Pressan - 25.08.1994, Page 10

Pressan - 25.08.1994, Page 10
PRESSAN Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Auglýsingastjóri: Pétur Ormslev Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreifing 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. ísland fyrir íslendinga? Þar kom að því. Loksins fengum við íslendingar hirtingu sem við höfum lengi átt skilið. Sameinuðu þjóðirnar sáu ástæðu til þess í vikunni að segja okkur að kynþáttafordómar væru vandamál á íslandi. Þetta er hvorki nýr sannleikur né óvæntur en skilaboðin tímabær svo ekki sé meira sagt. Hin bleikskinnaða þjóð hefur í einangrun sinni og heimsku, í uppruna- legri merkingu þess orðs, talið sér trú um að kynþáttahatur sé eitthvað fjar- lægt og handan við hafið. Og þegar því hefur skotið upp kollinum hefur það yfirleitt verið afgreitt sem hótfyndni uppátækjasamra skólakrakka eða sér- vitra sveitamanna. Víst er það svo að fámenn samtök eins og Norrænt mannkyn, sem sálarkrumpaðir undirmálsmenn halda úti með það háleita markmið að ísland skuli vera fyrir íslendinga og þá eina, eru ekki tekin al- varlega frekar en dómsdagsspámenn. Auðvitað getum við ekki búist við því að kynþáttuhatur þrífist ekki hér á landi. Og við megum ekki lengur loka augunum fyrir því. Þjóðin létfyrstskína í vígtennur kynþáttahatursins fyrir allmörgum árum þegar leiðtogar hennarfóru þess á leitvið Bandaríkjamenn að þeir sendu ekki svarta hermenn til að verja landið. Síðan hefur það gerst að hingað hefur flust nokkur fjöldi útlendinga frá öllum heimshornum og sest hér að. Enn er þó engu líkara en að þetta fólk sé ekki velkomið þótt það beri með sér menningarstrauma sem geta ekki verið til annars en að auðga íslenskt þjóðlíf. Birtingarmyndir kynþáttafordómanna eru af ýmsum toga. Þeir koma stundum í Ijós án þess að meðvitaður illvilji búi þar að baki en þeir eru jafn heimskulegir fyrir því. íþróttafréttamenn hafa til dæmis þann ankannalega sið þegar þeir fjalla um körfubolta að geta alltaf litarháttar svartra leik- manna frá Bandaríkjunum. Þeir reyna þó að fela fordóma sína með því að nota lýsingarorð eins og hörundsdökkur og þeldökkur, sem þeir telja vænt- anlega að beri vott um umburðarlyndi þeirra. Sumt hittir okkur sjálf fyrir og þeir sem fyrir fordómunum verða hlæja að okkur sem von er. Hver hefur ekki horft upp á konur alltumlykja svertingja á skemmtistöðunum og tala við þá eins og þær vilji ættleiða þá og siðmennta. Aumingja mennirnir sem síð- an kemur kannski í Ijós að eru íslenskir. Fyrirlitningin kemur þó enn frekar fram í kaupum íslenskra karlmanna á asískum konum til að kvænast. Sama hvað hver segir þá eru fjölmargar filippeyskar og tælenskar konur keyptar hingaðtil lands sem leikföng kynferðislega brenglaðra karlmanna þóttþað séu sennilega undantekningar frekar en regla. Flestir íslendingar af öðrum stofni en þeim aríska hafa einnig orðið fyrir aðkasti á götum úti og brandararnir á þeirra kostnað eru sagðir af miklu kappi þegar þeir heyra ekki til. Grænlensku sjómennirnir hafa einnig oft upplifað hraksmánarlega framkomu sem bendir eindregið til þess að íslend- ingar líti á nágranna sína sem skrælingja. Svona mætti áfram telja. Flóttinn úr Sjálfstæðisflokknum í vor, þegar Amal Rún Qase frá Sómalíu gekk í flokkinn og tilkynnti framboð sitt, ertalandi dæmi um á hvaða braut þjóðin er. Amal Rún er íslenskur ríkisborgari og á íslenskt barn — svartur hörundsliturinn er hennar eina afbrot. Þjóð sem vill láta taka sig alvarlega í samfélagi þjóðanna metur einstak- lingana eftir mannkostum en ekki litarhætti. Ef forystuflokkur í ríkisstjórn er gegnsýrður kynþáttahatri er varla við öðru að búast en að illgresi hatursins dafni beturen ella. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Pálmi Jónasson, Magnea Hrönn örvarsdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PEbíNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl HSraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Merming og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Jónas Sen, klassík og dulræn málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Jóhannes Bachmann. Þjóöhirhjan hf. Islendingar eru ein viðbragðs- fljótasta þjóð í heimi þegar nýj- asta tækni og vísindi er annars vegar — en að sama skapi erum við vægast sagt svifasein þegar um hugmyndir er að ræða. Fæstir nenna að koma sér upp sjálfstæð- urn skoðunum nema á því allra nauðsynlegasta: laununum manns og veðrinu. Pólitískar skoðanir til lífstíðar eru allajafha keyptar í ein- um pakka. Þvi þegar Islendingar þrasa um pólitík er það álíka frjó umræða og metingur milli KR- ings og Framara. Þess vegna kom það óneitanlega dálítið á óvart að drjúgur meirhluti í nýlegri skoðanakönnun sagðist vilja aðsldlnað ríkis og kirkju. Nú hefúr sáralítil eða engin umræða farið fram um málið síðustu ár og því skyldi maður ætla að okkar íhaldsama þjóð væri ekld á þeim byltingarbuxum að hrófla við þjóðkirkjunni. Ég hef aldrei séð almennileg rök fýrir því að ríldð eigi að annast rekstur trúarbragða og einhvern veginn hefur mér alltaf fundist það stangast á við ákvæði stjórnar- skrárinnar um trúffelsi. Ríkisrekst- ur kirkjunnar á rætur í pólitískum deilum ffá miðöldum en byggist öldungis ekki á kenningu Jesú ffá Nazaret. Hér er ffeistandi að skrifa langt mál um þær myrku aldir sem fóru í hönd á íslandi þegar Dana- konungur sölsaði kirkjuna undir sig og gerði hana að auðsveipum þjóni. Þjóðkirkjan íslenska virðist eiga í dálitlu tilvistarbasli um þessar mundir, eins og sést meðal annars á uppgangi sértrúarsafnaðanna sem svo eru kallaðir. Amerískur sjónvarpstrúður fékk á einu kvöldi jafnmarga áheyrendur og sjálf Björk Guðmundsdóttir og þarm- eð fleiri en gervöll þjóðkirkjan á heilum mánuði. Það bendir líka ótvírætt til þess að eitthvað sé að hjá íslenskri þjóð- kirkju þegar á daginn kemur að prestar mega ekki lengur skilja við maka sinn. Menn þurfa ekki að vera sprenglærðir í Islandssögu til þess að vita að það þótti sjaldnast tiltökumál þótt prestar eða biskup- ar sýndu mannlega breytni í ásta- málum. Framkoma sóknarnefndar ■ m STJÓRNMÁL I J HRAFIM JÖKULSSOIM ■ s „Þjóðkirkjan íslenska virðist eiga í dá- litlu tilvistarbasli um þessar mundir, eins og sést meðal annars á uppgangi sértrú- arsafnaðanna sem svo eru kallaðir. Am- erískur sjónvarpstrúður fékk á einu kvöldi jafnmarga áheyrendur og sjálf Björk Guðmundsdóttir og þar með fleiri en gervöll þjóðkirkjan á heilum mánuði. “ Seltjarnarness í garð sóknarprests- þvæst af. Hinir heilögu riddarar á ins þar er smánarblettur sem seint Nesinu hótuðu því meira að segja að stofha fríkirkju ef þeir fengju ekki óáreittir að flæma prestinn í burtu. Gjöri þeir svo vel! Staðreyndin er sú að íslenskri kirkju hefur hnignað síðustu árin. Kirkjan nær ekki til fólks. Kirkjan hefur engar skoðanir — enda hvernig getur deild í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar haft sjálfstæð- ar skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut? Þjóðkirkjan er að sumu leyti eins og Sjálfstæðisflokkurinn: ofvaxið hagsmunabandalag þar sem eng- inn getur haft skoðun á neinu án þess að fara í blóra við stóra hópa. Munurinn er aðeins sá að þjóð- kirkjan þarf ekki að hafa áhyggjur af því að tapa völdum í kosning- um. Hún er einokunarfyrirtæki. En allra slíkra fyrirtækja bíða sömu örlög: að vera étin upp innanfrá uns þau verða að dufti einn góðan veðurdag. Kirkjunni myndi alveg efalaust vegna mun betur ef einok- uninni yrði aflétt. Ég leyfi mér að fullyrða að marg- ir prestar geti vel hugsað sér að kirkjan standi á eigin fótum. Lík- lega er ekki hægt að gefa kirkjunni betri gjöf í tilefni þúsund ára af- mælis kristnitökunnar. Höfundur er blaðamaöur og rithöfundur Magnús um Magnús ur toskunni, cflii með öðrum hætti, þar '' ÞAÐ SEM af er Srina *ur Margutlbiaðið i ugbirtgremareft- Þarstetason < Grtasíiesi, Só 3urt nwð nýbá-*: lírtist i blaðínu mars sfðoutlið- in srinrsi, „Burt mmz“, 15. ■s . ■{ rúða má "nim 'greia- \ski fiill 'kið 4ÍI tjdar Hin II Eagnarsson tnargir hverjir hafa auðgaS umhverfi okk"* og þióðlif. Það er í t< að hrúpa eldur i tr» (uliu leikhúsi i.'f sá > sami kyeiktr ekki [aic]. Á því er hœtta í þessu ’ Fyrir utan að vei rökleysa, bendú atliugascmd i anna til þess á virðist ekki áttr tilgangi og tak miifrelaishugt' Hver er ' áhvrgð stæi#' irf •ðsins „Myndi Magnús reyna að koma í veg fyrir prentun og dreifingu á bók eftir bóndann? Myndi Magnús amast við því að bóndinn byði fram tilAlþingis með sinn nazíska málstað? Það er hœtt við því.“ Magnús Ragnarsson leikari skrifaði athyglisverða grein í Moggann fýrir helgi. Hún var um þá ákvörðun ritstjóra Morgunblaðsins að leyfa Magnúsi Þorsteinssyni bónda í Grímsnesi ítrekað að spreða rasísk- um skoðunum sínum yfir lesendur blaðsins — skoðunum sem allir hafa skömm á og löngu hafa hlotið dóm sögunnar sem merkingar- laust, en þó hættulegt, rugl. Tillaga Magnúsar var einföld: Það eru ekki allar skoðanir jafh- réttháar, sumar eiga ekki einu sinni rétt á að heyrast, og Mogginn á að taka þá prinsippákvörðun að skrúfa fýrir greinar bóndans og allra sem hafa skoðanir svipaðar hans. Semsagt: Þagga niður í þessu rasistapakki. Ég hef ekki séð nein viðbrögð Moggans við þessu, en þetta er afar slæm tillaga. Hún er jafhhættuleg og hún er hugguleg við fýrstu sýn. Setjum svo að Mogginn fari að ábendingu Magnúsar og neiti að birta greinar eftir nafna hans í Grímsnesinu. Vænta má að Magn- ús geri sömu kröfu til annarra fjöl- miðla, ekki síst ríkisfjölmiðlanna. Myndi Magnús reyna að koma í veg fýrir prentun og dreifingu á bók eftir bóndann? Líklega, með sömu rökum og gegn Mogganum. Myndi Magnús reyna að koma í veg fyrir að hann tæki til máls á opinberum fundum? Væntanlega, með sömu rökum. Myndi Magnús amast við því að bóndinn byði fram til Alþingis með sinn nazíska málstað? Það er hætt við því. Hver yrði þá niðurstaðan? Að einstaklingur væri sviptur svo til öllum borgaralegum réttindum sínum — af þvi hvaða skoðanir hann hefúr. George Orwell, hvar ertu nú? En það þarf svo sem ekki að fjöl- yrða um það út á hvaða braut við myndum leiðast ef tillögu Magnús- ar væri fýlgt til rökréttrar niður- stöðu. Þar fýrir utan væri bóndan- um líklega enginn stærri greiði gerður en sá, að útiloka skoðanir hans ffá opinberri umræðu. Þann- ig fengju þær líklega samúð og þar með óbeinan stuðning sem þær fengju aldrei að öðrum kosti. Þjóðverjar mega samkvæmt stjórnarskrá banna starfsemi naz- ista, þar á meðal kröfugöngur og útbreiðslu kynþáttahaturs. Hefur þessi löggjöf leitt til þess, að Þjóð- verjar séu umburðarlyndari og út- lendingum líði betur í Þýzkalandi? Á áttunda áratugnum kom fyrir dóm í Bandaríkjunum mál vegna þess að nýnazistar höfðu fengið leyfi til að marséra í gegnum eitt af bæjarhverfum Chicago, Skokie. Ibúar þar eru flestir gyðingar og þess vegna engin tilviljun að nazist- arnir völdu þetta hverfi. Niður- staða réttarins var samt sem áður, að hversu ógeðfelldur og fýrirlitleg- ur málstaður þeirra væri þá ættu nazistarnir sama rétt til tjáningar- frelsis og aðrir. I því fólst rétturinn til að fara í kröfugöngu ef uppfýllt væru almenn skilyrði sem aðrir yrðu líka að hlíta. Það varð auðvitað allt vitlaust út af þessum dómi, en hann stendur mér í minni sem dæmi um stóra hugsun — og þá sannfæringu að skoðunum verði ekki unnið fylgi eða þær kæfðar með valdboði, rit- skoðun eða refsingum. Það er skoðun andstæð því sem Magnús lýsti í grein sinni, nefnilega að hat- ur og fáffæði séu sannleikanum alltaf langlífari og þess vegna megi ekki leyfa þeim að skjóta rótum. Það er heillavænlegra að gera sér grein fyrir að illgresið er þarna og verður þarna, hversu illa sem okk- ur er við það. Það er barnalegt að reyna að fela það og hættulegt að reyna að kæfa það með aðferðum sem vinna gegn þvf sem verið er að reyna að verja, mannréttindum og upplýstum skoðanaskiptum. Karl Th. Birgisson 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.