Pressan - 14.04.1994, Page 4
Leitin að þeim sem vilja leika hippa
Miðsumars, nánar tiltekið í júlí, á leikhús- og tónlist-
aráhugafólk þess kost að sjá söngleikinn sígilda Hár-
ið í nýrri uppfærslu. Næstkomandi laugardag fer fram
opin prufa í íslensku óperunni þar sem valið verður í
hlutverkin. Ef að líkum lætur mun þessi sýning brjóta
blað í margvíslegum skilningi.
að er Flugfélagið Loftur (FL)
sem stendur að Hárinu í sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið. Þeir
eru þrír sem mynda samsteypuna
FL: Baltasar Kormákur, sem jafn-
ffamt kemur til með að leikstýra,
Hailur Helgason og Ingvar Heiðar
Þórðarson. Þeir hafa fulla trú á að
þetta geti gengið, þrátt fyrir að
sumarsýningar eigi sér fá fordæmi
og að ijölmargar sýningar óháðra
aðila hafi komið út með verulegu
tapi.
„Við værum ekki að þessu ef við
hefðum ekki þá trú að fólk hafi
áhuga á að flykkjast á þetta. Tón-
listin er frábær, stykkið er ffábært
og það er stemmning fyrir þeim
ntóral sem fylgir þessu verki — það
liggur eitthvað í loftinu. Án þess að
við viljum tala ntikið um það
hvernig sýningin verður — hún
kemur til með að tala fýrir sig sjálf
þegar þar að kemur — þá tekur
hún eðlilega mið af verkinu sem er
óhefðbundið. Hárið dregur að
mörgu leyti ekki síður dám af
uppákomum, dansi og tónleikum
heldur en leikhúsi eins og fólk
þekkir það og býður upp á djarf-
leika, mikil læti og meiriháttar
show. Það er rétt að megnið af
þeim leiksýningum sem settar eru
upp á íslandi stendur ekki undir
sér. Og þá undanskiljum við ekki
atvinnuleikhúsin og reiknum inn í
dæmið fastakostnað sem fýlgir
þeirri aðstöðu sem þau búa við. En
við ædum að leggja allt undir nema
kettina hans Ingvars og kærusturn-
ar.“
— „Ja, kærustumar geta menn
fengið en kettina fá þeir aldrei.“
Það er Hallur sem hefur orðið en
■' hinir mótmæla hástöfum og segja
að hann eigi engra hagsmuna að
gæta á þessu sviði.
Ef spurningin „Hvetjir sömdu
Hárið?“ kæmi fýrir í spurninga-
keppni er klárt að það væru ekki
nema hörðustu söngleikjaffík sem
hefðu svar við þeirri gátu. „Enda er
þetta eini söngleikurinn í heimin-
um sem Webber hefúr ekki sam-
ið,“ segja þeir hjá FL. Það skal upp-
lýst hér að Hárið, sem hefur þann
sýrukennda undirtitil „The Arner-
ican Tribal Love-Rock Musical", er
eftir þá Gerome Ragni og James
Rado. Davíð Þór Jónsson þýðir
verkið og söngtextana sérstaklega
fýrir þessa uppfærslu. Tónlistin er
eftir Galt MacDermont en tónlist-
arstjóri sýningarinnar verður Jón
INGVAR ÞÓRÐARSON, HALLUR HELGASON OG BALTASAR KORMÁKUR eru mennirnir sem standa að
sýningunni og eru hvergi smeykir: „Leggjum allt undir nema kettina hans Ingvars og kærusturnar.*
Ólafsson, en hann hefur einna
mesta reynslu Islendinga í að ann-
ast tónlistarflutning í söngleikjum.
En að prufunni, það er nýmæli
hér á landi?
„Já, svona opin prufa eða „odi-
sjónir“ em ekki algengar hér á
landi þó að þær tíðkist erlendis.
Lokaðar odisjónir em hins vegar
nokkuð algengar en þá eru kallaðir
til einhverjir þrír-fjórir sem leik-
stjórinn hefúr augastað á og þeir
prófaðir við hlutverk. En á laugar-
daginn verður sem sagt stór prufa í
Islensku ópemnni og allt hæfileika-
fólk velkomið. Þessi sýning verður
að öllu leyti á atvinnumanna-
gmndvelli og aðeins færasta fólk á
sínu sviði verður kallað til. En það
má gjaman koma ffam að hæfi-
leikafólk sem ekki státar af próf-
gráðum úr listaskólum er einnig
velkomið. Við útilokum ekki nýja,
áður óþekkta krafta — sýningin
verður mannmörg.
Þetta fer þannig fram að fólk
kemur og syngur eitt lag, helst úr
Hárinu ef það kann það, og Jón
Ólafs leikur undir. Dansarar verða
prófaðir sérstaklega við þetta tæki-
færi en Ástrós Gunnarsdóttir
kemur til með að hafa umsjón með
„kóreógrafíu". Þetta er mjög
spennandi og við höfúm engar
áhyggjur af því að ekki finnist fólk
sem hefur hæfileika. Við leyfum
okkur jafúffamt að efast um þær
yfirlýsingar sem ffam hafa komið
að hér á landi finnist ekki kyn-
þokkafúllar leikkonur."
Hárið verður fýrsta atvinnuleik-
stjómarverkefni Baltasars en Hall-
ur og Ingvar em sjóaðir í ffam-
kvæmdastjóm, vom t.d.
ffamleiðslustjórar kvikmyndarinn-
ar Sódóma Reykjavík. Þeir skjóta
ekki loku fýrir það að FL láti til sín
taka á fleiri sviðum ef vel tekst til
og nefna sem dæmi að Fimleikafé-
lag Hafnarfjarðar er meira I hand-
og fótbolta en fimleikum. Þeir segj-
ast ætla að brydda á nýmælum í
ffamkvæmdinni en neita staðfast-
lega að gefa upp í hveiju þau em
fólgin — segja slíkt atvinnuleynd-
armál.
En þeir hafa ekki leitað eftir
styrkjum?
„Nei, við höfúm þá trú að það sé
hægt að gera eitthvað á þessu sviði
án þess að byggja það á opinberum
styrkjum. I raun er þetta styrkja-
kerfi hálfgert morð, biðin og óviss-
an kála ótal góðum hugmyndum
og atorkunni sem þeim fýlgja. Eins
er off að þegar menn ætla að byggja
á styrkjum þá er verið að setja
menn á gapastokkinn, þeir fara af
stað með dæmi sem þeir hafa ekki
fjármagnað til fúlls en verða að
henda sér í djúpu laugina fýrir at-
beina þessa styrks sem dugar oftast
ekki hálfa leiðina. Við höfúm
reiknað þetta dæmi út í hörgul án
þess að gera ráð fýrir einhverjum
styrkjum og á þeim forsendum
ákváðum við að taka áhættuna.
Hins vegar ef einhver í ráðuneytinu
les þetta þá má sá sami gjarnan
senda okkur tékka — helst fýrir
ffumsýninguna.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
LOFTUR HERIB SHS TIL
FLUGS
Eldsnákur og alsæla
Jógi í vígahug
Ein af merkilegri bókum sem
hafa verið skrifaðar um jóga
er „Kundalini - The Evoluti-
onary Energy In Man“. Þessi bók
er sjálfsævisaga Indverja að nafúi
Gopi Krishna, en hann var ósköp
venjulegur maður sem vann á
skrifstofu. Það sem gerði þennan
mann óvenjulegan var reynsla hans
af dularfullri, andlegri orku sem
kallast Kúndalíní. Kúndalíní er
sanskrítarorð sem þýðir „hinn
hringaði" og er þá átt við snák eða
slöngu. Snákurinn er sofandi,
hringaður við mænurótina í venju-
legu fólki. Hann er úr eldi og er hér
auðvitað um táknmynd að ræða.
Kúndalíní er nefnilega andlegur
kraftur eða eldur og finnur fólk
fýrst fýrir honum neðst í mæn-
unni. Þegar það gerist má segja að
eldsnákurinn hafi vaknað. Þá getur
hann orðið hættulegur, þ.e. ef
maður hefúr ekki undirbúið sig
með heilbrigðum lifnaðarháttum
eins og jóga-æfingum og öðru. Lík-
aminn, sérstaklega heilinn, verður
nefnilega að þola þessa orku, en
það er ekkert sjálfgefið. Frægur
dulspekingur var einhvern tímann
spurður: „Myndi ég vita af því ef
Kúndalíní færi í gang í mér?“ Svar-
ið var þetta: „Já, þú myndir vita af
því og ef þú værir ekki tilbúinn
myndi geðlæknirinn þinn vita af
því líka!“ Um allt þetta fjallar bókin
eftir Gopi Krishna, en honum tókst
óafvitandi að vekja eldsnákinn og
gat síðan ekki svæft hann aftur.
Gopi Krishna lagði stund á jóga-
hugleiðslu og iðkaði hana á hverj-
um morgni í mörg ár. Hugleiðslan
fólst í því að sitja á gólfinu með
krosslagða fætur og vera beinn í
baki. I þessari einföldu stellingu
einbeitti hann sér að ímynduðu,
hvítu lótusblómi rétt fýrir ofan
höfúðið og reyndi að halda athygl-
inni þannig eins lengi og hann gat.
Þetta hafði hann gert í mörg ár og
þykir ekkert einsdæmi, enda al-
gengt að fólk æfi hugleiðslu í ein-
hverri mynd. Það er talið hollt fýrir
líkama og sál; streitusjúkdómar
hverfa og sumir segja að maður nái
að tengjast æðri máttarvöldum. En
morgun einn árið 1937, þegar
Gopi Krishna var 34 ára gamall,
varð hann fýrir óvenjulegri reynslu
og varð aldrei samur eftir það.
Á meðan hann var að hugleiða
fann hann allt í einu fýrir undar-
legri, rafmagnaðri, en samt þægi-
legri tilfinningu við mænurótina
sem eðlilega truflaði hann ffá því
sem hann var að gera. Um leið og
hann hætti að einbeita sér að lótus-
blóminu hvarf þó tilfinningin, svo
hann taldi að hún hefði bara verið
ímyndun. Hann hélt því áffam sem
fýrr, en þá gerðist þetta aftur. Þessi
skrítna skynjun hvarf samt um leið
og hann hætti að hugsa um blóm-
ið, svo nú virtist greinilegt að það
var hugleiðslan sem hafði hin und-
arlegu áhrif. Hann ákvað því að
halda áffam að sökkva sér niður í
innri ffið, láta ekkert trufla einbeit-
ingu sína og sjá hvað myndi gerast.
Þá blossaði raffnagnaða tilfinning-
in upp, jókst og reis svo upp mæn-
una með hávaða sem helst líktist
fossnið. Síðan var eins og hann sæi
ljós inni í höfðinu á sér sem varð
fljótlega eins og blindandi sól, en
þá var hávaðinn bókstaflega orðinn
ærandi. Um leið fannst honum
sem hann ruggaði til og ffá, en svo
fór hann út úr líkamanum og sveif
upp. I bókinni segir Krishna að það
sé erfitt fýrir hann að lýsa þessari
reynslu almennilega. Hann upplýs-
ir þó að vitund sín hafi víkkað út
yfir öll mörk og að líkaminn, sem
venjulega sé stærstur hluti sjálfsvit-
undarinnar, hafi „minnkað niður í
örsmáan punkt“. Nú var hann bara
hrein vitund, baðaður í hafsjó af
ljósi og í upphöfnu, óviðjafnanlegu
hamingjuástandi sem var á við
óteljandi fúllnægingar.
Eftir nokkra stund kom hann
niður aftur og var þá yfirkominn af
þreytu. Hann var allan daginn að
jafna sig, en morguninn eftir upp-
lifði hann sama fýrirbærið á ný, þó
ekki alveg eins sterkt og áður. Þegar
því var lokið var hann enn upp-
gefnari, og hófst nú skelfileg mar-
tröð. Fyrir slysni hafði hann nefni-
lega vakið upp Kúndalíní-kraftinn í
líkama sínum, en þar sem hann var
ekki undir það búinn varð hann
fárveikur. Honum fannst eins og
hann logaði allur að innan og gat
því nánast ekkert sofið. Mjög lengi
á effir var hann andlegt og líkam-
legt hrak, en svo fór að hann jafú-
aði sig smám saman. Það þakkaði
hann fýrst og ffemst ströngu,
reglulegu mataræði og almennt
heilbrigðu lífemi. Þannig tókst
honum á endanum að aðlagast
orkuflæðinu og gat þá að skaðlausu
farið í alsæluástandið hvenær sem
hann vildi.
Sálffæðingurinn Carl Jung hélt
því ffam að trúhneigðin væri ein af
ffumhvötum mannsins og er það
að öllum líkindum rétt. Flestir þrá
einhvers konar „breytt ástand“,
hvort sem það er að ffoðufella á
vakningarsamkomu, tala tungum,
detta í trans eða bara að detta í það!
Samkvæmt dulffæðikenningum er
það þó eldsnákurinn Kúndalíní
sem er á bak við þessa hvöt. Fólk
skynjar alsæluna sem það getur
upplifað og er óafvitandi að sækjast
eftir henni þegar það fer í kirkju
eða drekkur og tekur eiturlyf.
Best væri auðvitað að fara á
Kúndalíní-fýllerí, en það er kallað
Samadhi á sanskrít. Til eru ömggar
og hraðvirkar aðferðir, en um eina
slíka, sem nefúist Kriya-jóga, ætla
ég að fjalla í næstu Seiðstöfúm.
4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994