Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 7
VALGEIR VÍÐISSON hvarf af heimili sínu, að því er virðist í skyndingu, að kvöldi 19. júní. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Nú er óttast að hann sé ekki á lengur lífi og
að hann hafi jafnvel verið drepinn af fíkniefnasölum. Það er sú skýring sem flestir hallast að sem þekkja til í glæpa- og fíkniefnaheimi Reykjavíkur. Rannsókn lögreglunnar
á hvarfi Valgeirs beinist einnig í vaxandi mæli að þeim möguleika.
orðsbundið í tvö ár vegna ungs
aldurs. Síðar það sama ár braut
hann áfengislögin vegna ölvunar á
almannafæri og greiddi sekt.
Lögreglan hafði fyrst afskipti af
Valgeiri vegna fíkninefiianeyslu ár-
ið 1981 og féllst á hann greiðslu
sektar sem fyrr.
Svo virðist sem ekki hafi verið
látið reyna á skilorðið sem hann
var bundinn þrátt fyrir tvö brot á
skilorðstímanum.
Næstu árin kemur Valgeir ekki
við sögu lögreglunnar. En 1984 var
hann sektaður fyrir brot á löggjöf-
inni um ávana- og fíkniefni. Þá
fyrst má segja að afbrotaferill hans
hafi hafist fyrir alvöru en á því ári
varð hann uppvís að nokkrum af-
brotum til viðbótar.
Fyrsta fangelsisdóminn hlaut
Valgeir í ársbyrjun 1985 fyrir
þjófnað. Dómurinn hljóðaði upp á
fangelsi í einn mánuð en hann var
skilorðsbundinn í þrjú ár. Nokkr-
um mánuðum seinna gekkst hann
undir enn eina dómsáttina í formi
sektar fyrir fíkniefnaneyslu.
Umtalsvert fíkninefnasmygl
I mars sama ár, 1985, gekk dóm-
ur hjá Sakadómi í ávana- og fíkni-
efnamálum þar sem Valgeir var
dæmdur í þriggja mánaða fangelsi.
I sama mánuði árið áður hafði lög-
reglan í Reykjavík komist á snoðir
um að Valgeir stæði í sölu fíkni-
efna. Á honum fundust sex hvít
umslög með amfetamíni og við
húsleit í framhaldi af handtökunni
fundust 23 umslög til viðbótar með
safna efni og 2 til viðbótar með
kókaíni og auk þess tveir skammtar
af LSD, 3 grömm af hassi og ýmis
áhöld ætluð til fíkniefnaneyslu.
Valgeir sat i gæsluvarðhaldi í 21
dag á meðan rannsókn fór ffarn.
Við yfirheyrslur viðurkenndi hann
að hafa keypt 20 grömm af amfet-
amíni og 3 grömm af kókaíni á
Kanaríeyjum í desember 1983 og
smyglað því til landsins í janúar.
Við heimkomuna hafi hann bland-
að 15 grömmum af mjólkursykri
út í amfetamínið. Hann sagðist
hafa selt 5 grömm af efhinu en
neytt sjálfur kókaínsins. Hassið
sagðist hann hafa keypt hér á landi
en hins vegar fundið LSD-
skammtana á skemmtistað í
Reykjavík. Sekt Valgeirs þótti
sönnuð með framburði hans sjálfs
og öðrum gögnum málsins. Niður-
staða dómsins hljóðaði upp á
þriggja mánaða fangelsi og skyldi
gæsluvarðhald í 21 dag koma til
frádráttar.
Þrátt fyrir að hafa verið handtek-
inn fyrir þetta fíkninefnasmygl hélt
Valgeir uppteknum hætti. í nóv-
ember 1984 var kunningi hans
handtekinn á Keflavíkurflugvelli
við komuna til landsins með 103,5
grömm af amfetamíni, 1,1 gramm
af kókaíni og 226 skammta af LSD.
Við yfirheyrslur vísaði hann einnig
á 670 skammta til viðbótar af LSD
sem hann hafði póstlagt í Amster-
dam og sent heim. Jafnffamt upp-
lýsti hann að Valgeir og kunningi
hans hefðu átt megnið af LSD-inu
eða 600 skammta sem þeir hefðu
lagt ffam peninga fyrir áður en
ferðin var farin.
Við húsrannsókn fundust auk
þess 8,6 grömm af hassolíu heima
hjá Valgeiri og vog með hassolíu-
leifum. Dómur var kveðinn upp í
október 1986 og í þetta sinn fékk
Valgeir 12 mánaða fangelsi en til
ffádráttar kom gæsluvarðhaldsvist í
fimm daga.
Fyrr á árinu gekkst hann einnig
undir dómsátt og greiddi sekt fyrir
að hafa haft fíkniefrii í fórum sín-
um.
í mars 1987 var höfðað mál á
hendur Valgeiri við fimmta mann.
Ásamt tveimur öðrum hafði
Valgeir keypt 70-75 grömm af am-
fetamíni í Rotterdam í júlí 1985.
Efnið fluttu þeir til Spánar og seldu
15-20 grömm á ferðamannastaðn-
um Torremolinos á suðurströnd
Spánar. Þaðan var haldið til Mar-
okkó þar sem keypt voru 800
grömm af hassolíu og Valgeir auk
þess 60 grömm af hassi. Undir lok
mánaðarins smygluðu þeir efnun-
um til Amsterdam og földu þau.
Síðan réðu þremenningarnir tvö
burðardýr um haustið til að sækja
efnin og flytja þau hingað til lands
gegn þóknun. Þau komust hins
vegar aldrei til íslands því að lög-
reglan á Schiphol-flugvelli fann
efnin á þeim; 675 grömm af hassol-
íu, 106 grömm af hassi og 24
grömm af amfetamíni. Ekki var
hægt að dæma Valgeir og hina,
sem ákærðir voru, fýrir þann hluta
fíkninefnamisferlisins sem átti sér
stað á Spáni og í Marokkó. Dóm-
urinn var því ekki eins þungur og
ella eða 6 mánaða famgelsi.
Frá þessum tíma hefur ekki verið
kveðinn upp dómur yfir Valgeiri
svo kunnugt sé og ekki fengust
upplýsingar um hvort hann hefði
gengist undir dómsáttir á undan-
förnum árum.
En á þriðjudaginn var þingfest
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
ákæra á hendur Valgeiri, eins og
fyrr segir, þar sem hann er sakaður
um að hafa reynt að smygla 260
grömmum af amfefamíni til lands-
ins í desember auk þess að hafa í
sjö skipti verið uppvís að því að
hafa fikninefni í fórum sínum.
Þegar þessi saga Valgeirs er skoð-
uð er ekkert skrítið að hvarf hans sé
talið tengjast fíkninefnaviðskipt-
um.
Styrmir Guðlaugsson
FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994 PRESSAN 7