Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Baldur Mölier: Baráttan um forsetabikarmn. þegar aðstm. ber höndina upp að enni sér, verður hún heldur fölari en liin, sem haldið er niður með hliðinni og fölvinn hverfur ekki alveg strax. Eldspýturnar. — Heldurðu að hægt sé að kveikja á eldspýtu, stinga lienni ofan í vatn og kveikja síðan á henni á nýjan leik? Þetta er hægt, ef menn eru nógu handfljótir. Þú verður að hafa vatnsglas við hliðina á þér, því að jafn- skjótt og þú hefir kveilct á eld- spýtunni, verður þú að stinga henni ofan í vatnið. Ef allur brennisteinninn fær að brenna, þá er bragðið auðvitað einskis- nýtt. Galdurinn er fólginn í því, að eitthvað af brennisteininum verði eftir, óbrunninn og þur. Og veistu hvemig þú átt að kveikja á venjulegri eldspýtu á skósólanum þínum? Þú segir við áhorfendurna, að alt sé undir þvi komið hvernig haldið sé á eldspýtunni, en þeg- ar hinir fara að reyna tekst engum að kveikja. Það er nefni- lega vitleysa, að þetta sé undir þvi komið, hvernig haldið er á eldspýtunni. Galdurinn er allur í því fólginn, að hafa nuddað brennisteini af eldspýtnastokki á sólann áður en sýningin fer fr^m. Góður spámaður. — Sjhvm. leggur tvo bunka af spilum á borðið, skrifar nokkur orð á miða og biður einhvern við- staddan að halda á honum. Síð- an snýr sjhvm. sér undan og segir einhverjum viðstödduin að láta spilin í vasa sína, hvorn bunkann fyi'ir sig. Síðan lætur hann lesa það, sem stendur á miðanum. Þar stendur: — Segðu mér í hvorum vasanum sjö-spila bunkinn er? Síðan ger- ir sjhvm. það hiklaUst. ÍHann sýnir bunkann og honum hefir tekist bragðið rétt. Þetta er gert þannig: Sjhvm. tekur sjöin úr spilum og hefir þau í öðrum bunkanum. í hin- um bunkanum eru svo einhver sjö spil. Þá má velja hvorn bunkann sem er. Snæri skorið í sundur og skeytt saman. — Sjhvm. fær einhverjum viðstaddra snæri og málband. Snærið er nákvæm- lega einn metri á lengd. Sjhvm. sýnir láhorföndum að hann haldi eliki á neinu í höndunum og biður jafnframt einhvern viðstaddra að segja sér hvar hann vilji láta skera snærið í sundur, og brjóta það saman þar. Síðan sker liann snærið í sundur og biður tvo menn að taka í endana, sem hanga niður, en skornu endunum heldur sjhvm. með báðum höndum al- veg saman. Siðan sleppir liann snærinu og það er þá heilt. Það er mælt aftur og er alveg jafn- langt og áður. Þetta er gert með því móti, að sjhvm. leynir ofurlítilli lyklcju milli visifingurs og löngutangar vinstri handar, þegar hann byrj- ar á þessu bragði. Fingurnir hylja lykkjuna, svo að ekkert sést. En þegar sjhvm. tekur við snærinu, sem fyrst er nefnt, með vinstri hendi og þykist skera það í sundur, þá sker hann raunverulega litlu lykkj- una i sundur. Að þvi búnu lok- ar hann hendinni um skornu endana, jafnframt því sem hann biður tvo viðstadda um að taka i hina endana. Um leið og hann gerir það, tekur hann hægri höndina á hrott og held- ur þá á litla snærinu í henni, en með vinstri hendinni lieldur hann ennþá um snærið. Siðan sleppir hann því, og þegar augu allra beinast að þvi, stingur liann hægri hendinni með litla snærinu í vasann. ) I Rafmagnaði peningurinn. — Hér kemur skemtilegt hragð: Sjhvm. hendir fimmeyring á borðið og fær jafnframt ein- hverjum viðslöddum þrjú lítil pappalolc af pilluöskjum. Síðan raðar sjhvm. lokunum á borðið og rennir fimmeyringnum und- ir eitt þeirra. en bendir mönn- Um jafnframt ó, að hvert lokið sem er geti hulið hann. Að því búnu biður hann einhvern við- staddra að fela peninginn undir einhverju lokinu, meðan hann snúi sér undan, en hann skuli síðan segja hvar hann sé fal- inn. Þegar það hefir verið gert snertir sjhvm. hvert lokið á fæt- ur öðru með fingri og við eitt þeirra Iætur hann sem hann liafi fengið rafmagnsstraum. Hann tekur lokið upp og þar er peningurinn. Galdurinn er að eins sá, að sjhvm. limir hár við peninginn, svo að það sést, þótt lok sé sett ofan á hann. Best er að gera þetta á hvítum dúk eða papp- írsblaði. — Hvað er að sjá til þín mað- ur! Þú hefir unnið hundrað þúsund krónur í happdrættinu, en rogast samt með sótarakúst og skarnfötu eins og eklcert hafi í skorist! Ó-já — eg hefi nú ekki hugs- að mér að afrækja forna kunn- ingja, þó að eg hafi eignast þessar krónur. Framh. 5. umferð: Island—Noregur. Rojahn tefldi Albinsmót- bragð við mig og eg hélt peð- inu yfir með góðri stöðu og náði siðar öðru peði, en þurfti að tefla varlega til að hann fengi ekki sókn, en gætti mín ekki og missýndist um varnar- möguleika, gat þó samt auð- veldlega unnið, en valdi skakka leið og mistókst í yfirvofandi máti að þráskáka; 38 1. — Ásmundur tefldi rúss- neskt tafl við Larsen og fékk lakara úr byrjuninni, þar eð hann gætti þess ekki að hróka nógu snemma. Fékk hann ekki tækifæri til þess siðar og gat ekki varist mátsókn hins; 31 1. — Jón tefldi drottningarbragð á móti Rebnord, sem lék hyrj- unina veikt og fékk Jón góða stöðu. Fékk hann tækifæri til að vinna mann fyrir tvö peð og fékk þar að auki sókn, sem hinn gat ekki staðist, og gaf í óverjandi mátstöðu; 33 1. — Guðmundur tefldi Nimzovitch- vörn, sem breyttist nánast i gamal-orthodoxa-vörn, gegn drottningarbragði Austboes og fékk jafna stöðu. Skiftust drottningar fljótlega og hafði Austböe veikt peð á b2 en Guð- mundur á d5, en Guðmundur náði b2-peðinu og hélt peði yf- ir og vann endataflið i 35. leik. — Island 2 — Noregur 2. Röðin á efstu þjóðunum: ís- land 15% (af 20), Uruguay 141/2 (af 20), Bulgaría 11% (af 16), Canada 10% (af 16), Ec- uador 9% (af 20), Noregur 9 (af 16). r 6. umferð: Bulgaría—ísland. Eg tefldi kongs-indverskt á móti Zvetkoff og urðu allmikil uppskifti, en eg varð einum leik á undan og nægði það mér til að vinna peð og fá um leið drottningaendatafl. Voru mörg peð á borði og endataflið vanst tiltölulega auðveldlega; 61 1. — Jón tefldi patent-drottningar- peðsbyrjunina við Neikirch og fékk töluverða kóngssókn, en staða liins var traust. Þeir lentu báðir í tímahraki og Neikirch þó verra og fékk Jón þá færi á að fórna manni og varð hinn mát í nokkrum leikjum; 40 1. — Einar tefldi Noteboom-vörn á móti drottningarbragði Kip- roffs og fór ekki alveg þá reglu- legu leið, en fékk samt þolan- legt tafl og smám saman betra og hafði góða vinningsmögleika i endatafli, en lék þá af sér peði og hélt þó jafntefli i 56. 1. — Kantardieff tefldi óreglulega byrjun á móti c4 Guðmundar, sem fékk miklu betra tafl, sennilega hreinlega unnið út úr byrjuninni, en hann tók það ekki nægilega föstum tökum og staðan var orðin verjanleg hjá hinum þegar Guðmundur lék af sér í árangurslausum til- raunum til að vinna og tapaði eða fórnaði drottningunni og tapaði síðan i 36. leik. -— ísland 2i/2 — Búlgaría iy2. 7. umferð: Island—Irland. O’Donovan tefldi Nimzovitch- vörn á móti mér og eg liafði fengið góða sóknarmöguleika fjrrir peð þegar eg lék manni í dauðann i hreinum „trance“, engu að síður gat eg upp úr því fengið svo góða sókn að hún vóg upp manninn, en lék þá öðrum eins leik og gaf, 26. 1. —- Ás- mundur tefldi kóngsindverkst á móti Kerlin og fékk jafnt tafl, sem brátt varð endatafl og varð skákin hiðskák í heldur betri stöðu fyrir Ásmund en erfitt að vinna hana. Ásmundur fékk þó loks færi en gætti sín ekki á þráskák og gerði jafntefli í 75.1. — Jón tefldi uppskiftaafbrigði í drottningarbragði við Minnis og fékk hetra tafl og vann peð drottningarmegin og Minnis gaf biðskákina án þess að tefla hana; 43 1. — Einar tefldi Caro- Kann vörn á inóti Nash og fékk sterka kóngssókn i nokkrum leikjum og bauð mannfórn, sem hinn mátti ekki taka og vann í 22. leik. — Island 2/2 — írland iy2. Röðin á efstu þjóðunum: Is- land 20% (af 28), Uruguay 19 (af 28), Canada 16y2 (af 24), Búlgaría 14 (af 24), Noregur 121/2 (af 24). 8. umferð: Peru—ísland. Eg tefldi Caro-Kann vöm á móti Dulanto og fékk örlítið betra út úr byrjuninni og reyndi að vinna endatafl, sem ómögu- legt var að vinna og féklc tapað tafl. Skákin varð hiðskák og Dulanto tefldi ekki eins vel og liægt var og eg fékk færi á jafn- tefli og varð svo „nervös“, að eg lék i fljótfærni óþörfum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.