Pressan


Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 10

Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 10
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080. Símbréf: Ritstjórn 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 643085, dreifing 643086, tæknideild 643087. Áskriftargjald 860 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. á mánuði annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Upp með bókhaldið A Ovænt auglýsingaflóð og fjáraustur í nýafstaðinni kosn- ingabaráttu ætti að hafa kennt íslendingum tvennt: það verður að setja því takmörk í lögum hversu miklu fé stjórnmálaflokkar geta eytttil kosningabaráttu og það verður að upplýsa kjósendur um hvaðan stjórnmálaflokkunum kemur þetta fé. í Reykjavík einni eyddu flokkarnir tugmilljónum og voru aug- lýsingar, einkum sjónvarpsauglýsingar, stærsti útgjaldapóstur- inn. Það er allsendis óvíst og engin reynsla fyrir því hérlendis, hvaða áhrif auglýsingar hafa á kjörfylgi flokka. Þó verður því varla mótmælt, að auglýsingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík höfðu umtalsverð áhrif á batnandi stöðu hans alltfram að kjör- degi. Annars staðar, svo sem í Kópavogi og Hafnarfirði, er óljós- ara hvaða áhrif, ef þá nokkur, auglýsingar flokksins höfðu. En sú hugsun er ógnvænleg að hægt sé að kaupa sér kjörfylgi og þar með pólitísk áhrif með auglýsingaherferðum. Um þetta hafa stjórnmálaflokkarnir verið sammála hingað til og meðal annars gert með sér samkomulag um að birta ekki sjónvarpsauglýsingar. Sú samstaða rofnaði í þessum kosningum með ofangreindum afleiðingum, líklega vegna þess að Sjálfstæð- isflokkurinn áleit of mikið í húfi varðandi úrslit í Reykjavík til að vilja binda hendur sínar í baráttunni. Af því lærist að kjósendur geta ekki treyst flokkunum til að halda aftur af sér og því er tíma- bært að setja almennar leikreglur um upphæðir sem heimilt er að eyða í kosningaáróður. Þær reglur geta verið rúmar innan ramma ákveðinnar fjárhæðar og þyrftu því ekki að binda hendur áróðursmeistara umfram það sem nauðsynlegter. Hitt er ekki síður mikilvægt, að kjósendur fái um það sem ná- kvæmastar upplýsingar hverjir fjármagna kosningabaráttu flokk- anna. Reykjavíkurlistinn gaf um það nokkur fyrirheit í þessu blaði fyrir kosningar, að bókhald hans yrði gert opinbert. Það lofar góðu, en nær þó skammt ef ekki eru opinberaðar upplýsingar um hverjir lögðu fram umtalsverðar fjárhæðir — og hverjir gáfu um- talsverð verðmæti í vinnu eða þjónustu, því æ sér gjöf til gjalda. Sömu kröfu verður vitanlega að gera til Sjálfstæðisflokksins sem alltaf hefur neitað að gefa kjósendum minnstu upplýsingar um fjármál sín. Vitað er að alls kyns moldvörpustarfsemi — og hún sum beinlínis ólögleg — hefur tengzt kosningum áður fyrr. Hætta á slíku eykst í réttu hlutfalli við aukin fjárútlát. Þess vegna er bezt að upplýsingar um fjárhagsleg tengsl flokka, fyrirtækja og fólks séu uppi á yfirborðinu, kjósendum til upplýsingar og flokkunum til aðhalds og aukins trúnaðartrausts. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Jökull Tómasson útlitshönnuður, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Kristjánsson umbrotsmaður. PENNAR: Stjórnmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indriði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrœn málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Pétur Ormslev. Nýtt módel í samstarfi Innst inni veit ég að það að komast til botns leiðir til blindu, að óskin um.að skilja felur í sér grimmd sem þurrkar burt það sem skilningurinn leitar eftir. Aðeins upplifunin er næm.“ Þessi hugleiðing Smillu úr Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg leitar af einhverjum ástæðum á mig þegar ég les og heyri slcýringar á kosn- ingaúrslitunum í Reykjavík. Kannski vegna þess að margir virð- ast hvorki hafa skilið né upplifað. Morgunblaðið segir í forystu- grein að úrslitin komi ekki á óvart. Allt sé eins og 1978 og því ekkert að óttast um framtíðarstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Þrír þingmenn af gamla skólanum segja þá skoðun sína í Tímanum að ekkert hafí breyst og allt sé í föstum flokka- skorðum. Fólkið sækir sér forystu Eini flokksformaðurinn sem var nógu grimmur við sjálfan sig til þess að skilja að kosningarnar setja flokkkakerfið í uppnám var Ólafur Ragnar Grímsson, sem þó vann stærsta flokkslega sigurinn með glæsilegri frammistöðu G-lista um land allt: Alþýðubandalagið tvö- faldaði fulltrúatölu sína í sveitar- stjórnum landsins. Hann sagði eitthvað á þá leið í sjónvarpinu að fólkið í landinu myndi sækja sér sína forystu, eins og það sótti Ingibjörgu Sólrúnu til forystu í Reykjavik, ef flokkar og leiðtogar þeirra skildu ekki sinn vitjunartíma. Fyrir þingmenn sem eiga stöðu sína undir núverandi skipulagi hljómar þetta eins og ógnun. Þeir eru jafnvel til sem telja það affara- sælast að almenningur sé ekki að skipta sér af flokksræði og þing- ræði. Öðrum finnst það sjálfúr kjarni lýðræðisins að svara kröfúm sem rísa meðal almennings með pólitískum aðgerðum og samfylk- ingu um tiitekin markmið. Flokkasamstarf og sterkur foringi Það sem er nýtt, stórbrotið og hættulegt Sjálfstæðisflokknum í kosningunum er hvorki meira né minna en nýtt módel í samstarfi vinstri- og miðjuflokka. Það er mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að komast hjá því að draga þá álykt- un. Módelið er svona: 1. Ákvörðun um samstarf flokka fyrir kosningar. 2. Tilnefhing leiðtoga sam- starfsins. 3. Samfylking að baki leiðtog- anum í kosningabaráttu. „Elementary, my dear Watson.“ Grundvallaratriði: Flokkasamstarf og sterkur foringi. Sérstaklega ungt fólk upplifir trúnað milli slíks for- ingja og markmiða þeirrar hreyf- ingar sem rís að baki honum eða henni sem eðlilegan kjarna stjóm- mála. Val um ríkisstjórn Margir munu fullyrða að módel af þessu tagi gangi ekki upp í landsmálunum. í borgarmálunum hafi verið auðvelt að velja foringja vegna Jaess að þar hafi engir verið fýrir. A landsvísu séu alltof margir smákóngar til að módelið virki. Þetta er að sjálfsögðu röng ályktun vegna þess að áhrifaafl almennings er ekki tekið með í reikninginn. Verði krafan um að fólk fái að velja sér næstu ríkisstjórn í þing- kosningunum nógu sterk mun stjórnmálaforystan væntanlega laga sig að henni, eða verða sett af ella. Engum þeirra Halldórs, Jóns Baldvins eða Ólafs Ragnars mun þá líðast að skríða upp í hjá Sjálf- stæðisflokknum. Ekki heldur Jó- hönnu. Megi þeim gefast græn- lensk heildarsýn til þess að upplifa þetta ef þau fá ekld skilið það, svo aftur sé vitnað til Smillu eins og í upphafi máls. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. „Það sem er nýtt, stórbrotið og hœttulegt Sjálfstœðisflokknum í kosningunum er hvorki meira né minna en nýtt módel í samstarfi vinstri- og miðjuflokka. “ „Forspárgildi kannana Hún var undarleg úttektin í DV á þriðjudag um for- spárgildi skoðanakannana sem gerðar eru í landinu. Með meðaltalsútreikningum á síðustu xxx borgar- og alþingiskosningum kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að þess eigin kannanir hafi mest forspárgildi, þ.e. séu næst raun- verulegum úrslitum kosninganna. Hvergi er sagt hvaða ályktun eigi að draga af þessu, en væntanlega er ætlazt til þess að lesendur álykti sem svo að kannanir DV séu áreið- anlegastar eða nákvæmastar af könnunum sem gerðar eru — sá er að minnsta kosti undirtónninn í þessum samanburði á spánum og raunveruleikanum. Þetta er í bezta falli ósvífin sjálfhælni og í versta falli misskilningur á eðli skoðana- kannana. Látum vera að hvergi kemur fram hversu skammt eða langt frá kosningum hver könnun var gerð, en það þurfa lesendur að vita til að geta lagt mat á samanburðinn. Lát- um líka vera að DV sleppir í þess- um samanburði öðrum og „óhag- stæðari“ skoðanakönnunum, til dæmis á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og annars staðar sem mældist í öllum könnunum víðs fjarri því sem svo varð raunin. En það eru ekki aðalatriði. Hitt er aðalatriði, að skoðanakannanir koma kosningum í raun sáralítið við. Þær eru, ef þær eru rétt gerðar, mæling á skoðunum kjósenda á þeim tiltekna tímapunkti, en ekki spár um skoðanir þeirra að ein- hverjum tíma liðnum. Þetta kepp- ast þeir, sem að könnunum standa, við að minna fólk á, að minnsta kosti þangað til DV tók núna ann- an pól í hæðina. Það er rétt að könnun DV var nálægt því sem urðu úrslit kosn- inganna. Það segir hins vegar ekk- ert um hvort hún var rétt eða röng og því síður eitthvað um „forspár- gildi“ hennar. Það eina, sem þessi samanburður segir okkur hugsan- lega, er að kjósendur skiptu ekki um skoðun frá því DVgerði könn- unina, ef það var þá rétt mæling. Hitt er líka hugsanlegt (þótt ekkert bendi til þess) að mæling DV hafi verið vitlaus, en kjósendur hafi skipt unnvörpum um skoðun síð- ustu tvo dagana. Um hvorugt er hægt að fullyrða. Það gæti reynzt hættulegt að temja lesendum þennan hugsunar- hátt um „forspárgildi“. Fyrir næstu kosningar gæti nefnilega farið svo að DV mældi stöðuna hárrétt tveimur dögum fyrir kosningar, en þær færu svo alveg á skjön við könnunina. Ef lógíkin í frétt DV er notuð væri eðlileg spurning les- enda þá: „Nú, er þá ekkert að marka þessar bölvaðar kannanir?" Skoðanakannanir eiga undir högg að sækja, ekki sízt hjá sumum stjómmálamönnum sem vilja tak- marka birtingu þeirra. Það er ekki til bóta og skoðanakönnunum ekki til framdráttar að planta ranghug- myndum um hvað þær eru — og hvað þær eru ekki. Karl Th. Birgisson “skoðana Fjölmiðlar í'' D(i ” ;t;uur,. Jeq M .mitr.-i -seS vA’ Lujjfs uniixo *» - ■qjí uutí mnpeui towu i utfpae* waíim* **•-■■■■ „Það eina, sem pessi samanburður seg- ir okkur hugsanlega, er að kjósendur skiptu ekki um skoðun frá þvíDVgerði könnunina, efþað var þá rétt mæling. “ 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.