Pressan


Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 16

Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 16
Ikvöld hefst þing Stórstúku Is- lands (IOGT) í Reykjavík. Sem endranær verða nokkrir þjóðfrægir einstaklingar fyrir utan stúkuna heiðraðir sérstaklega af stúkunni fyrir framlag þeirra til bindindismála. Vanalega er fjöldi manns tilnefhdur enda um bæri- lega upphefð að ræða. Eins og vanalega hvílir leynd yfir nöfhun- um en eftir því sem komist verður næst verða þau Magnús Scheving þolfimimaður, Edda Björgvins- dóttir leikkona og Sigurbjörn Bárðarson hestamaður heiðruð þetta árið, enda öll kunn fyrir að vera bindindismanneskjur... Hið nýstofhaða Jafnaðar- mannafélag íslands, sem varð til innan Alþýðu- flokksins með nokkrum hvelli fyrir nokkrum vikum, fær ekki marga fulltrúa á komandi flokksþingi krata.^Að sögn þeirra sem til þekkja verða fulltrúar þess s< í tveir af stofnendum félagsins, þær Ólína Þorvarðardóttir og Lára V. Júlíusdóttir, fara ekki á flokksþing sem fulltrúar þess, heldur voru þær valdar þingfulltrúar á vegum Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur. Þriðji stofnfélaginn, Sigurður Pét- ursson, kom víðar við á leiðinni á flokksþingið. Hann var kjörinn þingfulltrúi Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík, en mætti þó um síðustu helgi og tók líka þátt í kosningu Alþýðuflokksfélagsins... VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLAR- HRINGINN 643090 HATIÐARKVOLD A ""“HÓÍEL BORG“ Sjómannadagskvöld 5. júní STUÐMENN Hljómsveit allra landsmanna ásamt þj óðmæringum allra landshluta kynnir einstakan viðburð í íslandssögunni: VAL Á £>JÓÐHÁTÍÐARBÚNINGIÍSLENSKRA KARLMANNA að undangenginni frægri samkeppni um hönnun á slíkum búningi ★ Sextíu íslenskir hönnuðir búsettir víðsvegar um heiminn hafa skilað tillögum. ★ Tíu tillögur hafa verið valdar af dómnefnd og verða sýndar umrætt kvöld. ★ Ein tillaga verður tilnefnd að kvöldi 5. júní að undangenginni atkvæðagreiðslu gesta og dómnefndar undir forystu SÆVARS KARLS ÓLASONAR klæðskera. Dagskráin hefst kl 19.30 Hátíðarmatseðill Hótels Borgar: Veislustjóri: Jakob Frímann Magnússon Ræðumaður kvöldsins: Guðmundur Andri Thorsson Langspil og fimmundasöngur: Feðgarnir Sigurður Rúnar Jónsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Þjóðdansar við harmonikkuleik: Þjóðdansafélag Reykjavíkur Hátíðarljóð: I Margrét Sigurz, Fegurðardrottning íslands 1994. | Hin frábæra og þjóðlega danshljómsveit og þjóðlagasveit SKÁRRA EN EKKERT leikur milli atriða og fyrir dansi að lokinni atkvæðatalningu og dagskrá. Hinir einu og sönnu STUÐMENN rjúfa þögn sína af þessu sérstaka tilefni. Aðgangseyrir aðeins kr 3.900 (eftir kvöldverð kr 1.200). Þegar hafa borist fjölmargar pantanir. Pantið borð tímanlega, því takmörkuðum fjölda gesta verður veittur aðgangur í aðalsal. Þjóðræknifélag íslendinga, Ríkisútvarpið, Myndlistarskólinn, Myndlista- og handiðaskóli íslands, Iðnskólinn í Reykjavík, Saumastofan Sólin, Verslunin 17, Þjóðminjasafn íslands. HÓTEL B0R6 við Austurvöll - sími: 11440

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.