Pressan - 25.08.1994, Page 24
Þrátt fyrir að ljóst sé að
samkeppni olíufélaganna
felst ekki í bensínverði þá
er samkeppnin blóðug á
ýmsum sviðum. Má þar
nefna slaginn sem hófst
eftir að Olíufélagið setti
safnkort sitt í umferð í
byrjun sumars. Átakið
beindist fyrst og fremst að
því að auka markaðshlut-
deild Esso í bensinsölunni
en rekstur og umgjörð
safnkortsins er nokkur og
ef þetta á að takast verður
aukin markaðshlutdeild
að réttlæta aukinn kostn-
að sem fylgir safnkortinu.
Hin olíufélögin höfðu
lengi gælt við slíka hluti
en aldrei þorað að láta
verða af því vegna áhætt-
unnar. Þau brugðust við
með því að veita afslátt og
nú heyrast sögur af því að
sá mótleikur hafi tekist.
Hefur því verið haldið
fram að markaðshlutdeild
Essó hafi minnkað um 1
prósent á síðustu þrem
mánuðum. Með þvi fylgja
fullyrðingar um að stóll
Geirs Magnússonar for-
stjóra hafi hitnað töluvert
við þetta þar sem það var
hans ákvörðun að hella
sér út í slaginn...
Upphlaup í utanríkis-
þjónustunni undanfarið,
með tilheyrandi norna-
veiðum, hafa vakið mikla
athygli. Menn þykjast sjá
merki þess að störf og
starfsmannahald í þjón-
ustunni ráðist sífellt meira
af duttlungum og geð-
þóttaákvörðunum Jóns
Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra og þora
menn ekki öðru en að
sitja og standa eftir hans
vilja. Má sem dæmi taka
hlutskipti Guðmundar
Eiríkssonar þjóðréttar-
ffæðings sem settur hefur
verið út í kuldann eftir að
hann stóð upp í hárinu á
ráðherranum. Þá hafa
margir orðið til að rifja
upp að ástandið hafi verið
keimlíkt þessu í tíð Jóns
Baldvins í fjármálaráðu-
neytinu þar sem jábræður
ráðherrans voru hafhir
upp til skýjanna en þeir
sem stóðu á móti fengu
frystimeðferð...
VIÐ
HLUSTUM
ALLAN
SÓLAR-
HRING-
INN
643090
i
i
Það eru allir velkomnir í 6 ára afmælisveislu
Pizza Hut sem hefst í dag og stendur til
sunnudags á Hótel Esju og í Mjódd.
aru l A
Afmælistilboð: Frír skammtur af brauðstöngum með öllum pizzum
Frí áfylling af Pepsi og Egils appelsíni
Pizza Hut afmælistert