Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 19
Lifið eftir vinn Eins og óskýrar hugsanir I raíhhildur Amardóttir opnar íýrstu einkasýn- I ingu sína í Gallerí Greip við Hverfisgötu, Vitastígsmegin, nú á laugardaginn. Sýningin stendur til íyrsta júní. Hrafn- hildur lauk námi við málara- deild MHÍ 1993 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hvað ertu að sýna? „Myndverk unnin með blý- anti á striga og með öðrum efn- um. Þetta eru allt verk ffá þessu ári.“ Er eitthvert meginþema í myndunum? „Þetta eru rólyndisverk úr af- kimum hugans, þar sem karakt- erar eru á ferðalagi á milli svefns og vöku, svona eins og óskýrar hugsanir.“ Ertu búin að skipuleggja næsta skref? „Já, ég fékk pláss í School of Visual Arts í New York og fer þangað í mastersnám í haust.“ Er eitthvert pláss fyrir unga myndlistarmenn á íslandi í dag? „Hver og einn ákveður hvernig hann spilar úr þessu. Það er mjög erfitt að stunda ein- göngu rnyndlist en jafnframt vont að þurfa að vinna mikið með.“ Með hvelfdan barm SIRENS LAUGARÁSBÍÓI ★★★ Sí I inemma á öldinni. Málar- kinn Norman Lindsey (Sam 'Neill) er um það bil að opna sýningu í Ástralíu sem síðar á að senda til Englands. Meðal mynda á sýningunni eru málverk af lostafullum nöktum konum og ein af Venusi krossfestri, sem fara fýrir brjóstið á kirkjunnar mönn- um. Þeir hafa reynt að fá lista- manninn til að skipta þessum myndum út fyrir einhverjar aðrar, en hann þvertekur fýrir það og hótar að gera usla í blöðunum verði hann þvingaður til þess. Þá gera þeir út Anthony Campion (Hugh Grant) sem sendimann sinn til að reyna að telja Lindsey hughvarf. Kona Anthonys, Estella við. Eins og t.d. í túlkun sinni á Anthony kallinum sem er jafnvon- laus í tilraunum sínum til að fá Lindsey til að skipta um myndir eins og í að halda innilegu sam- bandi við konuna sína. „Sirens“ er erótísk, seiðandi mynd með þungri undiröldu. Mynd sem er sérlega vel til fallið að njóta nú, þegar nótt- in er orðin svona björt. Bíó • Fúll á móti ★★★ Gömlu jaxlamir Walther Matthau og Lack Lemmon em stórskemmtilegir. Heilsteypt og skemmti- leg gamanmynd. Sögubíói 0 Ace Ventura ★★ Jim Carrey er lunk- inn, en sagan er þunnur gelgjusmellur. Sambióunum 0 Hetjan hans pabba ★ f tvennu höfðu framleiðendumir eitthvað fyrir sér: þetta er efui í gamanmynd og helvíti væri gott að fá Gérard í hana. Svo gleymdu þeir sér við hitt. Bióhöllinni 0 Óttalaus ★★ Eins og ekki sé pláss fýrir allt sem þarf að segja. Þess vegna verð- ur það sem gerist frekar yfirborðskennt. Bíóborginni 0 Systragervi 9 Eins og enginn sem vann við þessa mynd hafi haft nokkum áhuga á henni og menn fyrst og fremst hugsað um að drífa þetta helvíti af. Sambíóunum 0 Listi Schindlers ★★★★ Hrikalega áhrifamikil og laus við væmni, þótt hún fjalli um atburði sem vel er hægt að gera kröfu til að maður felli tár yfir. Háskólabíói 0 í nafhi föðurins ★★★★ Þessi skrípaleikur er sönn saga. Eitthvert mesta hneyksh sem riðið hefirr breskum réttar- farshúsum frá því pyntingar og limlesting- ar voru stundaðar í Tower of London. Háskótabíói (Tara Fitzgerald), fer með honum á búgarð Lindseys þar sem þau komast meðal annars í kynni við þrjár þokkadísir sem starfa við það að sitja naktar íýrir hjá málaran- um. Við kynni sín af þeim sem á búgarðinum dvelja og starfa verð- ur Estella fýrir miJdum áhrifum og fljódega segja hvatirnar til sín og erótískar hugsanir sækja á, bæði í svefni og vöku. Söguþráðurinn í Sirens er ekki flókinn og á ekki að vera það. Sirens er ein af þessum seiðandi myndum sem virka á tíðnisviði sem maður skilgreinir ekki með einföldum orðum. Vissulega gerist hún í ramma með vel afmörkuðu upphafi og enda og plottpunktum á sínum stað en hún snýst ekki um það. Hún snýst um fantasíur og strauma sem liggja undir yfirborðinu og eru túlkaðar í myndum, máluðum og kvikmynd- uðum, og í augngotum þar sem leikararnir segja mest þegar þeir segja ekkert. Ekki svo að skilja að samtölin séu óþörf hér. Þau krydda einmitt frásögnina með vísan í kristnina, Atlantis og Sírenurnar sem sátu á klettunum og lokkuðu til sín sæfara svo skip þeirra steyttu á skerjunum og þeir dóu unaðsleg- um dauðdaga í faðmi hafsins. Fyrirsæturnar eru einmitt dísir sem lokka og seiða á kynngimagn- aðan hátt. Ekki einasta eru kon- urnar gyðjum líkastar með sína hvelfdu barma og frjósemdarlegu mjaðmir, heldur eru þær líka ágæt- ar leikkonur. En í þessu tilfelli eru það ekki sjómenn sem eru dregnir á tálar heldur eiginkona sendifull- trúa kirkjunnar. I eggjandi leik með léttlesbísku ívafi ýta þær ímyndunarafli konunnar og áhorf- andans í gang. Ástralanum John Duigan, sem er bæði handritshöfúndur og leik- stjóri, hefúr teldst vel að skapa seiðandi andrúmsloft, fúllt af litl- um vísbendingum um alls konar hluti en blátt áfram þar sem það á „Þetta er erótísk, seiðandi mynd með þungri undiröldu. “ Á Café París þessa sömu helgi voru KK, Svava Johansen, Róbert Árni Hreiðars- son, vinkonurnar Kristín Ólafsdóttir og Helga Thors, Fjölnir Bragason hinn sterki, Jón St. Kristjánsson leikari, Björgvin Gíslason, Lilja í Cos- mó og Júdó- Bjarni. Sigurður Gísli Pálmason, eitt Hagkaupssystk- ina, sást ásamt fleirum sem tilheyra þeirri elítu á Kaffibarnum um helgina. Á lokasýninguna á Sumargestum í Nemenda- leikhúsinu í síðustu viku komu m.a. Sveinn Einars- son leikritahöfundur, Pétur Einarsson leikari, Sig- rún Waage leikkona ásamt móður sinni, Andrés Sigurvinsson leikstjóri og fleira innanbúðarfólk úr leikhúsunum. Þá fréttist af næturpartíi aðfaranótt sunnu- dags á Venus-Bóhem; stað unga fólksins, sem í voru m.a. félagarnir úr Bubbleflies Davíð Magnús- son og Páll Banine. Reyndu heimsfrægu bresku klúbbdiskótekararnir hvad þeir gátu til að fremja tónlist en illa gekk. Það ku víst hafa gengið betur fyrr um kvöldið. Þá má geta þess að Hilmar Jónsson, hinn upp- rennandi leikari, hélt stórveislu í Borgartúninu á laugardag í tilefni þrítugsafmælis síns, sem í voru svo að segja allir efnilegustu ungleikarar þjóðarinnar auk sumra sem þegar eru búnir að meika það, allt í allt hundrað manns þegar best lét. _______ fidvétríkin ★★★★ USSR á RÚV á föstudagúm. Léttur og leikandi '*^J*®**^* transkur fræðsluþáttur um sögu Sov- étríkjanna. ( þessum öðrum þætri af þremur er ÍJallað um harðstjómarar Stalíns. Si j O l'B £1 W §9 Fegurð 1994 ★★★★ á Stöð 2 á föstudagskvöld. Tuttugu gullfállegustu og greindustu stúlkur landsins ganga fram á sundbolum og síðkjólum, tjá síg um stjórnmái, heimspeki og útivist og falla svo ailar í tárvota kös þegar stóra stundin rennur upp. Frábær skemmmn fýrir konur og kalla, herra og perra. Fiauel ★★★ á RÚV á laugardag. Steingrímur Dúi kannar það heitasta í poppinu og ber það á borð án allra stæla. Langbesti poppþátturinn! At- hugið bre)4tan sýningartfma! Rósastríðið ★★1/2 War ofthe Roses á Stöð 2 á laugardagskvöld. Ágæt gamanmynd með Michael Douglas, Kathleen Tumer og feita dvergnum, Danny DeVito. Dómsdagur nú ★★★★ Apocalypsc Now á RÚV á laugardagskvöld. Francis Ford Coppola leikstýrir Martin Sheen, sem leikur bandarískan sérsveitarforingja sem sendur er til að drepa sköll- óttan Marlon Brando í frumskógum Víetnam. Sheen iendir í ýmsu, m.a. Robert Du- vall, sem elskar anganina af napaim á morgnana. Klassísk mynd og bönnuð innan 16 — bara vonandi að hún sleppi framhjá HeimL Kalli kanína fimmtíu ára ★★★ Happy birthday Bugs á Stöð 2 á hvítasunnudag. Upprifjunarþáttur tneð hinni öldnu skrípókanínu. „What’s up Doc?“ líkiega sagt finnntíu simtum. Norðan við stríð ★*★* á RÚV á hvítasunnudagskveldi. Baidur Hermannsson spjallar við Indriða G. Þorsteinsson um fólk og hross, og þekktustu persónumar úr skáldskap Indriða eru kynntar. Þegar tveir snUlingar leggja f púkk er útkoman al- gjör sniild, það þarfvarla að nefna það... Músíktilraunir 1994 ★★★ á RÚV á annan í hvitasunnu. Enn poppar Steingrímur Dúi og nú sýnir hann okkur það sem bílskúrsböndin voru að bedrífá á sviðinu á Tónabæ 25. mars sl., þegar úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram. Fimmtíu mínútur af kraftmiklu fröri. Dagsvcrk *★★ á RÚV að kvöldi annars f hvftasunnu. Kári G. Schram gerði jietta portrett af skáldinu Degi Sigurðarsyni nokkrum mánuðum fýrir andlát hans. Þetta er sannur þverskurð- ur af meistaranum og hráasta uætnrlíltnu i ReyKjavík. ý'. Fcðgar 9 Frasier á RÚV á föstudagskvöld. Slappur og VanSIl ófýndinn framhaidsþáftur um sálfræðinginn úr Staupasteini. Hann er ekkert fyndinn, greyið, þegar bargengið er ekki með honum. Bara tuttugu þættir eftir af þessu drasli — voff voffl Jólatöfrar ★ One Magic Cltristmas í Stöð 2 á laugardag. Hailó, er ekki maí núna? Trúður vill hann verða 9 Clowning around II á RÚV á sunnudag. ömurlegur ástr- alskur unglingaþáttur um versta skemmtiatriði sögunnar, franska látbragðslisL Bót i máli að það er bara einn þáttur effir. Gangitr lifsins 99 Life goes on II á RÚV að kvöldi annars í hvítasunnu. Korkí og fjöLskylda lufcast uni á náttfötunum í vaiiumkenndri hryggðannynd af amerískri kjamafjöLskyldu. Hundurinn á heimiliuu er eini fjölskyldumeðlimurinn sem virðist hafa fulla greind. Langversti framhaldsþáttur sem sést hefur í íslensku sjónvarpi, en bið- um við, er clcki innkaupadeildin búin að kaupa 22 nýja þætti — 22 nýja þætti! — nú getur maður ælt á hvetju mánudagskvöldi f ailt sumar! Sækjast sér uni líkir 9 Birds of a Feather á RÚV á eftir Korkí og DagsverkL Hörmu- lega fuil breskur framhaldsþáttur um tvær leiðinlegar systur. Hver stjómar þessu eigin- lega? Reka innkaupadcildina ekki seinna en í gær, takk fyrir! f~T FIMMTUDAGURINN 19. MAI 1994 PRESSAN 19B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.