Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 hjálp og liðveizlu af sjálfs- hvötum. Að sameina kraftana þann- ig yrði eins og að kraftaverki, stórkostlegu, máttugu átaki. Hver meginmunur og á hinu, ef hver hefði otað sínum tota. Ef slikur hugsunarháttur myndaðist i sveitum landsins yfirleitt, yrði þar rótgróinn eins og óskráð lög', mundi hann einnig ná til kaupstaða og sjávarþorpa; þar væri einn- ig nægilegt, óþrjótandi starfs- svið af margvíslegu tagi, al- menningi til blessunar. Sá hugsunarháttur mundi skapa meiri frið í landinu, ör- uggan frið, og hafa bein og ó- bein áhrif á löggjöf landsins og stjórnarfar. Ýmsum óþægi- legum böggum yrði eins og að sjálfsögðu velt af ríkinu sjálfu og austurinn ekki jafnvel þokk aður, þar sem fórnarvilji al- þjóðar væri orðinn auðsýnn og sterkur þáttur í lífi þjóðar- innar allrar. Sumir mundu nú vilja segja, að slík hugmynd væri ófram- kvæmanleg í reyndinni. Til þess að þetta geti tekist, þarf aðeins skilning beztu manna þjóðarinnar á alþjóðarnauð- syn lwarvetna og hjálp þeirra til að gerast forgöngumenn hvers á sínum stað, hvers í sinni stétt og hvers í sinni sveit. Þegar alvara er á ferð- um, veitir ekki af að beita hyggilegustu ráðum, eins og þessu, taka á öllu, sem er til, þjóðinni til heilla og úrlausn- ar á vandamálum hennar. Er viðhúið, að slílc stefna sé ekki á hverju strái í veröldinni. Væri slíkt fádæmi, livað þá, ef það væri eins dæmi um lieila þjóð, væri það allra best. Hún yrði þá, vor smáa þjóð úti á hala veraldar, fyrirmyndar- þjóð um fram allar liinar, öðr- um stærri og stórum þjóðum til eftirbreytni. Ýmsir, hæði hér á landi og erlendis, vænta sér mikilla dá- semda einmitt af vorri litlu þjóð. Þeirra á meðal er eg. Ó- metanleg blessun getur sprott- ið upp hjá litilli þjóð. Ómetan- leg hlessun átti sín upptök í litlu landi austur í heimi fyrir mörgum öldum. Frá þeim upp- tökum hafa legið heilnæmir straumar yfir lönd, yfir liöf, yfir heilar heimsálfur, í' sið- gæðis og menningarátt. Hvers vegna skyldi ekki ný alda lieilnæmrar menningar og siðferðisþroska geta átt upptök sin i litlu landi norður'í höf- um? Ekkert virðist þurfa að Italskir kafarar leita g'nlls á hafsbotni. Snemma á árinu 1911 sigldi skipið' Merida frá Vera Cruz i Mexiko. Um borð voru 200 far- þegar, flóttamenn fyrir upp- reistarmönnum Maderos, sem höfðu tekið horgina Juarez her- skildi tveim dögum áður. 1 peningaskáp gjaldkera skipsins var dýrindis fjársjóð- vera því til fyrirstöðu, menn- ingaralda, vottur þeirrar sið- menningar, vakin upp og bor- in uppi af hinni, sem forðum reis austur i heimi? Hvernig myndast tízka? Ein- hver einn tekur upp eitthvert nýmæli, eitthvað, sem smám- saman verður að venju, að sið, sem flestir fylgja. Ilver tólc við af öðrum og breytti eða liugs- aði eins og hinn. Hvers vegna skyldi ekki Is- lendingar, hin litla þjóð, geta skapað nýja tísku, sem eftir fyrirheitum lífsins gæti einnig náð til annara stærri þjóða, er tímar líða fram? Og' eftir hverju er þá að biða? Forsjónin hefir gefið oss fag- urt land, yndislegt, lieillandi land, auðugt land að dýrmæt- um gæðum, ef rétt er á hald- ið. Land vort felur í sér ótæm- andi möguleika hárrar sið- menningar. Auður liafsins um- hverfis strendur landsins er ó- tæmandi og undramikill, frjó- • moldin geymir takmarkalitil fyrirheit. Aflið í fallvötnum landsins er ótæmandi. Þetta land eigum vér íslend- ingar. Þjóðin sjálf er af harla góðu bergi brotin, reynd í ströng- um skóla lífsins meir en þús- und ár. Enn er til mannvit, enn er til lietjulund, hvorttveggja hennar einkenni, ef rétt væri með farið. Hversvegna þá eigi að sameina alla krafta öldum og óbornum til blessunar? Hversvegna eigi að vinna sam- an í hlýrra kærleiksþeli? Eftir hverju er að bíða? Er ekki alþjóð hollast að hefja nýtt líf með nýjum liuga og markvíst? Er ekki best að byrja nú þegar? Því: Eftir hverju er að bíða? ui’, 4 milj. dollara vii’ði. Þar voru gull- og silfurstangir, ó- metanlegir rúbinar og fjöldinn allur af öðrum djásnum, sem liöfðu tilheyrt Maximilian, keis- ara i Mexiko og drotningu hans Carlottu. Maximilian var tekinn af lífi 19. júní 1867. Merida var á leið til New York og undan Virginiaströnd- inni, framundan liéraðinu Nor- folk, skall á svarta þoka. Eim- flautan var blásin i sifellu og di’egið var af ferðinni eins og hægt var. Farþegarnir voru kvíðafullir og liöfðu safnast saman í hljómlistarsalnum. — Slcyndilega fékk Merida ægilegt högg, svo að hrikti og brakaði i livei’ju tré. „Admiral FaiTagut“, skip í eign United Fruit Coy, liafði siglt á Merida. Skipun var þegar gefin um að yfirgefa skipið og yfirmenn stóðu vopnaðir við björgunarhátana og héldu uppi treglu. „Admiral Fan-agut“ skemdist sama sem ekkert í á- rekstrinum og bjargaði öllum farþegum og skipverjum, en með Merida sukku til botns öll dj ásn konungsf j ölskyldunnar, sem voru það eina, sem fylgis- menn Poríirio Diaz höfðu get- áð komið undan, er veldi hans varð að engu. Merida var varla horfin und- ir vatnsborðið, er menn ráð- gerðu hvernig mundi hægt að ná skipinu upp aftur. Voru gerðar margar tilraunir, hver á fætur annari, en þær mistók- ust allar. Þá fyrstu gerði sldp- stjóri, Charles Williamson að nafni, og ætlaði liann áð nota rnjög vítt stálrör, sem átti að söklcva niður að Merida, en efri endi þess átti að vera upp úr sjó. Þetta rör varð þó aldrei að notum, því þegar til kom, að ætti að nota það, fanst Merida hvergi, en ástæðan mun vera sú, að straumar eru mjög sterlc- ir þarna og höfðu þeir borið skipið til, eins og síðar kom á daginn. Nokkrir miljónamæringar kostuðu næstu tilraun og átti kafari einn að nafni Geoi’ge D. Stillson að hafa stjórnina á hendi, en þegar togarar höfðu slætt í einn mánuð ixmhverfis staðinn, þar sem Merida söklc, án þess að verða nokkurs varir, var hætt við leitina. Margar tilraunir voruj enn gerðar, en Merida fanst ekki aftur fyrri en árið 1924. Þá á- kváðu nokkrir ungir menn, sem nefndu sig „sægammana“, að reyna einu sinni ennþá. Þeir réðu til verksins tvo fræga kaf- ara: Fred Neilson og Frank J. Crilley, sem fór með Nautilius í' Norðuríshafinu árið 1931 og hefir kafað allra manna dýpst. Þeir leigðu tvo togara, „Fo- am“ og „Spray“ og leituðu þeir — ekki með logandi ljósi —• heldur með botnvörpum að Mei’ida alt sumarið og haust-i ið 1924, en ái’angurslaust. Leit- in lá niðri um veturinn, en uM vorið, þegar allir voru að gefaj upp vonina, fanst Merida. En óhepnin elti þá, þvi áðuri en kafarar komust niður að flakinu, skall á fárviðri og Mer- ida hvarf á nýjan leik. Tilraunin, sem lielst virtist ætla að bera tilætlaðan árangur, var gerð 1932 og ’33. Merida lá þá á 240 feta (ca. 80 m.) dýpi, en með venjuleg- um kafarbúningum er eldd liægt að vinna í meira en 135 feta dýpi. Var þvi búið til málmhylki með „útlimum“ og vóg það 1400 pund, en ekki þurfti nema 8 punda þrýsting til að hreyfa „útlimina“. Með aðstoð þessa kafarabúnings tókst að sprengja leið inn í skipið og náðist m. a. úr því borðbúnaðurinn, sem ber nafn þess og annað þess háttar. En þegar hér var komið, þótti of mikið fé hafa farið í tilraunina og var hætt við liana, án þess að aðalfjái’sjóðux’inn næðist upp. Nú er verið að gera eina til- raunina enn þá, og eru það ítal- ir, sem aðallega standa að henni. Eins og menn muna, eru margir bestu kafarar heimsins ítalskir. Lagði leiðangurinn upp frá Spezia á Ítalíu 29. maí s.I. og lieitir skipið, sem notað er við þessa tilraun „Falco“. Eru kaf- ararnir á Falco þektastir fyrir að bjarga gulli úr skipinu „Egypt“, er fórst í Ei’marsundi. Menn, sem eru sérfræðingar í þessum björgunum, eru þó ekki allir á einu máli um það, hvern- ig þessi tilraun muni fara. — Merida fórst 55 milur frá Char- les-höfða í mynni Chesapeake- flóa og er nú laiigt frá þeim stað, og efast menn um, að skip- ið finnist framar. i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.