Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 2
fær Markús ÖrnAn- tonsson fyrir að takast að verða út- varpsstjóri aftur án þess að neinn yrði rek- inn. Grætur þú ekki Kim ll-sung, Birna? „Nei, og ég grét ekki Kennedy heldur. Ég svara þessu svona af því öll persónudýrkun fer í taugarnar á mér.“ Birna Þóröardóttir var í fimm vikur í Noröur-Kóreu árið 1971 í boöi Ungmennasam- taka Noröur-Kóreu. FYRST & FREMST Ásgeir Hannes kaupir auglýsingastofu Nýjir eigendur eru komnir að Almennu auglýsingastofunni en Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrver- andi alþingismaður og Valgerður Hjartardóttir kona hans hafa keypt reksturinn. Áður var stofan í eigu Geirþrúðar Kristjánsdóttur. Ásgeir kemur að rekstrinum sem ráðgjafi en hann þekkir vel til aug- lýsingaheimsins enda fýrsti auglýs- ingastjóri Dagblaðsins þegar það hóf samkeppni við Vísi árið 1975. Rekstur Almennu auglýsingastof- unnar er tvískiptur; annarsvegar er almennur auglýsingastofurekstur og hins vegar merkingar og skreyt- ingar hverskonar... Önundur sækir um brauð Séra Önundur Bjömsson er í hópi fjögurra umsækjenda um prestsembættið á Kolfreyjustað sem auglýst var nýlega. Eina brauðið sem hann hefur haft frá því hann lauk guðfræðinámi var á Höfh í Hornafirði en hann lét af því fyrir um áratug og kom suður í bisness. Um skeið rak hann bóka- forlagið Tákn en það varð gjald- þrota sem kunnugt er og Önundur persónulega um leið. Nú vill hann aftur út á land en óvíst er hvort hann fái embættið því hann hefur sótt um nokkur brauð á undan- förnum árum en ekki fengið... Uppselt á Reading í nokkur ár hafa Rokkferðir KB staðið fyrir hópferðum á risatón- leika erlendis. Áhugi ungra Islend- inga er alltaf að aukast á þessum ferðum og þegar auglýstir voru miðar á Reading-festivalið í Eng- landi um síðustu helgi seldust allir miðarnir upp á mánudaginnn, samtals 30 miðar. Síðast þegar spurðist til vom um 20 manns komnir á biðlista. Reading festival- ið hefur verið árvisst í 20 ár og í ár koma fram ekki minni spámenn en Primal Scream, Red Hot Chili Peppers, Cypress Hill, Soundgar- den og margir fleiri. I kjölfar þess- arar miklu ásóknar ætla Rokkferð- irnar að hafa vaðið fýrir neðan sig næsta sumar en þá mun Hróar- skelduhátíðin halda upp á 25 ára afmæli sitt með miklum íburði... Bubbi hræðir Jón Ól- afsson Bubbi Morthens hefur verið að taka upp nýja plötu í allt sumar í hljóðverinu Sýrlandi. Christian Falk, sænskur poppari og upp- tökumaður, hefur verið kóngnum til halds og trausts en hann hefur áður komið mikið við sögu á ferli Bubba. Eyþór Gunnarsson var svo heldur ekki langt undan. Platan, sem bera mun sumarlegt nafn, hef- ur verið kláruð og bíður útgáfu hjá Skífunni í haust. Bubbi hlustar nú á lögin og íhugar í hvaða röð þau eiga að koma fýrir á plötunni. Hann bauð nýlega völdum einstak- lingum heim tii sín til að hlusta á lögin og gerði sér þá að leik að spila þyngstu lögin fýrst. Útgefandanum Jóni Ólafssyni leist ekkert á það ósölulega efni sem hann heyrði og hvítnaði upp, en honum varð rórra þegar popplögin tóku að hljóma. Platan er annars í hinum ýmsu stíl- brigðum: Bubbi rappar, spilar reggae, ska og popp, en öll eru lög- in þó mjög „Bubbaleg"... Og fleiri hjá Skífunni Sveitaballahetjurnar í SSSól eru langt komnar með sína plötu og Björn Jörundur einnig. Þó plata Björns sé sögð sólóplata má eigin- lega segja að þetta sé Ný danskrapl- ata mínus Possibillies því bæði Daníel og ÓU Hólm trommari koma við sögu. Þá leikur gítarleik- arinn fornfrægi Þorsteinn Magn- ússon líka stórt hlutverk á plöt- unni. Báðar spútnikksveitir sum- arsins, Scope og Spoon, eru komn- ar inn á gafl hjá Skifúnni. Fyrirtæk- ið dreifir plötu Spoon í haust en ekki verður um að ræða plötu hjá Scope á árinu því Björgvin Hall- dórsson umboðsmaður sveitarinn- ar er mótfallinn öllu slíku strax. I staðinn koma nokkur Scopelög út á safnplötum. Þá sást tÖ Siggu Beinteins og Friðriks Karlssonar úr Nl+ innan veggja Skífúnnar og voru þau með eitthvað sem líktist útgáfusamningi í höndunum... Keðjubréfin heilla Ný keðjubréf eru kominn í gang hér á landi. Það er þýsk keðja sem svipar mjög til annarrar frá sama landi sem hét Joker. Þessi nýja heit- ir því hógværa nafni Fortune eða auðlegð og er einnig peningakeðja. Þeir sem kaupa sig inn fá tvö bréf til að selja en hlutirnir verða að ganga hratt fýrir sig því bréfin eiga að fara fram og til baka á innan við 7 dögum... Þorgeir farinn að minna á Kató Þorgeir Þorgeirsson rithöfund- ur lætur ekki deigan síga í gagnrýni sinni á Hæstarétt. Allt frá því hann var dæmdur fyrir meiðyrði af Hæstarétti og fékk svo uppreisn æru hjá Mannréttindadómstólnum hefur hann verið ólatur við að ráð- ast á íslenskt réttarfar. I í gær birt- ist kjallaragrein eftir hann undir Þröstur vill verða sendiherra í Bonn Hrókeringar Jóns Baldvins Hannibalssonar innan utanríkisþjónustunnar, sem kynntar voru starfsmönnum þess fyrir nokkrum dögum, hafa mælst vel fyrir innan hennar sjálfrar. Gunnar Páls- son þykir til dæmis vera sér- lega vel að sendiherraembætt- inu í New York kominn og aðr- ar breytingar þykja yfirleitt eðlilegar og hvetjandi. Þessu fagna starfsmennirnnir og líta svo á að Jón Baldvin hafi „bætt ráð sitt". Síðustu tilfær- ingar hans með menn orkuðu tvímælis og á utanríksráð- herraferli sínum hafa fjölmarg- ir sendiherrar, sem notið hafa virðingar, fallið í ónáð hjá honum, verið kallaðir heim til að sitja yfir auðu skrifborði. Þá hafa sumar embættisskipanir verið pólitískar, eins og þegar hann skipaði Eið Guðnason í embætti sendiherra í Osló og sendi Kjartan Jóhannsson til Genfar. En þrátt fyrir almenna ánægju starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins með yfirboðara sinn þessa dagana eru þeir þó ekki í rónni. Margir óttast nefnilega að Jón Baldvin ætli aðstoðar- manni sínum, Þresti ólafssyni sendiherraembættið í Bonn sem enn er óráðstafað. Hjálm- ar W. Hannesson hefur gegnt því en fer nú til Kína og tekur við nýju sendiherraembætti þar. Þar með losnaði girnileg staða innan utanríkisþjónust- unnar. Traustar heimildir PRESSUNNAfí innan ráðuneyt- isins herma að Þröstur sæki það afar fast að fá stöðuna og mun ráðherra ekki vera afhuga því. Þröstur nam á sínum tíma hagfræði við háskóla í Berlín og Bochum og telur sig því hafa erindi til Þýskalands. Starfsmenn ráðuneytisins eru því hins vegar mjög mótfallnir að hann verði skipaður og telja aðra eiga upphefðina skilið eftir langt og fórnfúst starf. Nú hefur þeim bæst liðs- auki því að þýsk stjórnvöld hafa sent ráðherra þau óform- legu skilaboð að sósíalískur uppruni Þrastar sé þeim lítt að skapi. fýrirsögninni „Er Hæstiréttur ís- lands sakhæfúr“. Greinin fjallar um málefrii Frakkans Bemards Gran- otier, sem búið er að vísa úr landi en varla er vikið orði að Hæstarétti og fráleitt að greinin beri þessa fýr- irsögn. Það er engu líkara en Þor- geir hafi haff fýrirsögnina tengda Hæstarétti af gömlum vana. Þrá- hyggja hans er farin að minna á Kató gamla sem endaði allar sínar ræður á því að leggja til að Karþagó yrði lögð í eyði... Prestur skammar biskup Um síðustu helgi hélt séra Ing- ólfur Guðmundsson síðustu messu sína fýrir Seltirninga, í bili að minnsta kosti, en hann hefur verið starfandi prestur í Seltjarnar- nessókn í fjarveru séra Solveigar Láru Guðmundsdóttur. Séra Ing- ólfur notaði tækifærið í síðustu stólræðu sinni til að fara nokkuð harkalegum orðum, að því er sum- um kirkjugestum fannst, um herra Ólaf Skúlason biskup og meint að- gerðaleysi hans í deilu sem snertir skilnaðarmál séra Solveigar og vís- að var til biskups í vor. Þótti presti sem biskupi bæri skylda til, sem yfirmanni kirkjunnar, að taka á málinu með formlegum hætti, en ekkert hefúr heyrst um afgreiðslu þess síðan því var vísað til Biskups- stofu. Það er hins vegar af séra Sol- veigu að ffétta að hún virðist enn njóta sömu vinsæld meðal sóknar- barna sinna ef marka má fjölda gifdnga sem hún er beðin að sinna, en þær voru hvorki fleiri né færri en fjórar síðastliðinn laugardag... I vikunni... ... uppgötvuðu sjómenn í Vestmannaeyjum að verið væri að leggja Ijósleiðara á blá- löngumiðum þeirra. Ábendingar Hafrannsóknarstofnunar um þetta fyrir tveimur árum komust ekki til skila, væntanlega vegna þess að flotinn var annars staðar á veiðum. ...kom Jón Baldvin Hannibalsson endanlega út úr Evrópuskápnum. Þá eru þeir orðnir tveir, hann og Villi Egils. ... notfærði Jóhanna Sigurðardóttir sér þessar rósir formanns síns og hélt áfram að plægja akurinn úti á landi við góðar undirtektir. Hún er á góðri leið með að verða fyrsti bændaleiðtogi krata. ... viðurkenndi Dagsbrún að sennilega sé óréttlátt hjá þeim að rukka gjöld af launafólki en veita því engin réttindi á móti. Sanngjarnir menn, verkalýðsrekendur. ... réð Guðmundur Árni Stefánsson engan nákominn sér til starfa hjá félagsmálaráðu- neytinu. Hugsanleg skýring vartalin húsnæðisþrengsli í ráðuneytinu. 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.