Pressan - 02.06.1994, Page 15

Pressan - 02.06.1994, Page 15
Opið bréf til ritstjóra, blaðamanna og eigenda Pressunnar vegna óverðskuIdaðrar „upphefð- ar“ og nauðgunar á mannorði Iblaði yðar 26. maí er grein sem ber yfirskriftina „Islenskir elsk- hugar — konur velja bestu eiskhugana", þar sem nafn mitt var á lista ásamt þrjátíu öðrum karl- mönnum. Greininni var ætlað að vera upplýsandi um gæði og eigin- leika þessara elskhuga, snilld þeirra í bólfimi og væntanlega einnig hugsuð sem einhverskonar klapp á bakið fýrir góða frammistöðu, og elskhugatitillinn hugsaður sem virðingar- eða verðlaunatitill, sam- anber keppnina Fegurðardrottning Islands, eða þess háttar. Nú er það ekki óalgengt að bæði rnenn og konur sækist eftir ýmsum titlum í lífinu. Skemmst er að minnast borgarstjórnarkosninga, nú og svo auðvitað fegurðarsam- keppna, hárgreiðslusamkeppna, íþróttakeppna ýmiss konar ofl. ofl. En í flestum tilfellum eru keppend- urnir meðvitaðir um þá keppni sem þeir eru að taka þátt í og oftast nær eru þeir sjálfviljugir þátttak- endur. Svo var ekki um „elskhuga- keppnina“. Ég hugsa að enginn sem sá umrædda grein ímyndi sér annað en að samþykki allra „þátt- takenda“ hafi verið fyrir mynd- og nafnbirtingu. En það er alls ekki raunin, að minnsta kosti hreint ekki í mínu tilfelli. I símtali við rit- stjóra yðar, daginn eftir útkomu blaðsins, sagði hann mér að giftir menn hefðu verið á undanþágu frá „þátttöku“ í „keppninni“ af tillits- semi við konur þeirra! En hvar var þá tillitssemin við konur og unn- ustur þeirra manna á þessum lista sem sannarlega eru í farsælu sam- bandi eða sambúð, og hafa verið lengi, jafnvel nýorðnir feður? Að minnsta kosti einn á þessum lista er reyndar giftur maður, það er vit- að mál. Hvaða pólitík var stuðst við í útdeilingu „tillitsseminnar“ í þessu máli? Og hvernig ætlið þér að bæta þeim manni upp missi unnustu sinnar sem sleit samband- inu samstundis eftir að hafa séð umrædda grein, á þeim forsendum að hún gæti ekki látið sjá sig með honum opinberlega því allir myndu halda að hún væri ein af „þessum konum“ sem hann hefði „veitt“ af „meðfæddum sjarma“ sínum og þar með gæti henni aldrei liðið öðruvísi en ómerkilegri dræsu við hlið hans í fjölmenni, og lái henni hver sem vill. Gerið þér yður enga hugmynd um hverskon- ar skaða þér valdið með þessu háttalagi eða ímyndið þér yður að allir hafi sama sauruga hugsunar- háttinn og þér sjálfir? Nú verð ég að taka það ffarn að mér er ekki kunnugt um hug allra „keppendanna" til þessarar „keppni“ þar sem við „elskhugarn- ir“ höfum aldrei hist formlega undir þessum merkjum, aldrei far- ið saman í líkamsrækt til þess að stæla okkur fyrir „keppnina“ og þaðan af síður var okkur gefinn kostur á að segja nei takk við því boði að vera dregnir niður á yðar auvirðilega plan. Ef til vill er ég eini „keppandinn“ í þessari „keppni" sem finnst ekki upphefð að því að taka þátt. Þó veit ég að þeir eru fleiri. En ef til vill eru einhverjir hinna þrjátíu hæst-' ánægðir með að vera á svona lista sem sjálfsagt á eftir að verða þeim til ffamdráttar. Og það er hið besta mál, þ.e.a.s. fyrir þá sem líta á þetta sem upphefð. En því miður er mér fyrirmunað að líta þannig á málið. Skilningur yðar á orðinu prent- ffelsi er greiniíega sá að það sé ffelsi til að birta hvaðeina sem yður dett- ur í hug um hvern sem er að hon- um forspurðum en leyna nöfhum heimildarmanna. Og fórnarlömb eiga þess engan kost að bera hönd fýrir höfuð sér. Illmælgi, rógur og baktal eru yðar lifibrauð og engu er líkara en að slagorð hinnar svoköll- uðu Gulu-pressu í blaði yðar sé í raun það sem þér starfið eftir af fullri alvöru; semsagt: hafa skal það sem betur hljómar. Ritstjóri yðar tjáði mér í símtali að „það væri lítið fútt í því að skrifa um einhvern ef bera þyrfti það allt undir viðkom- andi“. Semsagt: hafa skal það sem betur hljómar, sama hvaða afleið- ingar það hefúr fýrir viðkomandi. Nú er ekki gott að segja hvað ég get farið ffamá að blað yðar geri til að bæta fyrir óleyfilega notkun á nafni mínu og mynd í svo áberandi og niðurlægjandi „keppni“ sem þetta óneitanlega er. En mín fýrsta krafa er að nöfn „dómnefhdar“ verði birt svo ég geti áttað mig á því hvort ég hafi í raun og sannleika haft einhverjar þeirra á milli hand- anna eða hvort þær séu upp til hópa ímyndunarveikar konur sem aðeins beri í brjósti dulda þrá til at- lota minna en finnist það smart af- spurnar að segjast hafa verið teknar á lífbeinið af undirrituðum. Það er kannski einhverskonar kompl- íment út af fyrir sig að konum finnist það vera status að ljúga því til að þær hafi sofið hjá manni. En það breytir því ekki að yður er ekki stætt á öðru en að birta nöfh þess- ara kvenna, með mynd að sjálf- sögðu. Annars er tæplega hægt að gera ráð fýrir að „keppni“ þessi sé byggð á réttum upplýsingum eða að „elskhuga-“titillinn sé verð- skuldaður á meðan dómnefhdin er í felum. Þær geta tæplega heyrt undir „ónafngreinda heimildar- menn“. Að öðrum kosti er ekki annað hægt en kalla blaðamennsku af þessu tagi mannorðs-morð og blaðamenn yðar mannorðs-morð- ingja og þá eru ritstjórar og eigend- ur ekki undanskildir. Ég kemst ekki hjá því að sjá þetta öðruvísi en að mannorði mínu hafi verið nauðgað af blaði yðar og ein- sog öllum fórnarlömbum nauðg- unar ber að gera ætla ég ekki að bera skömmina með þögn, heldur krefjast þess að blaðið játi á sig glæpinn og taki út sína refsingu. Ég veit ekki betur en Pressan hafi bar- ist hvað harðast fyrir því að fá nafn- og myndbirtingar glæpa- manna gerðar opinberar öðrum til viðvörunar. Og nú blasir sú krafa við yður sjálfum að þér gangið framfýrir skjöldu, öðrum til fyrir- myndar, ásamt vitorðsmönnum yðar, „dómsnefndinni“ í „elsk- hugakeppninni“, og gerið hreint fýrir yðar dyrum. Sýnið oss andlit yðar svo vér almenningur megum þekkja yður hvar sem þér farið. Þá eigum við, sem ekki lifum í felum á bakvið fjölmiðil, kost á tvennu a) að ganga á brott svo vér megum vera afskiptalausir af hnýsni yðar, eða b) sparka í yður. Ef til vill teljið þér af lestri þessa bréfs að ég sé reiður. Það er mikill misskilningur. Ég er logandi sjóð- bandbijálaður og svíður það sárast að eiga ekki vopn við hæfi til þess að skjóta undan yður það sem yður þætti án efa sárast að missa. Nú er svo komið að mannorð mitt er skaðað af yðar völdum, svo freklega að ekkert myndi réttlæta þá gjörð annað en að sjá yður öll, sem að umræddri grein stóðuð og berið ábyrgð á þessum vikusnepli, standa nákvæmlega í sömu spor- um og ég geri nú; með opinberlega svívirt mannorð. Yður væri trúandi til að segja sem svo að þar sem ég, og fleiri, sjáumst stundum á börum og krám á kvöldin þá bjóðum við uppá að vera teknir fyrir í umfjöll- un sem þessari. En það eru auðvit- að sömu rök og nauðgarinn notar þegar hann segir að kona biðji um að vera tekin með valdi vegna þess að hún gangi í stuttu pilsi á al- mannafæri. Blað yðar er frægt að endemum fýrir sambærilegar nauðganir í gegnum tíðina og nú er ef til vill kominn tími til að fómarlömbin, vinir þeirra, kunningjar og aðrir þeir sem finna til með þeim, taki sig saman um að rústa mannorði yðar, útgáfunni í heild og allri þeirri andstyggð sem af yður hefur hlotist í gegnum tíðina. Víst er að hópurinn er nokkuð fjölmennur, þó fæstir þori ef til vill að láta í sér heyra svo sem algengt er um fórn- arlömb í nauðgunarmálum. En því vil ég beina orðum mínum til aUra þeirra sem hafa þolað mannorðs- missi af yðar völdum að gera það sem í þeirra valdi stendur, hver á sínum stað, til að grafa jafht og þétt undan yður og starfsemi yðar. Ekki kæmi neinum á óvart að sjá opnugrein í blaði yðar undir fýrir- sögninni: „Hverjir höfðu mök við hvern um helgina; hvar, hvenær og hvernig?“ Eða verður næsta skrefið að halda samskonar elskhuga- keppni um íslenskar konur svo aUir þessir elskhugar geti fundið sér konu við hæfi? Það gæti orðið spennandi listi, ekki satt, og ábyggilega ekki síður líklegt til að selja blaðið jafnvel eða betur, því hver vill ekki heyra um vergjarnar konur? Ég bara spyr. 1 sjálfu sér er það jafnréttismál, hvorki meira né minna, að blað yðar birti sambæri- lega úttekt á bólfimum konum. Eða er það kannski feimnismál? Yrði það ef til viU of mikfll mann- orðshnekkir fýrir kvenþjóðina? Er það kannski feminískt leyndarmál að konur sækja stíff á bari og krár í „Er það kannski feminískt leyndar- mál að konur sœkja stíft á bari og krár í leit að skyndikynnum? Ég gæti nefnt nokkrar sem ég hefþurft að forða mér undan, allt að því á hlaup- um. “ leit að skyndikynnum? Ég gæti nefnt nokkrar sem ég hef þurft að forða mér undan, aUt að því á hlaupum. Voru þær kannski í „dómnefhdinni“, blessaðar? Það má vera að blaðamenn, ritstjórar og eigendur óttist að þeirra föngu- legu spúsur yrðu ofarlega á lista í þesskonar keppni? Eða jafnvel blaðamenn sjálfir? Um það er ekki gott að segja. Að lokum fer ég ffarn á að grein þessi verði birt á afar áberandi stað í blaði yðar, óstytt, með eins stóru letri og hægt er, og einhverskonar muldur frá ritstjóra eða klór í bakkann frá eiganda væri gaman að sjá á sömu síðu. Friðrik Erlingsson vegna þessarar litlu greinar myndi ég stinga upp á að eitthvað hafi verið þar brogað fyrir, ef hún dugði til að ljúka því. Það er sem betur fer enn ekki svo komið að fjölmiðlar geti sagt fólki hvort það er ástfangið eða ekki. Það eru erfiðustu augnablikin í þessu starfi eins og öðrum, þegar eitthvað sem gert er veldur sak- lausu fólki sársauka og fer reyndar drjúgur hluti starfsins í að reyna að komast fram hjá þeim fenjum, hvað svo sem Friðrik og aðrir gera sér í hugarlund um það. Ef þessi umfjöllun særði saklausa er það auðvitað þyngra en tárum taki og bæði rétt og skylt að biðjast afsök- unar á því, svo langt sem það nær. Sú var nefhilega ekki ætlunin, hvorki með þessum skrifum né öðrum, hvað sem líður dylgjum Friðriks um vísvitandi mannorðs- nauðganir. Það kann að valda Frið- riki vonbrigðum og jafnvel hljóma ótrúlega — enda er sálinni off meiri friðþæging í því að hata í fjarska — en það hljótum við að eiga við samvizku okkar. Það er vitanlega meira en sjálf- sagt, ef það skyldi verða Friðriki til einhverrar fróunar, að birta hon- um mynd af mannorðsmorðingj- anum, öðrum álíka „glæpamönn- um“ tfl viðvörunar. „Glæpinn“ játa ég ekki, sem ekki var framinn, en þykir þó rétt að auðvelda Friðriki að fá frekari útrás fýrir reiði sína, hvort heldur er með spörkum eða öðru ofbeldi sem freistar hans. Því fýrr getur hann vonandi snúið sér að þeirri tegund skrifta, sem hefur orðið honum tfl sóma og okkur og börnunum okkar tfl ánægju. Karl Th. Birgisson Reiður ungur maður Góður rithöfundur eins og Friðrik Erlingsson veit ef- laust að það er ekki skyn- samlegt að skrifa eitthvað til opin- berrar birtingar þegar maður er reiður. Bréf hans ber öll merki þess — það er ruglingslegt og hreint ekki auðséð nákvæmlega hvert hann er að fara. Ef tilgangurinn var sá, að ausa úr skálum reiði sinnar, þá hefur það tekizt. Ef hann var sá, að mótmæla greininni efhislega þannig að skiljanlegt sé, þá hefur það að sama skapi mistekizt. Þó þykir mér rétt, úr því sem komið er, að gera tilraun tfl að skýra málið frá mínum bæjardyrum. Það er stórkostlegur misskiln- ingur, sem Friðrik Erlingsson er svo sem ekki einn um, að ekki sé hægt að fjalla um fólk í fjölmiðlum án þess að samþykki þess komi til. Hann fer rangt með tflvísun í sam- tal okkar um þetta — vonandi ekki vísvitandi —, nefhflega þau orð mín að það væri „lítið fútt“ í blaða- mennsku að öðrum kosti. Ég er ekki þessarar skoðunar (og notaði aukinheldur ekki orðið „fútt“ í samtali okkar), en ég reyndi að koma honum í skflning um að það yrði þá lítið sagt og skrifað nokkurs staðar ef allt væri háð samþykki viðfangsefnisins. Eða ímyndar Friðrik Erlingsson sér að ffétta- menn hringi í fólk, þegar eitthvað fféttnæmt gerist, og spyrji: „Er þér sama þótt við segjum þessa ffétt?“ eða „Er þér sama þótt við skýrum ffá eftirfarandi staðreyndum?" Þetta er of fáránleg hugmynd til að fleiri orðum sé eytt á hana. Það er hins vegar rétt að það upplýsist hér og nú, að það var eftir miklar umræður og skoðanaskipti hér á ritstjórninni að umrædd „Það er rétt að það upplýsist hér og nú, að það var eftir miklar umrœður og skoðanaskipti hér á ritstjórninni að um- rædd grein var birt. “ grein var birt. Hún hafði þá tekið miklum breytingum ffam og tfl baka, verið endurskrifuð, endur- skipulögð og endurhugsuð. Ástæð- an var vitanlega sú að ég gerði mér grein fýrir því hversu viðkvæmt málið gat verið og af minni hálfu var lögð áherzla. á að hún yrði skrifuð án þess að neinn meiddist af umfjölluninni. I því fólst meðal annars að ekki stæði til að skrifa um einkalíf nafngreindra einstak- linga né heldur yrðu þeir nefndir sem hefðu verið kvæntir til margra ára. Hins vegar var tekið ffam að einhverjir þessara gætu verið „komnir á fast og hafi verið það um tíma, en allir hafa þeir líka um lengri eða skemmri tíma leikið lausum hala“. Þegar mér þóttu nauðsynlegir varnaglar hafa verið slegnir var ákveðið að birta greinina. I henni var ekki að finna meiðandi um- mæli um nafhgreinda einstaklinga — og raunar ekki nein ummæli um nafngreinda einstaklinga yfir- leitt —, enda er ekki að finna í reiðflestri Friðriks eina setningu um það, í hverju hin meinta meið- ing eða „mannorðsmorð“ er fólg- in. Ef það er rétt, sem Friðrik gefúr í skyn, að ástarsambandi hafi lokið FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994 PRESSAN 15

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.