Pressan - 04.08.1994, Qupperneq 15
Gjaldþrot A. Finnssonar hf. á Akureyri
GÓÐ GREIÐSLUKJÖR
Plan Hevea
eldhúsinnrétting
.327,-
BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI. SlMI 651499
Kröfuhafar vilja
rannsókn á vjð-
skiptum við ís-
landsbanka
Hópur kröfuhafa í þrotabú
A. Finnssonar hf. á Akur-
eyri hefúr ráðið Sigurð Eir-
íksson héraðsdómslögmann til að
gæta hagsmuna sinna gagnvart
þrotabúinu. Það eru fyrirtækin
Ispan hf., Dreki hf., Gúmmívinnu-
stofan hf., Gámaþjónusta Norður-
lands hf. og Bæjarverk hf.
í bréfi lögmannsins til Gests
Jónssonar hrl. skiptastjóra frá þvi
18. júlí síðastliðinn kemur ýmislegt
athyglisvert í ljós en þetta gjaldþrot
hefur vakið mikla athygli á Akur-
eyri. Kemur þar margt til: Fyrir-
tækið er ungt og reist á rústum Að-
algeirs Finnssonar hf. sem hét eftir
aðaleiganda fyrirtækisins, Aðalgeiri
Finnssyni. Áður hafði það heitið
Aðalgeir og Viðar hf. sem síðar var
skipt upp eftir lát annars aðaleig-
andans. Kröfúhafar nú eru því
margir hverjir þeir sömu og áður
hafa tapað á viðskiptum við Aðal-
geir. Einnig eru miklar umræður
um mismunum kröfuhafa og und-
anskot úr þrotabúinu.
Ákveðin verk undir smásjána
Þetta kemur meðal annars fram í
bréfi lögmanns hópsins: „Af hálfu
hópsins mun við skiptameðferðina
verða óskað eftir sérstakri athugun
á viðskiptum hins gjaldþrota hluta-
félags og viðskiptabanka þess Is-
landsbanka hf. og er í því sambandi
óskað sérstakrar athugunar á upp-
gjöri eftirtaldra verka þar sem hið
gjaldþrota félag var aðalverktaki og
þá sérstaklega uppgjör á kröfum
bankans á hendur félaginu
skömmu fyrir gjaldþrotið.“
Þau verk sem kröfúhafarnir vilja
skoða sérstaklega eru Verkmennta-
skólinn Akureyri, Drekagil 28, hús-
bygging fyrir Bifreiðaskoðun Is-
lands hf., dagvistarheimilið Kiðagil,
Skipagata 9 hf. og þá sérstaklega
hvernig fasteignin Skipagata 9 á
Akureyri varð eign þess félags og
veðsetningar íslandsbanka á Skipa-
götu 9 Akureyri en þar hvíla á 20
milljón króna veð.
Ásakanir um undanskot
eigna
En kröfuhafar hafa miklar
áhyggjur af undanskoti eigna: „Þá
óskar hópurinn eftir athugun á
ráðstöfun einstakra eigna skömmu
fyrir gjaldþrotið svo sem sölu á
steypustöð Car mix 1&2, sölu á
jeppabifreið til einstaks verktaka,
sem sagt er að hafi verið greiðsla
upp í skuld við hann, sölu á lausa-
fjármunum og geymslu s.s. á verk-
færum úr eigu hlutafélagsins og að
síðustu er óskað athugunar á veð-
setningum einstakra íbúða í eigu
hins gjaldþrota félags og þá með
hvaða hætti og á hvaða tíma um-
ræddar veðsetningar urðu til,
hvernig þeim lauk og í þágu hvers
þær voru.
I allra síðasta lagi mótmæla of-
anritaðir kröfúhafar sölu einstakra
eigna úr þrotabúinu þar til stað-
reynt hefur verið að áhvílandi veð á
þeim eignum sem seldar eru séu
raunverulegar og til orðin með
eðlilegum hætti.“
Engir peningar til að kosta
rannsókn, segir skiptastjóri
Þessu svarar skiptastjóri með
bréfi 22. júlí. Þar upplýsir Gestur
að þrotabúið eigi á þessu stigi ekki
aðra fjármuni til ráðstöfunar en kr.
150.000 tryggingagjald sem lagt var
ffarn af skiptabeiðanda. Segir hann
kröfuhöfunum að til þess að
mögulegt sé að verða við beiðni
þeirra þurfi þeir að ábyrgjast búinu
þann kostnað sem af rann-
sókninni kann að leiða. Að
öðrum kosti verður það að
ráðast af efnum búsins hvort
rannsókn getur farið ffarn.
Effir því sem komist verð-
ur næst hafa kröfuhafarnir
fimm svarað þessu formlega
og ábyrgst rannsóknina sem
væntanlega verður sett í
hendurnar á löggiltum end-
urskoðanda.
Sá sófasett og málverk
borin út
Til marks um þær tilfær-
ingar sem kröfúhafar vOja
skoða eru viðskipti með
Mitsubishi jeppa af Pajero
gerð, árgerð 1992. Sam-
kvæmt eigendaferilsvottorði
ffá Biffeiðaskoðun ríkisins
þá var bílinn skráður nýr 11.
september 1992 í eigu Lilju
Margrétar Karlsdóttur, eig-
inkonu Aðalgeirs Finnsson-
ar. 17. febrúar 1994 er bílinn
skráður yfir á nafn Freys Að-
algeirssonar, sonar Aðalgeirs
Finnssonar. 18. apríl kaupir
síðan Pétur Már Halldórs-
son, sem mun standa í
kunningskap við fjölskyld-
una bílinn. 9 dögum seinna
eignast Þórir Magnússon
bílinn en hann mun vera
málarameistari og verktak-
inn sem um er rætt. Nú síð-
ast 10. júlí er síðan Árdís
Svanbergsdóttir, móðir mál-
arameistarans, skráð fyrir
bílnum. Þar sem verðgildi
bílsins er umtalsvert vilja
kröfuhafar fá botn í þessi
viðskipti en þeir telja að
þarna hafi viðkomandi mál-
arameistari verið að reyna að
bjarga 10 milljóna króna
kröfú í þrotabúið.
Einnig eru heimildir fyrir
því að kröfuhöfum hafi
blöskrað umgengni á skrif- 5
stofum fyrirtækisins effir að „
þær höfðu verið innsiglaðar.
Varð einn þeirra vitni að því
að leðursófasett, málverk,
faxtæki og annar skrifstofu-
búnaður var borið út úr
húsakynnunum.
Margir kröfuhafanna eru
smáir undirverktakar og hef-
ur skapast nokkur órói vegna
þess. Er til dæmis vitað til að
ekki er búið að borga fyrir
akstur og efni í grunn húss
Bifreiðaskoðunar ríkisins á
Akureyri þó nokkuð sé um
liðið síðan byggingu þess
lauk.
En þar fyrir utan hljóta
ásakanir á hendur íslands-
banka að vekja mesta athygli.
Einstaka menn hafa sagst
vilja sjá bókhald Islands-
banka þar sem það skarast
við rekstur A. Finnssonar. Er
það vegna þess að ýmsir
staðhæfa að nánast alit bók-
hald A. Finnssonar hf. hafi
verið haldið í gegnum Is-
landsbanka vegna kunnings-
skapar Aðalgeirs við útibús-
stjórann. Hafi þetta gengið
svo langt að útibússtjórinn
hafi á tímabili séð um út-
borganir fyrir byggingafyrir-
tækið. Með þessu hafi bank-
inn haft óeðlilega aðstöðu
sem kröíúhafi og getað hag-
að veðsetningum þannig að
hagsmunir annarra kröfu-
hafa sköðuðust.
Siguröur Már Jónsson
UM HEI.GINA
MANNAKORN FÖSTUDAGSKVÖLD
OG IAUGARDAGSKVÖLD
20ÁRAAFMÆU OG KYNNING
Á NÝRRI PþÖTU MANNA-
KORNA. MAGNÚS EIRÍKSSON
OG PÁLMI GUNNARSSON
ÁSAMT EYÞÓRI GUNNARS'
SYNI OG GUNNEAUGI BRIEM.
BAEE TIE KE 03.00
KOKKTEIEBARINN MEÐ FRÁBÆRA KOKKTEIIA,
ÓTRÚEEGT ÚRVAE
EEDHÚSIÐ OPIÐ AEEAR HEEGAR FRÁ KE 19.00-23.30
NÝR MATSEÐIEE
Borðapantanir í síma 689-686
VAANN t
&uú
RENAULT
fer á kostum!
Hann er
litli, sæti
ærslabelgurinn
- fullur af orku,
fljúgjandi liðugur
og skemmtilegur.
Aðrir í
fjölskyldunni
eru auðvitað
mjög stoltir af
Twingo litla.
Twingo - einstakur bíll
á frábaeru verði - frá kr. 838.000.-
Komdu og kynntu þér hann betur!
(..þú rnunt elska hann eins og við hin.)
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633