Pressan


Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 2

Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 2
fœr Styrmir Gunnarsson Jyrir niður- lag leiðara Moggans á þriðjudag: „...sömu meginlínur má sjá í úr- slitum kosn- inga ár eftir ár“ og ,fátt í kosninga- úrslitunum nú kemur á óvart. “ Aldrei að gefast upp... Nýr ritstjórnarfulltrúi Frá og með næsta tölu- blaði verða þær breytingar á ritstjórn PRESSUNNAfí að Sigurður Már Jónsson, sem gegnt hefur störfum rit- stjórnarfulltrúa, lætur af því starfi til að taka að sér rit- stjórn nýs tímarits um knatt- spyrnu, sem væntanlegt er á næstu dögum. Lesendur PRESSUNNAR munu þó áfram njóta hæfileika Sig- urðar Más, þótt í minna mæli verði. Við stöðu rit- stjórnarfulltrúa tekur Styrm- ir Guðlaugsson. Styrmir hef- ur langa reynslu af blaða- mennsku, af dagblöðum, tímaritum og vikublöðum. Um leið og við óskum hinu nýja tímariti velfarnaðar bjóðum við Styrmi velkom- inn til starfa. FYRST & FREMST Kratar eru súrir Kratar í Kópavogi eru margir óhessir með að hafa misst af sam- starfi í bæjarstjórn. Innan úr her- búðum þeirra heyrist að margir hefðu viljað stökkva til strax og bjóða Gunnari Birgissyni bæjar- stjórastólinn áður en hann semdi við Sigurð Geirdal. Ástæða þess að það var ekki gert er sú að Rannveig Guðmundsdóttir, varaformaður Alþýðuflokksins og leiðtogi krata í Kópavogi, lagðist gegn því. Því er hins vegar haldið fram að bæjar- stjórnarfulltrúarnir Guðmundur Oddsson og Kristján Guðmunds- son hafi setið með hendur í skauti á meðan Framsókn og íhald runnu saman á ný... Hvað vill hann upp á dekk? Staðan í stjórnarviðræðum í Hafriarfirði er ofurviðkvæm þessa dagana. Alþýðubandalagið er í oddaaðstöðu og bæði sjálfstæðis- menn og alþýðuflokksmenn hafa biðlað til þeirra leynt og ljóst. Hvorum tveggja flokknum þykir hins vegar alþýðubandalagsmenn- irnir gráðugir og hafa boð gengið á milli þeirra um að kæla allaballana. Mun helsti milligöngumaðurinn vera Guðmundur Ami Stefáns- son, fýrrverandi bæjarstjóri, sem fyrtist heldur við vegna harðra um- mæla Magnúsar Jóns Ámasonar effir kosningar, en hann spurði þá hvaða erindi Guðmundur Árni ætti upp á dekk í Hafnarfirði þar sem hann gegndi engum trúnaðar- stöðum... Skólastjórastaða undir? Inn í hið pólitíska púsluspil í Hafharfirði blandast skólastjóra- staða við Víðistaðaskóla, en þar er Magnús Jón Ámason, oddviti al- þýðubandalagsmanna, yfirkennari. Fyrir nokkrum árum sótti hann um stöðuna en fékk ekki. Nú er staðan aftur laus og enn hefur Magnús Jón áhuga. Það eru hins vegar sjálfstæðismenn sem ráða í stöðuna og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sem skipar. Er haft á orði að sjálfstæðismenn hafi þar tromp á hendi. Hefur jafh- vel verið rætt um að ef Magnús Jón fengi stöðuna þá gæti hann ekki orðið bæjarstjóri og því kæmi það í hlut Lúðvíks Geirssonar, annars manns á lista og formanns Blaða- mannafélags íslands... Þjóðleikhús á þjóðhátíð Eitt og annað varðandi þjóðhá- tíðardagskrána á Þingvöllum er nú að skríða saman. í hlut Þjóðleik- hússins kemur að setja upp valda kafla úr íslandsklukkunni og sýna þætti úr Skilaboðaskjóðunni. Ekki er búið að ganga frá nema þremur hlutverkum í lslandsklukku Hall- dórs Laxness, sem verða í höndum þeirra Helga Skúlasonar, Jóhanns Sigurðarsonar og Halldóru Bjömsdóttur. Ekki fékkst staðfest hjá Þjóðleikhúsinu hver færi með hvaða hlutverk en líklegt þykir að Jóhann túlki Amas Amæus og Halldóra Snæfríði fslandssól... Kemur Hannes í stað Illuga? Hinn tuttugu mínútna langi Reykjavíkurlistapistill Uluga Jök- ulssonar, sem hann flutti á Rás 2 aðeins tveimur dögum fýrir kosn- ingar, olli sem kunnugt er miklu fjaðrafoki í herbúðum sjálfstæðis- manna. I framhaldi af þvi fór Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ffarn á að hann fengi að svara „róg“ Illuga og „hvatningu hans til borgarbúa um að kjósa ekki Sjálf- stæðisflokkinn heldur R-listann“ eigi síðar en á laugardag, þ.e.a.s. kosningadaginn, í jafhlöngum pistli. Ekkert varð úr því, enda hafnaði Heimir Steinsson útvarps- stjóri beiðni Kjartans sem og út- varpsráð, sem sá ekkert athugavert við pistil Illuga eða skoðanir, enda væra pistlahöfundar ekki ritskoð- aðir. Hermt er að sjálfstæðismenn Bankarnir taka upp þjónustugjöld Hvernig er ódýrast að eiga peninga? Þjónustugjöld. Það sprettur fram svitinn við það eitt að heyra orðið. Fyrir mann sem spænir upp tvö 25 blaða tékkhefti á mánuði, sem alls ekki er sjaldgæf notkun, kostar það ekki lengur 500-kall á mánuði, heldur bætast nú við 950 krónur — 50x19 krónur — því nú eru bankarnir einn af öðrum að taka upp nítján króna gjald fyrir hvern tékka. Á ársgrundvelli eru þetta 11.400 krónur, sem auk heftanna gerir 17.400 á ári, að ekki sé nú talað um yfirdráttar- heimildina og FIT-kostnaðinn. Búnaðarbankinn reið á vaðið með þjónustugjaldið 15. maí, Landsbankinn lagði 19 krónurnar á 1. júní, sparisjóðirnir taka upp á þessum ósóma í næstu viku og íslandsbankinn 1. júlí. Ástæðan fyrir þessum mismunandi tímasetningum er að Reiknistofa bankanna réð ekki við að breyta kerfinu fyrir bankana alla í einu. Hjá flestum þeirra fer gjaldtakan fram einu sinni í mánuði. Viðskiptavinir fá sent yfirlit og tíu dögum seinna er uppsafnaða þjónustugjaldsupphæðin dregin af reikningnum. Þetta er auðvitað allt frekar súrt fyrir tékk- heftaspæni, en bíðum við: það er engin tilviljun að á sama tíma og þessum gjöldum er klínt á segja bankarnir að debetkortið sé komið til að vera. Fyrir debetkortin er tekið 250 króna ár- gjald, en hver færsla kostar níu krónur, nema í Landsbankanum, sem heimtar níu krónur og fimmtíu aura fyrir hverja færslu. Markaðsfull- trúar bankanna benda réttilega á að níu krónur séu nú ekki mikið miðað við að tékkheftin hafa alltaf kostað í kringum 250 krónur — kostnað- urinn sé í raun óbreyttur. Þeir segja að viðskipti með smáávísanir hafi verið alltof algeng og kostnaðarsöm fyrir bankana og því hefði þetta átak þurft. ÁTVR og Bónus hafa tekið upp, eða eru að taka upp, viðskipti með debetkort og því bendir allt til þess að það sé kominn tími á debetkort- ið. Fólksparar með því að láta beintengja greiðslur á ýmsum nauðþurftum eins og síman- um og rafmagninu: beingreiðslur kosta ekki neitt. Það er líka frítt að taka út reiðufé með de- betkortinu í hraðbanka. Fari fólk hinsvegar í bankann með debetkortið og borgi reikninga eða fái seðla þarf að borga fyrir það — fólk er með öðrum orðum að borga fyrir að standa í biðröðinni. Hvenær ætli bankarnir fari að selja inn? Aðrar ódýrari leiðir eru til. Það kostar enn ekki neitt að eiga sparisjóðsbók, en sumir segja að þjónustugjaldi verði jafnvel smurt á bækurnar. Að geyma peninga undir kodda kost- ar ekkert, en við mælum ekki með því miðað við innbrotatíðni. Það kostar um 1.000 krónur að leigja geymsluhólf í banka á ári og verður það að teljast nokkuð vel sloppið. Til að opna hólfið þarf að nota lykil kúnnans og lykil vaktmanns- ins, og ekki hefur verið talað um sérstakt þjón- ustugjald á viðvik hólfavarðarins — enn sem komið er að minnsta kosti. Þeir sem vilja mót- mæla þjónustugjöldunum — eða eru bara illa innrættir — geta leigt sér hólf og sett í geymslu eitthvað sem lyktar verulega andstyggilega, því samkvæmt lögum er stranglega bannað að eiga við hólfin án leyfis eiganda. Kannski ólykt í bönkum landsins verði að lokum til þess að þjónustugjöldin verði endurskoðuð? hafi ekki látið þar við sitja heldur haidið áfram að beita Heimi þrýst- ingi um að senda Illuga í sumarfrí og fá þess í stað inn Hannes Hólm- stein Gissurarson, en þeir hafa löngum þótt talsmenn öndverðra skoðana í pistlum sínum. Þykir mörgum sem aftur sé kominn tími á Hannes, enda töluvert síðan skoðanir hans hafi fengið að hljóma á Rás 2. Ekki er ljóst hvort áframhaldandi þrýstingur Kjartans og félaga hefúr borið árangur því Leifur Hauksson, stjórnandi morgunútvarps, vildi ekkert um málið segja. Það yrði bara að koma í ljós í dag, fimmtudag. Þegar út- varpsstjóri var inntur eftir áfram- haldandi þrýstingi Sjálfstæðis- flokksins kvað hann ekkert sérstakt af málinu að frétta, aukinhbldur sem hann fylgdist ekki með því hverjir færa í frí og hveijir ekki á Rás2... Lögmenn missa þolinmæðina Framferði Hrafhs Bragasonar á dómstólaþingi um síðustu helgi þýðir að lögmannastéttin mun vera endanlega búin að missa álit á hon- um. Hrafn var nefnilega gagnrýnd- ur mjög bak við tjöldin áður en síðustu tilfæringar hófust, en mörgum þykir vera alvarlegur mis- brestur á stjórnvisku hans. Um- mæli Hraíhs um Tómas Gunnars- son hæstaréttarlögmann voru síð- an dropinn sem fýllti mælinn og fékk forseti Hæstaréttar harðar ákúrar á þinginu firá lögmönnum sem hingað til hafa ekki risið upp í þessu máli. Það sem átti að vera þægilegar panelumræður snerist því upp í umræður um geðheilsu tiltekins lögmanns og siðferði for- seta Hæstaréttar. Þess má reyndar geta að Tómas hafði fýrir þetta ver- ið í hálfgerðri eyðimerkurgöngu með málflutning sinn, sem flestum lögmönnum þótti markast af held- ur ýkjukenndum viðbrögðum. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að fýlgismönnum Tómasar fjölgi... Margir kallaðir Eins og kunnugt er þá er laust til umsóknar sæti í Hæstarétti vegna fjölgunar dómara þar. Þegar hafa heyrst mörg nöfn, en það era að- eins getgátur enn sem komið er. Þar er til dæmis nefnd Ingibjörg Benediktsdóttir, settur hæstarétt- ardómari, en líklegt er að hún sæki um fasta stöðu. Þó að hún yrði skipuð yrði að setja inn annan dómara. Sömuleiðis úr dómara- stétt eru nefhdir þeir Allan Vagn Magnússon héraðsdómari og Egg- ert Óskarsson héraðsdómari. Þá segja margir að Jón G. Tómasson borgarritari vilji gjarnan færa sig um set úr því að sjálfstæðismenn séu búnir að tapa borginni. Einnig hafa heyrst nöfn sérlega hæfra manna eins og Gunnlaugs Claes- sen ríkislögmanns og Markúsar Sigurbjömssonar prófessors, en hann er eini prófessorinn sem hugsanlega myndi vilja sækja um stöðu. Það skal tekið ffarn að eng- inn þessara aðila hefur opinberlega lýst yfir áhuga sínum, nöfn þeirra hafa hins vegar komið upp... 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.