Pressan - 25.08.1994, Side 20

Pressan - 25.08.1994, Side 20
Klassik litir og Nú detta af manni allar dauðar lýs, diskóklæðnaðurinn er að koma aftur með öllum sínum æpandi litum og glansandi efnum. Það er þó vonandi að hug- sjónaleysi diskósins fylgi ekki með. Tískan verður sem betur fer ekki einsleit í vetur. Margt meira athyglisvert verður upp á teningnum enda vart við því að búast að allskonar fólk á öllum aldri fáist til að klæðast sleikibrjóstsykurslitun- um, hvað þá hermannabúningum í felulitunum, sem líka munu vera fyrir aug- um okkar í vetur. f hinum smáa tískuheimi á íslandi í vetur verður óneitan- lega að telja forvitnilegasta væntanlega opnun hjónanna Mörtu Bjarnadóttur og Þorsteins Ólafssonar, eigenda Gallerís, Centrum og Evu, á nýrri Donnu Karan verslun, eða því sem hefur verið kallað shop in shop á ensku. Hún verður opnuð út frá versluninni Evu í október. Donna Karan er hvað vinsæl- asti og virtasti hönnuðurinn á meginlandinu um þessar mundir. Paui Smith veit jafnt um hvað kvenleikinn og karimennskan snúast. Hælarnir fara mjókkandi. ítir því sem tískuspekingur PRESSUNNAR hefur komist næst, af kynn- um sínum við þennan sí- breytilega heim í gegnum tíð- ina, fær hann ekki betur séð en að tískan endurspegli árstíðirnar og ekki hvað síst árferðið. Það hefur vart farið framhjá neinurn að kreppa hefur ríkt 4 Islandi undan- farin ár. í tískunni hefur kreppan einmitt endurspeglast í því að du- stað hefur verið rykið af gömlu notuðu fötum mömmu, pabba, ömmu og afa, gamalla frænka og svo framvegis. Og jafnffamt mynd- uðust biðraðir fyrir utan verslanir eins og Vero Modo sem tókst í kjölfarið að lækka verð á tískufatn- aði til muna á íslandi. Nú vilja menn meina að allt önnur teikn séu á lofti sem fylgi batnandi hag, vonandi með blómum í haga. Hag- ur vel flestra fyrirtækja er að batna, segja spekingarnir og ríkisstjórnin heldur sama ffóðleik á lofti, sem auðvitað verður þó að reiknast með pólitískum fyrirvara. Allar þessar yfirlýsingar virðast vera að síast með ógnarhraða inn í þá sem telja sig hafa eitthvert vit á viðskipt- um. Fyrir utan Donnu Karan versl- unina, sem er í burðarliðnum, spruttu nýverið upp verslanir eins og Flauel, Frikki og dýrið hafa stækkað við sig og Noi heldur enn velli við Skólavörðustíginn, fyrir utan auðvitað allar hinar verslan- irnar. En byrjum á því merkileg- asta, Donnu Karan á Islandi. Heiður að fá Donnu Karan Donna Karan er án efa einhver vinsælasti og virtasti tískuhönnuð- urinn í heiminum í dag. I hvaða er- lenda blaði sem maður flettir þessa dagana finnur maður grein um Donnu Karan. Nýverið var einmitt sagt frá því að hún væri að opna eigin verslun á Bond-Street, þannig lítur út fyrir að ísland sé framarlega á tískumerinni, eins og off áður. Að sögn Mörtu Bjarnadóttur er þó eingöngu stefnt að því að vera með ódýrari línu Donnu Karan, svokall- aða DKNY-línu, eða Donnu Karan New York línuna, enda er hin línan hennar dýrari og vart íslendingum bjóðandi. „Við erum búin að vera að velta þessu fyrir okkur í tvö ár og erum þegar búin að kaupa tvær collectionir og erum að fara að kaupa þá þriðju núna,“ segir Marta og heldur áfram. „Við byrjum að selja merki hennar í Evu í næstu viku en ætlum hins vegar í október að opna það sem kallað er shop in shop undir þá línu, eða byggja við Evu út að húsgagnabúðinni okkar. Þar fáum við stóran sal þar sem við ætlum að hafa bæði fatnað og aðra fylgihluti frá DKNY.“ Marta telur það heiður að fá að selja Donnu Karan vörurnar því fyrirtæki hennar sé í senn vel upp- byggt og vel rekið. Útsendarar hennar hafi komið hingað til lands og kannað allar aðstæður áður en þeir gáfú samþykki sitt. Að auki fylgist hún vel með öllum fyrirtækj- um sínum. En hvað er svo í tísku? „Tískan er mjög margbreytileg. Donna Karan hefur mjög breiða línu, sem er allt frá því að vera töff í neonlitunum upp í fínan og klass- 20 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 25. ÁGÚST 1994 ískan klæðnað. DKNY-línan spannar mjög breiðan aldur. Hún er í senn rnjög ódýr og nokkuð dýr og allt þar á ntilli. í hennar línu nú er t.d töluvert um hnésídd á pils- um, sem er rnikið að ryðja sér til rúms núna, svo er líka mikið um sítt og alveg stutt. Allt þar á milli tilheyrir ekki tískunni núna. Hins vegar erum við lítið með skó frá Donnu Karan. Þeir eru einfaldlega ekki fyrir buddu íslendinga.“ Hvað er að gerast með skótískuna. Mér sýnist sem mjóu hœlarnir séu að koma aftur? „Já, það er rétt að hælarnir eru að mjókka á skóm fyrir þá sem á annað borð vilja vera á hælum. Annars eru að koma voða mikið flatbotna skór, mjög flatir. Það verður þó eitthvað gróft í vetur. Á meðan stutta, svokallaða A-laga tískan, er enn ríkjandi passar vel að vera á þykkum skóm. En það á mest við um unga fólkið." Að öðrum kosti telur Marta tíð- arandann öllu bjartari en hann var. „Það hefur lítið verið um nýjungar hér á landi í tískubransanum. Fólk hefur verið að halda að sér hönd- unum. Það er gaman að takast á við nýtt verkefhi einmitt þegar tím- arnir eru svolítið erfiðir. Það er eins og fólk trúi nú að botninum sé náð og nú sé allt upp á við.“ Lifandi gallerí Enn með hugann við vetrartísk- una tók Friðrik Weissappel, tísku- búðareigandi, í sama streng og Marta hvað það varðar að allt væri í tísku og að litagleðin væri með brjálaðra móti, og það þrátt fyrir að vetur væri í nánd. Það sem sérstaka athygli vekur, í hinni nýopnuðu búð hans og Dýrleifar Örlygsdótt- ur við Laugaveginn, er að þar eiga nú fimm íslenskir hönnuðir, reyndar enginn þeirra með próf í greininni, fatnað. Þetta eru þær Katrín Ólafsdóttir, betur þekkt sem Kata dansari, Hildur Hafstein, Ragna, Svava og Margrét en allar eru þær að gera mjög góða hluti. Það sem gerir hönnun stúlknanna fýrst og ffemst spennandi er vand- virkni þeirra og ekki skaðar að flík- ur þeirra eru einstakar, þ.e.a.s fátt er til af hverju, eins og raunar af öllu öðru í hinni nýju og stækkuðu verslun þeirra. En fyrir utan skreyt- ingu á mannslíkamann fást þar for- látir lampar sem vakið hafa mikla athygli. Ekki veit ég hvað skal kalla þá en þeir eru vatnskenndir og allir á iði þegar maður rýnir í þá. Til að skýra þessa ótrúlegu samsuðu vill Friðrik koma því á framfæri að búðin sé ekkert annað en, „lifandi gallerí.“ En það eru ekki bara íslensku Hönnuðirnir í Frikka og dýrinu í eigin flíkum, Ragna, Katrín Ólafs, Ásdís, sem er staðgengiil Hildar Hafstein í flík frá henni, Alda og Margrét. Enginn þessara hönnuða hefur hlotið menntun í faginu. Leiða má líkur að því að kreppan hafi fengið þær til að ganga á eig- in forða. Og útkoman er alls ekki slæm. hönnuðurnir og Donna Karan sem verða hvað athyglisverðastir í vetur. Paul Smith kom nýverið með kvenlínu sem nú fæst í versluninni Heimsmönnum. Það eru einkum og sér í lagi kvenjakkafötin, eða öllu heldur buxnadragtirnar frá honum, sent vakið hafa mikla at- hygli. Hann komst enda að því, eft- ir að hafa hannað fatnað á karl- rhenn eingöngu í nokkur ár, að konur notuðust ekki hvað síst við þann fatnað. Kvenlína hans ber þess glöggt merki því hún er í senn klassísk og töff. Paul Smith hefur það sem veganesti að kvenfatnaður geti verið afar kynæsandi án þess að eitthvað af líkama kvennanna sjáist. Að sama skapi og kvenfatnaður- inn, eru karlmannaföt í vetur einn- ig margslungin. Þó má benda á það að ætli karlmaður sér aðeins að fjárfesta í einum alfatnaði íyrir vet- urinn eru bestu kaupin í brúnum jakkafötum með einhvers konar teinum. Ýmis efni koma tO greina, t.d flauel og ull. VOji karlmenn hins vegar eitthvað sem endist þeim tO ársins 1999 er íburðarmikifl frakki í dökkgráum, svörtum eða dökkblá- um lit góð hugmynd. Vilji karl- maðurinn vera nokkuð áberandi er hermannaffakki töfralausnin. Felulitir og rússneskir frakkar Af öUum sólarmerkjum að dæma ætti einnig að verða góssent- íð ffamundan hjá verslunum eins og Arma Supra, en sú verslun ber nafn með rentu því hún hefur ekki bara að geyma svokallaðan her- mannafatnað heldur alla fýlgOUuti,

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.