Vísir Sunnudagsblað - 19.02.1939, Page 4
4
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Rearden Conner: ----
Kona pjátrarans
Kvöld var komið, er kona
pjátrarans lagði af stað úr stór-
borginni upp í sveit — norður
á bóginn. En það kólnaði æ
meira því lengur sem leið á
kvöldið. Frostnapur vindurinn
lék um greinar þymirunnaima,
sem uxu meðfram þjóðvegin-
um sem lá frá borginni. Konan
rak ungan asna á undan sér og
hann skalf af kulda og var
smeykur við hvininn, er vind-
urinn næddi um runnana. Við
og við örvaði hún asnann með
göngupriki sínu — stakk prik-
endanum í aðra lendina, altaf á
sama stað, hægra megin, og
hletturinn var orðinn aumur og
asnann farið að sárkenna til.
En hann lierti ekki gönguna
þar fyrir. Það var ekki unt að
vekja í liuga lians neina löngun
til þess að fara eins liratt og
hugur lconunnar þráði. Og asn-
inn hafði mikla þolinmæði til að
bera, og nægan þráa til þess að
fara jafnhægt og vanalega,
þrátt fyrir sársaukann. Auk
þess var beygur í hjarta hans.
Hvað var framundan — á eyði-
legum veginum, sem var eins og
bleik rák í fölu skini mánans?
Konan lét sig engu skif ta sárs-
auka og beyg asnans. Hún hélt
áfram að örfa hann og hvetja,
eins og liún væri á flótta á und-
an einhverri liættu. Tvivegis leit
hún um öxl sér — í áttina til
borgarinnar — á hið glitrandi
ljóshaf hennar i fjarska — en
liún leit jafnarðan fram aftur.
Hún hélt áfram göngu sinni
— eins og í von um, að fram-
undan hiðu faðmlög myrkrar
nætur — þangað sem ljósarm-
ar borgarinnar að baki gæti
ekki náð í sál hennar til þess að
draga liana til sín og tortíma
henni.
Fyrir viku hafði konan stolið
asnanum, en hún hafði engar á-
hyggjur af þjófnaðinum. Það
var ekki í fyrsta skiftið, sem
hún hafði brotið boðorðið: „Þú
skalt ekki stela“. Hún hafði stol-
ið asnanum langt suður frá, þar
sem lækirnir brostu og dalirnir
milli fjallanna voru eins og op-
inn faðmur — þar sem alt var
svo gerólíkt flatneskjunni, sem
hún nú tróð, og fólkið var ó-
gestrisið og ól grunsemdir. —
Sannast að segja var kona pjátr-
arans búin að gleyma því, að
asninn var ekki lögleg eign
hennar.Hún hafði engar áhyggj-
ur af lögunum og fyrirmælum
þeirra. Hún skildi ekki lögin.
En henni skildist það mæta vel,
að asninn ver hennar nú. Þess
vegna rak hún hann á undan
sér þessa nótt — á flótta sínum
yfir flatneskjuna — með allar
reitur sínar í þverpoka, sem
reyrður var á asnann. Öðru
megin í pokanum voru fata-
pjönkur hennar, hinum megin
ketill og kanna, te i dós og eitt-
hvað inatar kyns.
Enn lierti frostið. Heiðskírt
var og stjörnur blikuðu um him-
in allan, en kringum tungiið
var rosabaugur. Borgin var nú
langt að baki. Konan liafði rekið
asnann á undan sér í fullar f jór-
ar stundir; liann var þrár og
þreyttur, hún áköf að komast
áfram, án þess að láta sig nokk-
uru skifta þreytu og kulda. Og
þegar hún steig til jarðar buldi
í frosthörðum veginum næstum
eins mikið og af liófaglamri asn-
ans.
f skini mánans kom andlit
hennar skýrt í ljós. Svipurinn
var hreinn og skarplegur, en
hárið úfið og ógreitt. Hún var
hattlaus. Andlit hennar var ó-
hreint — lnin liafði ekki þvegið
sér 1 framan dögum saman. —
Augun mintu á tindrandi ljós
— tindrandi, blakiandi ljós, því
að liún hafði lítils svefns notið,
og mörg tár liöfðu vætt hvarma
hennar.
Hún hafði vafið um sig gömlu,
grænleitu sjali. En það mátti
sjá, að hún var kona vel og lið-
lega vaxin, og hreyfingarnar
mjúkar, eins og titt er um þá,
sem útivera og áreynsla hefir
stælt — en hún var ekld nema
um þrítugt, og því eklci komin
á þann aldur, er líkaminn hættir
að þola áreynslu og fer að láta
á sjá. Hendur hennar voru
lirjúfar og óhreinar, en á fótum
hennar mátti sjá, að hún hafði
troðið grýttar brautir frá blautu
harnsbeini, lagt land undir fót,
með foreldrum sínum á barns-
og unglingsárum, og síðar með
manni sínum.
Iiún var fögur — en eittvað
harðneskjulegt, vilt í fegurð
liennar, — eitthvað gróft, eitt-
livað, sem bar vanhirðu vitni —
fegurð hennar var fegurð villi-
rósarinnar. Og þegar hún geklc
og barmur hennar lyftist og
hneig og mjaðmirnar eins og
gengu í öldum var ögrun, seið-
magn í hverri hreyfingu. Þar
sem liún gekk þarna umvafin
tunglskininu minti liún á veru,
sem sprotíið hafði úr jörð, tákn-
andi tilgang lifsins. En við ljós
dagsins hvarf sá ljómi, þreytu-
legir fæturnir, hrjúfar hendurn-
ar, slitið sjalið, óþvegið andlit-
ið — alt leiddi í ljós, að hún var
ekki vera umvafin töfrabjarma
tunglskins vetrarnæturinnar,
heldur aðeins — kona pjátrar-
ans.
Klukkustund eða svo eftir
miðnætti kom hún auga á kofa-
ræksni við veginn og hún ákvað
þegar, að láta þar fyrirberast
um slund og hvílast. Kofinn var
hrörlegur, mannlaus — og stóð
þarna á akri innan þyrnigerðis-
,ins við þjóðveginn. Konan gat
ekki komið asnanum inn á ak-
urinn, því að liliðið var læst ineð
lás, og livergi op á girðingunni.
Hún tók því reipi úr þverpokan-
um og batt asnann við stofn eins
runnans. Svo tók hún þverpolc-
ann og tróð honum á undan sér
gegnum þymigerðið og þannig
komst hún í gegn um það blóð-
risa og blá af kulda og stefndi á
kofann.
Hún kastaði pokanum á gólf-
ið og settist við hliðina á lion-
um og vafði sjalinu um höfuð
sér og herðar, til þess að orna
sér um kinnar og eyru. Ilún
slakk höndunum undir klæði
sín — áfjáð í að leiða hitann,
sem þar var að finna, fram í
blákalda fingurgómana. Höfuð
hennar drúpti annað veifið —
eins og mók væri að síga á liana.
En svo var þó ekki. Svefn sótti
ekki á hana. Hún sat og liorfði
í gaupnir sér. Hún sá ekkert, þvi
að hún sat í kolniðamyrkri. Hún
lieyrði glögt, er asninn, nötrandi
af kulda, stappaði hófunum í
jörðina. Konan vissi, að honum
var sárkalt. En liún gat ekki
neitt gert honum til hjálpar.
Hann varð að venjast næðing-
unum og kuldunum.
Alt i kringum liana var niða-
mvrkur — nema uppi við mæni
kofans voru ljósrákir, þvi að
tunglið náði að skína þar inn
um stærstu rifurnar, en þegar
vindhrynurnar komu hvæsandi,
var sem Kári myndi lyfta þak-
inu og sópa því með sér langar
leiðir.
Konan hafði setið á kofagólf-
inu liálfa klukkustund eða svo,
eins og viðutan, er hún skyndi-
lega kiptist við. Hún heyrði
þungan andardrátt og að ein-
hver var að rjála vð kofahurð-
ina. Alt í einu voru kofadyrnar
opnaðar og hún sá mann standa
í dyrunum. Hún sá hann glögt,
því að enn var bjart af tungli.
Hann varð hennar nú var og
spurði:
„Hver er þarna?“
Hún svaraði engu og hami
kveikti á eldspýtu. Hann hélt
henni svo hátt, að hún gat virt
liann fyrir sér í svip. Hann var
maður nokkuð við aldur, breið-
leitur, skeggjaður, hárið strýlegt
og sítt. Hann bar gamlan, harð-
an liatt á höfði, og föt lians voru
gömul, snjáð og óhrein, úr gráu
og svörtu efni, stígVélin með
harðri aurskán og yfirleðrið rif-
ið. Hann liélt á böggli í annari
hendinni.
Hann sá óttatillit augna henn-
ar. —
„Vertu alls ósmeyk“, sagði
hann hlýlega. „Eg var aðeins
að leita mér skjóls í kuldan-
um.“
Hún svaraði engu, og hann
gekk inn í kofann. Hurðin féll
að stöfum að baki hans. Hún
heyrði, að liann settist niður í
horninu, gegnt henni. Hann var
að þukla í vösUm sínum og and-
varpaði þungan. Hann blés af
mæði eins og uppgefin skepna.
:Svo heyrði liún, að liann var að
reyna að kveikja á annari eld-
spýtu, og brátt tókst það, og
liann bar logandi eldspýtuna að
kertisstubb.
„Drottinn sagði: „Verði ljós,
og það varð ljós“, sagði hann.
Hann horfði á konuna spyi’jandi
augnaráði.
„Hvar er maðurinn þinn?“
spurði hann.
„Hann fór liérna niður veg-
inn,“ svaraði liún.
Rödd hennar var í furðulegu
ósamræmi við fegurð andlits
hennar, mjúlcar hreyfingar
hennar. Röddin var liás, hljóm-
laus — rödd konu, sem hefir
verið kúguð.
Maðurinn nöldraði og barm-
aði sér, þótt hann vær kominn
í skjól. Hann reri þar sem hann
sat og neri hendurnar, til þess
að Iileypa hita í þær.
„Það er elcki úti verandi í
nótt — hvorki fyrir menn né
skepnur,“ sagði hann. „Nei, það
er nú öðru nær.“
Þegar maðurinn kom inn
hafði konan dregið sjalið fyrir
andlit sitt. Hann liugsaði með
sér, er liann virti hana fyrir sér,
þar sem hún sat þarna, innvaf-
in í sjalgarminn, að hún væri
miðaldra kona eða vel það.
Rödd hennar, fanst honum,
bar þvi og vitni, að hún væri
tekin að eklast. Nú — þegar hún
hafði hælt við að hylja andlit
sitt og hann gat virt það fyrir