Pressan - 14.04.1994, Síða 3
• •
Allar
hendur
á lofti
Þegar maður heyrir minnst á Black out dettur manni
fátt annað í hug en gleymska vegna almennilegs fyll-
erís eða einhver geðræn truflun. Black out er þó að-
eins nafn á hljómsveit nokkurri. íslenskri. Eðlilega grunar
mann, svona í fyrstu, að hér sé á ferð graðhestagrúppa ell-
egar dauðarokkssveit. Því fer hins vegar fjarri. Að minnsta
kosti ef dæma má af nýjasta lagi hljómsveitarinnar, Come
around, sem er Ijúf ballaða sem hver ástfangin manneskja
gæti verið stolt af að senda kærustanum(unni) með kveðju á
einhverri útvarpsstöðinni. Við nánari eftirgrennslan kemur í
Ijós að lagið er svosem ekki einkennandi fyrir hljómsveit-
ina.
En hvað einkennir þá hljómsveitina? Jóna de Groot,
söngkvinna sveitarinnar, situr fyrir svörum:
„Við spilum rokk og ról fyrst og fremst. Okkar eigið rokk
og ról að mestu, enda Leifur Hammer (meðlimur Black out)
ótæmandi brunnur. Við eigum örugglega orðið efni í tvær
breiðskífur. Annars höfum við einnig gamla standarda á
borð við Led Zeppeiin, RATM, Black Sabbath og James
Brown með á tónleikum."
Hljómsveitin er um þessar mundir að koma úr tveggja
mánaða æfingapásu, auk þess sem skipt var út tveimur
meðlimum til að styrkja bandið. Auk Jónu og Leifs spila nú
með Black out þeir Stefán Sigurðsson og Hreiðar Júlíus-
son."
Manni heyrist á röddinni í þér (þetta er símaviðtal) að
þér hljóti að svipa eitthvað til söngkonu 4 Non Blonds í
söngham.
„Já, ég hef ekki farið varhluta af þeirri samlíkingu og
hlýt að vera stolt af því."
Frá og með apríllokum er hljómsveitin svo að segja full-
bókuð fram í júlí, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur
einnig á landsbyggðinni. Þetta vilja Jóna og félagar ekki
síst þakka góðum umba. Fyrsta giggið með nýskipunina
héldu þau um síðustu helgi og þótti takast vel til.
Þið syngið eins og flestar aðrir íslenskar rokkgrúppur á
ensku!
„Já, af þeirri einföldu ástæðu að á fyrstu æfingu greidd-
um við atkvæði um hvort við ættum að syngja á ensku eða
íslensku; áttum að rétta upp hönd ef við vildum syngja á
ensku og svo vildi til að allar hendur voru á lofti."
Stefán, Hreiðar, Leifur brunnur og Jóna de Groot, sem
líkt hefur verið við söngkonu 4 Non Blonds.
ERT I»l ÞARNAIROÐINNI?
Ef ekki, þá er um að gera að drífa sig til okkar
því nú fer hver að verða síðastur á þessari
stórkostlegustu vor rýmingarsölu ársins.
ALLT A AÐ SELJAST VEGNA ÞESS AÐ
VIÐ RÝMEM FYRIR NÝJUM VÖRUM!!!!!!
SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI SÍMI: 91-44544
OPIÐ
VIRKADAGA KL. 09:00 - 18:00
LAUGARDAGA KL. 10:00 -18:00
SUNNUDAGA KL. 12:00 -18:00
Lifir lengur...
FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994 PRESSAN 3B