Pressan - 25.08.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 25.08.1994, Blaðsíða 7
Hluthafafundur á Stöð 2 FELLDU RANNSOKN A EIGIN BROTUM Með því að setja hlutabréf sín undir félagið Útherja kom meirihlutinn á Stöð 2 í veg fyrir að rannsókn færi fram á meintum stórfelldum brotum þeirra sjálfra. Minnihlutinn telur það ólöglegt og kærir til saksóknara. Reikningur Jóhanns J. Ólafssonar sem PRESSAN hefur undir höndum er „tvímælalaust ólöglegur“ að mati óháðs löggilts endurskoðanda. Hluthafafundur í Stöð 2 var haldinn í gær. Fyrir fund- inn lágu tillögur minni- hlutans um málshöfðun á hendur Jóni Ólafssyni og íjórmenningun- um, Haraldi Haraldssyni, Jóhanni J. Ólafssyni, Guðjóni Oddssyni og Jóni Ólafssyni fyrir meint umfangs- mikil innherjaviðskipti. Heildar- kröfur voru um 40 milljónir króna. Að auki var tillaga um að rannsök- uð væru „meint brot Jóhanns J. Ól- afssonar á bókhaldslögum með því að nota ýmis fylgiskjöl í bókhaldi félagsins sem hvorki stóðust lög né reglugerð um bókhald.“ PRESSAN hefur undir höndum reikning sem óháður löggiltur endurskoðandi segir tvímælalaust ólöglegan. Tillögum hafnað en kærðar til saksóknara Þegar Sigurjón Sighvatsson keypti í vor mikið magn hlutabréfa myndaði- hann nýjan meirihluta í Stöð 2 með fjórménningunum. Þeir mynduðu síðan nýverið félag utan um hlutabréf sín undir nafn- inu Útherji hf. Jafnframt var ákveð- ið að Sigurður G. Guðjónsson færi einn með atkvæði fýrir hönd Út- herja. Minnihlutinn taldi öruggt að til- lögur sínar um málshöfðun yrðu samþykktar þar sem ákvæði í hlutafelagalögunum segja að þeir sem málshöfðunin beindist gegn hafi ekki atkvæðisrétt. Fundarstjór- inn Gestur Jónsson leyfði hins veg- ar Útherja að greiða atkvæði og því voru tillögurnar felldar. Einar S. Hálfdánarson lagði þá ffam svo- hljóðandi bókun fýrir hönd minni- hlutans: „Ef fundarstjóri heldur fast við þá ákvörðun sína að heimila að Út- herji hf. taki þátt í atkvæðagreiðslu um málssókn gegn tilgreindum hluthöfiim verður ekki hjá því komizt að gripið verði til aðgerða. Ljóst er að vegna tengsla sinna við þessa hluthafa á Útherji hf. veru- legra hagsmuna að gæta sem and- stæðir eru hagsmunum íslenzka Útvarpsfélagsins hf. Þátttaka Út- herja hfi í atkvæðagreiðslunni er því brot á lokamálsgrein 65. gr. hlutafélagalaganna. . Með þessu ólöglega athæfi er meirihluti hlut- hafa að reyna að koma í veg fýrir að upplýsingar um brot þeirra gegn félaginu komi í dagsljósið og jafiir- framt að koma því til leiðar að málshöfðunarfrestir, sem renna út í árslok, líði án þess að takist að höfða mál gegn þeim. Óhjákvæmilegt er því að óska þess að ráðherra grípi þegar í taum- ana og bjóði félaginu sbr. 150. gr. hlutafélagalaganna að endurtelja atkvæðin sem fallið hafa um máls- sókn gegni tilgreindum hluthöfum þannig að atkvæði Útherja hf. verði ekki talin með. Jafnffamt verða þeir sem staðið hafa að því að heimila Útherja hf. þátttöku í atkvæða- greiðslunni gegn fýrirmælum lag- anna kærðir til Ríkissaksóknara fýrir brot á 153. gr. hlutafélagalag- anna en upphaf hennar hljóðar svo: „Sá maður skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að tveim- ur árum sem gerist sekur um eftir- greindar athafnir að því er varðar atkvæðagreiðslu á hluthafafúndi: 1. Aflar sér eða örðum ólöglegs færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu eða ruglar atkvæðagreiðslu með öðrum hætti.“ Enn ffemur verða þau meintu brot sem óskað hefur verið rann- sóknar á kærð til Ríkissaksóknara." „Tvímælalaust ólöglegur" Eins og áður sagði lá einnig til- laga fýrir að meint bókhaldsbrot Jóhanns J. Ólafssonar yrðu rann- sökuð. PRESSAN hefur undir höndum einn þessara umdeildu 7/OÍÍS- C/#3 REIKNrNGT.TR ,7* »96 * *jr |Í<., . . u £0 - Zlp*-*-* *- /V9P Zrt.rri. Za. fr-Op- í VM'* in/i’" SÍÍTjf'* i i. * í a>- 1 i '*//, 6- UtA ’■ i REjKNINGUR ÚR BÓKHALDI STÖÐVAR 2. „Tvímælalaust ólöglegur reikningur," segir löggiitur endurskoðandi. „Ekki meira virði en hver önnur kvitt- un.“ reikninga og birtist hann hér til hliðar. Við fengum löggiltan end- urskoðanda til að líta á reikninginn og tekið skal fram að hann tengist Stöð 2 eða eigendum þess ekki á nokkurn hátt. Endurskoðandinn hafði fjölmargt við hann að athuga. JÓHANN J. ÓLAFSSON. Reikningurinn er stílaður á Jóhann og hann kvittar undir. Meirihlutinn setti hlutabréf sín undir einn hatt og kom þannig í veg fyrir að rannsókn færi fram á meintum innherja- viðskiptum ffyrir tugi milljóna króna. Hin meintu brot verða kærð til saksóknara. Hann sagði að reikningurinn værí ekki fýrirffam númeraður, heldur handskrifaður sem ekki væri leyfi- legt. Ekki væri ljóst hver gæfi út reikninginn — ekki væri ljóst hvort Jóhann J. væri sjálfur útgefandinn því þá vantaði viðtakandann eða greiðandann. Þá sagði hann að í reglugerð um bókhald sé kveðið á um að nafh og heimilisfang yrði að vera á þeim og jafnffamt þarf nafh eða annað auðkenni greiðandans að vera skýrt. Sérstakar reglur gilda um reikn- inga þar sem virðisaukaskattur kemur ffam eins og í þessu tilviki og þarf þá sérstakan reikning. Greiðandi geti því ekki notað inn- skattinn skv. þessum reikningi. Að auk þyrfti að vera sérstakur reikn- ingur fýrir hvert tímabil á reikn- ingnum. Hann sagði að skatturinn myndi athuga bókhald Stöðvar 2 ef þeir sæju svona reikning og ef Stöð 2 hefði tekið innskattinn myndi skatturinn fella. hann út. Hann sagði „forkastanlegt“ að nafn Stöðvar 2 kæmi ekki ffam og þegar hann var spurður hvort reikning- urinn væri ólöglegur var svarið: „Já, tvimælalaust. Hann er ekki meira virði en hver önnur kvittun.“ PálmiJónasson Hvernig birtast kynþáttafordómar á Islandi? Fyrr í vikunni sáu Sameinuðu þjóðimar ástæðu til þess að benda íslendingum vinsam- legast á að þeir yrðu að vera betur á varðbergi gegn kynþáttafordóm- um. Sérstök nefhd á vegum SÞ komst að þessari niðurstöðu eftir ítarlega rannsókn. Meðal annars voru kallaðir á fund hennar fulltrú- ar ríkisstjómarinnar, þau Gunn- laugur Claessen, ríkislögmaður og nýskipaður hæstaréttardómari, Björg Thorarensen,deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Lilja Ólafsdóttir, sem starfar fýrir utan- ríkisráðuneytinu í Genf. Af þessu tilefni leitaði PRESSAN svara við þeirri spurningu hvernig kynþátta- fordómarnir birtast hér á landi. Amal Rún Qase „í því m.a. að fólk þurfi að skipta um nafn eða bæta við nafni vilji þeir gerast íslenskir ríkisborgarar. Það skiptir ekki máli að mínu mati hvað viðkomandi heitir, frekar ætti að leggja áherlsu á að fólk læri ís- lensku og viti eitthvað um landið. Ég held að það sé einhver minni- máttarkennd á bak við þessar nafhabreytingar. Ég þekki marga sem heita orðið íslenskum nöfnum eins og Vigdís eða Margrét en kunna svo ekki stakt orð íslensku. En hvað varðar almenning fann ég helst fýrir kynþáttafordómum þeg- ar ég tók þátt í prófkjörinu fýrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík þrátt fýrir það studdu mig margir. Kynþáttafordómar á íslandi birtast ekkert öðruvísi en almennt for- dómar gagnvart fólk sem er eitt- hvað öðruvísi. Þetta á jafht við um litaða, feitt fólk, heyrnarlausa og jafhvel þá sem þykja mjög fallegir. Maður þarf því ekJd bara að vera svartur eða hvítur til þess að finna fýrir fordómum." ívar Webster, körfuknattleiks- maðun „Það eru sextán ár síðan ég kom til Islands og á þeim tíma var ég eini svertinginn sem bjó í Reykja- vík. Það hafa orðið miklar breyt- ingar í þessu landi og núna get ég ekki sagt að kynþáttafordómarnir séu sjánlegir. En þeir búa nú samt sem áður undir niðri alveg eins og í Bandaríkjunum. Það eru nokkrir einstaklingar hérlendis sem aldrei hafa hitt eða haldið uppi samræð- um við svertingja eða manneskju með annan hörundslit. Ég finn ekki fýrir fordómum og líður ein- sog innbúa. Það er kannski vegna þess að ég hef spilað með landslið- inu og mörgum liðum hérlendis og þekki marga íslendinga. Mér líður einsog íslendingi nema hvað ég er miklu stærri.“ Ágúst Þór Ámason, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaslcrif- stofunnan „Ég hef svona óljósan grun um það þó að ég hafi ekki upplifað það sjálfur og ekki séð neina könnun á því. Maður heyrir það oft á tali fólks, svona einungis í orði en það er oft erfitt að átta sig á því hvað er grín og hvað ekki. Fordómarnir hér em verstir í því að okkur finnst allt sem við erum að gera svo rosalega eðlilegt og það hvarflar ekki að okkur að það sé kúgun að troða því uppá aðra eða krefjast þess að þeir leiki það eftir okkur. Þetta er kannski meira þjóðremba heldur en kynþáttafor- dómar. Grein Magnúsar Óskarssonar í 'Morgunblaðinu um að hópar rcyndu að halda í menningu sína og vangaveltur um hvert stefhdi þegar fólk væri farið að halda há- tíðisdaga ættaða firá Tælandi eða eitthvað álíka birtist á sama tíma og við eigum ekki til orð yfir hrifningu okkar á þeim Vestur-Islendingum sem halda þorra og fleira í þeim dúr. Ég held að það sé erfitt að festa hendur á fordómunum en ég held að þeir byggist helst á fáffæði.“ Deborah Björk Blyden, þolfimi- kennari: „Ég hef ekki fundið fýrir kyn- þáttafordómum enda er ég búin að reyna allt sem ég get til að blandast hópnum og meðal annars lært tungumálið. Ef maður heldur sig fýrir utan hann þá fær maður auð- vitað að finna fýrir því. Amal Qase heldur að það sé fullt af fordómum en þar er ég ósam- mála og ég hef sloppið alveg ffá þessu.“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Am- nesty International: „I mörgum löndum eru til lög sem ná yfir þá sem eru með nei- kvæðan kynþáttaáróður í fjölmiðl- um og ef aðilar erlendis láta hafa eftir sér slíkt þá eru þeir gjarnan dregnir fýrir dómstóla en það gerist ekki hérlendis. Ég held að kynþáttafordómar búi í öllurn einstaklingum en það byggir náttúrulega bara á því að fólk er hrætt við hið óþekkta. Það þarf bara að mennta og fræða fólk og gera því grein fýrir að það er enginn grundvallarmunur á milli kynþátta. Hér á landi held ég að það birtist ekki bara gegn fólki sem er með annan litarhátt heldur er hérna ákveðin útlendingahræðsla. Það er einsog við gerum okkur ekki grein fýrir því að við krefjumst réttinda þar sem við komum í heiminum en erum ekki tilbúin til að veita sömu réttindi á móti. Mér finnst mikilvægt að íslensk yfirvöld taki ábendingu Sameinuðu þjóðanna mjög alvarlega og reyni að taka öll þau skref sem nauðsyn- leg eru til þess að fýrirbyggja ffekari fordóma á íslandi." Magnús H. Skarphéðinsson, áhugamaður um mannréttindi: „Kynþáttafordómar á Islandi birtast fýrst og ffemst í gífurlegum þjóðrembuhugsunarhætti, að Is- lendingar séu bestir í heimi. I öðru lagi sem ímyndin um að gulir séu hugsunarlausir og svartir menn lat- ir og reyndar heimskir líka. Við er- um haldin ofurþjóðrembuhugsun- arhætti sem boðar að norræni kyn- stofninn, einkum og sér í lagi grón- ir íslendingar í sveitum landsins séu bestir. Langmestu kynþáttafor- dómarnir eru í dreifbýli en það er mun skárra í þéttbýlinu.“ FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.