Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 8
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Auglýsingastjóri: Pétur Ormslev Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreifing 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Hvað liggur á? Upp er sprottin á íslandi ein af þessum sérkennilegu sumar- deilum sem verða til af litlu eða engu tilefni. Pessi snýst um hvorki meira né minna en það, hvort ísland eigi að ganga í Evrópusambandið (ESB). Utanríkisráðherra kom heim frá útlöndum nýstiginn af Evrópuhraðlestinni og hafði meðferðis þau skilaboð að íslendingar verði að gera upp við sig, helzt ekki seinna en í haust, hvort þeir ætla að sækja um aðild að ESB. Ástæða ertil að staldra við. Fyrirtveimur árum var ákveðið að ís- land skyldi ekki sækja um aðild að ESB, heldur tryggja hagsmuni sína með EES-samningnum. Það var eitt lykilhlutverk EES-samn- ingsins að tryggja frjálsan aðgang að mörkuðum ESB, fyrir vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl. Nú hafa önnur EFTA-ríki náð samn- ingum við ESB um inngöngu, en EES- samningurinn verður eftir sem áður í fullu gildi og breytist ekki efnislega. í samningnum eru nokkr- ar undanþágur frá frjálsum markaðsaðgangi að ESB, en þær ýmist falla úr gildi smám saman eða skipta íslenzkt efnahagslíf engu meg- inmáli. Það virðast því ekki rök fyrir því að brýnir efnahagslegir hagsmunir knýi á um ESB-aðild. Það hefur nefnilega lítið sem ekkert breytzt. Það sem þó ýtir undir aðildarumsókn er að aðrar Norðurlandaþjóðir hafa náð samn- ingum um aðild og þar með gæti breytzt verulega eðli eins horn- steins íslenzkrar utanríkisstefnu, norræns samstarfs. Það mun flytj- ast að verulegu leyti inn í ESB, ef þjóðirnar samþykkja aðild, og ís- land á því á hættu að einangrast að því leyti. Það er ekki nóg, sérstaklega í Ijósi þess að enn vitum við ósköp lítið um aðra kosti og galla sem fylgja aðild. Afstaða fólks nú virðist fremur byggja á þjóðernistilfinningum eða skyndiástá samevrópsku diplómatahjali. Það er ýmist ættjarðarsvik að vera fylgjandi aðild eða hallærislegt að vera á móti. Það er slæmur grunnur til að byggja á svo mikilvæga ákvörðun. Á vegum Háskólans er nú unnið að skýrslugerð um kosti og galla ESB-aðildar, nokkuð sem hefði átt að gera fyrir löngu. Það er fyrsta skrefið að bíða eftir henni og lesa. Ályktanir á að draga seinna. Og þá fyrst er orðið tímabært að hugleiða hvort rétt er að sækja um. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotstnaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Jökull Tómasson útlitshönnuður, Pálmi Jónasson, Jóhanna Birgisdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Davíð Stefánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PENNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Menningog mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Jónas Sen, klassík ogdulrœti málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Jóhannes Bachmann. Sjálfstœðisflokkurinn svíkur handboltann Þótt allir viti að pólitík og íþróttir fara enganveginn saman hefur íþróttahreyfing- in alltaf verið undirlögð af pólitík. Einkurn hefur Sjálfstæðisflokkur- inn verið þar valdamikill og not- fært sér stöðu sína svo út í æsar að vel má telja ítökin í íþróttahreyf- ingunni einn af lyklunum að áhrif- um flokksins, sérílagi á höfuðborg- arsvæðinu. Eðlilegt framaspor áhrifamanna í íþróttahreyfmgunni hefur þótt að reyna fýrir sér í sveitarstjórn og síð- ar á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og þar sem flokkurinn er við völd hefur hann haldið íþróttamálefn- um sem mest má verða innan ramma geðþótta- og greiðakerfis þannig að mildu hefur skipt fýrir einstök félög og greinar að hafa innan vébanda sinna menn með sambönd í flokknum, tengsl við valdahópa og aðild að klíkum inn- an hans, umfram allt greiðan að- gang að þeim flokksgæðingum sem veljast til að vera úthlutarar al- mannafjár hverju sinni. Þetta er einskonar lénskerfi. ítök flokksins í íþróttahreyfing- unni sjást glöggt í prófkjörum flokksins í Reykjavík og enn gleggra þegar flokkurinn þarf í kosningar og öllu er tjaldað til. Þetta var til dæmis alveg augljóst í slagnum núna í vor. Ætli handboltinn sé ekki sú íþróttagrein sem einna verst hefur orðið úti í þessari samsömun? Ástæðan gæti verið sú að öflugustu handboltafélögin hafa hingaðtil verið á svæðum þarsem flokkurinn er sterkur, og þessi íþrótt hefúr líka verið þurftaffek vegna þess hvað við höfum staðið okkur vel í hand- boltanum, — þar hafa bæði verið rnargir greiðar að gera og endur- gjalda og þessutan sterkt sviðsljós að baða sig í jafnt fýrir starfandi og verðandi pólitíkusa. Þegar huga er rennt afturábak yfir forustumenn í handboltanum dúkkar upp hver Sjálfstæðismað- urinn af öðrum. Einhverskonar tengsl við Sjálfstæðisflokkinn virð- ast næstum vera skilyrði fyrir því að rnaður sé kosinn í stjórn Hand- knattleikssambandsins. Heil ætt af Sjálfstæðispólitíkusum í Firðinum styðst með öðru við handboltann. Tveir áberandi ffambjóðendur D- listans í Reykjavík í vor komu úr landsliðinu í handbolta, og Is- landsmeistarar Vals voru nærfellt í heilu lagi fengnir til að sverja flokknum opinberan trúnaðareið í þeim kosningum. Og þegar þarf að fá áberandi leiðtoga á ögurstundu til að redda handboltahreyfingunni úr vondum málum, þá er auðvitað leitað til einnar af helstu vonar- stjörnum í þingliði flokksins úr höfuðborginni, Geirs Haarde. Það er þessvegna fúrðulegt að það skuli einmitt vera Sjálfstæðis- flokkurinn sem setur fótinn fyrir handknattleikshreyfinguna þegar hún vill standa með sæmilegri reisn að viðamesta verkefni sem hún hefúr ráðist í, heimsmeistara- keppninni í næsta maímánuði. Fyrst neitaði Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík í persónu Davíðs Oddssonar að leggja nánast nokk- uð af mörkum til að koma upp að- stöðu í tengslum við þetta mót. Þegar náðst hafði ágætt samkomu- lag við Kópavog, þarsem A-flokk- arnir höfðu þá forustu, tóku Sjálf- stæðismenn í Kópavogi — Gunnar Birgisson og félagar — þann kost í kosningunum 1990 að sverta þetta samkomulag og vinna gegn þvf, og riftu síðan samningum þegar þeir komust í meirihluta. Davíð naut þess að nú þyrftu handboltamenn að koma til hans á hnjánum og neitaði allri aðstoð, en til að halda mótinu var búin til teikning af Laugardalshöllinni sem 4200 manna sal og send út í lönd, meðal annars með blessun næsta borgar- stjóra, Markúsar Arnar Antons- sonar. Fjárhagsvandi handbolta- manna leiddi síðan til þess að fjár- málaráðherranum Friðriki Sop- hussyni tókst með sirka 20 milljón- um að blakkmeila HSÍ til samn- inga um að fría ríkið öllum frekari afskiptum af heimsmeistarakeppn- inni. Þótt ríkinu séu tryggðar skatt- tekjur af tilstandinu uppá 150-200 millur. Og þrátt fýrir að öllum þeim sem kynntu sér málið væri ljóst að til að halda keppnina af reisn þyrfti í Reykjavík stærra keppnishús hélt meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík — undir forustu þeirra Markúsar Amar, Árna Sigfússonar og Júlíusar Hafstein í ÍTR — að sér höndum. Þegar nýr meirihluti tek- STJ0RNMAL MORÐUR ÁRIXIASOIM „Það er þessvegna furðulegt að það skuli einmitt vera Sjálfstœðisflokkur- inn sem setur fót- inn fyrir hand- knattleikshreyfing- una við að standa með sœmilegri reisn að viðamesta verkefni sem hún hefur ráðist í. “ ur við í Reykjavík í vor liggja engar aðrar áætlanir fýrir en Laugardals- höllin með trébekkjum og stæð- um, og af hálfu borgarinnar eng- inn undirbúningur nema með- mælabréfin. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri hefur haldið vel á málinu á þeim eina mánuði sem hún hefur haft til starfa. Hún hefúr tryggt 270 millj- óna framlag ffá borginni til að koma upp aðstöðu, með því skil- yrði að aðrir séu með — ríkið fýrst og fremst, sem hagnast mjög ef vel tekst til, og stórfyrirtækin líka, sem hafa beirian og óbeinan hag af öllu saman. En Friðrik Sophusson, Sjálfstæð- isflokki, hefur tekið þann kostinn að neita með skætingi. Auðvitað má deila um hvort það átti að halda hér þessa keppni, bara af því Jóni Hjaltalín Magnússyni fannst það sniðugt. Núna stöndum við hinsvegar ffammifýrir gerðum hlut og tekinni ákvörðun. Þess- vegna ætti ekki að vera annað að gera en að halda þetta með reisn, fá miklu fleiri gesti, og reyna að auki að nota tækifærið, 5-600 blaða- menn, til að koma á ffamfæri landi og þjóð og ffamleiðsluvöru. Til þess þarf einfaldlega betri aðstöðu en Laugardalshöllina. Fyrir viðskiptastöðu Islendinga og pólitískt vægi er reyndar brýnast að koma í veg fýrir að keppnin fari hér ffam af vanefnum og verði fía- skó. Það er rétt að það verður auð- vitað ekki stórmál á forsíðum heimsblaðanna hvernig sem fer. En allir viðskiptamenn íslendinga, all- ir viðsemjendur íslendinga og allir áhugamenn um Island munu vita hvernig þetta fer. Og einsog nú horfir er líklegt að HM-95 staðfesti endanlega það lífseiga álit erlendis að þeir Mörlandar séu að sönnu mikíir kappsmenn, en skorti með öllu þá forsjá sem einkennir þrosk- aðar menningarþjóðir. Sem er auðvitað í sjálfu sér hárrétt. Það er ekki ennþá fullkomlega útséð um nýja húsið, og við skul- unr svo sannarlega vona að HM-95 gangi vel. En ef það gerist ekki er þó alla- vega nokkur sárabót í því að vita alveg nákvæmlega hverjum það er að kenna. Höfundur er íslenskufræðingur Oh, ekki einn enn Enn og aftur skal íslenzkur stjórnmálamaður bregðast við eins og argasti fantur þegar gerðar eru opinberar upplýs- ingar sem honum þykja óþægileg- ar. Nýjasta dæmið er af Guðmundi Áma Stefánssyni félagsmálaráð- herra. í síðustu viku sögðum við lítillega frá sumu því sem nú er að koma í ljós varðandi viðskilnað hans við fjárhag Hafnarfjarðarbæj- ar og heilbrigðisráðuneytisins. Allt var það rétt, en Guðmundi eðlilega til nokkurs ama. Prentsvertan var varla þornuð á blaðinu þegar hann þóttist sjá hvaðan upplýsingar blaðsins væru komnar og hafði samband við yfirmann þess aðila sem hann grunaði. Til hvers? Varla til að spjalla um daginn og veginn. Miklu heldur til að terrorisera lau- flétt og setja hæfilegan þrýsting á um að sett yrði nú fýrir þennan meinta leka. Auðvitað var „lekinn“ ekki þaðan, eins og reyndur blaða- maður á borð við Guðmund Árna hefði átt að sjá. Þetta var miklu frekar fljót upplýsinga sem flæðir nú um Hafnarfjarðarbæ og stjórn- kerfið eins og Skaftá í leysingum. En það mátti reyna. Þetta minnir á viðbrögð Hrafns Gunnlaugssonar fyrir rúmu ári þegar við skýrðum frá óvenjuháum leigubílareikningum sem lágu eftir „Enn og aftur skal íslenzkur stjórn- málamaður bregð- ast við eins og argasti fantur þeg- ar gerðar eru opinberar upplýs- ingar sem lionum þykja óþægilegar. “ hann að loknu fárra daga starfi sem dagskrárstjóri Sjónvarps. Hann brást við með því að senda bréf til undirmanna sinna og lét fýlgja með ljósrit úr hegningarlög- unum, þar sem undirstrikað var að opinberum starfsmönnum lægi fangelsisvist við því að skýra ffá upplýsingum sem ættu að vera trúnaðarmál. Sú saga endaði vel: fjármálastjóri RÚV staðfesti ffétt- ina (um leið og hann var búinn að fá sömu upplýsingar og PRESSAN) og enginn fór í fangelsi. Þetta minnir líka á viðbrögð utanríkisráðherra f skinkumálinu svokallaða stuttu seinna. Hann lagðist í nornaveiðar gegn heimild- armönnum svo stjórnkerfið titraði í nokkra daga á milli Hverfisteins og miðbæjarins. Það mál endaði mun verr: saklaus stúlka hraktist úr starfi sínu í einu ráðuneytanna og blaðamaður missti vinnuna fýrir ítrekuð trúnaðarbrot og dóm- greindarleysi. Inn í flest svona dæmi blandast svo hæfilegar ofsóknarhugmyndir um persónulega óvild blaða- manna/ritstjóra/útgefenda í garð viðkomandi. Það er oftast bara fýndið, en sorglegt þegar það bitn- ar á saklausum. I henni Amríku hafa menn fundið einhvers konar lausn til að sporna við þessari vitleysu. Þar eru til lög sem vernda opinbera starfs- menn sem vekja athygli á sóun, spillingu og slæmri meðferð al- mannafjár. Þeir eru kallaðir því ágæta nafni „whistleblowers“ (sem vantar alminlega þýðingu á) og þeir eru verndaðir gegn brott- rekstri, stöðulækkun eða launa- lækkun, sem áður voru oft við- brögð þeirra sem vildu ekki að upplýsingarnar yrðu opinberar. Þetta hefúr sparað bandarískum skattgreiðendum stórfé og verið spilltum smákóngum í kerfinu til mikilla óþæginda. Og aðhalds. Við eigum náttúrlega ekkert þessu líkt og engar aðrar þjóðir svo mér sé kunnugt. Kannske eru til- efnin færri. Og þó. Kannske hefur engum íslenzkum „whistleblower“ verið refsað með þessum hætti. Og þó. Ofangreint dæmi um stúlkuna er mér enn skelfilega minnisstætt. Eflaust fáum við heldur engin svona lög. Og eflaust verða enn skrifaðar fféttir á borð við þá sem við birtum í síðustu viku. Þá sýnist mér menn, sem bregðast við eins og Guðmundur Árni, bara eiga tveggja kosta völ: að hætta að gefa tilefni til þeirra eða — ef það reyn- ist of erfitt — að skammast sín til að láta saklaust fólk í ffiði. Karl Th. Blrgisson 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.