Pressan - 14.04.1994, Side 14
Þorsteinn Gunnar Aðalsteinsson,
hugsuður, hönnuður og þúsundþjala-
smiður, um myndina af sjálfum sér:
„Þetta er augljóslega töffari en það er
líka mikil mýkt í svipnum, augunum og
brosinu, þannig að ég hallast að þvi að
hann sé einhvers konar gúmmítöffari. Það
er töffaraskapurinn og mýktin. Svo tek ég
eftir atriðum eins og að hann hneppir upp
í háls. Ég heyrði einhvers staðar að það
táknaði að vera heimakær — þessi mað-
ur er heimakær. Þetta bros jaðrar við að
vera lymskulegt en þó hallast ég að því
að það búi ekki mikið fals i þessum
manni. Hann lætur ekki segja sér fyrir
verkum né fer hann troðnar slóðir — no-
rmið er ekki fyrir hann. Þá má greina
draumóra i augunum og á þessari mynd
eru þeir allverulega ýktir — við erum jú
með tvö sett af augum. Myndin undirstrik-
ar það og reyndar líka að þessi maður á
sérfleiri en eina hlið. Það er ekki gott aö
segja hvað hann gerir dagsdaglega. Ég
myndi skjóta á eitthvað sem tengist list-
um. Þá ályktun dreg ég af þessum skegg-
fíling og síðu hárinu. En svo gæti hann
líka verið venjulegur prestur í Þjóðkirkj-
unni og er síða hárið þá til marks um að
hann fylgir sjaldan reglum sem aðrir
setja. Ef ég væri spurður um hvað hann
heitir þá held ég að það sé annaðhvort
venjulegt nafn og látlaust eða algjör and-
stæða; óvenjulegt og sjaldgæft — enginn
millivegur: Ég myndi skjóta á Jón eða
Konstantínus. Þær eru svolítið ruglandi
þessar tvær hliðar: Jón gæti verið sóló og
skimandi (augnaráðið vísar til allra átta)
en Konstantínus gæti allt eins verið ást-
fanginn upp fyrir haus. I heildina sýnist
mér hann vera hamingjusamur. Hann hef-
ur margvisleg áhugamál, ég hugsa að
hann sé andlega sinnaður. Svo virkar
hann tiltölulega heilbrigður — er hann
ekki bara í sportinu? En í kringum augað
lengst til hægri er mynstur sem nær niður
á kinn og þar má greina sukklínur,
ákveðna reynslu eða lifun, hann hefur
greinilega tekið sínar rispur. Hann kann
að segja nei en hefur sennilega farið
spart með það. Þessi maður er sein-
þreyttur til vandræða og það þarf mikið
að ganga á áður en hann fer að skalla
einhvern svo dæmi séu tekin. Honum fer
vel að vera með þetta skegg, þó er ég
ekki frá þvi að hann ætti frekar að skella
sér í kragann. Ég get ekki vikist undan því
að játa.að ég þekki Jón/Konstantínus og
fíla hann vel. Hann er stórgallaður en hef-
ur óneitanlega sína kosti."
Meöal blárra blóma
HULDA HAKON
KJARVALSSTÖÐUM
í stuttu máli: Hlýjar og
barnslegar myndir sem
rísa ekki undir þeim vænt-
ingum sem gerðar eru til
Huldu.
GUIMIXIARl
ÁRIMASOIM
Huldu Hákon hefur vegnað
vel á listabrautinni á und-
anförnum árum, hlotið at-
hygli, umtal og aðdáun. Það kom
mér því nokkuð á óvart þegar ég
skoðaði lista yfir sýningar hennar
hvað hún hefur sýnt tiltölulega
sjaldan hér á landi, miðað við það
sem maður gæti haldið að óathug-
uðu máli. Síðasta einkasýning
hennar var í Gallerí einn einn
1991, ef undan er skilin sýning á
Mokka árið eftir. En aítur á móti
hefur verið í nógu að snúast hjá
henni á erlendri grund, á Norður-
löndum og undanfarið í Þýska-
landi, nú síðast í Berlín. Það er því
nokkur eftirvænting samfara sýn-
ingu hennar nú á Kjarvalsstöðum
eftir þá velgengni sem á undan hef-
ur farið.
Þeir sem hafa íylgst með listalíf-
inu síðastliðin ár kannast áreiðan-
lega við verk Huldu, þau eru auð-
þekkjanleg og skera sig úr íslenskri
myndlist. Einkennandi fyrir lág-
myndir hennar, sem eru málaðar
og festar á vegg, eru borgaralega
klæddar figúrur, karlar og konur,
sem standa oftast teinréttar eins og
gínur í liðskönnun. Inni á mynd-
unum hafa yfirleitt verið áletranir,
undarlega út í hött fúllyrðingar eða
klisjukenndir frasar, sem eru ýmist
í engu eða allt of miklu samhengi
við myndina.
Hulda stóð ffamrni fýrir tveimur
kostum þegar sýning á Kjarvals-
stöðum stóð til boða. Að halda sig
við myndir af sama tagi og hafa áð-
ur fengið góðar viðtökur, eða taka
þá áhættu að leita inn á nýjar
brautir. Hún valdi erfiðari kostinn
og það út af fyrir sig er virðingar-
vert. Myndir hennar á sýningunni
á Kjarvalsstöðum eru um margt
frábrugðnar því sem vænta mátti
frá henni. Fígúrurnar eru á bak og
burt og setningarnar hafa losnað
frá myndinni og eru nú eins og
skuggar á veggjum milli mynda.
Lágmyndimar höfðu verið sam-
bland af málverki og skúlptúr, en
nú hefur hún aðgreint þetta tvennt
með frístandandi skúlptúrum á
gólfi og málverkum á vegg. I stað-
inn fýrir fígúrur eru komin blá
blóm og rauður eldur. Stórar blá-
málaðar blómkrónur, steyptar í
steypu, liggja á gólfinu, ásamt
knippum af eldtungum sem minna
á appelsínugulan kaktus eða und-
arlegt kóralrifskvikindi. Málverkin
eru sem fínlegt mósaík þakið af
jafnstórum en mismunandi
dimmbláum blómakrónum eða
mismunandi rauðum og gulum
eldtungum, sem hlykkjast um flöt-
inn líkt og akur í björtu báli.
Þessar nýju myndir Huldu eru
bjartari, hlýlegri og barnslegri en
hinar dökku og stundum nöpru
sýnir úr brúðuleikhúsi fáránleik-
ans, en valda samt vissum von-
brigðum. Það var meira spunnið í
frásagnarkenndar sitúasjónimar,
með vandræðalegum sögupersón-
um sem reyna að halda teinréttri
reisn sinni. Lúmskur húmorinn
sem spilar á klisjur og merkingar-
leysi er ekki lengur til staðar. Setn-
ingarnar em dottnar úr samhengi
við myndirnar, eins og frístand-
andi athugasemdir sem líða mót-
„Myndir Huldu Hákon á þessari sýningu eru hvorki ýkju-
kenndar, ólíklegar né ósiðlegar, en hvort þær eru dásamlegar
verður hver að svara jýrir sig. “
þróalaust út í loftið. Og uppsetning
sýningarinnar er frekar gisin og
teygð. Ein athugasemdin hljóðar:
„Hið dásamlega, ýkjukennda, ólík-
lega, ósiðlega.“ Myndir Huldu Há-
kon á þessari sýningu em hvorki
ýkjukenndar, ólíklegar né ósiðleg-
ar, en hvort þær em dásamlegar
verður hver að svara fýrir sig.
14B PRESSAN MIÐVIKUDAGURINN 14. APRIL 1994