Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Side 1

Vísir Sunnudagsblað - 10.03.1940, Side 1
1940 ÍO. blaö Sunnudaglnn 10. mars JONAS SVEINSSON LÆKNIR 'Jó&ak o.fy tóPxaksQÍthjamx. JÓNAS SVEINSSON. I. Flestum eiturnautnum fylgir ánægja og vellíðan á meðan nautnaverkananna gætir. Öm- urleiki hversdagslífsins liverf- ur, og jafnvel svæsnustu þraut- ir verða að engu. Sum þessara efna örfa hugsunina og gera ímyndunaraflið auðugra, — ljá því vængi, — er flytja liinn nautnasjúka mann inn í glæsi- leg lönd, er hggja langt frá veruleikanum. En það er aðeins skamma stund, sem vænta má slíkra verkana. Eftirköstin eru venjulega líkamleg vanliðan og sár Iöngun til endurtekninga hinna hættulegu nautna. Þann- ig fer ávalt, ef eiturlyf eru not- uð, jafnvel um stuttan tíma. Vitanlega eru ekki öll eitur- nautnalyf jafn skaðleg. Sum þeirra eru þannig, að hver sá, er neytir þeirra að ráði, verður óumflýjanlega þræll þeirra til æfiloka. Önnur orsaka skyndi- dauða, og sum eru viðsjál vegna þess, hve liægt en örugglega þau vinna verk sitt. Hver skyldi eiginlega trúa því, að liin fagra glóð vindilsins — glóðin, sem skáldin oft sækja til glæstar myndir — brenni hættulegu eitri ofan i okkur, eitri er smýgur niður í öndunarfærin með hressandi og bragðgóðum reyk? í tóbaksreyknum er tóbaks- eitrið fræga, Nikotinið, sem er, að meiru eða minna levti, í öllu tóbakí, hvernig svo sem þess er nevtt. Líklega verður það ekki vinsælt, að benda á slíkar staðreyndir, því tóbakið á sér dáendur á öllum aldri og i öllum stéttum. Það er verndað í flestum ríkjum, og gefur öruggar og góðar tekjur í ríkissjóðina. Því verður eklci neitað, að íó- bakið í öllum myndum vekur stundargleði neytandans, en skuggahliðar þess eru heldur ekki fáar. Hinn óbeini tóbaks- skattur er erfiður þeim fátæku, og léttir pyngju flestra um efni fram. Og það, sem mest er um vert: tóbaksnautn spillir heilsu manna, sérstaklega þeirra, sem veiklaðir eru og unglinganna. Þeir eru heldur ekki fáir sjúk- lingarnir, sem daglega leita ráða við sjúkdómseinkennum, sem beint eða óbeint stafa af tó- baksnautn. Eins og mönnum er kunnugt, er tóbakið í þess mörgu mynd- um unnið úr blöðum tóbaks- jurtarinnar, en sú jurt er ná- skyld kartöflujurtinni. Tahð er, að þegar Kolumbus kom til Am- eríku fvrir ca. 450 árum, hafi hann þar liitt fyrir menn, er reyktu tóbaksblöð. 40 árum síð- ar flutti maður nokkur, að nafni Nikot, fyrstur manna fræ tó- balcsjurtarinnar til Norðurálf- unnar, og hepnaðist honum að rækta jurtina. Hún er nú rækt- uð víða um lönd, og er fullyrt, að 90% karla og 10% kvenna i veröldinni noti tóbak í ein- hverri mynd, þrátt fyrir það, þó læknar um heim allan bendi á skaðleg áhrif þess, og þrátt fyr- ir það, þó tóbakið kosti almenn- ing offjár árlega, þvi yfirleitt er tóbak dýr vara. Nikotinið er aðal eiturefni ló- baksins. Um það segir efna- fræðin kalt og ákveðið: „Niko- tin er lyktar- og litarlaus vökvi. Sýður við 247 gráðu hita. 50 miljigrömm af því nægja til þess að drepa meðalmann.“ II. Það er staðhæft, að reyktó- bak það, sem venjulega er selt, innihaldi eitt til þrjú % af Niko- tini, en vitanlega eru til tegund- ir, sem eru enn sterkari. Það má því fullyrða, að vindill, er vegur 5 grömm, innihaldi 100 millígrömm af Nikotini, eða tvöfaldan dauðaskamt. — En venjulega fer aðeins lítill hluti eitursins beint inn i blóðið, sé reykt varlega. Það er ekki sama hvernig menn reykja, eða hverskonar tóbaks er neytt. Ó- dýrt tóbak er yfirleitt eitur- sterkara en dýrt, og orsakast það m. a. af því, að öll verkun dýrari tóbakstegunda er vand- aðri, og auk þess er sérstök meðferð notuð við hinar dýrari tegundir, hl þess að ná Nikotin- inu úr því. Það er tahð víst, að ef reykt er gætilega losni maður að mestu við eiturverk- anir tóbaksins, sérstaklega sé reyknum jafnóðum blásið út úr „Þetta er glóðin, sem skáldm oft sækja til glæstar myndir —- en hún brennur hættulegu eitri, er smýgur niður í öndunarfærin." munninum. Slímhúðarþekja munnsins og koksins er þannig útbúin, að hún varnar því til muna, að Nikotinið úr reykn- um fari beint inn í blóðið. Reyki menn hinsvegar ofan í sig sem kallað er, fer reykjarbræl- an alla leið niður í fínustu lungnapípurnar, — en þar er slímhúðarþekjan aðeins ör- þunn og veitir lítið viðnám gegn eitrinu. Sama máli gegnir, sé reykt ört og sogið sterkt. Þá má geta þess, að hættulegt get- ur verið fyrir þá er reykja, að renna ört niður munnvatni. I þvi leysist Nikotinið auðveldl. upp, fer þannig niður í melting- arfærin og þaðan óhindrað út í blóðið. í þessu sambandi má nefna atriði, er valda kann munntó- baksmönnum hrelhnga. Hjá munntóbaksneytendum mynd- ast óhjákvæmilega mikið munnvatn, og fer nokkuð af því beint niður i meltingarfærin. Liggur að sjálfsögðu í því at- riði nokkur hætta. Einnig hinu, að munntóbak geymir venju- lega í sér meira af Nikotini en annað tóbalc, eða alt að 5%. Neftóbak er sú tegund tóbaks, sem talin er einna hættuminst, miðað við það, að ekki altof langar tóhaksrastir séu sognar inn í nefið í feinu. Reyktóbaksmönnum má segja til aðvörunar, að óholt ei- talið að reykja vindla og síga- rettur upp að fullu. Orsökin er sú, að nokkuð af tóbakseitrinu safnast smámsaman fyrir i þeim endanum, sem tottaður er, jafnvel full 40%, og með því móti getur myndast nokkur eitrunarhætta. III. Það er fróðlegt að veita því

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.