Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ UM ÓSKRÁÐ LÖG. EFTIR HALLDÓR JÓNSSON SÓKNARPREST AÐ REYNIVÖLLUM. Niðurl. Þegar bygður var heimavist- arskóli að Brautarholti á Skeið- um i Árnessýslu árið 1933- en það er allmikil bygging (kostn- aðaráætlun var 42 þúsund kr.), var mjög og sennilega mestallt af venjulegri vinnu lagt fram af hreppsbúum sem einskonar þegnskylduvinna, þ. e. án end- urgjalds. Skeiðamenn sáu sem var þann kost vænstan, lil þess að fyrirtækið yrði sveitarfélag- inu viðráðanlegt. Þetta dæmi er stórfagurt og eftirbreytnis- vert. Hefði nú þurft að borga alla þessa vinnu (en vinnan er venjulega talinn helmingur af allsendis kostnaði), liefði orð- ið að leggja þetta á sem útsvör og innheimta það hjá gjaldend- unum. Niðurjöfnunin befði máske valdið ágreiningi eða ó- ánægju af sumra liálfu, eins og gengur um úlsvör, og vita margir, að eigi gengur ávallt eins og í sögu að innheimta út- svörin, og því ver, sem þau eru hærri. Fram bjá slíkum skerjum liafa Skeiðamenn siglt svo fádæma myndarlega og jafnframt, án efa, gert stofn- unina vinsælli en ella hefði orðið. Hins vegar hafa þeir ekki íilfinnanlega fundið til þess, þó þeir legðu þessa vinnu fram, efalaust mikið af henni gert á þeim tíma, sem þeir hefði ella ekki getað unnið sér inn peninga. Og þó þeir þann- ig hafi fórnað tíma og erfiði fyrir ókomna tíma og komandi kynslóðir, var kappnóg verk- efni handa þeim, sem eftir áttu að koma. XVII. Dæmi í þessa og líka átt má efalaust fjölvíða finna, þar sem menn liafa lagt fram vinnu til hjálpar einstakling- um eða almenningi án endur- gjalds. Þau dæmi munu að vísu yfirleitt vera í fremur smáum stíl. Eg liirði ekki um að nefna fleiri dæmi að sinni. En þau dæmi, sem til eru, eiga að marka stefnu framtíðarinnar. Slík stefna merkir nýja fórn- fýsi, nýja samvinnu, nýja sam- hjálp, nýjan manndóm, nýjan þegnskap við þjóðfélagið sjálft. XVIII. Fleiri en einn hafa komið fram með hugmyndina um þegnskylduvinnu. í sjálfu sér marka þær spor í rétta átt. En þessar hugmyndir eru talsvert umsvifamiklar og gert ráð fyi’- ir afskiftum og íhlutun ríkis- valdsins með styrkjum, lög- gjöf, reglugerðum og ýmsum fyrirferðarmiklum umbúðum. •— Hitt er æskilegra, að allt sé frjálst, eins og ávöxtur nýs hugarfars, nýrrar þjóðhollustu, nýrrar ættjarðarástar, nýs fórnarvilja af sjálfshvötum, sem }rrði, er stundir liðu fram, eins og óski’áð lög í hugum þjóðarinnar og jafnl’ramt henni íbúandi máttur. XIX. Eg vil taka dæmi lil að skýra þessa hugmynd, úr ein- liverri sveit. Efnalítill bóndi og fáliðaður (eða bóndi, sem berst við erfiðan efnahag, þó hann lxafi allmikið umleikis), þarf að byggja yfir sig íbúðar- liús eð lieyhlöðu, eða áburðar- bús eða votheyshlöðu eða pen- ingshús. Þetta getur hann ekki án þess að hleypa sér í skuld- ir eða meiri skuldir en fyrir cru, og efnhagur hans þolir, og lxinar litlu árstekjur lians hrökkva til. Nú er að minsta kosti í kaup- stöðum talið, að helmingur byggingarkostnaðar felist í vinnu, hinn helmingurinn i að- keyptu efni (og flutningi upp i sveit). Nú tek ég sem dæmi, cn geri það jafnframt að tillögu minni, að liópur annara bænda og annara manna, t. d. ungra manna (kvenfólkið mætti gjarnan vera með) í sveitinni hjálpi nú þessum manni til og vinni að þessari framkvæmd án e n d ur g j al d s. 10—15 menn ætti að geta afkastað miklu á örfáurn dögum. Og með sæmilegri fyrirhyggju ætti að vera unt að framkvæma mikið af þessari vinnu á ódýr- asta tíma, eða þeim tíma, er mönnum væri síst tilfinnan- legt. Með þessu væri áunnið margt: Fyrst og fremst væri liinum efnalitla einyrkja gert ólíku auðveldara en ella að koma sínu fyrirtæki i fram- kvæmd. Það sem honum ella liefði verið ókleift, verður hon- um kleift, þar sem aðalkostn- aðurinn verður aðkeypt efni, en ella bæði efni og vinna. Þeir, sem ynnu ókeypis, ætti ómetanlega meðvilund um að bafa gert miskunnar- og mannúðarverk. Þakklætishugur þiggjandans kæmi á móti, hlýr hugur hlýj- um buga á móti. Með þessu yrði komið í veg fyrir skuldir og' vandræði og hugarangur margsinnis vegna vanskila og einatt úrræðaleysis um að standa i skilum. Sá maður, er þannig væri hjálpað, gæfist svo kostur á að veita sína lijálp öðrum síðar og til slíks mundi flestir fús- ir. Annað væri ómaklegt. Allir gætu að vísu ekki orð- ið slíkrar hjálpar aðnjótandi í senn, lieldur segjum 2 til 3 bændur árlega, á þann hátt, að bændur i sveitinni og ungir rnenn þar skipuðu sér í liópa, segjum 12—15 á hverjum stað. Væri bér komið stórt og veg- legt hlutverk fyrir ungmenna- og æskulýðsfélögin í landinu. Þeir, sem hjálparinnar nytu, yrðu fyrir þessa sök miklu færari um að bjarga sér einn- ig á annan hátt og að verða sjálfstæðir, stoð og stytta sinn- ar sveitar. Hér var aðeins minst á búsa- bætur, en um getur verið að ræða aðrar framkvæmdir, — framræslu á landi, í því skyni að stækka tún, bæta eldri tún o. s. frv. Eg tek annað dæmi: í ein- Iiverri sveit þarf að gera vega- bætur, en þær cru ella þeirri sveit (lireppsjóðnum) ofvaxn- ar, því ávallt eru takmörk fyr- ir þvi, live háar uppbæðir er unt að innheimfa í útsvörum. Með sömu aðferð væri unt að gera sjiotta og spotla ái’lega, annað livort að fullu eða með einhverjum litlum stuðningi sveitai’sjóðsins, og ég vildi leggja eindregið til þess, að sú aðferð yrði liöfð sem allra víð- ast. — Á nokkrum árum mundi sjá þessa fórnarvilja stórfelda staði í bættum samgöngum innan hverrar svcitar, án þess skilið hefði eftir skuldir og þar af leiðandi álögur, svo nokkru næmi, því að við þessar sam- göngubætur ætti bændurnir og ungir menn)' að hópast á þeim tíma árs, er þeim væri það út- látalaust. Það gefur að skilja, að all- ar þessar framkvæmdir geta ekki orðið alstaðar i einu. Ein- liversstaðar yrði að byrja, þar sem þörfin væri rnest og halda svo áfram stöðugt á sömu braut. XX. Hér voru aðeins, að þessu sinni, nefnd örfá dærni, sem eiga að marka stefnuna. Ef slik tilhögun yrði reynd i einhverri sveit, yrði liún sveitinni óumræðilega bless- unarrík. Og fljúga mundi fiski- sagan, því í sannleika væri slík fórnarlund, slík karlmenska og manndómur, saga til næsta bæjar. Afleiðingin yrði minna skuldavafstur bænda og sveit- arfélaga, tryggari fjárhags-af- koma, minni þungi af útsvör- um, og minni fyrirhöfn við innheimtu þeirra, ríkari á- byrgðartilfinning, en samt sem áður mundi skapast geysimik- il verðmæti og miklu komið i verlc .... Mikið er orð á þvi gert, bve mikilsvirði sé að nota heita staði og verður ekki ofsögum af því sagt, livar sem slíku verður við komið. Eg þekki enga lieitari staði eða öllu heldur lieitari og mátt- ugri orkulindir en heitt, lilýtt hugarfar. Frá slíkum lindum þarf að leggja liitaveitu inn á hvert heimili í landinu og frá hverju heimili i allar áttir, og mundi þá öllu borgið. Hér er þvi ekki verið að draga xir framþróun og fram- kvæmdahug, heldur þvert á móti verið að ýta undir sann- an manndóm, karlmensku, að sönnum lietjuhætti. Með þessu væri kornið á einskonar þegnskylduvinnu, en hún væri ekki lögþvinguð, heldur borin uppi af fúsum og frjálsum fórnarvilja. Hér væri stigið stórkostlegt spor i áttina til friðar, sáttar og samlyndis innan sveitarinn- ar. Því hér mundi hvorttvegja: Hinn | ldýi hugur, aflvakinn sjálfur, eins og sí-streymandi blessunarlind, sveitungum og nágrönnum til blessunar, og umfram alt sjálfum sér i sönn- um lieiðri, vegna þess að sint væri heilögum skyldum urn að bera annars byrðar, og afleið- ingin af liverri hjálp yrði hlýr hugur, þakklætishugur, bæði við guð og menn, fyrir veitta

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.