Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 9
Islandssögunnar! / OÍM ^/^Flipþverksmiðja'Roth-flöl- _ / skyldunnar ■IWfífSrTTTTBmTTrTTM Bokstanegasti titillmn Owd /á^/^Flippverksmiðj a Roth-fjöl- skyldunnar Helsta lyftistöng íslenskrar furðuplatnaútgáfn er Svisslend- ingurinn Dieter Roth, sem átti með Sigríði Bjömsdóttur þrjú börn, þau Karl, Veru og Bjöm. Dieter var orðinn þekktur og eínaður listamaður á sjöunda áratugnum og átti mikinn þátt í uppsveiflu SUM-hópsins. Roth- fjölskyldan bjó á Bala í Mosfells- sveit og haíði yfir að ráða ágæt- um upptökugræjum. Undir merkjum Dieter Roth-forlagsins komu út margar af skrímustu plötum íslandssögunnar. Sú fyrsta var tveggja laga lítil plata með Melchior sem kom út 1974. Kjarninn samanstóð af Karli Roth, Hilmari Oddssyni og Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni, og síðar átti sveitin eftir að taka sig ögn alvarlegar á plötunni „Silfúrgrænt ilmvatn", sem Iðunn gaf út 1978. Af þeirri plötu varð lagið „Allan“, eítir Hilmar, vinsælast. Melchior fór þó aftur í flippgírinn tveimur árum seinna á plötunni „Balapopp“. Árið 1975 gerði Karl Roth sólóplötuna „Islenskra fjalla“. Hann var einn og lék gróít og einfalt trúba- dorgutl. I svipuðum anda var platan „Freddy and the Fighters“ sem kom út 1977. Þar voru á ferð Björn Roth og þrír félagar hans úr MH, þeir Sigurður H. Ingólfsson, Indriði Benson og Einar Hrafnsson. Lítið var um tónlistarhæfileika en strákarnir léku sér og spauguðu, og glömruðu á það sem til var á Bala. Árið 1979 kom út plata Veru Roth, „Piano Music“. Enn var róið á fábrotin músíkmið, platan er ein- faldlega píanóglamur eftir Veru og upptaka af henni og Dieter að kjafta saman. Sama ár var platan „Autofahrt/Bílferð“ gerð og hlýtur hún að teljast sú skrítnasta. Platan er skráð á feðgana Björn og Dieter og er heimild um bílferð sem þeir fóru ffá Bala til Reykjavíkur og aítur til baka. „Ég ók í bæinn,“ segir Björn, „og pabbi tók upp. Við fórum í búð í bænum, en svo keyrði pabbi heim og ég tók upp.“ Hljóðin á plötunni eru bílvél Landroversins, tónlist úr útvarpinu og hversdagslegt spjall feðganna — „svona nokkurn veginn það sem menn spjalla um þegar þeir fara í bíltúr“, segir Björn. Roth-útgáfan gaf út tvær plötur með tilraunum nýlistadeildar MHl. Árið 1979 kom út verkið „Summ- er Music“ — stór og lítil plata saman í pakka — þar sem nemendur nýlistadeildarinnar létu öllurn illum látum; og ári síðar kom út sex plötu kassi, „ísland — sinfónía í tíu hlutum“. Hermann Nitsch er skráður fýrir verkinu, en hann kom hingað og kenndi árið 1980 í nýlistadeildinni, þar sem tuttugu manna band var útbúið. Hermann er þekktur listamaður sem m.a. hefúr sett upp gríðarleg leikrit þar sem slátrun dýra kemur mikið við sögu. Árið 1982 kom svo út platan „Afurðir“, sem Bárðarbúðarböðlarnir eru skráðir fyrir. Forsprakkar þeirrar útgáfu voru Björn Roth og Kristinn Kristjánsson og fór upptakan ffam í fjölmennum partíum vestur á Hellnum og Hellissandi. „Þetta er sú partístemmning sem má heyra í að minnsta kosti einu húsi í hverju sjávarplássi á laugar- dagskvöldi," segir Björn. „Menn eru að glamra á gítara, sjóða eitthvert gutl upp úr bandarískum kántrí- stíl og kalla eigin lög, og svo kann kannski einhver 1-2 Dylan-lög.“ Dieter Roth Verlag hefúr nú hætt útgáfú á hljómplötum, aðallega vegna þess „að þetta var orðið alltof dýrt og tímaffekt". Eftir standa margar af ffumlegustu plötum sem hér hafa komið út. Árið 1972 gerði Jóhann G. Jóhannsson litla plötu með lögunum „Brotinn gítar“ og „Þögnin rofin“. Innihaldið var nákvæmlega í samræmi við titlana, glamrað var á kassagítar og hann loks brotinn á einni hliðinni, og löng þögn var rofin með miklu stríðsöskri á hinni hliðinni. „Þegar við gerðum tvöföldu Óðmannaplöt- una fengum við bara fjörutíu tíma í stúdíói í Kaupmannahöfn,“ segir Jóhann. „Að vísu feng- um við fýrir rest tuttugu tíma í viðbót, en þetta var samt mjög erfitt; það var unnið dag og nótt og menn voru orðnir svefnlausir og vitlausir. Þetta endaði með því að ég var skilinn eftir til að ganga ffá mixum og öðru. Eftir þetta storma- sama tímabil varð „Brotinn gítar“ til, og ég held að það hafi verið eins konar uppgjör við þetta tímabil. „Þögnin rofin“ var hins vegar tekin upp seinna á Hjallavegi. Ég hafði gert noklcrar til- raunir en það gerðist alltaf eitthvað áður en kom að þessu öskri, meira að segja kom einu sinni haglél. Einn morguninn vaknaði ég upp klukkan sex og tók verkið upp; vakti náttúrlega alla í húsinu svo þú sérð að þetta var alvöru; fólkið á efri hæðinni fékk sjokk en það kom nú reyndar ekki inn á teipið. Útgáfan sjálf var svo prófsteinn á þetta að þora. Ég var álitinn geðbilaður þegar þessi plata kom út, þetta þótti mjög skrítið. Það skemmtilegasta við þessa plötu var þó að hún skilaði hagnaði og þá hló Ámundi (Ámundi Ámundason, eigandi ÁÁ-records) rosalega. Málið var að Jón Ármannsson vínbóndi vildi gefa út heila sólóplötu en ég var eldkert mjög spenntur fyrir því. Ég sagðist þó skyldu gera það ef hann gæfi þessa plötu út. Ég fór heim til hans og setti upptökuna á. Barnið hans var óvært en þegar „Brotinn gítar“ var búið var barnið sofnað. Jón treysti sér samt ekki til að gefaplötuna út svo ég fór til Amunda, sem vildi gefa út tveggja laga plötu, sem síðar varð „Don’t try to fool me“. Eg sagði að það væri í lagi ef hann gæfi þessa plötu út fyrst. Hann samþykkti það að því tilskildu að hann þyrffi ekki að hlusta á plötuna. Það var margt fyndið við þessa plötu. Umbúðirnar voru skrautlegar, hún var þannig í laginu að erf- itt var að stinga henni undir stól. Hún var líka innsigluð og bannað að hlusta á hana í plötubúðum. Þetta var því allt spurning um að þora, um að taka áhættu: ég að þora að gera þetta og hlustandinn að taka þá áhættu að kaupa plötuna án þess að hafa hlustað á hana.“ ■ ■ . : ■ I w ' ■■ ■■ ' > f ■ 4 > N. ,, <. "> .. <> >•&■*>, >' > ■ ■ -• • ■ ■:... • ■•■ ■ • . ■■■■> >U , >'v * tf; — ■'■" ■ oðieim usust BUIB DR.«A3 _ Dónalegasta platan Mestan dónaskap og grimmasta mannhat- ur sem heyrst hefur á íslenskri plötu mátti heyra á smáskífú pönksveitarinnar Dýrið gengur laust, „Bláir draumar“, sem kom út 1989. Þar voru þrír ástsælustu trúbadorar landsins spyrtir saman sem „kynvillingar“, með orðbragði sem ekki er hafandi eftir. Lag- ið var flutt með pönktrukki öðrum megin og í trúbadorstíl hinum megin. Pétur Þórðarson samdi lagið en Jón Filippusson textann: „- Þetta var skot yfir strikið og ég dauðsé eftir þessu í dag,“ segir Jón. Hvaða hvatir lágu þarna að baki? „Ég veit það ekki, get ekki hugsað svo langt aftur í tímann.“ Þið selduð einhvern helling af þessu er það ekki? „Ætli það hafi ekki selst í kringum 1.000 eintök. Platan var höfð undir borðum í plötubúðun- um. Við gátum drukkið út á hana í langan tíma.“ Varðstu varvið taugatitring hjá skotmörkunum? „Nei, ekki svo ég muni nákvæmlega, en maður heyrði eitthvað út undan sér. Það varð sem bet- ur fer enginn eftirmáli af þessu. Vonandi gleymist þetta bara sem fyrst.“ Hljómsveitin Reptflicus kallar ekki allt ömmu síná þegar skringilegheit eru annars vegar, en þeir hafa þó ekkert gert jafnskrítið og plötuna „tat twas asi“ („Þetta ert þú“), sem kom út 1989. Annar meðlimanna, Guðmundur Magnússon, rifjar upp: „Við litum á þetta sem tólftommu. Við tókum gaml- ar plötur úr plötuskáp foreldra minna og máluðum þær svartar, bæði plöturn- ar og umslögin. Aftan á plötunni var lagalisti, þetta voru tvö lög, og leiðbein- ingar um hvernig átti að framkvæma lagið. Það fylgdu plötunni tvær blöðrur, önnur sem var í gegnum plötuna og átti að blása upp og setja á fóninn, en hina blöðruna átti að nota til hljóð- framleiðslu. Það fylgdu þessu mjög nákvæmar leiðbeiningar. Hugmyndin kom frá Bjarna móhíkana. Ég hitti hann á Laugaveginum þar sem hann var að ískra í blöðrum og sagði að þetta væri nýja platan sín — var með þessu að skjóta á okkur og þá tónlist sem við höfðum þegar gert. Okkur Jóa (Jóhanni Eiríkssyni) datt því í hug að gera þessa plötu og Bjarni er skráð- ur þriðji meðlimurinn, enda hugmyndin hans. Það stóð til að framleiða fimmtíu stykki en við gerðum bara u.þ.b. tíu. Þetta fékkst í Gramminu og við seldum eitt eintak. Ég veit ekki enn hver keypti það!“ Blöðrulegasta platan N- Jóhann R. Kristjánsson er einn af mörgum utanbæjarmönnum sem af og til spretta upp á plötumarkaðinum. Menn eins og Siggi Helga og Eddi (með plötuna ,,Tvöfeldni“) falla í sama flokkinn. Jóhann er á plötuumslaginu sagður gelta og röfla. Lögin eru fjögur og öll eftir Jóhann, tvö á íslensku á „innlendu hliðinni“ og tvö á ensku á „erlendu hliðinni“. Platan hét því óheppilega nafni „Er eitthvað að?“ og fékk einhvers staðar stutta krítík: „Já!!!“. Gunn- laugur Sigfússon skrifaði í Helgarpóstinn: „Ég kæri mig ekki um að eyða meiru af dýrmætu plássi í umfjöllun um þessa vitleysu. Ég vona bara að þetta sé eitt- hvert meiriháttar grín, því ef svo er ekki þá er þetta ákaflega sorgleg plata.“ Aðrir voru þó hrifnari og Jón Ólafsson lék plötuna mikið í út- varpsþætti sínum. En hvað hefur Jóhann R. Kristjánsson verið að gera síðan platan kom út árið 1982? Hefur hann búið til meiri tónlist? „Nei, ég hætti alveg,“ segir Jóhann þar sem hann býr nú á Egils- stöðum. „Það kom einn texti eftir mig á Satt-safnplötu ’84 en annars hef ég ekkert gert í tónlistinni. Það er samt aldrei að vita hvað gerist ef ég manna mig upp í að læra eitthvað á hljóðfæri. Ég hef aðallega fengist við skriftir, hef byrjað á nokkrum skáldsög- um, en annars hef ég verið að vinna í prentsmiðju. Það er að vísu búið að segja mér upp ffá og með næstu mánaðamótum.“ Versta platan? rn// FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.