Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 17
• Syrpan ★★ á ROV á finimtu-
dagskvöld. Það er eiginlega sama
hvað ingólfur býður upp a eftir
að hafa verið með þennan þátt
um leiðindamanninn Magnús
Scheving — það hlýtur að vera
bctra.
• Drög að upprisu ★★★ á RÚV á föstudagskvöld.
Konsert með Megasi í MH. Þó að þessir tónleikar væru
ekkert í likingu við Drög að sjálfsmorði er ágætt að sjá
þetta upp á hið rokksöguiega samhengi hlutanna.
tveir mínusar geri plús. En það er
einfaldiega ekki annað hægt. Þessi
menningaróskapnaður sleikir botn-
inn á lágkúrunni. Það fara fimm
^ JPI mtnútur af Simpson (sem er næst á
dagskrá) tii að jafna sig og það er
fimm mínútum of mikið.
• Hvitir geta ekki troðið ® White Men Can’t Jttmp á
Stöð 2 á iaugardagskvöld. Misheppnuð mynd með Harrelson og Snipes. Myndin
virðist byggjast á frasanum: „Shut the fúck up, man'“. Þeir sem hafa ekkert annað
að gera geta svo sem dundað sér við að tclja iivað þessi setning kernur oft fyrir í
myndinni.
0 Hinir aðkomnu ★★★ Alicn Nation á Stöð 2 á fimmtudagskvöid. James Ca-
an í ham í þessari ágætu hasarmynd.
• Ulfúr í sauðargæru ★★★ The Wolves ofWilIoughby Chase á Stöð 2 á iaugar-
dag. Þetta er saliafint og spennandi þrjúbfó. En PRBSSAN mælir ekki með henni
fyrir mjög ung böm. Hvað eigum við að segja? Bönnuð innan 4 ára.
Það er ami hreinl fátt um ftna drætti í sjónvarpsdagskránni um þessa helgi
Myndbandaleigueigendttr geta glaðst.
0 Patterson bjargar heiminum ®8® Lcs Patterson
Saves the World á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Mynd frá
Barry Humphries. Halló Hafnarfjörður! Ótrúlega ófyndin mynd með úldnurn
steriótýpum.
• Ástarfjötrar 9 Bonds of Love á RÚV á föstudagskvöid. Bandarísk sjónvarps-
mynd frá 1992. Það er alveg sama þó að Kelly McGillis og Treat Williams leiki í
myndinni. Það er alveg sama þó að hún hafi fengið verðiaun á einhverri Banff-há-
tíð í Kanada. Mynd um greindarskert ljúfmenni er fyrirfram dæmd til að vera
vemmileg.
• Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ® Það er reyndar hálfhailærislegt
að vera að agnúast út f þetta evróvisjón: Ef maður er negatífúr er hættan sú að
• Sofið hjá óvininum ® Sleeping With the Bnemy á Stöð 2 á laugardagskvöld.
Aðstandendur myndarinnar hafa séð Fatal Attraction og talið sig geta gert betur
enþvímiður—sú erekki raunin.
• Golfskóli Samvinnuferða-Landsýnar ® á Stöð 2 á sunnudag. Hér er vægast
sagt um hrútleiðiniegt sjónvarpsefni að ræða og jafnvel hörðustu goifáhugamenn
geta tekið undir það. Þeir sem viija læra goif fá sér spólu eða sælga tfma. Hvers
eiga allir hinir að gjaida? Og vist er að þetta er eitt af þvi sem Páll Magnússon taiar
um þegar hann er að telja upp þessar mínútur sem Stöð 2 er
með í innlendri dagskrárgerð.
• Skógarnir okkar ®® á RÚV á sunnudagskvöld. Ó boy,
ó boy! Sigrún Stefansdóttir með þáttaröð um „skógana" okk-
ar. Fyrsti þátturinn, sem er um Heiðmörk, er ekki farinn í loft-
ið og strax byrjað að ljúga. Titillinn segir allt sem segja þarf. Af
hverju ekki: Rimnarnir okkar? Eða kannski öllu heidur: Regn-
skógarnir okkar?
• Kontrapunktur ★ á RÚV á sunnudagskvöid. Það eru blendnar tilftnningar
sem bærast með íslensku þjóðinni. Strákamir okkar, þeir Ríkarður, Valdemar og
Gyifi, stóðu sig eins og hetjur og ef ekki hefði komið til óskiljanleg stigagjöf vær-
um við að keppa þama til úrslita við Svía en ekki Baunamir. Þá væri þessi dag-
skrárliður svo sannarlega hinumegin við strikið.
Bíó
0 Lævís leikur ★★ Malice. Film
noir er af mörgum talið helsta stolt
bandarískrar kvikmyndasögu og
síðari tíma kvikmyndagerðarmenn
hafa oft gert myndir með sömu for-
merkjum eða í það minnsta nudd-
að sér utan í stílinn. Lævís leikur er
einslík.
Regnboganum
0 Listi Schindlers ★★★★
Myndin er hrikalega áhrifamikil og
laus við væmni, þótt hún fjalli um
atburði sem vel er hægt að gera
kröfú til að maður felli eitt eða tvö
táryfir.
Háskólabíói
• Dreggjar dagsúis ★★★★ Það
má segja að Dreggjar dagsins hvetji
meðaljóninn og -gunnuna til að
láta ekki rútínuna skemma fyrir sér
hin fomu sannindi: Maður er
manns gaman.
Stjömubíói
0 Pelíkanaskjalið ★★★ Það fer
vel á því að gera vandaða spennu-
mynd sem byggist á jafriáþreifan-
legum grunni. Frásögnin heppnast
vel og maður er alltaf að bíða eftir
því hvað gerist næst.
Sambíóunum
0 Á dauðaslóð ® Ef einhver iðn-
aðarframleiðsla á Vesturlöndum
hefur mengað andrúmsloftið jafri-
mikið á jafrifáum dögum og tök-
umar á þessari mynd væri mál tdl
komið að vekja athygli á því. Að
henda inn umhverfisvemdarboð-
skap í þessa mynd er eins og að
bjóða upp á mörflot með ijóma-
tertu.
Bíóhöllinni
0 Dómsdagur ® Og þegar hann
er drepinn kemur það ekkert á
óvart, því ffarn að því hefrir blikk-
andi ör nánast bent á manninn
með textanum „þessi verður drep-
inn“.
Laugarásbíói
0 I nafrii föðurins ★★★★ Þessi
skrípaleikur er sönn saga. Hann er
eitthvert mesta hneyksli sem riðið
hefrir breskum réttarfarshúsum ffá
því pyntingar og limlestingar vom
stundaðar í Tower of London.
Háskólabíói
0 Hús andanna ★★★★ Tilfinn-
ingaþmngnustu atriðin sleppa við
að vera væmin, þótt þau kalli á
vasaklút.
Sambíóunum
0 Frú Doubtfire ★★★ Robin
Williams er drepfyndinn í þessari
mynd, bæði sem kona og karl.
Sambíóunum
Afsakið meðan ég æli
Systragervi 2
Sambíóin
®
Fyrsta Systragervið var mynd
sem sló í gegn, flestum á
óvart. Slíkt er alltaf mjög
ánægjulegt fyrir þá sem að mynd-
unum standa og að sjálfsögðu hafa
þeir tilhneigingu til að reyna að
framlengja ánægjuna.
Hin hræðilega samsuða Systra-
gervi 2 er tilraun til að halda áffam
að taka út pening á velgengni fyrri
myndarinnar. Það er eins og eng-
inn sem við þessa mynd starfaði
hafi haft nokkurn áhuga á henni og
menn fyrst og ffemst hugsað um að
drífa þetta helvíti af.
Fyrir það fyrsta er handritið
steingelt. Söguþráðurinn er svo
veikur að það sætir undmn að eng-
inn, sem þetta handrit fór um
hendurnar á, skuli hafa lyft litla
fingri til að fá á því gerða andlits-
lyftingu. Brandaramir eru allir eins
og úr lélegri bandarískri sápu, út-
vatnaðar útfærslur á einhverju sem
þótti fyndið í væmnum gaman-
myndum á sjötta áratugnum. Ofan
í ofboðslega vonda sögu um skóla
sem á að fara að loka og Mary Clar-
ence (Whoopi) að breyta óstýrilát-
um unglingabekk í ffábæran kór,
HALLUR
HELGASOINI
„Whoopi var miklu skemmtilegri á Ósk-
arsverðlaunaafhendingunni. “
AHidrei þessu vant bregður svo við að tvifarar vikunnar eiga ekki mikið
Bsameiginlegt svona við fyrstu sýn. Nú, þennan mun má reyndar greina í
því eina atriði sem aðskilur þá útlitslega. Lurch, þjónninn hjá Adamsfjöl-
skyldunni, er óneitanlega fölari yfirlítum en handboftagarpurinn Kristján
Arason. Lurch er sem sagt meira fyrir inniveru en Kristjén og minna fyrir að
hreyfa sig. En það má þá gera ráð fyrir að Lurch hugi þéim mun meira að
andlegum verðmætum. Þó er vitað um eitt atriði sem þeir finna sig báðir í en
það er tónlistin. Lurch er listagóður semballeikari og Kristján á það til að
taka lagið á góðri stund. Hver veit nema þeir stofni dúett í framtíðinni?
sem tekur þátt í skólakóramóti
Kaliforníu og að sjálfsögðu vinnur
það, er búin til hræðileg vella um
stelpuna sem er bannað af mömmu
sinni að fara í kórferðalagið og þarf
að stelast í það, en fær að sjálfsögðu
fyrirgefningu þessarar sömu
mömmu þegar kórinn vinnur
keppnina. )vAfsakið mig meðan ég
æli!“ minnir mig að skáldið hafi
sagt um árið.
I samanburði er fyrri myndin
meistaraverk. Hún var farsi sem
virkaði á sinn hátt, sæmilega
skemmtilegar kringumstæður,
söguþráður sem hægt var að sætta
sig við, „slapstick" og skringilegar
kellingar í nunnubúningum að
standa í einhverri vitleysu sem svo-
leiðis kellingar standa að öllu jöfriu
ekki í. Þessi mynd hefrir ekkert
nema kellingamar, þær eru þama,
feita hláturmilda nunnan, sú gamla
sem er alltaf látin keyra og er næst-
um búin að keyra allt niður og sú
litla feimna sem dýrkar söngkon-
una ffá Las Vegas, það er bara ekk-
ert gaman að þeim, enda er mynd-
in ekki um neitt. Svo er reynt að
redda klúðrinu með því að sulla
inn helling af músíkatriðum.
Whoopi var miklu skemmtilegri
á Óskarsverðlaunaafhendingunni.
Til hringjarans í
Hallgrímskirk j u
Ágæti hringjari í Hallgríms-
kirkju.
Ég bý á Skólavörðuholtinu og út
um stofúgluggana mína alla íjóra
sé ég Hallgrímskirkjuturn. Ég hef í
Um daginn var ég svo sestur fyr-
ir ffaman sjónvarpið klukkan átta
og viti menn. Um leið og ffétta-
stefið kom á skjáinn glumdu
klukkuslögin átta fyrir utan. Um
OPIÐ BRÉF
DAVÍÐ ÞÓR
JÓIMSSOIM
raun stærstu
stofuklukku á
landinu. Ég var
reyndar dálítið
lengi að venjast
ákafa þínum í
starfi, en hann lýs-
ir sér í því að þú
hringir klukkunni
á fimmtán mín-
útna ffesti og á
heila tímanum
hringirðu m.a.s.
oftar en ekki ein-
hvern hugljúfan
sálm. Reyndar er
það spurning
hvort eklci varði
við þau lög sem í
landinu gilda um
trúffelsi að láta á
eyrum allra íbúa
hverfisins dynja
„Víst ertu, Jesú,
kóngur klár“,
hvort sem þeir eru
múslimar, búdd-
istar, ásatrúar,
trúleysingjar eða
kristnir eins og
við hin. En auð-
vitað er það hug-
urinn sem skiptir
máli og þú átt
hrós skilið fýrir
hið lútherska
vinnusiðgæði þitt.
Um daginn brá
mér hins vegar í
brún þegar þú
hringdir bjöllun-
um klukkan
15:22. Það íyrsta
sem mér datt í
hug var að þú
hefðir ákveðið að
flýta hálfhringing-
unni um átta
mínútur til að
komast fýrr í kaffi
en svo hringdu bjöllumar affur
klukkan 15:37. „Ojæja,“ hugsaði ég
með mér, „öllum getur orðið á í
messunni.“ En þegar klukkan sló
næst var hún 15:42 og svo fór hún
að spila heila-tíma-sálminn þegar
hún var sjö mínútur yfir fjögur. Þá
fór ég að halda að nú værir þú full-
ur að sveifla þér þama í köðlunum
hrópandi: „The bells, the bells!“
Hvað á maður að halda?
En svo lengi hélt þessi mglingur
á hringingunum áff am að ef áfeng-
inu hefði verið um að kenna væri
þol þitt ómennskt. Þá varð ég
sannfærður um að þú værir kom-
inn í ffí og einhver slugsi hefði ver-
ið fenginn til að leysa þig af. En
slugsinn hélt uppteknum hætti
vikum saman, aUtaf hringdi hann
sjö mínútum of seint og mér
fannst umburðarlyndi kirkjunnar
gagnvart þessum þjóni sínum
komið út að ystu mörkum hins
kristilega. „Alveg er þetta týpískt
fyrir íslenska stundvísi að jafrivel
Hallgrímskirkja, hæsta hús lands-
ins, Big Ben Reykjavíkur, geti ekki
aumingjast til að slá á réttum
tíma,“ hugsaði ég. „Af hverju
senda þeir ekki hringjarann af stað
í vinnuna sjö mínútum fýrr, hann
myndi þá kannski hitta rétt á
þetta?“
mig fór unaðs-
hrollur. „Gamli,
góði hringjarinn
minn er kominn
úr sveitinni.“ Ég
leit út um glugg-
ann en klukkan
var sjö mínútur
yfir átta eins og
vanalega þegar
hún hringdi. Þá
laust hræðilegu
hugboði niður í
mig. Ég þaut í
símann og hring-
di í fföken
klukku, einu
klukkuna sem ég
treysti betur en
Hallgrímskirkj u-
klukkunni, og
ffökenin upp-
ffæddi mig um
ískaldan sann-
leikann. „Tutt-
ugu, núll, fjöru-
tíu.“ Kirkju-
klukkan var sjö
mínútum of
fljót! Ég hafði
haft þig fyrir
rangri sök, ágæti
hringjari. Verra
fannst mér þó að
ég hafði stillt
vekj araklukkuna
mína eftir
kirkjuklukkunni
og gerði mér því
grein fýrir að svo
vikum skipti
hafði ég vaknað
klukkan 6:53.
Þess vegna var ég
búinn að vera
svona sloj upp á
síðkastið, ég er
ekki vanur því að
vakna fyrir
klukkan sjö á
morgnana.
Það sem hins vegar olli mér
heilabrotum var að klukkunni
skyldi vera leyft að vera sjö mínút-
um á undan samtíð sinni marga
mánuði, því ekki gengur hún vit-
laust. Tímamunurinn er alltaf
þessar sömu sjö mínútur. Sjö er
náttúrulega heilög tala svo ég er
einna helst farinn að hallast að því
að hér sé um að ræða tákn að ofan.
Sjá, hinu mannlega elementi
(hringjaranum) er betur treystandi
en hinu mekaníska (úrverkinu)! Á
sama hátt og manninum er betur
treystandi en manngerðri mekaník
skulum við setja traust okkar á
skaparann frekar en sköpunina.
Ágæti hringjari. Ég skrifa þér
þetta bréf til að þakka þér fyrir að
láta mig vita með reglulegu milli-
bili hvað klukkan slær þótt um-
hverfið reyni að telja mér trú um
að hún sé eitthvað allt annað.
Kær kveðja,
Davíð Þór Jónsson.
P.S.: í guðs bænum farið þið nú
ekki að leiðrétta klukkuna, ég er
farinn að treysta á að hún sé sjö
mínútum of fljót. Fyrst ekki er
hægt að treysta því að hún sé alltaf
rétt er lágmarkskrafa að maður
geti treyst því að hún sé alltaf jafri-
vitlaus.
„Þá fór ég að
halda að nú vœrir
þú fullur að sveifla
þér þarna í köðl-
unum hrópandi:
„ The hells, the
bells!“ Hvað á
maður að halda?“
FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994 PRESSAN 17B