Pressan - 02.06.1994, Side 6

Pressan - 02.06.1994, Side 6
Vilhjálmur Bergsson listmálari í óvenjulegum málaferlum Fékk borgina dæmda til að kaupa af sér VILHJÁLMUR BERGSSON . Borgin kaupir myndina „Ýmsar eigindir" á 230.000 krónur þrátt fyrir að hún vilji hana ekki. Aþriðjudaginn gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að kaupa málverk eít- ir Vilhjálm Bergsson listmálara. Taldi dómarinn, Ingveldur Einars- dóttir héraðsdómari, að kaup- samningur hefði komist á og bæri borginni að uppíylla hann. Dóm- urinn er um margt athyglisverður en hann tekur meðal annars til þess hver ber endanlega ábyrgð á kaup- um listaverka hjá borginni. Tildrög málsins eru þau að Vil- hjálmur Bergsson listmálari, sem búsettur hefur verið í Þýskalandi í rúmlega tíu ár, hélt sölusýningu í Norræna húsinu í maí árið 1992. Á þá sýningu kom Gunnar Kvaran, forstöðumaður Listasafhs Reykja- víkur, og bað um að myndin „Ýmsar eigindir“ yrði tekin frá. Vilhjálmur tók myndina ffá og að sýningu lokinni varð það að sam- komulagi að hún yrði send að Kjarvalsstöðum. Þangað sendi Vil- hjálmur myndina ásamt reikningi upp á 230.000 krónur, en það var verð myndarinnar á sýning- unni. Deilan reis um það hvort þama hefði verið komið á bindandi kaupsamningi, en myndin var tekin frá að beiðni Gunnars. Eftir það var hún í vörslu Kjarvalsstaða í níu mánuði. Vilhjálmur, sem býr í Dusseldorf í Þýskalandi, spurðist ítrekað fyrir um greiðslu myndarinnar árið 1992 en fékk ekki svar fyrr en í byrjun árs 1993. Þá sendi Gunnar honum bréf um að Menningarmálanefnd Reykjavíkur hefði hafhað því að kaupa viðkomandi mynd en Menningarmálanefnd á að fjalla um kaup borgarinn- ar á listaverkum. Þrátt fyrir að málið sýnist ekki viðamikið þá munu bréf Vilhjálms til embættismanna borgarinnar hafa vakið mikla athygli fyrir orðalag. Þessi bréf voru meðal annars lögð ffam sem gögn í dómnum. „Orðfæri Vilhjálms var með þeim hætti að ég hef ekki séð annað eins,“ sagði háttsettur embættismaður. Vilhjálmur hefur um langt skeið átt heima í Þýskalandi en hann nam í París á sínum tíma. Hann hefur haldið þrettán einkasýningar í Reykjavik auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýning- um hér og erlendis. Hann hefur nefht stíl sinn „samlíf- rænar myndir“ en málverk hans eru „dálítið nýaldarleg" eins og myndlistargagnrýn- andi nokkur orðaði það. Fyr- ir áhugamenn um ættfræði má nefha að Vilhjálmur er bróðir Guðbergs rithöfund- ar. Taldi bindandi kaup- samning kominn á í raun snerist þetta mál um hvort bindandi kaupsamn- ingur hefði verið kominn á milli borgarinnar og Vil- hjálms. í niðurstöðu dómsins segir að þar sem ekki sé venja að skriflegir samningar séu gerðir um listaverkakaup verði að hafa hliðsjón af þeim venj- um sem myndast hafa um kaup þessi á milli listasafna og lista- manna. Fyrir dóminn var lögð yfir- lýsing tíu listamanna þar sem kom fram að þeir töldu andstætt venj- um að opinber söfn létu taka ffá myndir á sýningum listamanna og halda þeim ffáteknum til sýningar- loka, nema ædunin væri að kaupa viðkomandi Ustaverk. Mættu þrír þeirra fyrir dóminn og staðfestu þetta. Þá töldu þeir það andstætt venju að að opinber söfh óskuðu eftir afhendingu slíkra verka eftir sýningar nema kaupsamningur hefði komist á. Taldi dómarinn óumdeilt að þama hefðu verið komin á við- skipti og segir í niðurstöðu dóms- ins: „Komið hefur ffam í ffam- burðum vitna að venja sé að for- stöðumaður sjái um að koma ffam fyrir hönd listasafns gagnvart lista- manninum, þegar falast er effir myndum á sýningum. Þá hafa vitni staðfest að listamenn hafi ekki þurff að ganga úr skugga um að heimild innkaupanefndar lægi fyrir til kaupanna. Því verður að telja að stefnandi hafi mátt ætla að hann sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefði haff umboð, stöðu sinnar vegna, til þess að gera bindandi samninga fyrir hönd Listasafns Reykjavíkur, innan ákveðinna marka, sbr. 2. mgr. 10. gr. samningalaga nr. 7/1936, er hann bað um að myndin „Ýmsar eigindir" yrði tekin frá á sýningu stefnanda.“ Það kemur ffam að forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur svar- aði ekki bréfaskriffum Vilhjálms þar sem hann segir myndina selda og krefur um greiðslu. Taldi dóm- arinn að þá hefði forstöðumaður- inn átt að gera athugasemdir við þann augljósa skilning listamanns- ins að myndin væri seld. Með að- gerðarleysi sínu hefðu þeir í raun staðfest kaupin og nú sitja þeir semsagt uppi með myndina. Fyrir hana þurfa þeir að borga 230 þús- und krónur auk þess sem Vil- hjálmur fékk 90 þúsund krónur í málskostnað. Siguröur Már Jónsson Sumarbókin er komin! Veist þú hvemig er bægt að hafa stjóm á áhœttu og njóta um leiií hámarks ávöxtunari Þekkir þú alla möguleika til ávöxtunar í verShréfumí Veist þú hverjar eru helstu tegundir verðbréfa og bverjar þeirra henta þér? Síðasti kafli bókarinnar er helgaður hagnýtum aðferðum sem einstaklingar geta notað til að skipuleggja spamað sinn ogávaxta hann sem best. VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA ER í SENN TIL FRÓÐLEIKS OG TIL ÁNÆGJU, ÆTLUÐ JAFNT SEM UPPFLETTIRIT OG KENNSLUBÓK. BÓKIN ER HAFSJÓR UPPLÝSINGA, KENNINGA OG HAGNÝTRA AÐFERÐA VIÐ ÁVÖXTUN PENINGA. I bókinni er fjallað um innlend skuldabréf og hlutabréf, erlend verðbréf og verðbréfasjóði. Þar er að finna upplýsingar um íslenskan og , erlendan verðbréfamarkað, auk skilgreininga og skýringa. Kjarna bókarinnar er að flnna í köflunum sem fjalla um ávöxtun og áhættu. Þar er sett fram á aðgengilegan hátt ein helsta kenning fjármála- fræðinnar um það hvernig best er að ávaxta peninga í verðbréfum. I síðasta hluta bókarinnar eru settar fram hagnýtar aðferðir sem einstaklingar geta notað til að skipuleggja sparnað sinn og ávaxta hann sem best. I viðauka er orðalisti með yflr 140 skil- greiningum og einnig er fjöldi formúla settur fram með einföldum dæmum. / I bókabúðnm um land allt! VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. _____• Aðili að Veröbréfaþingi íslands • Árni Vilhjálmsson prófessor segir m.a. þetta um bókina: „Þessi bók er aðdáunarverð bæði um efiiistök og málfiar. Sem fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku er hún sannarlega tímabtzr... Það er heillandi hversu vel höfundum tekst til við útlistun kenninga fiármálafrteðinnar um val verðbréfa... Og að sjálfeögðu á bókin erindi við kennara og nemendur í viðskiptafrteðum bteði í framhaldsskólum og í háskólum. “ VERÐBRÉF & f/(ocrni(j <'/* hc.sl ad unu.x fa fic/u'/u/u? GUNNAR KVARAN Skoðuðu myndina í níu ménuði en vildu hana svo ekki. 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.