Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 13
Þungt og svart 13 SALT SPOR ★★ Hallur Ingólfsson er góður trommari. Margir góðir trommarar hafa ofmetnast og fengið þá flugu i höfuðið að fyrst þeir væru góðir trommarar hlytu þeir að vera góðir lagahöf- undar líka. Þessi grilla ágerðist, Hallur gaf út „Damcrack“ undir nafninu Bleeding Volcano, hina þokkalegustu plötu sem lofaði góðu, og þá einna helst ef Hallur fengi sér þriðja eyrað til að halda aftur af verstu grillunum. Það hef- ur ekki gerst, enn er Hallur í eigin heimi — sem enn er ekki fullmót- aður — og fékk Spor nýverið til að gefa út klukkutíma langhund, nú undir leyninafninu 13, sem einnig er ritað Þrettán eða XIII. Til að- stoðar á plötunni er Eiríkur Sig- urðsson og á tónleikum bætist Jón Ingi Þorvaldsson við. Eins og „Damcrack“ er Salt til- breytingasnauð og einlit. Liturinn er svartur eins og leðurjakki, tón- listin þung sem dautt naut sem dettur á hlustandann og klessir honum við jörðina, þar sem hann getur lítið annað en nagað negl- urnar meðan fargið liggur á hon- um. Hallur var einu sinni í HAM. Sumt á þessari plötu minnir á þá gæðasveit nema hér eru fáar eftir- minnilegar melódíur og lítill húm- or, það tvennt sem hefur forðað HAM eftirminnilega ffá því að vera bara enn ein leiðindaþungasveitin. Eftir stendur þokukennd rokk- mynd, þar sem lögin renna saman í harðan og líflausan heildarpakka. Það er lítið gefið eftir í þyngslun- um, en samt rofar stundum til þeg- ar Hallur hittir á gjöfula æð. „Thir- teen“ er ágætt lag sem minnir á Pe- arl Jam, og „Crime" og „Family Affairs“ eru fín rokklög þar sem ógnvekjandi þyngslunum sleppir og við tekur velpælt milliviktar-ról. Hallur syngur, rymur og skrækir — eldd slæmur gaulari en per- sónuleikalítill. Þyngslin skapast af níðþungum bassadrunum, sem liggja á plötunni eins og mara, og fjölbreyttum trommuleik Halls, sem er taktfastur og klár að vanda. Gítarhljómurinn er eins í gegn; gráleitt fuss án útúrdúra. Hallur sannar með bestu lögun- um á plötunni að hann getur sam- ið fínasta rokk ef hann reynir. Enn þarf ég að stinga upp á þriðja eyr- anu, sem gæti vinsað úr verstu grillurnar. Best væri þó ef Hallur færi hægar í sakirnar, lægi betur yf- ir lögunum og tíndi út þyngstu og einhæfustu báknin. Það er víst sumar núna og því er útgáfa plötunnar á kolvitlausum tíma. Þeir sem þola ekki sumar og vilja viðhalda skammdeginu geta aftur á móti ekki fengið betri hjálp en þessa plötu. Hljómsveit með ræpu BLUR PARKLIFE ★★ Liðsmenn ensku hljómsveitar- innar Blur eru hálfgerðir hlaupahundar, enda áhuga- menn um það veðmálasport og - 4 í j* a r dr. Gunna Magnús og Jóhann Magnús og Jóhann ★★ „Oft fara félagamir fullnærri hættu- mörkum væmninnar og skjóta yfir strikið með sykurffoðu og vörumerkinu, skræku röddunum, sem síðar urðu breskum upp- tökumönnum ástæða til að kalla félagana „The Girls ffom Iceland“ þá þeir reyndu að meika það með Change.“ Reptilicus og The Hafler Trio Designer titne ?! „Það þarf visst hugrekki til að gera svona plötu, en ennþá meira hugrekki, já, beinlínis fífldirfsku, til að hlusta á hana.“ hafa slefandi hunda framan á nýju plötunni. Það er ekki ár síðan plata númer tvö kom út, hin ágæta „Modem Life is Rubbish11, ein af betri plötunum í fýrra. Á nýju plöt- unni hlaupa þeir áffam á hring- braut poppsins og éta upp það sem á vegi þeirra verður. Þeir slafra í sig Bítlana, Bowie og Kinks, og einnig væna slummu af nýrra rokkslátri: Buzzcocks, XTC og Jam. Síðast runnu úr þeirn harðir og vellykt- andi harðjaxlar, en nú vætlar út létt, lapþunn og klístruð ræpa, sem klínist ekki við eyrun á hlustend- um heldur einna helst við aftur- lappirnar á þeim sjálfum. Meirihlutinn af þessari plötu lendir beint í tunnu gleymskunnar eftir örfáar hlustanir. Háu raddirn- ar með ýkta enska ffamburðinum, sem pössuðu einu sinni, eru nú hjákátlegar og leiðinlegar í vemmi- legu gutlinu. Lög eins og „Tracy Jacks“ og „End of Century“ gösla áffam í sífelldri sleikjukenndri upprifjun á enskri poppsögu og „To the End“ væri kannski flott ef Dusty Springfield syngi það. Því verður þó ekki neitað að sumt er ágætt, og þá eingöngu sem grunnristandi léttmeti. „Girls & Boys“ er ágætur létt-Bowie, og eitt besta lagið er titillagið „Parklife“, sem grínistinn Phil Daniels raular, og gefur um leið aðra vídd með rödd sem er frábrugðin geldings- gjamminu í Blur-plebbunum. Ef Blur ætla ekki að renna niður sem lífsglöð ræpa i niðurfall popp- sögunnar þarf að beita einhverjum meðulum. Ég mæli með verk- og vindeyðandi-flösku af ffumleika. I <3 I a r ú r bj'ansanum Saktmóðígur Fegurðin, blómin ogguðdómurinn ★★★★ Þeir spila eins og þeir eigi lífið að leysa þótt kunnáttan sé kannski ekki upp á fjöl- marga FÍH-fiska. Þeir leggja fram fimm verk, hvert öðru betra, sannkölluð svöðu- sár á eyru hvers tónelsks manns.“ „Backbeat-bandið“ Tónlistin úr Backbeat ★★ „Liðið (úr ekki verri sveitum en Sonic Youth, Nirvana og REM) læðir engu af eig- in íjörefnum í vellandi rokkið. Þetta er samt allt klassískt efni og það þyrfti mikla evróvisjón-skitu til að klúðra jafhgóðu rokki.“ Nick Cave and the Bad Seeds Let love in ★★★★ „Þótt Vondu fræin séu að bauka hvert í sínu hominu sameinast þau þó alltaf í beinskeyttri en tilraunakenndri tónsúpu. Nick er þó aðalkokkurinn sem kemur með uppskriftirnar og leggur línurnar fyrir þessa tíu rétta veislumáltíð." Morphine Cure for pain ★★★ „Ef rokkbransinn er sjúkur er engin lækning í sjónmáli hér. Þetta er fínt til að hlusta á með bók í rykugum dívani eða sem bakgrunnstónlist í spekingslegum um- ræðuhópi.“ HAM að hætta H I j ó m s v e i t i n HAM hefur starfað síðan 1988 en nú er hún bráðum öll. Lokatónleikar sveit- arinnar verða 3. júní í Tunglinu, sem verður opnað sér- staklega fyrir tón-\ leikana. Þessi dag- setning er 90% ör- ugg að sögn Sigur- jóns Kjartanssonar söngvara. Tónleik- arnir verða teknir upp og gefnir út á geislaplötu síðar í sumar. „Ástæðan fyrir því að við erum að hætta," segir hann, „er sú að við erum búnir að vera að þessu í sex ár og vorum allir sam- mála um að þetta væri rétti tíminn. Persónulega vil ég fara að víkka sviðið, ekki einskorða mig við það sem HAM hefur verið að fástvið." Sigurjón hefur stofnað nýja hljómsveit, Ólympíu, sem hann er eini meðlimurinn í, en þó mun Björn Biöndal, bassaleikari í HAM, spila með honum þegar Ólympía hitar upp fyrir Saint Etienne 10. júní í Kolaportinu. Fyrsta lag Ólympíu til að lenda á plötu verður svo lagið „Hvert sem er" sem kemur út á safnplötu Smekkleysu, „Smekk- leysa I hálfa öld", sem kemur út 17. júní. Sigur- jón hefur svo fullan hug á að koma út plötu á ár- inu. „í Ólympíu er feng- ist við allt. Mér er ekk- ert heilagt, en útgangspunkturinn er bara að gera tónlist. Þetta er meira óháði listinn 20 vinsælustu lögin á íslandi Sæti i«g Hljómsveit Vikur i. (2) So Fine 3 2. (1) Toety •••••••••••••»•»• 4 \J. £. 4. f 4 j It Ain't Hard to Tell 5 5. (5) Do You Love Me ••••••••• 4 6. (12) • Sabres of Paradise 3 7. (Q\ Thursday 2 8. (9) Up to Our Hips «»••»••••• 4 •j- y t 10. ! 16) Get Undre9sed ••••♦••••< 3 11. (3) Biack Hole Sun ••••••♦•• 6 12 Lose Your Mind • • * «Bobb fBong & Bubbleflies) 1 13. Why Do We Care •••••••• *»♦•♦ *Compuision 2 14. (2'C) Po-sitive ID ••••••••••• Peoegade Soundwave 2 15. (15) Síeep forever ••♦•♦»•••»• *•••• Rosb 4 16. Bígpímpin ♦•♦* 1 17. Jaílbtrd .»•••••.»•••••• * * * * Primal Scf'Oðrn 5 18. Obtívion •*»»•«**»*»*»•* 6 19. PrefsKle t« Fear ♦•••'••** X 20. Hop Hatíf •!>•*****»»'» • • •Tennesse Traos 1 Vinsæjdalisti X-ws PKESSONNAft er leikínn á X-inu khikkan tóif á hárJe'Si á hverjuwt fmimttideíi pflgatr h'RfESSAM er kfMftiw ViMi«fdavalia fer fratvt ■ ííirevís 62S977 vjrka ríaga xiuvkan 9-17, Vsrtu n-eó i aA ve«sa tiittngií vineasfu'iítt !óg- 3 í'SiaslliS!. X-?nfi Atj PWrS'SUNí'JAft /alinn irfo^i»nrfu*r' '/-tnfi. rrtkvtfiýjo'o ■ í-tmvinnu v»i> íístéfnloj; skoliium oi* noolý3lnguni .olotiv- snúdíi díirtshiifiuni níBjartnfi om vflrtsHeiostu Ntiiher t svlga til sjRtío < iifit'.s i A^hufito vlku Sýrftur rjiówií — vafasami listiran 1 ainlntm • .............. A ★ffMXtíni popp en hefur verið, en annars vil ég ekkert ræða um eða skilgreina tón- listina." En HAM splundrast í fleiri áttir. Funkstrasse er hljómsveit sem hefur verið að í nokkur ár. Þar eru nánast allir meðlimir HAM að spila flott grín- fönk með Prófessorinn, Óttar Proppé, fremstan í stuðflokki. Funkstrasse verður með lag á safn- plötu Smekkleysu og e.t.v. plötu síð- ar á árinu. Þriðja afsprengi HAM er eins manns sveit Jóhanns Jóhannssonar hljómborðsleikara, Fluxus. Jóhann hefur þegar gert lag með Selmu Björnsdóttur sem kemur út á „Reif í staurinn" hjá Spori j júní. Um er að ræða endurgerð af Þú og ég-laginu „Dans dans dans", endurgerð sem eflaust verður heit á diskótekum í sumar. FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.