Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 6

Vísir Sunnudagsblað - 02.07.1939, Side 6
ö VíSIR SUNNUDAGSBLAÐ Er við komum út, að mat- máli loknu, stóðu þar hestar tveir söðlaðir góðum reiðtygj- um og kvaðst bóndi ætla að láta son sinn reiða mig inn fyrir Eyvindará, sem væri það stórt vatnsfall, að verra væri að þurfa að vaða hana, því ilt væri að ganga blautur. Eg þakkaði honum hugulsemina og vildi víst eigi neita þessu gestrisnislega boði hans, þó að mér léki grunur á að lítt myndi það flýta för minni, þar sem vegur var vafalaust mjög vond- ur og seinfarinn. En iivíld var þó altaf að því. Pilturinn, sem reiddi mig, var um tvítugsaldur að sjá og hafði hann verið á Djúpuvík um sumarið, eða nokkurn hluta þess, og snérist því tal okkar þá stund, er við vorum saman, mjög um þá hluti er þar var að sjá og reyna. Mér virtist af tali hans sem honum gætist allvel að verk- smiðjuvinnunni og margmenn- inu, en eigi, var hann þó að heyra þvi fráhverfur að vera með föður sínum enn um stund og láta bernskuheimili sitt og foreldra njóta sinna ungu krafta um sinn. Rétt innan við Drangavik eru klettadrangar nokki-ir út við sjóinn, smánes og tangar, sem Skerjasund nefnast. Meðan klárar Guðmundar bónda stikluðu þar á stórgrýt- inu með okkur son hans á bak- inu, gaf mér dásamlega sýn inn á land framtíðarinnar, þegar hin unga kynslóð þessarar hrjóstrugu, grýttu og veður- hörðu útkjálkakota leitar ekki lengur í iðjuver og veiðistöður eftir fljótfengnum auði og var- anlegri staðfestu, heldur stend- ur öðrum fæti í varpa sinna bernskuvéa, hversu hrjúf sem þau eru, til þess að veita þang- að arði þess strits, er hún hefir af höndum leyst í meðförum silfurgljáandi fiska og suðandi véla í verkheimi sjávararðsins. Og þó, er nokkurt vit í því, að kynslóð fram af kynslóð eyði kröftum sínum í það að' gera hyggilega alla útskækla þessa mikla fjallalands, meðan enn eru ónumdar að kalla viðar og gróðurlendur í veðursælli sveit- um? Nei, það er óvit en ekki vit. Og eins er hitt, að hver bauki sér í sínu horni, þar sem forlögin af náð sinni eða ónáð hafa varpað honum inn í tilver- una. Ólíkt skynsamlegra virðist að fólkið hópist saman þar sem bvggilegast er, með tilliti til veð- ursældar, gróðurmoldar og vatnsafls. Auk þess sem afstaða öll er langt um betri til menn- ingar og samhjálpar í þéttbýh og hverfum, en í strjálbýli því hinu mikla, einyrkja og einang- ursbúskap, sem nú er iðkaður i svo altof miklum mæli um meiri partinn af hinni byggi- legu víðáttu landsins. Ef það er einhver hæfa í þvi, að guð sé andi, og að þeir sem hann tilbiðja verði að gera það í anda og sannleika, þá er hitt vist ekki síður rétt, að maður- inn er efnióg þeir, sem liann til- biðja, þ. e. hinn vinnandi mann, verða að gera það í ástundun líkamlegra verðmæta og í trúnni á það og viss- unni um það, að fyrstu skrefin til almennrar mannlegrar full- komnunar liggja hvorki undir kórhimni skreyttra kirkna né í slóðum pólitiskra hraðkjafta, heldur eru þau falin i höndnm móður náttúru, sem rikust er allra rikra mæðra af þeim auði, er oss má til fullkonmunar verða, og sælla líkamlegra lífs. Það er meir en tími til kominn að íslenskur sveitalýður leysi sig úr Iæðingi illra torfkofa, lé- legra klæða og lítillar mentun- ar, en gangi að því vitandi vits að auka sinn „ þétta leir“, sinn veraldlega auð til þroskunar á líkama og sál. Án líkamlegrar vellíðunar er alt tal um göfgan andans meiningarlaust þvaður út í loftið, sem skráð og óskráð íslensk saga geymir mjög lif- andi dæmi um. Hvað haldið þið, góðir bræð- Lir og systur, að valdi jafn kyn- legum kvistum á stofni þjóðar- innar eins og Sölva Helgasyni, Helga fróða Árnasyni og ótelj- andi öðrum andlegum kryppl- ingum íslenskrar menningar? „Það voru frostrósir feigðar- kuldá, harmahlátrar og hel- blómstur.“ , Hitt hefir ekkert alment sönnunargildi, þó að einum og einum manni, eins og t. d. Bólu- Hjálmari, tækist með nálega ofurmannlegu þreki að halda gáfum sínum, listhneigð og viti nokkurn veginn óbrjáluðu und- ir fangstakki efnalegrar kvalar. En hörmulegast og skelfilegast er það, þegar fólkið sjálft brest- ur hæfileikann og manndóm- inn til þess að sjá hið illa í fá- tæktinni og baslinu og fyllir Jijörtu sín með prédikun þeirra falsspámanna, sem boða „að sá hefir nóg sér nægja lætur”. Sú heimspeki á hvergi nokkurn til- verurétt í íslenskum sveitum. Og ekki heldur sú, er kennir oss að heimta alt af náunga vorum, og , samfélaginu og krefjast upplausnar þess. — Vér búum hvorki við það réltleysi né þá kúgun enn sem komið er, að sliks sé þörf. Meiri hluti sannleikans er að- eins sá, að alment vantar oss ekkert í íslenskum sveitum nema vitið, viljann og mann- dóminn til að öðlast þær gnægð- ir alls, sem liggja fyrir fótum vorum í mold og valni jarðar- innar og djúpi sjávarins. En hinn hluti sannleikans, og þó sá minni, er það, að vanda- mál samtíðarinnar út af fram- leiðslunni og dreifingu hennar sem og hinu vitfirta vígbúnað- ardjöfulæði, á e. t. v. eftir að bera oss að þeim stað, þar sem „guðirnir reka sinn brothætta hát, á blindsker i hafdjúpi alda“. Ekki sá eg tiltækilegt eða vænlegt til varanlegrar upp- byggingar félaga minum, að opinbera honum }>cssar liug- sjónir mínar. Við riðum því þöglir um stund. Tók nú vegur- inn ögn að hatna inn vfir Engja - nes, sem er mjög fornt eyðibýli norðan við mvnni Eyvindar- fjarðar. Hertum við nú reiðina inn með firðinum þar til við komum að Eyvindará og fór- unl liana á því vaði er Stangar- vað nefnist. Litlu síðar skildum við, og þá eg áður nokkrar leið- beiningar af fylgdarmanni mín- uni um leiðina framundan. Hann tók mér mestan vara á því að fara eigi altaf með sjón- um, því vatnsfall það er Hvalá heitir og er nokkru fyrir norð- an Ófeigsfjörð, væri nýlega brúað með trébrú af þeim Ó- feigsfjarðarbændum og væri brúin nokkurn spöl frá sjó, en áin það mikil að ilt væri að þurfa að vaða hana og í vatna- vöxtum með öllu ófær hverju kvikindi, enda talin mesta vatnsfall þar um slóðir. Hét eg honum og svo sjálfum mér að eigi skvldi eg ganga í þessa gildru, heldur líta svo vel i kringum mig, að árinnar yrði eg var fvr en að henni væri komið, og gæti eg þá gengið heint á brúna þó eg ella færi að mestu með sjó. Þar sem við skildum var i holtum nokkrum upp af svo- nefndum Básum yst í Eyvind- arfirði að sunnan. En þar upp af er fjallið Hrúteyjarmúli. Tók eg nú til snarprar göngu, með því að mér var létt og glatt i INDVERSKI MAHARAJINN YESHWANT fi'á Indore hefir stundað nám i óxford og lagði hann þar mikla stund á íþróttir. í ríki hans eru 1.325.000 þegnar. — Þegar hann var veikur á sjúkrahúsi í Los Angelos varð hann svo ást- fanginn í einni hjúkrunarkonunni, að hann hað hennar. Játaði hún bónorðinu. Hjúkrunarkonan, frú Branyen, frá Fargo i Norður-Dakota, hafði áður verið gift, en skilið við mann sinn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.