Pressan - 04.08.1994, Page 7
FLOKKSEIGENDANNA
EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON:
„Ég tek ákvörðun um framboð
með skyndingu."
EINAR ODDUR:
Stefnir í slag við nafna hans
Guðfinnsson?
GUNNAR I. BIRGISSON:
Talinn munu blanda sér í slag-
inn.
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON:
Engin hallarbylting í þetta
skipti.
Eggert Haukdal hyggst gera en
hann hefur verið einangraður í
flokknum upp á síðkastið og nán-
ast verið sviptur öllum embættum
og titlum. Sumir halda því fram að
hann hyggi enn á ný á sérframboð
enda meti hann möguleika sína
betri þannig heldur en ef hann tæki
3. sæti hjá sjálfstæðismönnum.
Heimildir segja að sjálfstæðismenn
geri nú sitt ítrasta til að fá Eggert
ofan af sérframboði en hann hefur
setið 16 áráþingi.
Ekki er gert ráð fyrir prófkjöri á
Suðurlandi heldur hefur verið rætt
um að stækkað kjördæmaráð stilli
INGI BJÖRN ALBERTSSON:
Eðlilegt að halda prófkjör.
EGGERT HAUKDAL:
Hefur undirbúið sérframboð.
GUÐMUNDUR ÁRNI:
Nokkuð öruggur um fyrsta sæt-
ið úr því Reyknesingar vilja
ekki Jón Baldvin.
upp. Ef þar eru teknir varamenn
með þá væri það samkoma upp á
220 til 230 manns. Talið er að bar-
áttan um þriðja sætið standi á milli
Drífu Hjartardóttur, sem fékk flest
atkvæði í framkvæmdastjóm Sjálf-
stæðisflokksina á síðasta lands-
fúndi, og Fannars Jónassonar á
Hellu. Margir hafa viljað veðja á
Drífú sem ffamtíðarmanneskju fyr-
ir flokkinn í kjördæminu en það
hefúr unnið gegn henni að geta
ekki höggvið í persónulegt fylgi
Eggerts í Rangárvallasýslu. Þá hefur
verið rætt um að Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum komi inn í 4. til 5. sæti.
Tilfæringar hjá krötum
Innan Alþýðuflokksins er víða
áhugi á breytingum, en þær velta
trúlega eingöngu á þvi hversu mörg
prófkjör verða haldin í þetta sinn. I
Reykjavík verða þeir Jón Baldvin og
Össur Skarphéðinsson í efstu sæt-
um og hefur Jón Baldvin eindregið
lagst gegn því að haldið verði opið
prófkjör. Þessu lýsti hann í frægu
samtali sínu við Jóhönnu Sigurðar-
dóttur áður en hún sagði af sér ráð-
herradómi og hefur endurtekið þá
skoðun síðan. Össur vill hins vegar
halda opið prófkjör til að sýna styrk
sinn og mun jafnvel hafa fullan hug
á að stefna á fýrsta sæti iistans ef til
þess kæmi. Rætt hefúr verið um að
fá til liðs við flokkinn í Reykjavík
Valgerði Bjamadóttur í Brussel, en
það eru frekar hugleiðingar for-
ystumanna en alvarleg áform. Ekki
hefúr verið rætt við Valgerði.
Á Reykjanesi er ástandið óviss-
ara, enda tveir þingmenn, þeir Jón
Sigurðsson og Karl Steinar
Guðnason, horfnir til annarra
starfa. Töluvert var rætt um að Jón
Baldvin flytti sig yfir í Reykjanes og
nyti þar stuðnings síns hjá Suður-
nesjamönnum — og gerði líka Jó-
hönnu kleift að taka sæti í Reykja-
vík — en þeirri hugmynd hefur
verið stungið undir stól. Trúnaðar-
menn í Reykjanesi héldu á dögun-
um samráðsfund um stjórnmála-
ástandið þar sem frarn kom mikil
andstaða við þessar ráðagerðir, ekki
síst hjá Rannveigu Guðmunds-
dóttur.
Að öðru jöfúu er rétt að gera ráð
fýrir að Guðmundur Ami Stefáns-
son sitji í efsta sætinu, en einhverjir
hafa þó hug á að þar verði Rann-
veig Guðmundsdóttir. Guðmund-
ur Árni hefúr lýst yfir að hann vilji
hafa opið prófkjör og þá gæti Petr-
ínu Baldursdóttur úr Grindavík
verið hætt komin. En hvernig sem
það veltur er almennt mat flokks-
manna að listinn á Reykjanesi verði
mun veikari en hann hefur verið í
undanförnum kosningum.
í þingsæti krata á Vesturlandi sit-
ur nú Gísli Einarsson sem hefur
fullan hug á að halda áffarn þing-
mennsku. Tveir eru þó taldir geta
truflað þau áform, nafnarnir
Sveinn Hálfdanarson í Borgarnesi
og Sveinn Elinbergsson, sem báðir
eru taldir hafa áhuga á sætinu. Gísli
hefúr umtalsverðan stuðning víðs
vegar um kjördæmið, Sveinn Hálf-
danarson nýtur fylgis í Borgarnesi
og á Akranesi, en Sveinn Elínbergs-
son helst á Snæfellsnesi. Þeir nafnar
eru helst taldir geta ógnað Gísla ef
þeir snúa saman bökum í hugsan-
legu prófkjöri og nýta sér þannig
dreifingu atkvæða sinna.
Á Vestfjörðum situr Sighvatur
Björgvinsson á sínum stað, en Pét-
ur Sigurðsson hyggur ekki á að
taka annað sætið. I Norðurlandi
vestra er búist við að Kristján
Möller forseti bæjarstjórnar á
Siglufirði, taki fýrsta sætið, en Jón
Hjartarson skólameistari á Sauðár-
króki það næsta. Á Norðurlandi
eystra er Sigbjöm Gunnarsson tal-
inn veikur, en óvíst hvort nokkur
verður til að velta honum úr sessi.
Þar eru þó helst nefndir til sögunn-
ar Alffeð Gíslason á Akureyri og
Sigurður Amórsson ffá Húsavík.
Á Austurlandi heldur séra
Gunnlaugur Stefánsson sínu sæti á
lista, en á Suðurlandi er allt í óvissu
um framboð.
Rólegt hjá Framsókn
Framsóknarmenn ganga til
kosninga undir forystu nýs for-
manns, Halldórs Ásgrímsonar. Sá
möguleiki hefur verið ræddur að
Halldór verði að flytja sig um kjör-
dæmi, jafnvel í gamla kjördæmi
Steingríms Hermannssonar,
Reykjanes, en engin ákvörðun hef-
ur verið tekin um það.
Hatrammur prófkjörsslagur var í
Reykjavík síðast á milli þeirra Finns
Ingólfssonar og Guðmundar G.
Þórarinssonar. Guðmundur hefur
dregið sig út úr flokkstarfinu en
gárungarnir segja að hugsanlegt
framboð hans velti á því hvar hann
sé staddur í Hamlet.
Ekki er reiknað með neinum
umtalsverðum breytingum á fram-
boðslistum Framsóknar annars
staðar á landinu.
Ólafúr Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins hefur
boðað þingmenn og formenn kjör-
dæmisráðanna á fúnd á laugardag-
inn kemur til að ræða haustkosn-
ingar. Alþýðubandalagið hefur eitt
flokka lýst yfir áhuga á samstarfi
við Jóhönnu Sigurðardóttur og má
búast við að það verði töluvert um-
ræðuefni á fúndinum. Að öðru
leyti er ekki búist við breytingum á
ffamboðslistum enda eru þeir, sem
höfðu hug á að reyna slíkt, ekki í
stakk búnir til stórræða með svo
að er fáránlegt að ímynda sér
að þessar kosningar komi til
með að snúast um Evrópu-
sambandið á meðan atvinnumálin
eru eins og þau eru,“ sagði þing-
maður á Vestfjörðum þegar blaðið
spurði um baráttumál í væntanleg-
um kosningum. Svipaðar skoðanir
hafa heyrst frá forystumönnum
stjómarandstöðunnar sem segja að
kosningarnar muni snúast um
„hin raunverulegu vandamál“: at-
vinnuleysi, fjárlagahalla og velferð-
arkerfið.
Eigi að síður er ljóst að Evrópu-
sambandið og stefnan í aðildarvið-
ræðum kemur til með að vega
þungt, þótt ekki væri nema vegna
þess hversu mikinn áhuga fjöl-
miðlar sýna henni. Þar mun Al-
þýðuflokkurinn hafa sérstöðu þar
sem Jón Baldvin Hannibalsson
hefúr lýst þeirri persónulegu skoð-
un sinni að íslendingar eigi að
sækja um aðild að ESB sem fyrst,
þótt flokksþing hafi ályktað með
varfærnari hætti.
Allar líkur em á að Jón Baldvin
muni veðja á Evrópuaðild
sem kosningamál og þannig
reyna að sækja atkvæði til
hægri, inn í Sjálfstæðisflokk-
inn, þar sem margir vilja
mun ákveðnari stefnu gagn-
vart Evrópu en forysta Sjálf-
stæðisflokksins býður upp á.
„Jón Baldvin er í pqlitísk-
um leik þessa dagana. Hann
á von á því að Jóhanna fari í
sérframboð og þess vegna
vill hann leggja áherslu á að
kosið verði um ESB. Hann
vill að Alþýðuflokkurinn fái
þá sérstöðu að vera eini
flokkurinn sem vill sækja
um aðild. Með því móti gæl-
ir hann við að halda Alþýðu-
flokknum í 12 til 13 prósent-
um atkvæða þrátt fýrir
klofning. Það væri mikið
pólitískt affek,“ sagði pólit-
ískur andstæðingur Jóns á
þingi.
Ovíst er hvaða áhrif tíma-
setning kosninganna hefúr á
umræðuna um Evrópumál.
Margir munu benda á að
ekki sé hægt að taka vitræna
afstöðu fýrr en Norður-
landaþjóðirnar hafa greitt at-
kvæði um aðild, sem mun
gerast eftir kosningar. Á
móti benda alþýðuflokks-
menn á að þetta geri þeim
kleift að hafa stefnu sína
loðnari og óljósari en ella, en
samt skýrt aðgreinda frá
öðrum. Þar fýrir utan hafa
bæði Jón Baldvin og Sig-
hvatur Björgvinsson sagt að
það skipti engu máli hvort til
dæmis Noregur samþykkir
skömmum fýrirvara. Þannig hefði
að öðru jöfnu mátt búast við ein-
hvers konar atlögu að vígjum Svav-
ars Gestssonar í Reykjavík og Hjör-
leifs Guttormssonar á Austurlandi,
en varla verður neitt úr þeim
áformum.
Kvennalisti í fríi
Af ffamboðsmálum Kvennalista
er litlar fféttir að hafa þessa dagana,
enda virðist stór hluti forystusveit-
arinnar vera staddur á Kvennaráð-
aðild eða ekki — íslendingar eigi
að sækja um burtséð ffá því.
Evrópuumræðan hefúr þann
aukakost fýrir Alþýðuflokkinn að
gera málefnaágreining við Jó-
hönnu Sigurðardóttur að aukaat-
riði, fortíðarmáli en ekki framtíð-
arstefnu. Málflutningur Jóhönnu
mun líkjast málatilbúnaði stjórnar-
andstöðunnar að því leyti, að
áherslan verður á velferðarmál, at-
vinnuleysi og að komist verði út úr
kreppunni.
Til hliðar við þetta mun Sjálf-
stæðisflokkurinn leggja áherslu á
það sem áunnist hefur á erfiðum
tímum í þjóðarbúskapnum, stöð-
ugleika, litla sem enga verðbólgu,
hreinsanir í sjóðakerfinu og ein-
hver merki um bata í augsýn.
Hann mun fyrst og ffemst leita eff-
ir endurnýjuðu umboði til að
stjórna á svipuðum nótum og ver-
ið hefúr.
Um ríldsstjórnarmynstur að
loknum kosningum eru spádómar
jafnmargir þeim sem rætt er við.
Algengast er þó það viðhorf að
stefnu í Finnlandi. Það er þó vitac
að Anna Ólafsdóttir Bjömsson oj
Kristín Einarsdóttir láta nú a
þingmennsku. Um hugsanlega arf-
taka er erfitt að fúllyrða, en naff
Þórunnar Sveinbjamardóttur bei
þó iðulega á góma varðandi ffam
boð í Reykjavík.
Siguröur Már Jónssor
og Karl Th. Birgissor
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflolckur myndi
saman stjóm undir forystu Hall-
dórs Ásgrímssonar, en þá vegtyllu
fengi Halldór væntanlega ekki í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Núverandi stjórnarþingmönnum
þykir flestum eðlilegast að sama
stjórn sitji áffam, fái hún til þess
meirihluta, en láta um leið í ljós
efasemdir um hversu vel það sam-
starf muni ganga effir átök síðustu
mánaða og raunar ára.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ffá-
hverfur samstarfi við Alþýðu-
bandalagið, þrátt fýrir yfirlýsingar
Davíðs Oddssonar um Ólaf Ragn-
ar Grímsson á þingi í vetur. Bent er
á að brátt verði formannsskipti í
Alþýðubandalaginu og þrátt fýrir
allt hafi aðstæður í heims- og
landsmálum breyst svo mikið að
samstarf við Alþýðubandalagið sé
alls ekki eins fjarstæðukenndur
kostur og oftast áður.
GLÆSILEG OG
VÖNDLD
UPPÞVOTTAVÉL Á
GÓÐU VERÐI
7 ÞVOTTAKERFI, HLJÓÐLÁT, SPARNEYTIN.
TEKUR BORÐBÚNAÐ FYRIR 12 MANNS
VERÐ 48.900 stgr.
Fjöldi ánœgdra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning
RÖNNING
\4
BORGARTUNI 24
SÍMI 68 58 68
FIMMTUDAGURINN 4. AGUST 1994 PRESí
Um hvað verður kosið?
Að sækja um eða ekki