Pressan - 21.07.1994, Blaðsíða 6
Ekkert hefur enn spurst til Valgeirs Víðissonar sem hvarf í skyndingu frá heimili sínu 19. júní síð-
astliðinn. Kunningjar hans segja hann hafa verið í klandri og skuldað umsvifamiklum fíkniefnasöl-
um fúlgur. í undirheimum Reykjavíkur tengja allir hvarf hans fíkniefnaviðskiptum. Margir fíkni-
efnasalar hafa hægt um sig vegna þess að lögreglan beinir sjónum sínum að þeim við rannsókn
málsins.
„Umtalao að
búið sé að
drepa Valgeir"
— segir kunningi hans í samtali við PRESSUNA
Eg er hræddur um að það
sé búið að drepa hann,“
sagði gamall kunningi
Valgeirs Víðissonar í
samtali við PRESSUNA
á þriðjudag. Valgeir er þrítugur
Reykvíkingur sem saknað hefur
verið frá 19. júní síðastliðnum án
þess að nokkrar áreiðanlegar vís-
bendingar hafi borist um ferðir
hans. „Það er umtalað að búið sé
að kála Valgeiri þótt ég geti ekkert
fullyrt um það,“ sagði sami maður.
Af samtölum við fólk sem þekkir
vel til í fíkniefnaheimi Reykjavíkur
má greinilega ráða að flestir ganga
að því sem vísu að hvarf Valgeirs
tengist viðskiptum með fíkniefni.
Einn heimildarmanna PRESS-
UNNAR fullyrti að Valgeir hefði
verið í klandri og það væri út-
breidd skoðun að hann hefði verið
drepinn vegna þess að hann skuld-
aði umsvifamiklum fíkniefnasölum
sem svifúst einskis stórar fúlgur.
Fleiri höfðu sömu sögu að segja.
Hvort sem það reynist rétt eða
ekki er ljóst að harkan í undir-
heimum glæpa og fíkniefna í
Reykjavík er komin á nýtt stig. f
nokkur ár hefur þekkst að mönn-
um sé misþyrmt ef þeir standa ekki
skilum við stóra innflytjendur og
sölumenn fíkniefna. Sú þróun hef-
ur gengið svo langt að sérstakir
menn eru jafhvel fengnir til slíkra
verka. Og nú er óttast að fíkniefha-
salarnir grípi jafnvel til morða í
innbyrðis deilum sínum.
Hvarf Valgeirs kom ekki á
óvart vegna lífsmáta hans
Kona sem þekkti Valgeir fyrir
nokkrum árum segir að hvarf hans
hafi ekki komið neinum á óvart
sem þekkti til lífsmáta hans. „Ég
veit að hann hefur ekki breytt um
líf og hann var fastur í sarna
mynstrinu," sagði hún. „Það virtist
því ekki koma neinum á óvart þeg-
ar hann hvarf.“
Hún og fleiri heimildarmenn
sögðu að Valgeir hefði verið um-
fangsmikill í sölu fíkniefna. Bæði
hefði hann verið stór milliliður,
með því að kaupa fíkniefhi í stór-
um skömmtum af innflytjendum
og selja áfram til smásala, einnig
hafi hann flutt inn efni sjálfur og
selt beint til fíkniefhaneytenda.
Langur afbrotaferill Valgeirs styður
þær fullyrðingar.
Greinilegur ótti er meðal fólks
sem lifir í þessum heimi.
Þótt sumir væru tilbúnir að tjá
sig nafnlaust um hvarf Valgeirs var
greinilegt að enginn þorði að gefa
upp nein nöfh sem tengst gætu
hvarfi hans af ótta við viðkomandi.
Og þar sem fíkniefhalögreglan
tengist leitinni hafa margir hægt
um sig þessa dagana. Margir hafa
verið yfirheyrðir vegna málsins og
ótal fíkniefnasalar eru undir smá-
sjánni. „Það er útilokað annað en
að fíkniefnalögreglan sé á kafi í
rannsókninni,“ sagði heimildar-
maður.
Rannsóknin beinist í aukn-
um mæli að fíkniefna-
heiminum
Faðir Valgeirs, Víðir Valgeirs-
son, unnir sér ekki hvíldar við leit-
ina að syni sínum. f samtali við
PRESSUNA í gær sagðist hann vera
orðinn óttasleginn. „Ég get ekki
útilokað neitt,“ sagði hann að-
spurður um möguleikann á því að
Valgeiri hafi verið unnið mein.
Víðir hefur rætt við vini og kunn-
ingja Valgeirs en einskis orðið vís-
ari. Þegar hann var spurður hvort
meiri líkur væru til að finna vís-
bendingar um hvarfið á einum stað
en öðrum var svarið: „Ef ég vissi
það væri ég að leita þar.“
Ekki var tilkynnt til lögreglunnar
að Valgeirs væri saknað fyrr en um
síðustu mánaðamót. Faðir Valgeirs
hafði heyrt af ferðum hans nokkr-
um dögum effir að hann hvarf frá
heimili sínu og hafði því ekki telj-
andi áhyggjur þegar hann fór til
sjós. Þegar ekkert hafði hins vegar
spurst tU Valgeirs viku síðar þegar
Víðir kom í land leitaði hann til
lögreglunnar.
Um tíma var talið að Valgeir
hefði farið í felur og jafnvel farið til
útlanda undir fölsku nafni. Sá
möguleiki þykir langsóttur. Bæði
var Valgeir auralítUl og hvarf í
skyndingu af heimili sínu sem
marka má af því að hann skyldi eft-
ir kveikt á sjónvarpi og loftljósi, að
sögn föður hans. Þá er talið fúllvist
að það hefði spurst út effir allan
þennan tíma, en hvorki faðir hans
né aðrir ættingjar hafa heyrt frá
honum.
„Ég tel útilokað að hann hefði
komist úr landi án hjálpar," sagði
einn heimUdarmaður. „Og ef það
hefði gerst væri það ábyggilega
komið í ljós við rannsóknina. Það
gæti ekki farið svona leynt.“
Fram að þessu hefur lögreglan í
Reykjavík farið með rannsókn
málsins. Opinberlega er rannsókn-
inni háttað eins og um hvert annað
mannshvarf sé að ræða og ekkert er
útilokað. Vegna tengsla Valgeirs
við fíkniefnaheiminn hefur fíkni-
nefnadeildin þó tekið þátt í rann-
sókninni. Frá upphafi hefúr því
verið gert ráð fyrir þeim möguleika
að hvarf hans tengist fíkniefnavið-
skiptum og þungamiðja rannsókn-
arinnar hefur í auknum mæli
beinst að þeim möguleika, sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR.
Jafnframt hefur Rannsóknarlög-
regla ríkisins fylgst vel með gangi
mála. Á þriðjudag var svo tilkynnt
að lögreglan í Reykjavík og Rann-
sóknarlögreglan færu sameiginlega
með rannsóknina og er búist við að
Rannsóknarlögreglan taki hana al-
farið yfir á næstu dögum. Þær regl-
ur gilda við rannsókn mannshvarfa
að ef viðkomandi er talinn látinn
þá tekur Rannsóknarlögreglan við
henni af viðkomandi lögregluemb-
ættum.
Lögreglan og björgunarsveitir
hafa gengið fjörur, kannað eyjar á
Sundunum og kannað aðra þá
staði í Reykjavík sem blasa ekki við
vegfarendum. Slíkri formlegri leit
hefúr nú verið hætt en allar hugs-
anlegar vísbendingar kannaðar.
Sjónir rannsóknarmanna beinast
þessa dagana fyrst og fremst að
þeim heimi sem Valgeir lifði og
hrærðist í.
Hefur farið illa út úr fíkni-
efnunum
Síðustu vikurnar fyrir hvarfið
hafðist Valgeir við í íbúð ofarlega á
Laugaveginum ásamt vini sínum
en lengi vel bjó hann með föður
sínum. Hann vann tilfallandi störf
en þó ekki reglulega. Þeir sem til
þekkja segja að hann hafi að mestu
haft sitt lifibrauð af sölu fíkninefna.
Um tíma braskaði hann með bíla,
seldi veiðimönnum ánamaðka á
sumrin og greip svo annað veifið í
störf sem buðust. Sem unglingur
var hann eitthvað í Eyjum og
stundaði þá sjó um tíma. „Ég veit
hins vegar ekki til þess að hann hafi
nokkum tíma verið í fastri vinnu,“
segir gamall vinur hans.
Á unglingsámnum og ffarn yfir
tvítugt tilheyrði Valgeir klíku sem
var á kafi í neyslu fikninefna. I dag
eru flestir hættir neyslunni. Einn úr
hópnum sagði að Valgeir hefði far-
ið í meðferð inn á Vog fyrir nokkr-
um árum en honum hafi ekki verið
mikil alvara með því. „Hann var
frekar að reyna að ná sér niður eftir
mikla neyslu,“ sagði hann.
Valgeiri er lýst sem lágvöxnum
og ffernur hæglátum manni. Sá
sami og vitnað er tO hér að ofan
segir að Valgeir hafi alla tíð átt erf-
itt uppdráttar. „Fíkninefnin vom
hans leið út úr því, þau voru hans
töffaraskapur. Þegar ég umgekkst
Valla var hann aUt í lagi en síðustu
árin hefur hann umgengist meiri
krimma og harðara lið.“
Annar gamall vinur tekur í sama
streng. „Fyrst þegar ég kynntist
Valgeiri var hann ósköp venjulegur
strákur og mér kom ekki til hugar
að hann væri í þessum bransa.
Hann var fínasta grey og aldrei
langt í góðmennskuna hjá honum.
En hann fór illa út úr fikninefnun-
um og með tímanum varð hann
brjálaðri í skapinu svo að það var
orðið erfitt að umgangast hann.“
Viar hann hœttulegur?
„Nei, ætli það.“
Hann hefur ekki hlotið tieina
dóma fyrir ofbeldisverk.
„Menn fá einhverja aðra í svo-
leiðis.“
Áttu við að Valgeir hafi einhvern
tímafengið menn tilslíkra verkafyr-
ir sig?
„Nei, ég er ekki að segja það.“
Valgeir var lítt áberandi en í
undirheimum Reykjavíkur vissu
allir hver hann var. „Hann var
aldrei mjög áberandi og fór ekki
mikið út á meðal fólks,“ sagði einn
um hann.
Langur afbrotaferill
Valgeir á sér langan afbrotaferil
þrátt fyrir að hann sé ekki nema
tæplega þrítugur að aldri. Flest
þessara brota tengjast neyslu fikni-
nefha, innflutningi þeirra og sölu.
Auk þess hefúr hann orðið uppvís
að þjófnuðum og fleiri afbrotum.
Fjöldi afbrotanna hleypur á nokkr-
um tugum en dómar og dómsáttir
eru miklu færri þar sem dæmt hef-
ur verið samhliða í mörgum mál-
um. Samtals hefúr Valgeir verið
dæmdur til fangelsisvistar í eitt ár
og níu mánuði. Nú á hann svo yfir
höfði sér nokkurra mánaða dóm ef
að líkum lætur.
Á þriðjudag var þingfest hjá
Héraðsdómi Rcykjavíkur ákæra yf-
ir Valgeiri og íslenskri stúlku fyrir
að hafa reynt að smygla 267
grömmum af amfetamíni tO lands-
ins í desember síðastliðnum. Sam-
kvæmt heimOdum PRESSUNNAR
mun stúlkan hafa tekið að sér að
smygla fikninefnunum til landsins
fyrir Valgeir gegn þóknun, verið
svonefnt burðardýr. Auk þess er
hann ákærður fýrir sjö minni brot
á fikniefhalöggjöfinni sem rekja má
til þess að fundist hafa minni
skammtar af fíkninefnum hjá hon-
um á undanförnum misserum. Að
vonum hefur ekki verið hægt að
birta Valgeiri ákæruna og því ekki
búið að skipa honum verjanda í
málinu.
Valgeir komst fýrst í kast við lög-
in snemma árs 1980, þá aðeins
fimmtán ára að aldri, fýrir þjófnað.
Hann gekkst undir dómsátt í formi
sektar en ákæru var frestað skil-
6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994