Pressan - 25.08.1994, Blaðsíða 2
fœr
Ólafur
Skúlason,
biskup,fyrir
að afneita
kraftaverk-
um
Gengurðu með
sjávarútvegs-
ráðherrann í
maganum, Ein-
ar?
„Ertu að gera símaat í mér?“
Einar Oddur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Hjálms
hyggst bjóða sig fram fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Vestur-
landskjördæmi fyrir næstu
kosningar.
FYRST & FREMST
Sóknarnefnd Seltjarnarness
skelfur enn
Áður en september rennur upp
má gera ráð fyrir því að til ein-
hverra tíðinda dragi innan sóknar-
nefndar Seltjarnarness enda ekki
allir innan nefndarinnar á eitt sáttir
um ákvörðun biskups, séra Ólafs
Skúlasonar að setja Solveigu Láru
Guðmundsdóttur aftur í starf
sóknarprests á Seltjarnarnesi. En
sem kunnugt er vék hún frá í kjöl-
far skilnaðarmáls sem upp kom á
vordögum. Jafnvel þótt sóknar-
nefndin hafi ekkert með ákvörðun
biskups að gera og geti með engu
móti breytt henni er enn það mikill
hiti í nokkrum sóknarbörnum að
þau geta ekki sætt sig við þessi
málalok. Hefúr PRESSAN heimild-
ir fyrir því að allt að fimm manns
af þeim sjö sem nú skipa sóknar-
nefhdina ædi að segja af sér er Sol-
veig kemur aftur til starfa 1. sept-
ember. Eftir því sem PRESSAN
kemst næst eru stuðningsmenn
Solveigar innan sóknarnefndarinn-
ar þau Guðmundur Einarsson og
Ema Kolbeins, á móti eru þau
Haukur Bjömsson formaður
sóknarnefndarinnar, Elísabet Ei-
ríksdóttir varaformaður, Jón Sig-
urðsson, Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, Unnur Ágústsdóttir. Þá
hefur heyrst að frá þeim hörðustu
hafi komið sú tillaga að leggja beri
málið undir sjálfa sóknina sem
skeri þá úr um hvort hún vilji
prestinn áfram eður eigi.
Lyfjalög ÍSÍ ná yfir Gými
Fulltrúar Hestaíþróttasambands
Islands (HÍS) hafa undanfarið átt
fundi með Sigurði Magnússyni,
framkvæmdastjóra Iþróttasam-
bands Islands, um það hvernig
brugðist verði við máli Hinriks
Bragasonar eiganda og knapa
hestsins Gýmis sem sleginn var af
nýlega eftir að hann hafði fót-
brotnað á landsmóti. Þrátt fyrir að
Landsmótið á Hellu hafi verið utan
lögsögu ÍSÍ, enda haldið í nafni
Landssambands hestamanna, þá er
ljóst að íþróttaþátttaka Hinriks er
innan vébanda ÍSl og heyrir þá um
leið undir þ'fjalög ISÍ. Þar sem mál
sem þetta hefur aldrei komið upp
og HÍS tiltölulega nýlega gengið í
ÍSÍ þá liggur ekki ljóst fyrir hvernig
brugðist verður við því. Á sama
tíma vakti þátttaka Hinriks í lands-
liðinu á Norðurlandamóti í Finn-
landi töluverða athygli, bæði hér
heima og erlendis. Forráðamenn
HÍS hafa gefið þá skýringu að Hin-
rik hafi verið valinn í landsliðið áð-
ur en niðurstöður lyfjarannsókna
lágu fyrir. Hafi þeir ekki treyst sér
til að vísa honum úr liðinu áður en
málið væri fullkannað. Á sama
tíma heyrist að aðilar erlendis
hyggist meina Hinriki þátttöku á
mótum þar þangað til málið sé að
fullu upplýst.
Mun þeim síðarnefnda vægast sagt
hafa runnið í skap vegna þessa.
Sagt er að hann hafi reynt allt hvað
hann gat til þess að koma í veg fýrir
skipun Gunnlaugs en án árang-
urs...
Lögmenn vilja Gauk í
Hæstarétt
Hart var lagt að dr. Gauki Jör-
undssyni, umboðsmanni Alþingis,
:
]
■
að sækja um þá stöðu Hæstaréttar-
dómara sem Gunnlaugur Claes-
sen, ríkislögmaður, hreppti en
hann vísaði slíkum málaleitunum
alfarið á bug. Þykir mörgum lög-
mönnum að nauðsyn beri á að
fleiri fræðimenn setjist í dómara-
sætin. Staða réttarins þykir þó hafa
styrkst við skipun þeirra Garðars
Gíslasonar, Markúsar Sigur-
bjömssonar og Gunnlaugs. Meira
þykir þó verða að koma til og því
vonast menn til að Gaukur gefi sig
þegar Þór Vilhjálmsson lætur af
störfúm, en hann hefúr rétt á því á
næsta ári. Óttast þeir að enn verði
skrípaleikur í kringum Hæstarétt í
vetur í ljósi þess að Hrafn Braga-
son verður forseti hans allt til loka
næsta árs...
Kóki svindlar í Þýskalandi
Herbert Ólason, sem jafúan geng-
ur undir nafninu Kóki, hefur verið
útilokaður ffá hestamótum í
Þýskalandi vegna pretta. Um nokk-
urra ára skeið hefur hann rekið
hrossabúgarð þar og stundað um-
fangsmikil viðskipti með íslenska
hesta. Ástæðan fyrir því að hann
hefur verið útilokaður frá keppni
er sú að hann hefur sýnt sömu
hryssuna á að minnsta kosti tveim-
ur mótum undir mismunandi
nöfrium. Hryssan, sem bera nafnið
Nunna og er frá Sandhólafeiju, var
sýnd 2. júní og aftur 30. júlí en þá
undir nafninu Krafla frá Sigríðar-
stöðum. Dómararnir þóttust kann-
ast við gripinn og flettu ofan
svindli Kóka. Það var Félag eigenda
íslenskra hesta sem tók þessa
ákvörðun og hún gildir þar til ann-
að verður ákveðið en málið er litið
mjög alvarlegum augum. Þýska
meistaramótið verður haldið um
næstu helgi og þá verður Kóki
fjarri góðu gamni...
Jón Baldvin vildi ekki
Gunnlaug
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra, lagðist mjög gegn því
að Gunnlaugur Claessen yrði
skipaður hæstaréttardómari.
Ástæðan mun ekki síst vera sú að
Gunnlaugur neitaði að afhenda
Jóni Baldvin greinargerð og gögn
sem hann taldi sig eingöngu hafa
unnið fyrir fjármálaráðuneytið.
Vinaþel í Norðurá
Eins og PRESSAN greindi frá á
sínum tíma fóru höfuðpaurarnir í
hjaðningarvígunum á Stöð 2 í lax-
veiði í Norðurá um síðustu mán-
aðamót. Þar mættu m.a. Sigurjón
Sighvatsson, Sigurður Gísli
Pálmason og Bolh Kristinsson.
Ferðin var ákveðin í desember í lok
síðasta árs þegar allt lék í lyndi eða
töluvert áður en Sigurjón keypti
Otamdir varð-
hundar Benny
Hinn hrella Ijós-
myndara
Fjölmiðlar voru sem kunnugt
er ekki velkomnir á kraffa-
verkasamkomu Benny Hinn í
Kaplalérika á sunnudagskvöldið.
Jafnframt var stranglega bannað
að taka myndir í íþróttahúsinu
meðan samkoman stóð yfir. I
föruneyti Bennys voru nokkrir
kraftakarlar sem virtust gegna
hlutverki lífvarða. Á samkomunni
var greinilegt að þeir höfðu meðal
annars því hlutverki að gegna að
koma í veg fýrir myndatökur. I
þeirri viðleitni sinni sýndu þeir
ekki alltaf kristilegan bróðurkær-
leik í verki. Ungur ljósmyndari,
Eggert Jóhannesson, fýlgdist með
samkomunni fýrir utan íþrótta-
húsið en dyr þess voru opnaðar
vegna þrengslanna innifyrir og
eins til þess að gefa þeim sem frá
urðu að hverfa kost á því að fylgj-
ast með því sem ffarn fór. Eggert
var með myndavélina með sér og
tók nokkrar myndir fýrir utan.
Síðan beindi hann linsunni inn í
húsið og smellti af þegar Hinn
hafði beðið viðstadda að lygna aft-
ur augunum. Skipti þá engum
togum að einn lífvarðanna kom
snarlega á vettvang, þreif í vél Egg-
erts og reyndi að opna hana til að
eyðileggja filmuna. I þann mund
kom annar starfsmaður á vettvang
og kom í veg fýrir það. Sagði hann
lífverðinum að verknaður hans
væri ólöglegur og hann yrði að
kalla á lögregluna ef hann vildi
gera eitthvað í málinu. Við svo
búið hraðaði Eggert sér á brott.
Það er greinilegt að Hinn þarf
að siða varðhunda sína betur áður
en hann kemur aftur til íslands að
lækna halta og blinda.
stóran hlut í Stöð 2 og myndaði
meirihluta með fjórmenningunum
svokölluðu. Við það urðu m.a. al-
gjör vinslit milli Sigurjóns og Ósk-
ars Magnússonar en áður hafði
Óskar verið lögffæðingur hans og
trúnaðarvinur. Sigurjón fékk Óskar
til þess að annast sölu á bréfum
sínum þótt hann væri sjálfur kaup-
andinn og töldu þeir það blekk-
ingaleik til að dylja kaupin. Þegar
Sigurjón hringdi loks í Óskar til að
segja honum tíðindin brást Óskar
hinn versti við, sagðist ekki tala við
drullusokka og skellti á. Óskar átti
bókaða stöng í ferðinni en hætti
við á síðustu stundu til þess að
þurfa ekki að vera í návistum við
Jonna...
Jonni að kaupa fleiri bréf?
Eins og við höfum margoft
greint frá leitar minnihlutinn í Stöð
2 allra leiða til að selja hlutabréf
sín. Verðbréfafýrirtækið Oppen-
heimer hefur leitað eftir tilboðum í
lokuðu útboði og er niðurstöðu að
vænta fýrir áramót. Á dögunum
kom hins vegar maður að nafni
Jefifrey D. Montgomery frá fýrir-
tækinu Baring Communications
Equity og falaðist eftir bréfum,
þeirra í gegnum fyrirtækið Hand-
sal. Minnihlutinn sagði við hann
að þeir væru alveg tilbúnir að selja
honum bréfin þótt þá grunuðu að
Sigurjón Sighvatsson hefði fengið
Bretann f verkið. Ekkert varð af
kaupunum og minnihlutinn telur
sig nú hafa sannanir fyrir því að
Montgomery hafi verið hér á veg-
um Sigurjóns...
Limbó slegið af
Nú hefúr verið hætt við fýrirhug-
aða grínþætti Radíusbræðranna,
Steins Ármanns Magnússonar og
Davíðs Þórs Jónssonar sem verið
hafa á teikniborði Sjónvarpsins.
Komið var nafn á þættina, Limbó,
sem átti að setja á dagskrá strax í
haust á besta tíma eftir fréttir á
laugardagskvöldum. Þegar á reyndi
kom í ljós að hvorki voru til pen-
ingar hjá stofnuninni né var nægj-
anlegur áhugi fýrir hendi á þeim
hugmyndum sem Steinn og Davíð
höfðu sett ffarn. Þó var aðeins talað
um þrjá þætti til reynslu...
í vikunni...
... urðu kraftaverk í tugatali á íslandi fyrir tilstilli Benny Hinn. Biskupinn vildi ekki þiggja náðina og
flúði austur.
... gerðist það óumflýjanlega að útgerðarmenn fóru í hár saman vegna væntanlegs stríðsgróða í Bar-
entshafi.
... kom Solla úr brúðkaupsferðinni hress og endurnærð og heimtaði laun í fríinu eins og Markús sem
segist þó ekki hafa fengið nóg.
... voru afhjúpaðar fyrirætlanir um að eyðileggja Dettifoss í því skyni að framleiða rafmagn sem eng-
inn vill kaupa.
... hegðaði Hinrik Bragason, eigandi Gýmis, sér eins og sannur íþróttamaður og þóttist ekkert vita
um einhver lyf.
2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994