sem heitir „Leyni-
melur 13“, en það vill svo til að
það er 50 ára og fjallar um líf fólks
í Reykjavík fýrir 50 árum. Svo
mikil leynd er yfir höfundum
Leynimels að enn hefur ekki verið
upplýst hverjir þeir eru, en höf-
undarnafhið er Þrídrangur. Það
verður Ásdis Skúladóttir sem leik-
stýrir því. Guðjón Petersen setur
BENEDIKT ERLINGSSON (t.h.)
hefur fengið stórt hlutverk í
Borgarleikhúsinu, leikur sjálfan
Galdra-Loft. Hér er hann ásamt
ÞRESTI LEÓ GUNNARSSYNI í
Sumargestum, sýningu
Nemendaleikhússins.
söngleikinn „Kabarett“ á svið en
hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu
fyrir 25 árum og var á dagskrá LA
fýrir rúmum tíu árum, en þá fór
Guðjón einmitt með hlutverk
skemmtanastjórans. Hann ætti því
að þekkja leikritið vel. Með hlut-
verk Sally Bowles fer Edda Heið-
rún Backman sem ekki kemur á
óvart. Það sætir meiri tíðindum að
þvf hefur verið hvíslað í leikhús-
heiminum að Ingvar E. Sigurðs-
son komi jafnvel til með að fara
með hlutverk skemmtanastjórans.
Frá þessu hefur þó ekki verið
gengið, en Ingvar er fastráðinn hjá
Þjóðleikhúsinu. Að endingu má
nefna fyrirhugaða uppsetningu
Kjartans Ragnarssonar á nýlegu
finnsku verki, en það er leikgerð úr
bók sem er framlag Finna til Bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Þess má einnig geta að Holly-
wood hefur þegar tryggt sér kvik-
myndaréttinn á sögunni sem þar
er sögð...
Ræðismaður Mexíkó á íslandi, Rolf Johansen, hefur verið í hverri
veislunni af annarri upp á síðkastið vegna ailra þessara
mexíkósku daga. Hér leggur hann áherslu á mál sitt við Pathriciu
Henna sem er menningarfulltrúi Mexíkó í Osló. En sendiráð
Mexíkó í Osló stendur einnig að baki veisludögunum á Hótel
Sögu.
Steingrímur Hermannsson, Oddur Ólafsson og Edda Guðmunds-
dóttir voru meðal veislugesta við opnunina á Hótel Sögu á þriðju-
dag. Mexíkóskur matur er óneitanlega sá heitasti á íslandi um
þessar mundir...
Hótel
Saga sla
af íhalds
Það er ekki ofsögum sagt að mexíkóska sælkeramyndin Krydd-
legin hjörtu hafi gerbreytt matarmenningu íslendinga. Frá því
að sýningar á myndinni hófust hefur hvert veitingahúsið af öðru lagt
metnað sinn í mexíkóska matreiðslu. Café Ópera reið á vaðið með
tilboð á mat meðfram bíóferð, Hótel Loftleiðir hélt afar vel lukkaða
mexíkóska daga fyrir skömmu með tilheyrandi dansmennt og söng
og nú — og það þykir tíðindum sæta — er Hótel Saga, sem löngum
hefur verið í íhaldssamari kantinum, með það sama upp á teningn-
um; mexíkóska viku sem stendur til 17. apríl og hófst síðastliðinn
þriðjudag. Skrautfjöður veisludaganna er gestakokkurinn Alejan-
dro Caloca, sem mun vera fyrsta flokks matreiðslumeistari. Að auki
skemmtir tíu manna innflutt hljómsveit frá Mexíkó undir borðum
auk seiðmagnaðra dansara. Þá er sérinnflutt vín á boðstólum og má
þar nefna Margarítu, Tequila og mexíkóskan bjór.
Leifur Eiríksson og Jónas
I SANNLEIKA SAGT
IIMDRIÐI G.
ÞORSTEIIMSSOIM
Islendingar hafa nokkrum sinn-
um fundið Ameríku. Fyrstur
þangað var Leifúr Eiríksson frá
Eiríksstöðum í Dölum vestur.
Fyrsti íslendingurinn sem fæddist í
Vesturheimi fluttist síðan til Is-
lands og bjó í Glaumbæ í Skaga-
firði. Ekkert heíúr verið gert hér á
landi til minningar um Leif Eiríks-
son, nema hvað við léðum pláss
undir styttu af honum á Skóla-
vörðuhoíti, en þá styttu gáfú
Bandaríkjamenn okkur árið 1930,
þegar við höfðum enn geð til að
minnast fornra tíðinda úr sögu
landsins. Nú eru þjóðhetjurnar
sóttar í poppheiminn, þar sem
frægir atburðir gerast á vettvangi
alnæmis og sýru.
Á meðan grasið gær á rústum Ei-
ríksstaða í Dölum vestur minnast
siðmenntaðar þjóðir allra þeirra
sem færðu Ameríku á landabréf
miðalda með söfúum og styttum
og viðhaldi þeirrar sögufrægðar
sem tengir saman staði og atburði,
svo þeir verði frekar skiljanlegir
trylltum samtíma. Hér vantar að
vísu ekki digrar stofnanir, en þær
eru flestar að fást við naflann á sér
og þá takmörkuðu söguhefð sem
byrjar eins og loftsteinn utan úr al-
heiminum um átta huridruð eftir
Krist, þegar víkingar komu albúnir
vopnum og skipum út á Norður-
sjóinn, eins og þeir hefðu aldrei átt
neitt upphaf. Ofan í þetta fálæti
berst svo flugufregn um það, að
menn norðanlands hafi í hyggju að
reisa styttu við Glaumbæ af fýrsta
Ameríkumanninum, þ.e. manni
sem fýrstur fæddist í Ameríku af ís-
lensku foreldri.
Islendingar höfðu síðar enn frek-
ari kynni af meginlandinu í vestri.
Þangað flutti fjöldi fólks á síðustu
tugum átjándu aldar undan jarð-
bönnum og frostum og öskufalli úr
öskju. Þetta var kjarnafólk sem fá-
tækt og harðindi höfðu hrakið frá
byggðum bólum. Vestur flúði
maður á borð við Sigurð frá Bala-
skarði og hóf vinnu í kopamámum
í Kanada, maður sem síst vék und-
an hríðum, enda lá hann úti í stór-
viðrum vítt um land; svaf meira að
segja eina nótt villtur uppi á Þyrli í
Hvalfirði. Jafnvel honum var ekki
vært í landinu. En það snjóaði ekki
fyrir skilningarvit Sigurðar, því
vestra skrifaði hann ævisögu sína í
einum þremur bindum; eitt af
stórverkum bókmennta okkar og
alveg jafngilt ævisögu séra Jóns
Steingrímssonar og ritsins I Verum
eftir Theódór Friðriksson. Ævisaga
Sigurðar hefur hins vegar legið í
nokkru þagnargildi; þ.e. hún hefúr
ekki verið markaðssett af því það
hefur ekki þótt pólitísk nauðsyn.
Mörgum Vestur-Islendingum hef-
ur verið eins farið og Sigurði frá
Balaskarði, að þeim hefúr fundist
ísland svo ljómandi af sögu að þeir
tala um landið þannig, að popp-
þjóðin skilur ekki. Þeir hafa eldd
rofið neinar tryggðir. Um þá hlið
var séð hér heima.
Nýrri saga í samskiptum okkar
við Ameríku er eðlilega ekki enn
gleymskunni falin. Helsti forystu-
maður þjóðarinnar á þessari öld
lagði leið sína um Islendingabyggð-
ir fýrir seinna stríð og varð fyrir
þeim áhrifum í þeirri ferð, að þau
bjuggu með honum síðan. I þessari
ferð kom fyrst fram hugmyndin
um Leifslínuna. Gamall og valda-
laus á fýrstu árum kalda stríðsins
talaði þessi maður enn um Leifslín-
una, sem nú á allra síðustu árum er
að öðlast nýja merkingu. Þegar
Bandaríkjamenn, í nauðvöm fýrir
vestræna menningu og siði, ósk-
uðu eftir að gera samning við Is-
lendinga um varnir landsins og
varnir á Norður-Atlantshafi, og
Evrópuþjóðir höfðu hafið víðtækt
vamarsamstarf í sama skyni innan
Nato, óx upp slíkt andrúm haturs
og ofstækis hér á landi, að það
þurfti kjark hins gamla leiðtoga til
að orða frekari samskipti þjóðanna
fýrst vamarsamstarfið var orðið
nauðsyn.
Jónas Jónsson frá Hriflu steig
ótrauður ffarn á sviðið í Gamla
bíói að stríði loknu og sagði, að nú
væri kominn tími til að gera versl-
unarsamning við Bandaríkin til
áratuga, sem fæli í sér rétt til „toll-
lausra og hömlulausra innflutn-
ingsviðskipta jafnlengi og her-
verndin væri í gildi“. I raun var
hann að brydda á fríverslunar-
samningi, sem nú löngu síðar er á
döfinni á sama tíma og við óttumst
að ná ekki nógu góðum kjömm
innan EES. ísland er allt í einu orð-
ið til viðræðu um verslunarkjör við
aðrar þjóðir, þótt aðeins séu nokk-
ur ár síðan slíkt tal jaðraði við
landráð. I þessu efni var Jónas langt
á undan sinni samtíð, eins og í
fleiri málum, en kotungshugurinn
og heimalningshátturinn kom að
stórum hluta í veg fýrir skilning á
orðum hans og gjörðum. Að vísu
virðist Jónas hafa hugsað sér að
Bandaríkjastjóm myndi annast um
sjálf viðskiptin í einhverjum mæli.
En hún er að því leyti öðmvísi sett
en sósíalskar þjóðir Evrópu, að
aðrir en hún verða að höndía með
vörana. Jónas vildi selja fiskinn
okkar. Þegar viðmælendur vom
uppi með viðbárur segir sagan að
gamli maðurinn hafi minnst þess,
að hið opinbera vestra þarf að reka
nokkur mannmörg fangelsi og
fangar þurfa að borða. Með hálf-
lukt augu tautaði hann við viðmæl-
endur sína, að ekki þyrfti að hafa
fisk á borðum nema þrisvar í viku í
Sing Sing svo öll fiskffamleiðsla
okkar seldist.
En þetta var nú þá. Svo fór að
vísu að mikill hluti fiskffamleiðslu
okkar seldist til Ameríku í gegnum
Iceland Seafood Corp. og Coldwat-
er. Hvort þeir eru farnir að borða
fisk í Sing Sing skal ósagt látið. En
meginmálið er, að Jónas ffá Hriflu
vildi gera fríverslunarsamning við
Bandaríkjamenn þegar kommún-
istar og fýlgisveinar þeirra vom
búnir að hantéra þjóðina þannig,
að það var aðeins með herkjum að
landsmenn fengu ffið til að ganga í
fylkingu með öðrum þjóðum Vest-
ur-Evrópu í nauðsynlegu andófi
gegn Sovétríkjunum, sem þá buðu
upp á annað tveggja, rautt eða
dautt. Svo hatrammlega voru ís-
lendingar heilaþvegnir í þessu máli,
að heilir borgaralegir flokkar virð-
ast enn reiðubúnir að ganga til pól-
itísks samstarfs við þá rauðu og
„Jónas Jónssonfrá
Hriflu steig ótrauð-
urfram á sviðið í
Gamla bíói og
sagði, að nú vœri
kominn tími til að
gera verslunar-
samning við
Bandaríkin... “
dauðu hvenær sem þeir væla úr
kalkaðri gröf sinni, sem þeir tóku
sjálfúm sér. Ameríkuhatrið virðist
þó vera að linast, vegna þess að ’68-
kynslóðin verður að sækja þangað
mest af andlegu fóðri sínu, popp-
músíkina, og virðist una vel í þeim
viðjum andleysis. Stalín mun ekki
hafa hugsað fýrfr því að leggja
tötralýðnum frá 1968 til neina
músík, enda var hann fjarri góðu
gamni á þeirri uppskeruhátið
hinnar pólitísku kartöflu.
2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994