Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 1
1938 SunnudLaginn 31. Júlí 29. blað * Xbi sáustu (jöh C.aJim$jL& s Qtpubi 10 áxum.. (The Last Cruise of the CARNEGIE) Seglskipið „Carnegie“, eign segulrannsóknadeildar Carnegie- stofnunarinnar í Washington, var bygt áriðl909. Efniviður þess var hvít eilc og „oregon pine“. Vegna seglurannsókna var ekki notað neitt járn, eða stál við byggingu skipsins, heldur eir, bæði í skroklc og reiða. — Akkerin voru úr kopar og i stað akkeris- festa voru kaðlar. Þótti það á sínum tíma dálítið hroslegt, að stálkóngurinn Andrew Carnegie, sem hafði igrætt allan sinn auð á stáli, skyldi láta liyggja skip sem hvergi mátti vera stál eða járn í. Slcipið fór sex rannsóknaferðir á tæpum 20 árum, þangað til það í'órst í nóvember 1929. Vísindalegur árangur af ferðum skipsins var geypilegur, bæði livað snerti jarðsegulrannsóknir og hafrannsóknir. Skipstjóri þess, J. P. Ault, sem hafði verið foringi rannsóknanna frá byrjun, fórst ásamt káetudrengnum áf sprengingu, er sldpið brann 1929. Eftirfarandi frásögn er tekin úr bók J. Harland Paul’s, er var einn af visindamönnum þeim, er með skipinu voru í siðustu ferð þess, en þeir voru auk hans Parkinson, Torreson, Seiwell, Soule, Scott og .Tones. Greinir um leiðangur þennan komu í Vísi 20. og 29. júlí 1928, meðan skipið stóð hér við í síðustu för sinni. C Eftir J. HARLAND PAULJ SEGLSKIPIÐ „CARNEGIE“. Við vörpuðum akkeri á höfninni i Reykjavík, höfuð- horg Islands, hinn 20. júli (1928) og fyrsti maður, sem mætti okkur þar var gamall vinur okkar frá fyrri ferðum, Baldur Sveinsson hlaðamaður. Það var okkur minnisstætt, þegar við komum til Reykja- vikur 1914 úr löngu ferðalagi til Spitzbergen, að þessi sami vinur okkar.færði okkur þær fréttir, að strið væri skollið á í EvróiJU. Að þessu sinni var ■ekki liægt að segja okkur nein óvænt stórtíðindi, því að við höfðum allan tímann vcrið í sambandi við land með loft- skeytatækjum. Baldur Sveins- son bauð okkur vinsamlega aðstoð sína, ef við kynnum að liafa tíma til að fara skemti- ferðir inn í landið. Við vorum einmitt að spila lagið „Fifty Million Frenclimen Can’t be Wrong“ á grammó- fóninn, þegar við heyrðum ó- kunna rödd frammi í stjórn- klefanum taka undir viðlagið. Þetta var enginn annar en franski konsúllinn i Reykja- vik, Monsieur Simon. Það kom í Ijós, að liann hafði áður ver- ið i þjónustu frönsku sendi- sveitarinnar í Wasliington. — Hann hauð okkur þegar í stað heim til sín og lcom okkur á ótrúlega stuttum tima i kynni við fjölda fólks í landi. Það má með sanni segja, að dagarnir sé endalausir í Reykjavík að sumrinu til. Þar er engin nótt. Einn dagurinn hverfur inn i annan og það er ekki meir en stutt miðnættis- liúm, sem markar skifting sól- arliringanna. Það var senni- lega þessu að þakka, að við gátum komið ótrúlega mildu i verk þessa einu viku, sem við stóðum við. Þegar liinu eiginlega dagsverki var lokið, um kl. 4, voru enn eftir næst- unti átta ldukkutimar af dags- birtunni til að stytta sér stund- ir við. Fyrir þá, sem langar til að fara skemtiferðir, ern laugar og goshverir til að skoða og eldgígar til að rannsaka, en liinir geta hvílt hugann við fagurgræn tún og blómgarða. Höfnin er full af furðulegum skepnum. Tröllauknar mar- glittur, sumar mörg fet í þver- mál, berast með straumnum meðfram skipinu, og á höfn- inni og úti meðal hinna mörgu eyja i firðinum má sjá lunda, æðarkollur og ótal tegundir máfa. Daginn eftir að við komum, var lialdið inn i Engey til að athuga segulrannsóknastöðina, þar sem atliuganir okkar höfðu farið fram 1914. Tjöld voru sett upp og túnið rutt til að fá rúm fvrir mælitækin. Um kvöldið vorum við hoðnir i dans lieima hjá Monsieur Si- mon, og kyntumst við ]iar nokkrum aðlaðandi íslenskum stúlkum. Iiöfðu margar þeirra stundað nám i Bandaríkjun- um, aðrar í Englandi eða á Norðurlöndum, og töluðu þær allar ensku (eða amerisku!) betur en við. Þá kyntumst við einnig nokkrum yfirmönnum af danska herskipinu „Fylla“, sem lieldur sig við ísland nokkurn liluta árs til þess að vernda landhelgina. Þetta lieimboð nægði til að færa okkur heim sanninn um það, live lítið við vissum um Island. Við höfum hvergi liaft tælcifæri til að leiðrétta fleiri rangar hugmyndir um erlenda þjóð en við gerðum liér. Loftslagið i Reykjavík reynd- ist vera líkt og í New York. Snjókoman er ekki mikil og snjóa leysir snemma. Golf- straumurinn er lilýr, þrátt fyr- ir mörg þúsund mílna ferð á móti norðri og lieldur hann höfnunum íslausum. Nauðsyn- legustu matjurtir eru ræktað- ar, grasið sprettur alstaðar, enda er kvikfjárræktin stór- feld. Lífið i Reykjavik er allólíkt á sumrin og á veturna. Á vet- urna er dagsbirtan mjög stutt, en á sumrin verður maður varla var við nótt. Við vorum að vísu ekki nógu norðarlega staddir til að sjá miðnætursól- ina, en maður háttar í björtu og jafnvel þeir, sem fyrstir eru á fætur, eru mörgum tímum á eftir sólarupprás. Frh. á 8. síðu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.