Pressan - 14.04.1994, Side 20
VIÐ HLUSTUM
ALLAN
SÓLARHRiNGINN
643990
Nú er undirbúningur
fyrir Listahátíð ’94 í
fullum gangi en há-
tíðin hefst í lok maí og
stendur ffam til 19. júní.
Leikhúsáhugafólk mun fá
sitthvað fyrir sinjj snúð,
boðið verður upp á barna-
leikhús, Frú Emilía verður
með Macbeth og einnig
verða forsýningar á leikgerð
Viðars Eggertssonar úr
bókum Guðbergs Bergs-
sonar: „Sannar sögur af sál-
arlífi systra“. Fyrirhugað var
að sú sýning yrði ffumsýnd
í Þjóðleikhúsinu á þessu
leikári en hún komst ekki
fyrir vegna velgengni ann-
arra verkefna og færist því
yfir á næsta leikár. En Viðar
tengist einnig Listahátíð
með öðrum hætti. Útlit er
fýrir að Leikfélag Akureyrar
mæti suður með kabarett-
sýninguna Bar-par sem
slegið hefur í gegn fyrir
norðan. Aðeins tveir leikar-
ar eru í sýningunni, þau
Þráinn Karlsson og Sunna
Borg, þannig að það er ekki
mikið umstang því samfara
að flytja hana tO. Bar-par
verður væntanlega til sýn-
ingar á Hótel Sögu. Sýning
ffá LA hefur ekki verið á
**■“' Listahátíð síðan 1980 þegar
norðanmenn mættu með
rómaða uppfærslu á „Beðið
eftir Godot“, en þar var
Viðar einmitt meðal leik-
enda...
Og enn af leiklist á
Listahátíð. Hingað
til lands er væntan-
legt leikhúsið Theater de
Complicite. Þetta er eitthvert
virtasta leikhús í heimi og
þeir sem til þekkja segja að
þar sé á ferð leikhúsupplif-
un sem enginn megi missa
af. Þetta er alþjóðlegur leik-
hópur sem hefur aðsetur á
Englandi. Þau koma með
verðlaunasýninguna
„Streets of Crocodiles“ og er
búið að dagsetja sýningar
25., 26. og 27. júní í Borgar-
leikhúsinu. Þá er Listahátíð í
raun lokið en Theater de
Complicite fékkst ekki fyrr
vegna bókana víðs vegar um
heim. Aðalsprautan heitir
Simon McBumey, en hann
kom hingað barn að aldri
árið 1966 og var víst mjög
hrifinn af landinu og hefur
talið leikhópinn á að taka
ASKUR
Suðurlandsbraut 4a, sími 38550
Veldu eina af þessum frábœru steikum: • Sirloinsteik með estragonsmjöri
• Sinnepspiparsteik með piparsósu
• Hunangsgljáð grísalærissteik
• Grísahryggjarsteik með rjómasveppasósu
• Jurtakrydduð lambalærissteik með villijurtasósu
• Hvítlaukskrydduð lambalærissteik með steinseljusmjöri
Glóðarsteikingyfir opnum eldi! „Charbroil" — glóðarsteiking yfir opnum
eldi gefur steikinni alveg einstakt og Ijúf-
fengt bragð — betra en þú átt að venjast.
AÐEINS 990 KR.