Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 4
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Theodór Árnason: SPORl Það kann nú að vera, að ykk- ur þyki skömm til koma, hátt- virtum lesendum „Sunnudags- blaðsins", að yklcur er boðið upp á ritsmið sem þessa, — um hund, — en þetta var alveg sér- staklega merkilegur hundur, sem eg átti einu sinni, bráð- skynsamur, skemtilegur og fyndinn, ljómandi fallegur, tinnusvartur og gljáandi, með hvíta bringu, háfættur og búk- mjór. — Hann hét Spori. Eg fékk bann hjá Þórarni Guðmundssjaii kollega minum, og fór með bann heim „inn- pakkaðan", í frakkabarmi mín- um, í grimdarfrosti um hánótt. Hann var ekki nema tveggja mánaða gamall, greyið, og bar sig ákaflega aumingjalega é leiðinni, skalf og nötraði af hræðslu og kulda og vældi á- mátlega, svo að eg flýtti mér sem mest eg mátti. Konan var háttuð og sofnuð, þegar eg kom heim og dimt í svefnherberginu. Eg lét hvolp- inn á gólfið og kveikti Ijós. Konan vaknaði með andfælum og reis Upp í rúminu. En þegar hún sá kvikindis-greyið skrið- andi á gólfinu, æpti hún hástöf- um og hrópaði: — Rotta! — Nei, þetta er skú engin rotta, góða mín, — þetta er hvolpurinn! — Hvaða hvolpur? — Hvolpurinn frá honum Þórarni! —¦ Nú, er það hvolpurinn, segir hún, og verður strax ró- legri. — Jæja, farið þið þá að hátta og sofa, greyin min — nefnilega eg og hvolpurinn — það er orðið svo framorðið. Og þar með hætti hún frekara skrafi um málið, breiddi sæng- ina upp fyrir höfuð og var stein- sofnuð um leið. Eg bjó nú um hvolpinn í skókassa, og breiddi ofan á hann. En hann kunni ekki við sig i kassanum. Og þangað til var hann að brölta, að hann gat velt kassanum og skreið svo fram á gólf, vælandi og skjálf- andi. Þetta var óburðug sjón, því að hann var svo feitur, að lappirnar báru hann ekki, og hann dró kviðinn með gólfinu. Eg var nú farinn að dunda við að hátta og lét hvolpinn eiga sig á meðan, en bjó svo um hann af tur kirf ilega i kassanum, slökti ljósið og fór upp í rúmið. En hvolpurinn vældi látlaust og hélt fyrir mér vöku. Hvað ef tir annað varð eg að fara fram úr rúminu, til þess að láta hann upp í kassann. En þegar þetta var búið að ganga svona hátt á annan klukkutíma, brást mér þolinmæðin. Eg þaut bölvandi fram úr rúminu, þreif hvolpinn, lét hann undir sængina og fór svo sjálfur upp i aftur. Og nú hætti hvolpurinn að væla, svo að við sofnuðum báðir eftir litla stund. Þegar eg vaknaði morguninn eftir, var konan komin á fætur, og eg heyri það í svefnrofunum, að hún er eitthvað að þusa um skyrtuna mína, sem eg hafði lagt frá mér á stólbak um nótt- ina. — Skyrtan eyðilögð — spán- ný átján króna skyrta frá Har- aldi! Eg veit ekki hvað hann ætlar sér með þennan hvolp? Hvað skyldi hann ej'ðileggja næst? Líklega hefir önnur ermin lafað niður á gólf, hvolpurinn séð hana, «þegar hann var að brölta á gólfinu í myrkrinu, um nóttina, og gert sér það til dundurs, að draga skyrtuna of- an á gólf og naga mansétturn- ar báðar. Og svo kyrfilega hafði hann frá þeim gengið, að þær voru ekki manséttum líkar lengur. Þetta var fyrs ta afrek Spora. En aldrei skemdi hann nokk- urn hlut, á sinni stuttu hunds- æfi, nema þessa skyrtu. Það kom brátt í ljós, að Spori myndi verða til skemtunar á heimilinu. Ekkert var að þvi gert, að kenna honum listir eða temja hann, að öðru leyti en því, að hann var snemma vaninn á hreinlæti og var það fyrirhafnarlítið. Þau eru óteljandi atvikin, sem gaman er að rif ja upp, um Spora, en hér má ekki eyða miklu rúmi út af einum hundi, svo að aðeins verður sagt fátt eitt, og tekið af handahófi. Spori var eiginlega ekki mat- vandur, en þegar hann var far- inn að stálpast, var ekki við það komandi, að hann snerti það, sem honum var skamtað til miðdegisverðar, fyrr en hann var búinn að skreppa inn í borðstofu til mín, og fá bita af mínum diski, til þess að vera viss um, að hann fengi sama mat og borinn hafði verið inn. Þegar þeirri rannsókn var lok- ið, fór hann fram og snæddi sinn verð. En ef, t. d., steiktur hafði verið fiskur, og hausinn soðinn handa Spora, hljóp í hann ólund. Leit hann þá á diskinn sinn með fyrirlitningu, lagðist fyrir á skinnið sitt og þóttist ekkert vilja eta. Snerti hann svo ekki matinn fyrr en einhverntíma síðar þann dag, þegar hann var orðinn svangur, og sat þá um, að enginn væri í eldhúsinu. En soðna þorskhausa át hann annars með bestu lyst, ef soðinn var fiskurinn handa okkur. Hann undi sér betur heima við og inni, en eg hefi vitað um aðra hunda. Hann sat oft tím- unum saman á útidyraþrepinu, eða þá á stól, sem honum var ætlaður, út við glugga í stof- unni ,og fylgdist með því, eins og spekingur, sem gerðist á Laugaveginum. Ef hann sá eitt- hvað, sem honum fanst sérstak- lega markvert eða skemtilegt, sneri hann sér við á stólnUm og gelti snögt til þeirra sem inni voru í stofunni, eins og til að kálla á þá að glugganum. Það var oft eins og hann skildi það sem við töluðum okk- ar á milli, hjónin. T. d. ef ann- aðhvort okkar sagði, án þess að nokkuð væri til hans litið: Eig- um við ekki að koma út að ganga, þaut hann eins og örskot fram að dyrum, þvi að það var hans besta skemtun, að fá að tritla með okkur á slikum skemtigöngum. iHann hafði miklar mætur á foreldrum mínum og aldrei var hann kátari, heldur en þegar hann fékk að skokka með mér og hélt að eg ætlaði til þeirra. Þá dansaði hann á götunni, af kæti. — Þegar hann var búinn að heilsa þeim, svo sem hann kunni best, var hann vanur að bíta lauslega í pilsfald móður minnar og teyma hana fram í eldhús. Þar átti hann altaf vísar góðgerðir. Mannþekkjari virtist mér hann vera alveg óskeikull, eða á sama hátt og eg, og hafa sama smekk, ef svo mætti að orði komast. Það brást ekki, að hann gelti að fólki, sem eg hafði ímu- gust á, eða hljóp undan, ef það vildi láta vel að honum. Eg hafði nokkura nemendur í fiðluspili á vetrum, unglinga, sem Spora féll vel við, — alla nema einn. Það var drengur, sem mér leiddist altaf, þó að eg léti ekki á því bera, og var hann einhver duglegasti nemandinn. En Spori varð altaf óður, þeg- ar þessi drengur kom í tima, og varð að láta hann út bakdyra- megin, þegar drengsins var von. Annars vildi Spori helst fá að vera inni, þar sem kenslan fór fram, og lá þá grafkyr og stein- þegjandi við fæturna á nemand- anum, fylgjandi hverri hreyf- ingu og hlustandi á með and- agt. En ef eg tók mína fiðlu og ætlaði að spila eitthvað, brá öðru vísi við. Hann kom þá eins og elding, hvar sem hann var í húsinu, um leið og eg snerti strengina með boganum, settist á rófuna fyrir framan mig og tók til að spangóla, svo óheyri- lega ámátlega, að ekki tók nokkuru tali, — og eg komst ekki að með mína músík. Þetta kom mér einu sinni í talsverðan vanda. Eg var kominn ofan i Iðnó, kvöld eitt, og átti að spila á undan sjónleik, með nokkurum piltum. Það var búið að hringja tvisvar sinnum, húsið var að fyllast og við vorum að stilla hljóðfærin. Alt í einu verður mér hverf t við, þvi að i gegnum allan kliðinn í húsinu og gargiS i hljóðfærunum, heyri eg span- gól, sem eg þykist kannast við. Þar er kominn Spori og sestur á rófuna fyrir framan mig, mænir á mig, sínum greindarlegu og fallegu augum og spangólar, alt hvað af tekur. Þetta var óþægi- legt, þvi að Borgþór heitihn var farinn að líta til okkar, með- fram tjaldinu, til þess að sjá hvort við værum tilbúnir. Það þýddi: Alt tilbúið á leiksviðinu. — Eg hljóp með hundinn fram í dyr og skipaði honum heim, en bað dyraverðina, að gæltaj þess, að hann kæmist ekki inn ef hann kæmi aftur. Eg fór síð- an aftur í mitt sæti. En nú hafði einhver töf orðið bak við tjöld- in, svo að ekki var byrjað strax. Eg var eitthvað að rjála við strengina með boganum. Og, viti menn: Spori er kominn aftur. Og nú hafði hann ekki komist eftir hliðarganginum, þvi að húsið var orðið troðfult, heldur hafði hann henst eins og kólfur, undir alla bekki og troð- ið sér á milli fótanna á fólkinu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.